Fjallkonan


Fjallkonan - 15.11.1904, Page 3

Fjallkonan - 15.11.1904, Page 3
FJALL KONAN. 179 Kveldið kom og ég mætti heíma hjá formanni. Hann byrjaði að skj'ra frá því, að verzlstj. 01. Ámundason hefði boðið hlutafélagsstjórninni annað hlutabréf sitt, en vildi hún ekki sinna því, þá seldi hann það Tryggva Gunnarssyni. Eg lagði það þegar til, að stjórnin keypti bréfið fyrir hönd félagsins, eins og gert heiði verið á aðalfundi í fyrra með hluta- bréf, er þá hefði átt að selja utanfélags- manni, og eins og nú stæði á högum fé- lagsins væri réttara, að félagið sjálft inn- leysti bréf sitt, en að utanfólagsmaður, sem ekki væri einu sinni kaupmaður, kæmist inn í félagið. Einkum þar sem félagið þyrfti bersjnilega ekkert á hans aðstoð að halda. Þetta ákvæði í lögum félagsins: „Enginn má selja sinn félagshlut utanfé- lagsm.anni, nema hann hafi áður boðið hann félagsstjórninri fyrir ákvæðisverð,“ væri til þess sett í lögin, að hægra væri að verjast því, að utanfélagsmenn sundr- uðu félaginu, hvort heldur væri af póli- tískum hvötum eða eínhverjum öðrum. Ákvæðið væri til þess að vernda félagið frá ytri áhrifum; því væri bezt að geyma þetta ágieiningsmál til aðalfundar og láta hann skera úr. En nærri því var ekki komandi. Þessi og fleiri mótmæli mín höfðu ekk- ert að þýða, meðstjórnendurnir voru bún- ir að klafa sig fyrir fram. Því næst lagði formaður fram beiðni frá Tryggva Gunnarssyni, þess efnis,_að stjórn- in selji sér og nokkrum öðrum mönnum 48 ný hlutabréf í „Reykjavíkurfélaginu.“ í sama umslaginu var umrætt hlutabréf 01. Á. með árituðu afsali hans til Tryggva. Þetta sýndi ljóslega, að formaður eða meðstjórnendurnir höfðu verið búnir að fullvissa kaupunautana um það, að kaupin yrðu staðfest. Nú rann upp fyrir mér, hvað D. Thom- sen hafði meint með stjórnarhendinni fyr um daginn. Nú lét hann það uppi, að stjórnarsinnar viidu fá „Keykjavíkina11 fyrir málgagn sitt, ella stofnuðu þeir nýtt stjórnarblað o. s. frv. Eg kvað þessu félagi það óviðkomandi, þótt stjórnin eða hennar fylgismenn stofn- uðu nýtt blað. Eg andmælti þessari nýju hlutabréfasölu, af þeim gildu og góðu ástæðum, að það væri rangt að selja ný hlutabréf og fara að auka höfuðstólinn í félagi, er stæði sig Ijómandi vel fjárhagslega, eins og raun hefði borið vitni um síðastliðíð ár, er það hefði gefið um 55%. Af þessari sölu leiddi tvent: fyrst fjárhagslegt tjón fyrir félagið og 1 öðru lagi sundrung, og það misti út í veður og vínd hina fyrri lýnrætlun sína að geta haldið blaðinu hlutiausu, og haft það fyrir málgagn sitt. Eg krafðist því af meðstjórnendum, að þessari beiðni bankastjórans væri synjað, lil þessað gera ekki meiri sundrung í félaginu. En gat þess jafnframt, að ef meðstjórnendur mín- ir samþyktu söluna, þá mnndi eg kæra þá fyrir aðalfundi samkvæmt 6. gr. félagslag- anna. Þeir tó.ku þá það ráð, að ákvarða að kall- aður yrði saman aukafundur um þetta at- ríði, og var hann ákvarðinn 18. s. m. Mánudaginn 17. s. m. lét D. Thomsen tilkynna mér að mæta kl. 9 hjá sér að kveldinu á stjórnarfundi í hlutafélaginu. Á fundinum skýrði formaður frá því, að komin væri beiðni frá kaupm. Birni Krist- jánssyni um það, að stjórnin samþykki kaup hans á hlutabréfi frá kaupm. Birni Guðmundssyni, og að þeir formaður og ritari seldu sín tvö hluta- bréfin hvor og ritsjóri Jón Olafsson eitt. Nú gat að minsta kosti engum dulist, hvað verið var að gera. Ef þáverandi félagsmenn fengju að vera í friði með félagið, sat að sjálfsögða alt við það sama; en nú átti að setja inn sex menn, — og þar af 5, er ekkert komu kaupmannastétt- inni við, í þvi skyni einu, að ná blaðinu undan yfirráðum kaupmanna. Eg hélt því fram, að það væri óheiðarlegt af stjórn fé- lagsins að styðja að slíku, kúga blaðið á þennan hátt undan yfirráðum þeirra, sem það átti að vera málgagn fyrir, og fleygja því i óviðkomandi menn. Eg krafðist þess, að stjórnin keypti þessi hlutabréf fyrir hönd félagsins, en nærri því var ekki kom- andi fyrir kappi formanns og ritara. 18, s, m. var svo haldi»n hinn umræddi aukafundur í hlutaíélaginu „Reykjavík11, til þess að greiða atkvæði um, hvort selja skyldi Tryggva Gunnarssyni 48 ný hluta- bréf. Á fundinum kom fram beiðni frá kaupm. Birni Kristjánssyni um það, að honum yrði seld 24 hlutabréf af þeim 48, e f þ a u ættu að seljast. Þessi bciðni kom aldrei til atkvæða. Undir atkvæði var borin beiðni Tr. G., og féllu atkvæði þannig, að 17 voru með sölunni en 13 á móti. Þar með var sjálflállin beiðni B. K. Með hlutabréfasölunui, er félagsstjórnin samþykti til utanfélagsmanná, var séð fyrir því i bráðina, að blaðið lenti í höndum stjórnarmanna; en með sölu hinna 48 nýju hlutabréfa var séð um, að stjórnin liefði blaðið um aldur og æfi. Á þessu ber meiri hiuti félagsstjórnar- innar ábyrgðina. Með þessari trúmensku hefir hún gætt þess ákvæðis félagslaganna, að blaðið skuli vera málgagnkaup- m a n n a !! Sýni félagsstjórnir um land alt álika trúmensku og staðfestu, þegar landsstjórnin fer að leita ti! þeirra, ætti völdunum i landinu ekki að vera svo hætt við að flytja sig til. Ben. S. Þórarinsson. „Lárus skiftir búi“. Mag. art. Agúst Bjarnason heíir fundið til þarfar á því að hafast eitt- hvað að í tilefni af því, að lands- yflrréttur heflr dæmt bróður hans í Stykkishólmi sekan um fjárdrátt og annar dómstóll hefir dæmt það sak- laust að skýra frá þeim dómi. Svo kemur hann með alveg nýja vörn fyrir atferli Lárusar, þegar hann reri að því öllum árum að dánarbú fyrir- rennara hans í embættinu misti þús- und krónur, eins og amtmaður J. Havsteen komst að orði. En gallinn á þeirri vörn er sá, að varnaratriðin, öll undantekningarlaust, eru ósönn. Aðalstaðhæflng hr. Á. B., sú er vörn hans er bygð á, er sú, að lög- mætur shiftafundur hafi samþykt 7000 kr. boð frá Lárusi í hús það, er hann vildi kaupa af dánarbúinu. Þetta er svo tilhæfulaus fjarstæða, að jafnvel Lárus, sem sjálfur hefir varið mál sitt með miklu kappi fyr- ir yfirrétti, hefir ekki með einu orði gefið þetta i skyn. Auðvitað hefði líka málið verið útkljáð með þessari samþykt, ef nokkur hæfa væri fyrir henni. Aðrar ósanninda staðhæfingar hr. Á. B. gera minna til, en rétt er samt að benda á þær. Hann segir, að Lárus hafi slept tilkalli því, sem honum bar réttilega til hússins, ein- mitt til þess að halla eklá hag bús- ins. Sannleikurinn er sá, að hann sendi gagngert mann hingað til þess að fá hr. Gísla ísleifsson til að reka málið fyrir sig. En G. í. neitaði; honum leizt ekki svo þrifalega á málið, að hann vildi við það fást. Enn fremur segir hr. Á. B., að húsinu hafl verið of vel lýst af þeim, sem áttu það, það hafi reynst miklu verra. Þetta er sömuleiðis ósann- indi, enda hafði Lárus lengi átt heima í húsinu og honum var því allra manna auðveldast að fá vitn- eskju um, hvernig það var. Enn segir hr. Á. B., að nákominn ætiingi sýslumannsekkjunnar hafi fengið H. Th. A. Thomsen sálugatil að gera „tylliboð" í húsið. Alveg tilhæfulaust. Loks segir hann, að Sig. Gunnars- son prófastur hafi úrskurðað Lárus til að flytja úr húsinu. Ekkert ann- að en Uugarburður. Ritgjörð hr. Á. B. er ekki nema rúmur dálkur i „Reykjavík". Samt hefir hann komið fyrir í henni þess- um 5 tilhæfuiausu staðhæflngum, auk smávægilegri ranghermi. Það er óneitanlega fremur ógæti- lega á stað farið — ekki sízt þegar þess er gætt, að þetta gerir maður, sem tekist hefir á hendur að fást við „vísindi vísindanna" ogfræðaoss um rannsóknir mannsandans á dýpstu og háleítustu íhugunarefnum tilver- unnar. Manni verður ósjálfrátt að spyrja sjálfan sig, hvort jaftimikil að- gæzla, nákvæmni og sannleiksást komi fram hjá honum þar eins og í þessu einfalda máli, sem hann hefir tekist á hendur að fræða menn um, án þessaðhonum kæmi það nokkuð við. ötaí'ur Hjaltested, hugvitsmaðurinn þjóðkunni, kom hingað með Yestu í síðustu viku sigrihrósandi. Rétt áður en hann fór frá Khöfn tókst honum að selja vatns- dælu þá, er hann hefir fundið upp og getið hefir verið um í blöðunum. Uppfundningin verður honum von- andi arðsöm. Verksmiðjan, sem smíð- ar dælurnar, á að borga honum 50 kr. fyrir hverja dælu, sem hún selur næstu 15 árin. Lægsta ágizkun verksmiðjunnar er, að 100 dælur selj- ist á ári. Svo mikla yfirburði þykir dælan hafa fram yfir önnur sams konar áhöld. Það var þungur róður fyrir hr. Ó. H. að láta uppfundning sina verða nokkurs virði. Hann byrjaði á til- raunum sínum til að fá einkaleyfi fyrir smíðisgripnum og til að fá dæl- una selda í marzmán. 1902, og það tókst ekki fyr en í miðjum október 1904. Svo fast var lagst á móti af miður hlutvöndum verksmiðjueigend- um, sem bjuggust við, að þetta nýja áhald yrði hæt.tulegur keppinautur. Hr. Ó. H. segir, að það só einkum eða algjörlega stórkaupmanni Alex- ander Warburg að þakka, að málið komst í kring að lokum. Til hans leitaði hann á síðustu stundu, og hr. Warburg tók honum af svo mikilli góðfýsi og rak mál hans svo ósleitu- lega, að alt lagaðist tafarlaust. Hr. Ó. H. talar um hjálp hans af hinni mestu þakklátsemi, sem von er, og óskar þess eins, að allir íslendingar, sem aðstoðar þurfi í Khöfn, eigi þar öðru eins athvarfi að fagna. Einkaleyfi fyrir dælurnar er fengið á öllum Norðurlöndum og á Eng- landi. Dælan er • fyrirtaks-áhald meðal annars á þilskipum, til þess að ná út austri og ausa inn sjó til þvotta o. s. frv. Sömuleiðis til að ná upp vatni, þegar eld þarf að slökkva. Hr. Ó. H. hefir þegar fengið margar pantanir til þilskipa úr Færeyjum og af norður og vesturfjörðunum hér á landi. Hann gerir og ráð fyrir að gera hana svo úr garði, að húngæti orðið sem hentugast slökkviáhald hér á landi, í smábæjum sórstaklega. Dælan eys upp 14 þúsundpottum á kl.stund. Handafli má beita á hana en auðvitað endist engin mannshönd til þess að nota hana t-il fulls til lengdar. Þá er ekki minna vert fyrir oss íslendinga um aðra upptundning hr. Ó. H., sláttuvélina. Hann hefir, fyrst urn sinn að minsta kosti, horflð frá sláttuvél þeirri, sem ætlað var að ganga fyrir handafli, og tók sér fyrir hendur að búa hana út fyr- ir hestafl. Það telur hann sér hafa tekist, svo að hún slái að eins x/4 þuml. frá rót, og lyfta megi henni hæfilega, þar sem glúpt er undir. Húii er ætluð einum hesti, og er miklu lóttari en þær vélar, sem áð- ur hafa verið búnar til, ekki nema 150 pd., þar sem útlendar vélar eru 400 — 600 pd. ísl. vélarnar verða og nokkuru ódýrari. Þær koma í verzlanir hór á landi á næsta vori. í erfðaskrá próf. W. Fiske er íslands minst stórhöfðinglega. l.andsbókasafninu í Reykjavík hefir hann gefið allar bæk- ur sínar, nema hinar íslenzku, og þær, er snerta ítalska skáldið Petrarca. Bókunum á að koma hingað land- inu að kostnaðarlausu. Málverka- safnið í Reykjavík hefir hann arfleitt 85 „Já, mjög undarlegur" svaraði hr. Teteról, og dró til sín handlegginn. Svo fór hann að skoða á sér hendurnar og telja á sér fing- urna; hann kunni vel við að fást við það, þegar heili hans var að starfa. „Um hvað eruð þér að hugsa ?“ sagðí hr. Crépin. „Eg er að hugsa um það“, sagði hann og hikaði sig, „hvern- ig eg á að afla mér aftur þeirrar virðingar, sem þér haldið að eg hafi mist“. „Þér starið út í bláinn; hárið á yður stendur út. í loftið og þér eruð þungbrýnn og íbygginn á svipinn . . . Þér hafið eitthvað í huga“. „Getur verið. Má eg reiða mig á yður?“ „Á mig? Nei, hr. Teteról minn góður: það megið þér ekki“, svaraði hr. Crépin með merkissvip. „Eg er ærlegur mað- ur og hefi svarið það að skifta mér ekki minstu vitund af þeim hrekkjabrögðum, sem yður þóknast að beita við baróninn minn. Hann er vænn maður og mér þykir mikils um hann vert. Nú hefir hann hýrnt heima í höll sinni heilt ár, og ekki hefir honum þótt gaman að því einsetulífi, það veit hamingjan ; en hann hefir viijað reyna að koma fjárhag sínum í lag og bæta fyrir yfirsjón- ir æsku sinnar. Við verðum sannarlega að hvetja menn til þess, sem gott er, og þér verðið að hafameðaumkvun með honum. Eg hefi fyrir mitt leyti komist við af þessum strangleik lífernisins, þessari innilegu iðrun, og eg hefði ekki saravizku til þess að

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.