Fjallkonan - 13.10.1905, Page 2
166
FJALLKONAN.
„ríkistengslin11 og feli konunginum
að viðicrkenna Norveq sem sérstætt
ríki. Þá er samningurinn fullgildur.
Svíþjóð skal tilkynna erlendum þjóð-
um viðurkenningu sína hið bráðasta.
Bæði ríkin skulu að lyktum beiðast
þess, að ríkisstjórnir þær, er við-
skiftasamninga hafa gert við þau,
fallist á sambandsslit Norvegs og
Svíþjóðar. —
Svíar láta fremur vel yflr samn-
ingum þessum, en ýmsir með Norð-
mönnum eru óánægðir — vildu hafa
meira um sig.
Nn er einkum rætt og ritað um,
hvernig stjórnarfyrirkomulag lands-
ins skuli vera: konungsríki eða þjóð-
veldi. Norðmenn munu margir vilja
þjóðveldi, en erlend ríki munu víst
fella sig betur við, að þeir fái sér
konung, Eins og áður, er helzt til
nefndur Karl Danaprins Friðriksson
(kvæntur dóttur Játv. Englakon.).
Alt er þetta óákveðið enn.
Samningur milli Englands og1 Japans.
Samningur sá, er England og Jap-
an gerðu í sumar sín á milli, til þess
að friði verði haldið i Ansturálfu og
hag allra ríkja sæmilega gætt og
ekki gengið of nærri ítökum þeirra,
var nú birtur þ. 26. þ. m., samtímis
í Lundúnaborg og Tokíó. Þessi
samningur er miklu fullkomnari en
sá, er áður var milli ríkjanna.
í samningnum stendur meðal ann-
ars svolátandi klausa:
Ef annar af samningsaðilum lend-
ir í ófriði til að verja rétt sinn og
hag (sökum árásar frá hálfu annara
ríkja), skal hinn aðili þegar ganga
í lið með honum, berjast við hans
hlið og semja með honum að lok-
um frið.
Bretland hið mikla viðurkennir
að Japan hefir heimild til að hafa
hönd í bagga og umsjón með Kóreu;
það skal og vernda landið. Japan
viðurkennir aftur á móti, að Bret-
landi hinu mikla sé heimilt að láta
fremja þær varúðarreglur við landa-
mæri Indlands, er því þykir nauð-
syn til bera.
Samningurinn gildir um 10 ár, en
segja má honum upp með ársfresti.
Frá Japan heyrast nú engin tíð-
indi um óeirðir; líklegt, að þær séu
um garð gengnar.
Herskipið „Mikasa“, merkisskip
Tógós hershöfðingja, brann fyrir
skömmu til kaldra kola; eigi hefir
sannfrézt, hvernig í því hefir kviknað.
í Ungverjalandi
er móður í mönnum; foringjar
stjórnfjenda krefjast að fá frjálst þjóð-
fulltrúaþing. Fyrir þeim er Franz
Kossúth. Þeir fóru í hóp til keis-
ara Franz Jósefs, og fengu áheyrn;
hann setti þó ýms skilyrði, er þeir
vildu eigi að ganga, og stendur því
alt í sama stappinu.
1 Kákasín
er spekt og friður kominn á að
kalla; landsstjórinn hefir sáfnað liði
til þess að halda þeim í skefjum,
Armeningum og Múhamðesmönnum.
Kenna hvorir öðrum um óspektirnar
og upptök þeirra
í Sikiley
varð afarmikið skriðuhlaup úr
fjalli, er brennisteinsnámar voru í;
námarnir hrundu saman og ollu
þannig gereyðing bygða við fjallsræt-
urnar.
Dánir merkismenn:
í Frakklandi: Mestur nýlendu-
f'xöinuðurþar, Brazza, dugnaðarmað-
ur mikill; veiktist suður í Kóngó af
blóðsótt, varð 53 ára.
Oodefroy Cavdignac, stjórnmála-
maður, fyrv. ráðgjafi.
í Svíþjóð: Sven Adolf Hedin,
nafnkendur frelsisgarpur.
íra-býlin.
Eftir Einar BenediMsson.
II.
(Síðari kafli.)
í einum helli þykist eg hafa fund-
ið rómverskt letur frá 4. öld eftir
Krist; það er í Hellnatúni í Ása-
hrepp. Sá hellir er stórmerkilegur
að ýmsu leyti, bæði er lögun hans
einkennileg og hvergi hefi eg séð
hinn háa aldur þessara jarðhofa
jafn-greinilega merktan á veggi og
hvelfingar. Letur hefir einnig varð-
veizt furðu vel i þessum helli, enda
er bergið með harðara móti. Á ein-
um stað stendur skýrt höggvið S. I.
G IY sem getur verið skammstafað:
Seculo Jesu Generationis Quarto.
í Árbæjarhelli í Holtum hefi eg
fundið glöggvastar og merkilegastar
rúnir mjög blandaðar afbökuðu
rómversku letri. Því miður hefir
verið höggvið mikið af letri úrþess-
um helli og hefir mér ekki tekist enn
að lesa greinilega úr rúnunum þar,
annað en skammstöfuð nöfa. Þess
skal getið, að i þeim helli, eins og
víðar, er rúmstæði og sæti einsetu-
manns höggvið út úr berginu og kross-
mörk víða höggvin og meitluð í hvelf-
inguna. Mestur hluti þessa hellis
hygg eg að liggi til suðurs út úr
skúta þeim, sem enn er eftir, en
þar hefir hrunið niður bergið og fylt
göngin, svo ekki verður komist að
því að sjá nein verksummerki af
manna höndum. Merkilegt er það,
að ókennileg bandrún höggvin á stein
við Snjallsteinshöfða er mjög lík
annari slíkri rún, er eg hefi séð í
Árbæjarhelli. Neðsta part rúnarinnar
hygg eg áreiðanlega vera S. En
líking beggja rúnanna virðist mér
mæla á móti því, er menn hafa get-
ið til, að bandrúnin á Snjallsteins-
höfða eigi að tákna legstað Snjall-
steins.
Á Hellum á Landi er afarfornt
letur, er eg hygg hljóti að vera leif-
ar af Ogham-stöfum, mjög máðar;
þar hefi eg lesið orðið „ábóti“ á ein-
um hellisveggnum með rómversku
letri, en eg hafði ekki tíma til að
gæta að öðrum máðum stöfum þar
í kring nema lauslega. Einnig var
mikið af letri hulið þar af heystabba,
er eg fór þar um.
Einn helli hefi eg séð á Geldinga
læk á Rangárvöllum, alleinkenni-
legan.
Það er afklefi nokkur með úthöggnu
rúmstæði og hefir verið rambyggilega
gengið frá dyrum að þeim klefa með
slám, er hleypt hefir verið út í bergið.
í brík rúmstæðisins eru höggvin göt,
líkt og sá hafi verið bundinn, er í
rúminu lá. Mætti geta þess til, að
þar hafi sekir munkar verið geymd-
ir, meðan á refsingu þeirra stóð, fyrir
brot á mót klausturreglum eða því
um líkt. Þess ma geta, að einnig
hafa slár eða slagbrandar verið fest-
ir í bergið fyrir framan rúmstæðið.
Eg hefi ekki rúm til þess hér að
lýsa fleiri hellum, er eg hefi séð af
þessu tægi. Paradísarhellir svokall-
aður undir Eyjafjöllum er sagður
hafa verið bústaður sekra manna,
og ekki hefi eg séð nein kross-
merki þar né önnur verksummerki
þess, að kristnir einsetumenn hafi
hafst þar við. Hella nokkur er þar
öll útkrotuð með rúnum og las eg
þar mörg mannanöfn, að þvi er eg
held útkrotuð af fornmönnum, er
komið hafa í hellinn og hafa viljað
láta sín getið. í einni línu las eg
skýrt ritað með rúnum: Hér korn
síra Steinmar (?), þó er eg ekki al-
veg viss um lestur síðara hluta nafns-
ins.
Sá, sem hefir kynt sér rit þau, er
lúta að því, hvert hafi verið hið forna
Thule-land, hlýtur að meta'mjög mik-
ils hinn sýnilega vitnisburð munka-
hellanna á Suðurlandi. Því hefir ekki
verið nægilegur gaumur gefinn áður,
að vér höfum sannanir fyrir því,
bæði frá Beda presti hinum helga og
Dicuilus, að lærðir menn írskir voru
hér á íslandi fyrir landnámstíma og
kölluðu landið Thule. Þessir menn
hafa leitað landsins og fundið það
eftir frásögnunum um Thule. Mér er
óskiljanlegt, hvernig t. a. m. Þorv.
Thoroddsen í Landafræðissögu sinni
fer fram hjá því mikilvæga atriði.
Munkarnir írsku hafa vafalaust haft
þekkingu og afspurn af Thule, sem oss
er nú ókunnugt um. Úr því þeir fundu
landið, er að mínu áliti alveg óleyfi-
legt að dæma einkisverða þekking
þeirra á því, hvar nafnið átti rétt
við. Því skyldi ekki rit þau eða
frásagnir, er þeir fóru eftir og hafa
hlotið að leiðbeina þeim til ís-
lands jafnframt hafa hermt rétt frá
því, hvar Thule-nafnið réttilega átti
heima ?
Eg tel engan efa á því, að rann-
sóknir komandi tíma muni leiðabet-
ur í ljós, hvernig hittað var bygð
Þýlingjanna. Uppruni orðsins og ald-
ur einsetuhellanna eru mikilvæg at-
riði til sönnunar því, að hið eldra
nafn íslands var Thule. En þar af
leiðir aftur, að landfræðissaga vor
verður að fara svo langt aftur í tím-
ann, sem fyrst er getið um hið forna
Thuleland. Hjá Persum hefir það
nafn verið þekt áður en Pytheas frá
Massiliu fór í sína frægu landaleit,
enda er það mjög eðlilegt, að nafnið
hafi borist til verzlunarþjóðanna í
Suður og Austurálfu, er skiftu við
Bretlandseyjar. Engin ástæða virð-
ist vera til, að efast um það, að
brezkir sjómenn hafi þekt ísland áð-
ur en írsku einsetumennirnir tóku
sig upp til þess að setjast hér að,
og hvað er þá eðlilegra, en að suð-
rænir og austrænir sæfarendur, er
verzluðu við ýmsar Bretlandseyjar
í fymdinni hefðu haft spurnir af hinu,
fjarlægu landi í úthafi heims ?
Eg hefi ekki getað fundið Thule-
nafnið nefnt fyr en hjá rithöfund
einum við hirð Artaxérxes Persa-
konungs hins minnuga; en þess skal
þó getið, að sá rithöfundur tekur
fram, að hann fari eftir enn þá eldri
frásögnum um Thule, er hann hefir
bygt á og klætt í skáldlegan búning
Mér fyrir mitt leyti virðist ekkert
mæla á móti því að álíta, að Föni-
kíumenn hafi flutt nafnið með sór inn
í ritment og munnmæli hinna eldri
verzlunarþjóða, jafusnemma sem þeir
fyrst hófu viðskifti við Bretland.
Alvarlegt íhugunarefni.
Norðurland flytur þau tiðindi, að
Guðm. Hannesson, héraðslæknir Ey-
firðinga, hafi í hyggju að sækja burt
af Akureyri um Vestmanneyjahérað.
Svo sem eðlilegt er, telur blaðið
það „mikil og ill tíðindi.“
„Eins og nærri má geta“, segir
blaðið, „varð mörgum hverft við þess-
ar fréttir, og til þess að láta einskis
ófreistað til þess að breyta þessari
ráðagerð læknisins, var þegar farið
að safna undirskriftum í bænum
undir ávarp til hans, þar sem hann
var beðinn að vera kyr. Hafa um
500 Akureyrarbúar, karlar og kon-
ur, skrifað undir það. Nokkurir, en
þó fáir, af þeim, sem stækastir voru
móti kosningu hans til alþingis í
vor, hafa þó ekki skrifað undir á-
skorun þessa, og gegnir það furðu.“
Jafnframt getur blaðið þess, að
heyrst hafi, að von sé á áskorunum
til hans víða úr læknishéraðinu.
Það er óneitanlega eftirtektarvert,
þetta, að einn af landsins allra-helztu
læknum hefir í hyggju að flytjast
frá stórkostlegu starfi, úr einu af
fólksflestu héruðunum, út í fámenn-
asta læknishérað landsins og eitt af
þeim launaminstu.
Guðm. Hannesson virðist ekki hafa
gert neinum grein fyrir því, hvern-
ig á því stendur, að honum hefir
komið þessi ráðbreytni tilhugar. En
ekki virðist sérlega örðugt að spá í
eyðurnar.
Haun hefir verið ofsóttur af blaði
stjórnarinnar þar nyrðra síðasta ár-
ið á hinn ósleitulegasta hátt. Það
hefir ekki orðið hlífiskjöldur við nokk-
urri tilraun til að gera honum skap-
raun og skömm, að hann er elskað-
ur og virtur af öllum mönnum, sem
þekkja hann vel, að hann er vel-
gjörðamaður ótalmargra manna, að
hann hefir það, sem helzt líkist of-
urást á alþýðu þessa lands, að hann
er manna skilningsbeztur á skoðan-
ir annara og manna sanngjarnastur
í garð þeirra, sem líta annan veg á
hlutina en hann.
Til saka hefir hann ekki annað
unnið en það, að hann studdi kosn-
ing Páls Briems heitins í fyrra, og
gerði sjálfur kost á gér til þing-
mensku á síðasta vori. Ekki hefir
það verið honum til neinnar hlífðar,
að hann gerði þetta hvorttveggja á
fyllilega prúðmannlegan hátt og án
allrar áreitni við nokkurn mann.
Það virðist ekki vera neitt óskilj-
anlegt, þó að sjálfstæðum og við-
kvæmum manni, sem svona er ástatt
um, komi til hugar, að hann sé
ekkert upp á það kominn að láta
skriðdýr Iandstjórnarinnar ausa sig
auri, og að hann hafi ekki sem bezt
geð á að gtarfa þar, sem skriðdýr-
unum er af alþýðu manna látið hald-
ast uppi að svívirða hann.
Það fer annars að verða verulega
alvarlegt íhugunarefni fyrir þjóð vora,
hvernig blöð landsstjórnarinnar eru
látin haga sér við suma af helztu merk-
ismönnum landsins. Ekki er langt að
minnast síðasta sæmdarverks þess
blaðsins, sem ráðherrann sjálfur og
flestir helztu og nánustu fylgismenn
hans hér í höfuðstaðnum eru eigend-
ur að.