Fjallkonan - 20.10.1905, Side 2
170
FJALLKONAN.
Að gera rétt
Og
þola ekki órétt.
Ágrip
af ræðu síra Ólafs Ólafssonar á Þjóð-
ræðisfélagsfundi 10. þ. m.
Það bar til tíðinda hér ekki alls
fyrir löngu, að Verzlunarmannafé-
lag Rvikur gekk í skrúðgöngu með
fána sinn i broddi fylkingar suður í
kirkjugarð, raðaði sér umhverfis leiði
Jóns Sigurðssonar og lagði kranz á
leiði hans. Þessi hátíðlega athöfn
átti að vera til minningar um af-
nám verzlunareinokunarinnar og til
að votta Jóni Sigurðssyni virðingu
og þakklæti fyrir hlutdeild þá, sem
hann átti í frelsissigri þeim, sem og
öðrum framfara- og frelsissporum,
sem þjóðin hefir stígið á seinni
tímum.
Það var náttúrlega etið og drukk-
ið víðar en á einum stað hérí bæn-
um íþessa sömu minninguog haldn-
ar margar tölur um frelsi og fram-
farir, þjóðréttindi, þjóðarsjálfstæði
og afnám einokunar o. s. frv.
Þetta var nú allt gott og blessað
og ekkert út á það að setja. —-
En — það, sem sérstaklega má
teljast merkilegt og eftirtektarvert,
er það, að ekki liðu nema fáir mán-
uðir þangað til að allmargir Islend-
ingar, mikill meiri hluti íslenzkra
þingmanna, með innlendu stjórnina
í broddi fylkingar, var búinn oftar
en einu sinni að afneita miklu af
því, sem þá var verið að minnast
og vegsama, aðalstefnu og aðalstarf-
semi Jóns Sigurðssonar, og leggja
annan kranz á leiði þess mætasta og
merkasta manns, sem þjóð vor hefir
átt á seinni öldum.
Eg hygg, að eg verði ekki eldri
maður en það, að eg muni rækilega
þann dag, er Jón Sigurðsson var til
moldar borinn. Óvenju mikill mann-
fjöldi var þá hér samankominn úr
ýmsum áttum. Það var alvarlegur,
en þó óvenju hátíðlegur blær á öll-
um og öllu. Mér mun óhætt að
segja, að flestir eða jafnvel allir við-
staddir menn hafi verið djúpt snort-
nir af hátíðleik þeirrar stundar. Og
flestir munu þeir þá hafa talið það sjálf-
sagðan hlut, að íslendingar mundu
eftirleiðis standa fastir í fylkingu
undir merki því, sem hann hafði svo
drengilega borið til sæmdar og sig-
urs, og fáum, líklega engum hefir
þá komið í hug, að íslendingar
mundu áður en langar stundir liðm
renna undan merkinu og afneita
stefnu og starfsemi hans. —
En „það ber ekki allt upp á sama
daginn“. —
Mér kom jarðarfarardagur Jóns
Sigurðssonar oftar en einu sinni í
hug um þingtímann í sumar, af því
að mér fanst stundum, einkanlega
tvo daga, eitthvað svipað því, sem
verið væri að jarða hann á nýjan
leik.
Auðvitað ekki í sama skilningi og
áður, heldur að verið væri að bera
minningu hans til moldar, traðka
verkum hans, kviksetja þann anda
og þann hugsunarhátt, sem hann
varði lífi sinu til að vekja hjá þjóð-
inni og innræta henni.
Mér fanst íslendingar vera í sumar
að leggja nýjan krarz á leiði Jóns
Sigurðssonar — ekki sæmdar og
drengskaparkranz, heldur kranz lít-
ilmennsku og heigulskapar.
Við vorum látnir beygja bökin í
auðmýkt undir splunkurnýjan einok-
unarklafa, sem rækilega er merktur
brennimarki hinnar fornu útlenzku
áþjánar; þetta var gert hvað eftir
annað. Og þar að auki, til að fylla
mælinn, þá runnu íslendingar sem
huglitlir menn frá fornum þjóðrétt-
indum, gerðu sitt til að ónýta æfi-
starf margra hinna beztu sona, sem
ísland hefir átt.
„Börðust á tréskóm og flýðu“,
sagði skáldið. í sumar átti það við.
Á þessa leið var sumt af sumar-
arstarfi alþingis íslendinga. Eg vildi
óska, að eg gæti sagt hið gagnstæða.
og aldrei þyrfti neinn íslcnzkur mað-
ur að bera blygðun og kinnroða fyr-
ir neitt a( störfum alþingis.
„Aldrei að víkja“ voru hin alkunnu
einkunnarorð Jóns Sigurðssonar. í
þeim innifaldi hann þrent, að mínu
áliti.
Aldrei að víkja frá að gera það
sem rétt er.
Aldrei að víkja frá að verja og
sækja rétt sinn.
Aldrei að víkja frá að hrinda af
sér óréttinum.
Þessi þrjú allsherjar boðorð þreytt-
ist hann aldrei að brýna fyrir íslend-
ingum, beinlínis og óbeinlínis. Hann
þekti þjóðina og sögu hennar manna
bezt, og vissi, að henni var þess
brýn þörf. Og svo erlíka enn. All-
ar þjóðir, og vór ekki síðnr en aðr-
ir, þurfa að muna það boð og rækja
það, að gera rétt en þola ekki órétt.
Forfeður vorir mátu það hina mestu
vanvirðu að þola órétt. Þá, sem ekki
höfðu hug eða dug til að hrinda af
sér óréttinum, kölluðu þeir ambátt-
arsyni og margt annað ekki betra.
Hitt boðorðið, að gera jafnan rétt
sjálfir, það voru þeir miður minnug-
ir á. Því miður hætti þeim oft við
að gleyma rétti annara, að virða lög
og rétt minna en skyldi, að sækja
rétt sinn á vopnaþingi, ef lagaleiðin
til réttarins, eða þess er þeir hugðu
rétt sinn, var lokuð. Gleymska for-
feðranna á, að gera sjálfir rétt, reynd-
ist iðulega efni til óhappa og ógæfu.
„Með lögum skal land byggja, en með
ólögum eyða“ ; svo var það þá og svo
mun jafnan verða. Þó menn vilji ná
rétti sínum og hrinda af sér órétti,
þá má aldrei sækja það með réttar-
ráni annara. Sásigur, semfæstmeð
því að gera rangt, með því að traðka
annara rétti, verður aldrei happasæll,
aldrei til frambúðar, því óréttindin
hefna sín fyr eða síðar. Fornsög-
urnar eru fullar af dæmum upp á
það, hvernig forfeður vorir risu önd-
verðir upp, ef þeim þótti sér misboð-
ið; en þær eru líka fullar af sorg-
legum dæmum upp á hitt, hve mikið
ógæfuefni það er, ef menn gleyma
því alvarlega boði að gera rétt.
Allir þekkja Skarphéðinn og æfi
hans. Hann er lifandi ímynd þeirrar
forníslenzka hugsunar, að þola eng-
an órétt, að bíta frá sér, láta ekki
troða sig um tær. En hann er líka
sorgleg ímynd þess, hvílíka ógæfu-
braut menn komast inn á, ef menn
ekki gera rétt. Allir þekkja búð-
argöngu hans á alþingi forðum, muna,
hvernig hnífilyrðunum og skömmun-
nm rigndi yfir alla, sem honum þótti
sér nærgöngulir, yfir Skafta, yfir
Guðmund ríka, yfir Þorkel hák. En
allir muna líka, hve sorglega lauk
æfi hans, bræðra hans, föður og móður.
Þau örlög mættu ljóslega minna alla
á, að jafnan endar það illa, ef menn
ekki gera það sem rétt er.
Eitt stórkostlegasta dæmið upp á
það hjá fornmönnum, að vilja ekki
þola órétt, er frásagan um Kjartan
Ólafsson, þegar hann vildi brenna
ólaf konung Tryggvason inni, þegar
konungur hafði í hótunum við íslend-
inga, ef þeir tækju ekki kristna trú.
(Hér las ræðumaður upp kafia úr
Laxdælu.)
Á þessa leið risu hinir fornu ís-
lendingar upp, ef þeim þótti sér ó-
réttur ger eða frelsi sínu þröngvað.
En þegar þjóðfrelsinu Iauk og ís-
lendingar koiuust undir vonda út-
lenda stjórn, þá breyttist margt á
hinn verra veg. Þá tóku inargar
dygðir og mannkostir fornmanna
að deyja. Hugdirfðin og hreystin
þraut og stórmenskubragurinn forni
og hetjuandinn smákulnaði út. Út-
lenda áþjánarokið ól upp hjá þjóð-
inni amlóðahátt og lítilmensku, und-
irlægjuskap og ambáttarlund. Vér
týndum þeirri dygð forfeðranna, að
hafa hug og dug til að hrinda af
okkur áþján og ótétti. En vér
lærðum heldur ekki þá dygð, sem
þá hafði oft brostið, að gera rétt.
Það var vöntun þeirrar dygðar, sem
kom þjóðfrelsinu á kaldan klaka og
ílt leiðir jafnan af þeirri vöntun
bæði hjá os3 og öðrum. Stjórn og
löggjöf Dana í vorn garð var lengi
slæm og þjóðin vandist með tímanum
á að skoða alt, sem frá þeim kom,
eins og óvinsamlegt, er víð yrðum
að beygja okkur undir og sætta okk-
ur við. Virðingin fyrir lögunum
var oft lítið annað en þrælsótti.
Menn lærðu smámsaman að fara
kringum lögin eftir mætti og reyna
að koma sínu fram með miður góðum
meðölum. Ómensku og þýlyndis-
andrúmsloftið, sem útlenda valdið
steypti yfir land og lýð, var sízt lag-
að til þess að glæða hjá mönnum
þá fögru hugsjón, að gera jafnan
rétt.
En þó að forfeður vorir væru oft
óminnugir á þetta boð, að gera rétt,
og þó að útlenda áþjánin gerði um
lauga hríð mikið til að svæfa þessa
hugsun, þá eigum vér í þessu efni
að vera föðurbetrungar. Ef vér vilj-
u m vera menn bæði í orði ogá borði,
þá eigum vér að líkjast forn-íslend-
ingum í því, að þora að reka af oss
óréttinn, en taka þeim fram í því
að gera rétt.
Því verður ekki neitað, að ossls-
lendingum er orðið ótamt að hrinda
af oss órétti og yfirgangi. Gaman-
samir menn hafa sagt, að er íslend-
ingur fær löðrung, þá líti hann fyrst
rækilega í kringum sig og spyrji
síðan: „Slóstu mig ? Ætlarðu að slá
mig?" Þó að þetta sé í gamni sagt
og eigi auðvitað ekki við um alla,
þá sýnir það samt, að ýmsir hafa
löngum fundið til þess að vér ís-
lendingar værum seinir að hrökkva
við, þó oss væri misboðið.
En ef vér höfum samt hafist handa,
þá hefir oft víkingseðlið eins og vilj-
að gægjast fram hjá oss og vér í
vígamóðnum, í glímuskjálftanum oft
gleymt því, að þó maður sé að hrinda
af sér órétti, þá á maður samt jafnan
að muna að gera rétt.
Það eru hinar sönnu hetjur og
hreystimenn, sem jafnan eru reiðu-
búnir til að bregða sverði gegn ó-
rétti og yfirgangi, en — sem aldrei
flekka skjöld sinn með ósæmilegum
verkum, ódrengskaparathöfnum og
lítilmenskubrögðum. Það er drengi-
legt og karlmönnum samboðið að
vegast með nýtilegum vopnum; en
— það er lítilmannlegt og háttur
ambáttarsona, að liggja í saurkasti.
Þegar Ketill hrósar sér af því,
að hann hafi skaðað menn á hásin-
unum með tönnunum, þá hrista allir
góðir drengir höfuðin með fyrirlitn-
ingu. —-
Það er lítilmenska og ódrengskap-
ur að meta sig ekki ofgóðan til að
gera ílt, vinna ill og röng verk, nota
vond meðöl, neyta ósæmilegra vopna.
En það er lítilmennska og ódreng-
skapur líka, að fyllast víli og von-
leysi, að hafa ekki hugdirfð til að
reka réttar síns og færast í ankana,
þegar menn eru bornir yfirgangi og
órétti. —
Flestir munu þekkja söguna af
Sigmundi Brestissyni. Þegar faðir
hans var veginn, þá sagði hann við
fóstbróðir sinn: „Grátum ekki,
frændi; festum okkur heldur þenn-
an dag í minui.“
Slíkur hugsunarháttur er hverjum
manni sæmdarauki.
Að gráta ekki en muna, og sækja
rétt sinn með karlmensku og hreysti,
sæmilegum vopnum og heiðarlegri
bardagaaðferð, það er heiður fyrir
hvern mann og hverja þjóð.
Eg vil að hið íslenzka þjóðræðis-
félag marki á skjöld sinn þessi orð:
„Að gera rétt, en þola ekki órétt“.
Dæmi forfeðranna á að kenna oss að
þola eklá óréttinn; en — víti þeirra
eiga að kenna oss að muna jafnan
að gera rétt.
Kjartan Ólafsson hafði hugrekki
til að ráðast í að „brenna konunginn
inn“. Vér nútíðarmenn eigum líka í
vissum skilningi að hafa hugrekki
til að „brenna konunginn inni“'. Við
eigum að brenna inni allar tilraunir
til að bögla okkur undir útlent vald,
allar tilraunir til að smeygja upp á
okkur öllum útlendum og innlendum
fjötrum, allar tilraunir til að skerða
eðlilegan og lögskipaðan rétt vorn,
alt ranglæti og lítilmenska í stjórn-
arathöfnum, allar einveldis- og ein-
okunarkreddur. En — í allri bar-
áttu eigum við að vera gagnheiðar-
legir menn, aldrei að gera annað en
það, sem við ekki þurfum að bera
kinnroða fyrir.
Góður málstaður þarf ekki misend-
isvopna og á ekki að verjast með
ósæmilegum vopnum. Vilji andstæð-
ingar okkar nota ósæmileg vopn,
saurkast eða brigzlyrði í vorn garð,
— þá þeir um það. Að kasta saur
táknar aldrei annað en það, að ekki
er á betra völ.
Við eigum að skipa okkur á ný
undir hið forna merki JónsSigurðsson-
ar; það var sigursælt áður og það mun
sigursælt framvegis. — Það er betra
hverjum ærlegum Islending að liggja
fallinn og dauður undir merki Jóns
Sigurðssonar, heldur en sitja fullur
og feiturvið ketkatla Hins Samein-
aða eða Hins Stóra Norræna.
Við eigum aldrei að víkja frá réttu
máli, aldrei þoka fyrir órétti, aldrei
hopa á hæli fyrir valdinu einu.
Gerum jafnan rétt, en þolum aldrei
órétt.
Það er að leggja hinn veglegasta
kranz á leiði Jóns Sigurðssonar.
Verði starfsemi hins íslenzka Þjóð-
ræðisfélags á þessa leið.