Fjallkonan - 13.10.1905, Side 3
FJALLKONAN.
Blaðið ber það raeð hinum afdrátt-
arlausustu orðum á ritstjóra ísa
f'oldar, Bjöm Jónsson, að hann hafi
þegið mútur af fyrverandi stjórn
landsins. Það tekur það jafuframt
furðulega hress, síðan er slysið
vildi til.
— Það hrapallega slys vildi til á
ísafirði 21. f. m., að unglingspiltur
19 ára, Benóní Magnússon frá Króki,
fram, að það hafi bréf frá honum
sjálfum, sem sanni þetta.
Hvað er svo til bragðs tekið, þeg-
ar til þess kemur að sanna þennan
gífurlega áburð ? Björn Jónsson lýs-
ir þetta auðvitað ærulausa lygi, og
gefur stjórnarblaðinu svo ríkt til-
efni, sem frekast var hugsanlegt, til
þess að sanna orð sín.
Hverju er þá svarað? Hverjar
ráðstafanir eru gerðar til þess að
færa sönnur á sakargiftina ?
Því er lýst yfir í stjórnarblaðinu,
að Björn Jónsson hljóti að vera orð-
inn geggjaður!
það eru allar sannanirnar! Þegar
búið er að bregða manninum um æru-
leysi, er reynt að smeygja því inn
hjá þjóðinni, að hann sé ekki með
öllu viti.
Það virðist ekki liggja í augum
uppi, hvernig á því standi, ef íslenzk
þjóð reynist þeim mun lítilsigldari
en aðrar siðaðar þjoðir, að hún láti
þetta atferli haldast uppi til lengdar.
Slík blaðamenska er ekki boðin
af stjórn nokkurs annars lands. Enda
væri áreiðanlega hvergi til neins að
bjóðahana uema á íslandi.
Gjöræði Sam. gufusk.fél.
Stöðugt eru að berast umkvart-
anir um gjörræði, sem skipstjórar
Sam. gufuskipafélagsins hafi í frammi
við landsmenn. Tvær ósvífni-sögur
frá Yestmanneyjum eru nýkoranar í
ísafold; tvívegis hefir verið siglt það-
an burt í færu veðri í síðasta mán-
uði og póstur skilinn eftir og far-
þegar.
Frá Sauðárkróki kemur sams kon-
ar saga í Norðurlandi. Lára fór
algerlega fram hjá þeirri höfn snemma
í septembermánuði. Hún átti að
koma þangað 3. sept. En koma
hennar drógst, og menn hugðu, að það
stafaði af því, að för hennar var
frestað úr Reykjavík. En 11. sept.
frétta Sauðárkróksmenn, að Lára sé
komin norður á Akureyri, og hafi
lagt þaðan á stað austur, áleiðis til
Kaupmannahafnar. Daginn, sem
skipið sigldi fram hjá Sauðárkróki,
komu 4 menn á opnum bát utan af
Skaga inn til Sauðarkróks, svo örð-
ugt er að kenna veðri um. Hr. Páll
Vídalín Bjarnason, hinn nýi sýslu-
maður Skagfirðinga, ætlaði að kæra
þetta fyrír stjórnarráðinu, hvað sem
upp úr því hefst. Þeir, sem athug-
að hafa vináttu stjórnar vorrar og
gufuskipafélagsins í sumar, gera sér
víst ekki sérlega háfleygar vonir.
Þjóöræðisfélaglð
hér í bæ hélt mjög fjölsóttan fund
í stóra salnum í Báruhúsi á þriðju-
dagskvöldið var. Síra ólafur
Ólafssön alþingismaður hélt þar fyr-
irtaks-snjalla ræðu um að „gera
rétt og þola ekki órétt“, og var
gerður að henni mésti rómur. Fjall-
konan mun flytja ágrip af ræðunni
í næstu viku.
Slys.
Síra Magnús Helgason, kennari við
Flensborgarskólann, fótbrotnaði hér
í bænum á laugardagskvöldið var.
Brotin stóðu út úr fætinum, þegar
mannhjálp kom. Hann hefir verið
verzlunarþjónn við Tangs-verzlun, var
skotin til bana af öðrum pilti óvilj-
andi. Foreldrar Benónís, fátæk hús-
hjón, höfðu mist annan son sinn í
sjóinn í fyrra vetur.
Iðnskólinn i Reykjavík.
Hann hefir gefið út skýrslu, um
starf sitt síðastliðið ár. Nemendur
voru 82, en sumir þeirra voru ekki
í skólanum allan veturiun; nokkurir
komu ekki fyr en í nóvember og
desember, og eins fóru nokkurir
burt úr bænum fyrir lok skólaársins
til að stunda atvinnu sína.
í skólanum var kend teikning
(Jón Þorláksson verkfræðingur), ís-
lenzka (síra Ólafur Ólafsson), reikn-
ingur (mag. Ól, Daníelsson) og danska
(Þorst. Erlingsson skáld).
Förstöðumaður skólans er Jón
Þorláksson verkfræðingur.
Nú eru komnir í skólann 67 nem-
endur, og þeim er skift í 4 deildir
(3 í fyrra).
Nú er Iðnaðarmannafélagið, sem
rekur skólann undir yfirumsjón lands-
stjórnarinnar, að reisa hús mikið
handa skólanum á horninu á Tjarn-
argötu og Yonarstræti. Svo er til
ætlast, að unt verði að fara að nota
húsið um nýár, en vanséð, að það
takist.
Flcnsborg-arskólinn.
Aðsókn þangað er mjög mikil á
þessu hausti. Yfir 90 hafa sótt um
skólavíst þar, en nýlega voru þeir
milli 70 og 80, sem þangað voru
komnir.
Barnaskóli Rvíkur.
Börnin í honum eru orðin nokkuð
á 5. hundrað, en þeim fjölgar nú
með hverjum degi; búist er við, að
þau muni verða um 450. Þau eru
í 16 deildum, og kennarar eru 29.
Terzlunarskóli.
Verzlunarmannafélagið hér er að
koma upp verzlunarskóla undir yfir-
umsjón landsstjórnarinnar. Forstöðu-
maður þar verður hr. Ólafur G. Eyj-
ólfsson frá Akureyri. Hann kom
hingað suður með Oeres.
Kveunaskóli Rvíkur.
Þangað eru komnar 36 námsmeyj-
ar, en von er á fleirum. Skólinn er
í 4 deildum.
Hinu almenni mentaskóli.
Nemendur verða þar í vetur 62,
3 í 6. bekk, 5 í 5., 6 í 4., 9 í 3.,
16 í 2. og 23 í 1. bekk. Timakenn-
arar við skólann eru Árni Þorvalds
son magister (í ensku), Ágúst Bjarna-
son magister (í þýzku og dönsku),
Pétur Hjaltested kandídat (1 dönsku)
og Þórarinn B. Þorláksson málari (í
teiknun).
Mannalát.
Síra Davíð Ouðmandsson. prófast-
ur á Hofi í Hörgárdal, einn af allra-
fremstu merkisprestum þessa lands,
andaðist 27. f. mán., eftir að hafa
legið rúmfastur síðan í vor.
Ein af mestu merkiskonum lands-
ins, Sigurlaug Ounnarsdóttir, kona
Ólafs dbrm. Sigurðssonar í Ási í
Hegranesi og móðir Björns augnlækn-
is og þeirra systkyna, andaðist fyrir
nokkuru eftir langvinnan sjúkdóm.
Síra Sigurður Stefánsson alþm. í
Vigur hefir nýlega mist einkadóttur
þeirra hjóna, Margréti, 9 vetra gam-
alt efnisbarn, úr taugaveiki. Barn-
ið var lagst, þegar þau hjón komu
héðan að sunnan eftir þing.
Ókeypis lækuingar
fara fram á læknaskólanum á hverj
um þriðjudegi og föstudegi frá kl.
11 — 12.
Guðm. læknaskólakennari Magnús-
son sér um útvortis lækningarnar,
en Stgr. Matthíasson héraðslæknír um
innvortis lækningar.
Sig-lingar.
Ceres kom hingað 8. þ. m. frá útlöndum
og kringum land, með fjölda farþega vest-
an að.
Lára kom frá útlöndum þ. 9. þ. m. Frá
Khöfn komu með skipinu frk. Áata Thor-
steinsson (frá Bíldudal) og dr. phil. Björn
Bjarnason (frá Viðflrði).
Bæjarfógetaembættið.
Góð tíðindi eru það, að bæjarfó-
geti Halldór Daníelsson hefir látið að
óskum bæjarmanna og tekið aftur
umsókn sínc um lausn frá embætti.
Brjóstslím. Eftir að hafa notað
4 flöskur af hinu nýja bætta Elixírs-
seyði, get eg vitnað, að það er helm-
ingi magnmeira en áður, og hefir
veitt mér fljótari og meiri létti.
Vendeby, Thorseng. Hans Hansen.
Magakvef .... leitað læknis-
hjálpar árangurslaust og orðið al-
heilbrigður við það aðjneyta Elixírs-
ins. Kvistlemark, 1903. Julius Crist-
ensen.
Vottorð. Eg get vottað, að El-
ixírinn er ágætt lyf og mjög nyt-
samlegur fyrir heilsuna. Kaupmann-
ahöfn, marz 1904. cand. phil. Max
Kalckar.
Kína-Lifs-Elixír er því að eins
ekta, að á einkennismiðanum sé vöru-
m^rkið Kínverji með glas í hendi og
nafn verksmiðjueigandans: Waldem-
ar Petersen, Fredrikshavn—Köben-
havn, og sömleiðis innsiglið VFP í
grænu lakki á flöskustútnum. Hafið
ávalt flösku við hendina bæði heima
og annarstaðar. Fæst hvarvetna
fyrir 2 kr. flaskan.
Uppboð
á tómum kössum og ýmsu
öðru verður haldið við verzl.
Edinborg laugardag
21. þ. m. kl. 11 f. h.
Reykjavik IX. októbr. 1905.
Ásgeir Sigurðsson.
Cokes
ódýrast i
verzi. Edinborg.
Með s|s Laura
hafa komið til undirritaðs ýmsar teg.
af tauum, svo sem:
Cheviot, Kamgarn, mislitt, i
alfatnað, vetraryfirfrakka, sérstök
mislit vesti o. fl.
H. Andersen <& Sen.
267
Kaupendur
Fjallkonunnar
hér í bænum, skifta sem um
úbstaði, eru vinsamiega beðnir
að gera viðvart um það sem
fyrst í afgreiðslu blaðsins,
Hafnarstræti 22.
Sömuleiðis eru þeir, sem
ekki fá blaðið með skilum,
beðnir að gera tafarlaust við-
vart um það til afgreíðslunnar.
Steinolía
í tunnum og pottatali fæst í verzlun
Mattliíasar Matthíassonar.
Húsgagnaverzlun
Jónatans Þorsteinssonar
Laugaveg- 31 Telefón 64
Stærsta úrval af ýmiskonar
liúsgögnum
Verð mjðg: sanngjarnt.
Þeir sem héðan í frá panta
Orgelharmoníum
hjá mér frá. hinni ágætu og aíþektu
orgelverksmiðju K. A. Andersson í
Stokkhólmi og borga þau við mót-
töku, fá í kaupbæti, miðað við
verð hljóðfæranna, ágœtar nótna-
bœkur fyrir minst 3 kr. 50 aur,
alt að 10 kr. með bókhlöðuverði; þar
á meðal Prœludier, Marscher og
Melodier.
Munið, að þessi Orgel-Harm. voru
hin einu, er hlutu verðlaunapen-
ing úr gulli og mesta lofsorð d
sýningunni í Stokkhólmi 1897, að
engan eyri þarf að borga fyrir fram
og að engum reikningum er haldið
leyndum.
Áreiðanlegir kaupendur hér í bæn-
um geta einnig fengið gjaldfrest
um lengri tima án verðhækk-
unar og án nokkurra vaxta.
Skrifið því til mín eða talið við mig,
áður en þér festið kaup annarstaðar,
og þér munuð sannfærast um, að betri
og ódýrari Orgel-Harm. fáið þér eigi
annarstaðar. Verðlistar sendir ókeyp-
is til þeirra, er þess óska.
Reykjavík 2. janúar 1905.
Jón Pálsson,
organisti við Fríkirkjuna í Reykjavík.
Bg undirritaður á Orgel-Harmonium frá
orgelverksmiðju K. Andersons í Stockholm
og er það nú nærri tðlf ára gamalt. Er
mér það sönn ánægja að votta að hljóðfæri
þetta hefir reynst mætavel, þrátt fyrir afar-
mikla brúknn og oft slæma meðferð. Hljóð-
in í því eru enn fógur og viðfeidín, og
furðu hrein og góð enn þá. Það hefir
reynst svo sterkt og vandað, að eg hyggfá
orgel hefðn þolað annað eins og það er
iagt hefir verið á þetta. Með góðri sam-
vizku get eg því mælt fram með orgelum
frá þessari verksmiðju fyrir þá ágætu reynd,
sem eg hef á þeBSu orgeli mínu.
Rvík la/4 1905. Fr. Friðriksson
(prestur).
Vatnsleysustrandar-menn
eru vinsamlega beðnir að vitja Fjall-
konunnar í Brydes-búð í Hafnarfirði
(hjá verzlunarstjóra Jóni Gunnars-
»yui).