Fjallkonan

Útgáva

Fjallkonan - 09.02.1906, Síða 3

Fjallkonan - 09.02.1906, Síða 3
23 Hræðilegt járnbrautarslys sagt frá Helena, Mo tana; vöruflutnin2:ale t rann ofan brekku og molaði farþega- lest. Sex týndu lifi, 26 særðu't. Kosningar til rússneska þingsins (Duma) eiga að fara fratn 7. aprii Þingið verður að líkindum sett 28. apríl. Óeirðir út af kirkjumálunum halda áframíParísog annarsstaðar á Frakk- landi. Sósialistar eru að halda fundi móti klerkum. Húsbruni. Nýiega (um miðjan f. m.) brann í búðarhúsið í Feigsdal á Arnarfirði upp til kaldra kola, ásamt geymslu- húsi áföstu því. Bruninn orsakaðist þann veg, að maður fór um kvöld út í geymsluhúsið og kveikti þar á eldspítu. — Nokkru síðar stóð húsið í björtu báli Eldurinn iæstist brátt um íbúðarhúsið, og bjargaðist fólkið nauðlega; en engum munum varð bjargað neðna litlu einu af rúmfötum. Húsið var vátrygt, en engir innan- stokksmunir. — Bóndinn þar, Jón Jónsson, hafði flutt þangað fyrir nokkurum árum og nýJega keypt jörðina. Taugaveiki. Hún hefir gengið eins og faraldur á þremur heimilum hér í bænum, þau eru öll einangruð. Úr henni hefir látist Sigurður Einarssov, bóndi á Seli, rúmlega hálfsextugur, bróðir Guðmundar í Nesi. Auk þess hefir hún stungið sér niður í nokkrum húsum, en ekki víðar en venja er til hér, segir héraðslæknir. Meðal þessara sjuklinga er frú Ivatrín Magnússon, kona Guðm. Magnússonar læknis. Einn af þeim Hafnfirðingum, sem látist hafa úr sýkinni, er Lárus Sveinsson frá Volaseli, nemandi í Flensborgarskólanum. bróðir Jóns Bergs Sveinssonar, er andaðist fyrir nýárið, eins og áður hefir verið getið um hér í blaðinu. Þriðji bróð irinn sýktist líka, en er nú á bata- vegi. Frk. Steinunn hjúkrunarkona, sem nýlega var á franska spítalanum, hefir farið til Hafnarfjarðar til hjúkr- unar, og fengið taugaveiki þar. Arnessýslu, 29. jan. 1906. Svo má að orði kveða, að nú hafi vet- urinn byrjað með þorra. Þangað til hélzt góðviðrið. En síðan hefir verið snjógang- ur at ýmsum óttum, þó aðallega-af útsuðri. Er því djúpur snjór yfir allri jörð, en eink- um til fjalla. Frost hcfir oftast verið vægt og stundum legið við hlota. Þó hefir stundum verið allhart frost, en þó stutta stund í einu. Nokkuð hefir og verið stormasamt. Hinn 11. þ. m. var rokstormur af hafi um morguninn. Yarð þá svo flóðhátt hér með sjóvarsíðu, að eigi segjast elztu menn muna annað eins flóð. Mun það hafa gengið allnærri flóðinu mikfa 1800. Skvett- ist víða innyfir sjógarða og braut úr þeim hér og hvar. En eigi féll óbrotinn sjór yfir þó. Það hefði þeir ekki staðizt. Vfst má telja, að hefði þeir eigi verið, eins og' 1800, þá hefði þetta flóð gert afarmikið tjón. En nú olli það engum teljandi skaða. Káðherraun lagði af stað til Khafnar 3. þ. m. með gufusk. „Sögu.“ FJALTiKONAN Andlát konungs. Tvær samkomur hafa verið haldn- ar hér í bænum til þess jið minnast hins Játna konungs. Aðra þeirra hélt K F. U. M. á sunnud gskvöldið í sanikomusal sín- um Salurinn var tjaldaður svörtu, og mjög vel frá geugiV Formaður félagsins síra Jón Hi'igason, hélt ít- arlega og fróðlega ræðu um Kristján konung, síra Friðrik Friðriksson flutti fagnaðarkveðjuorð til hins nýja kon- ungs og Kn. Zimsen verkfræðingur flutti bæn að skilnaði. Nokkur ljóð voru sungin, þar á meðal nýtt kvæði eftir síra Fr. Fr. og bæn fyrir kon- ungi eftir síra Helga heitinn Hálfdán- arson. Hin var haldin i h num almenna mentaskóla á mánudaginn, »vo sem getið var um í síðasta blaði, að til stæði. Salurinn var tjaldaður svörtu og fjölmenni var allmikið, því að öll- um var boðið, sem tekið hafa stú- dentspróf, auk skólapilta og ýmsra annara. Sorgarljóð voru sungin eftir Stgr. Thorstrtinsson (4 kvæði) og lekt- or Þórhallur Bjarnarson hélt snjalla ræðu um hinn látna konung. Báðar samkomurnar voru veglegar, og ekkert annað sagt þar né sungið um hinn framliðna konung en það, er allir íslendingar geta undirtekið. Landstjórnin sendir gullsveig til útfarar konungs nú með Lauru fyrir þjóðarinnar hönd. Erlendur Magnús- son gullsmiður srníðar hann, en Stef- án Eiríksson hefir gert uppdráttinn. Menn verða úti. Aðfaranótt 30. :an. varð Stykkis- hólmspósturinn frá Borgarnesi úti við 2. mann í Helgafallssveit í Snæ- fellsnessýslu. Pósturinn hét Marís Ouðmundsson, vinnuma’ur Jóns Björnssonar póstafgreiðslumanns í Borgarnesi en með honum var Er- lendur Erlendsson bóndi frá Hjarð- arfelli. Tver menn frá Stykkishólmi, sem voru á rjúpnaveiðum 2. þ. m., fundu þá félaga frosna niður í flóa rétt hjá Bakkaánni, svo sem ’/4 stundar göngu frá Gríshóli í Helgafellssveit — alveg á réttri leið. Pósttöskurn- ar voru á þeim. Þ. 30. jan. höfðu þeir lagt upp frá Hjarðarfelli, ura hádegisbil, en póstur verið í Gröf um nóttina. Hér um bil klukku- stund eítir að þeir fóru frá Hjarðar- felli, brast á austan-kafaldsbylur, en er að kvöldi leið, snerist veðrið í í suður með ofsahvassviðri og úr- felli. „Mennirnir voru ekki sem bezt út búnir“, er skrifað frá Stykkis hólmi, „enda er lítt skiljanlegt, að þeir hefðu eigi haldið lengur þreki og fjöri, ef svo hefði verið.“ Svo er og skrifað frá Stykkishólmi 5. þ. m., að þriðjí maðurinn, gamall maður, Jón að nafni, frá Ólafsvik, hafi eflaust orðið úti milli bæja í Helgafellssveit í sama veðrinu og hinir, því að til hans hafi ekki spurst. Dagfari. hið nýja blað Austfirðinga, sem cand. juris Ari Jónsson stýrir, er kom- ið hingað (2 tölubl.). Það tekur fast í strenginn með Landvarnar- mönnum. Flókaskór hlýir, vandaðir, fallegir og ódýrir fást að ins hjá 10 teg. úr að velja. Allskonar annar skófatnaður ódýrastur og beztur hjá sama. J frðarfurir. Frá Fríkirkjunni 19. jan. Ungbarn Oddleifur Ólafs- son, Nýlendugötu 20. 23. ja". Friðrik Gíslason ljósm., Vatnsstíg 4. 1. febr. Un.barn Engilbert Bjarn- ason Vitastíg. Andv. fætt barn Guðm. Jónssonar, Grettisgötu 10. Frá þjóðkirkjuni. 29. jan. Margrét Pálsdóttir, Ný- lendustíg. 31. jan. Jón Jónsson bóndi Lauga- veg 77. ^erðluekkun ú leðri. Nú um áramótin hefir skófatnað- ur og leður hækkað í verði m 10— 20 af hnd. á Þýzk landi. Agætt m argarine í LIVERPOOL, XX VEE sem kann að vita um Gíríui Steinólfssou úr RejAholtsdal, sem f r til Ameríku 1882, og var í Dakota, þegar síð- ast spurðist til hans hér heima. er biðinnað gera svo vel að gera ritst. Fjallk. viðvart um samastað hans. Manilla kaöail selst mjög ódýrt Liverpool. 143 „Já, auðvitað, ef ekkert slys vill til; varaðu þig að detta ekki af baki!“ „Ó, blessaður karlinn,“ sagði Liónel við sjálfan sig, „þú ert ekki maðurinn hennar.“ Það var ekki að ástæðulausu, að hvíthærða manninum var ekki um sel. Á sama augnabliki hnaut hestur ókunnu kouunn ar og hún hraut úr söðlinum. í sama bili ruddi Líónel sér braut gegnum kjarrið og þaut til hennar;. en hún þurfti ekki mikið á aðstoð hans að halda. Hún hafði komið standandi niður og hafði ekki einu sinni mist taumana; en hatturinn hennar hafði oltið út í grasið öðrumegin við veginn. Hann tiýtti sér að taka hattinn upp og rétti hinni hann. Fallegt, dökkmóleitt hárið hafði ólagast, og hún lagaði það, áður en hún setti hattinn upp. Líónel rétti fram hönd sína, stúlkan tilti tánum á han i og hóf sig rösklega upp í söð- ulinn. En frændi hennar sneipti hana fyrir ógætnina. „Það var Theódór að kenna.“ svaraðihún; „eg var að hugsa um hann, þegar eg datt af baki.“ Því næst brosti hún yndislega við Líónel og hélt á stað á hörðu brokki. Pilturinn hefði orðið hugfanginn af þessu brosi, ef hún hefði ekki minst á Theódór; en Theódór var ofaukið. Theodór hafði spilt öllu, þessi Theodór. sem hún var að hugsa um, þegar hún datt af baki, þessi Theódór, sem naut þess dýrðlega einkarettar að láta bana verða utan við sig. „Hvað hann á gott, þessi Theódór“, sagði Líónel við sjálfan sig; „hvað hefir hann til þess unnið að örlögin skuli vera honum mur frá Messína (Ítalíu). fást nú í LIVERPoOL. Mjög ódýrar ágætar danskar Kartöflur nýkomnar í „LIVERPOOL“ ekta Kína-Lífs-Elixír, sem hefir einkennismiða þann, sem hér er fyrir ofan og innsiglið í grænu lakki a flöskustútnum. F,» st hvarvetna fyrir 2 kr. flaskan.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.