Fjallkonan

Issue

Fjallkonan - 08.06.1906, Page 1

Fjallkonan - 08.06.1906, Page 1
Kemnr út einn sinni og tvisvar í vikn, ails 70 bl. um árið. Verð árgangsins 4 krðnur (eriendis 5 krónur eða l'/a dollar), borgist fyrir 1. júlí (erlendis fyrirfram). BÆNDABLAÐ Uppsögn (skrifleg) bund- in við áramðt, ógild nema komin sé til útgefanda fyr- ir 1. oktðber, enda hafi kaupandi þá borgað blaðið. Afgreiðsla: Hafnarstr. 22. VEBZLUííARBLAÐ XXHl. árg. Reykjavík, 8. júní 1906. Xr. 25 1P Auk allrar XXiXXa.ÖíSíy'iOjaVÖUU, sem verzlunin hefir nú nægar birgðir af, er nýkomið í karlmannafatnaðardeildina: hæstmóðíns FlóKaliattar, allskonar T~a á,l hinar velþektu ensku llllí’lir og Jr*ípU.ll£Vtt£ir með nýasta sniði á kr. 9,75; ómissandi fyrir alþingismennina í konungsheimboðið. Ennfrermxr s R.eyrstólar frá 2,25 tii 17,25. Ftuggnstólar — 13,50 — 45,75. O. 3X1. ±1. Mas de la Ville hið ágæta Óinclintlismaiinavill, ágætasti drykkur, sem enn hefir þekst í heimiuum, fæst hvergi á ísiandi nema i E D I M B O R G. Augnlœkning ðkeypis 1. og 3. þriðjudag í bverjum mán. kl. 2—3 í spitalanum. Forngripasafn opið á mvd. og id. 11—12. Hlutabankinn opinn ki. 10—2'/* og 5Vs—7 K. F. U. M. Lestrar- og skrifstofa op- in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd. Almennir fundir á hverju föstudags- og suunudagskveldi kl. 8VS síðd. Landakotskirkja. Guðsþjðnusta kl. 9 og kl. 6 á hverjum helgum degi. Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit- jendur kl. 10V9—12 og 4—6. Landsbankinn opinn hvern virkan dag kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1. Landsbökasafn opið hvern virkan dag kl. 12—3 og kl. 6—8. Landsskjalasafniö opið á þrd., fimtud. ld. kl. 12—1. Lœkningar ðkeypis í læknaskólanum á hverjum þriðjudegi og fóstudegi kl. 11—12. Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á sunnud. kl. 2—3. Tannlœkning ðkeypis í Pósthússtræti 14. og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1. AuglýBÍngar stjórnarvalda. Landhtjóruin gefur Þjóðólfi 1200 kr. Á aukaþinginu 1902 var samþykt í báðum deildum tillaga til þings- ályktunar um að landstjórnin hlut- ist til nm, „að einkaréttur til þess að birta stjórnarvalda-auglýsingar næstu þrjú ár frá nýári 1903 að telja, yrði veittur þeim af útgefendum al- mennra fréttablaða í Eeykjavík, er bjóða kynni hæst árlegt gjald til landssjóðs fyrir þennan rétt.“ Þjóðólfur hlaut réttinn fyrir 800 kr. gjald á ári. Kvis komst á nokkru síðar um það, að útgefandi Þjóðólfs mundi vera í makki við landstjórnina um það, að fá þetta árgjald gefið eftir að einhverju leyti, og í ísafold var minst á það mál. En menn lögðu ekki trúnað á þann orðróm. Það get- nr ekki komið til nokkurra mála, sögðu menn sín á milli. Nú er það komið upp úr kafinu í landsreikningnum, að sá orðrómur hefir verið á fullum rökum bygður. Landsstjórnin hefir gefið eftir 400 kr. af þessu gjaldi árlega, án þess að minnast á það einu orði við þing- ið. Það verða 1200 kr., sem hún hefir stungið að manninum af landsfé þessi síðustn 3 ár, alveg upp á sitt eindæmi. Ekki þarf neitt um það að ræða, að fyrir þessu er ekki minsta heim- ild. Það er gert ofan í skýlaus fyrirmæli alþingis, fyrirmæli, sem stjórnin hafði sjálf tekið til greina, þegar hún tilkynti blöðunum, að þau gætu boðið í auglýsingarnar. Og samt er ekki nema hálfsögð sagan. Af umræðunum um málið er það auðsætt, að þing ið gekk að því vísu að þegar þau þrjú ár voru liðin, sem tiltekin vorn í þingsályktuninni, yrði blöðunum aftur gerður kostur á að bjóða í auglýsingarnar. Stjórnin hefir með öllu viðrað það fram aí sér, hefir samið við Þjóðólf í laumi um að hafa þær áfram, og ekkert hefir verið uppi látið um það, hvort hann á nokkuð fyrir það að borga eða ekkert. Stjórnin veit, hvað hún má bjóða sínum meiri hluta á þingi. Eftir undirskriftarmálið og ritsíraamálið og gufuskipamálið og fleiri mál á síðasta þingi fer hún nærri um það, að ekki er hætt við óþægð né rekistefnu úr þeirri átt. 0g auðsjáanlega þykist hún vita, hvað hún má bjóða þjóðinni Iíka í smáu og stóru. Hvort hún ferjafn- nærri nm það, látum vér ósagt að sinni. Frá öðrum löndum. Kaupmannahöfn, 29. maí. Kosning-ar til fðlksþings Dana. Þ. 29. maí fóru hér fram kosn- ingar til fólksþingsins. Hafði kosn- ingabaráttan verið sótt af meira kappi en dæmi eru til í mörg ár. Til dæmis má geta þess, að í hinum 113 kjördæmum landsins voru alls um 300 þingmannsefni. Að eins 2 af hinum gömlu þingmönnum buðu sig ekki fram aftur og einungis 17 af þeim féllu, svo flokkaskiftingin er nokkuð lík og áður. Fylgismenn stjórnarinnar voru 58, en eru nú 55; jafnaðarmenn voru 16, en eru nú 24, „radikalir“ vinstri- menn voru 15, en eru 11, „moder- atir“ vinstrimenn vorn 12, en eru nú 9, og hægrimenn vóru 12, en eru nú 14, Helztu menn allra flokka hafa ver- ið endurkosnir, en nærri lá að Al- berti félli, enda sóttu mótstöðumenn hans baráttnna af miklu kappi. Hann fékk 1419 atkvæði, en hitt þing- mannsefnið 1330. Meðal merkra manna, er féllu, má sérstaklega geta Torps háskólakennara í hegningar- rétti. Hann var einn af harðvitug- ustu og skæðustu mótstöðumönnum hýðingarraganna alræmdu; og þrátt fyrir það, þótt hann sé einn hinn allra merkasti hegningarréttarfræð- ingur Dana, þá skipaði Alberti hann ekki í nefnd þð, er endurskoða skal hegningarlögin, og engan af þeirn mönnum, er aðhyllast nýrri tíma skoð- anir í þeim efnum; en þar sem sú endurskoðun sennilega kemur fyrir þingið á þessu kjörtímabili, var ofur- eðlilegt, að lagt væri kapp á að koma honum að, til þess að bonum gæfist kostur á að fjalla um lög þessi, úr því honum var fyrirmunað að gera það á annan hátt. Auk hans má geta dr. P. Munchs og Oskars Johansens málaflutningsmanns, Dr. Munch er ritstjóri eins hins helzta tímarits Dana („Det nye Aarhundr- ede“) og frelsisvinnr mikill. Fall hans er því leiðinlegra sem sá, er kosningu náði, er tæplega meðalmað- ur og það var í hinu gamla kjör- dæmi Eðvarðs Brandes. Alls greiddu atkvæði 298,000 kjós- endur eða hér um bil 7io allra kosn- ingarbærra landsbúa; þar af hlutu stjórnarflokksmenn að eins 92,500 atkvæði, en fengu samt kosna því nær eins marga fulltrúa og allir hin- ir flokkarnir til samans; ef dæma má af því, hefir stjórnin að eins fylgi tæplega x/8 hluta landsbúa og hefði fengið nm 20 fulltrúum minna, ef kosið hefði verið með hlutfallskosn- ingum. Kemur það bæði af því, að kjördæmin eru svo misjafnlega mann- mörg og stjórnin hefir aðallega fylgi sitt í sveitakjördæmunum, sem eru miklu fólksfærri; svo og af því, að þingmannaefnin hafa víðast hvar ver- ið 3 eða fleiri í hennar kjördæmum, og eftir dönskum kosningarlögum er sá kosinn, er flest atkvæði hlýtur, þótt hin þingmannsefnin hafi til sam- ans fengið miklu fleiri atkvæði. Stjórnarflokkurinn hefir við þessar kosningar komist í minni hluta, því þótt Færeyingaþingmaðurinn sé tal- inn með henni, sem sjálfsagt verður, þá ræður hún ekki yfir nema 56 at- kvæðum af 114, en eigi að síður leikur enginn vafi á þvi, að hún muni halda völdunum með styrk hinna íhaldssamari vinstrimanna og jafnvel hægrimanna ef á liggur. Einn af þingmannaefnum hægri- manna hér í Höfn var kapteinn Schack, er var höfuðsmaður á Heklu fyrir skömmu. Hann náði eigi kosn- ingu. Stjómarskifti í Svíþjóö. Svo sem eg hefi áður um getið, lagði hið nýja vinstri-ráðaneyti Svía frnmvarp til rýmkunar á kosningar- réttinnm fyrir þingið á síðastliðnum vetri. Yar það samþykt í neðri deildinni, en efri deildin, sem skipuð er að mestu eða öllu aðalsburgeisum og auðmönnum, vildi eigi að því ganga, nema því að eins, að hlut- fallskosningar yrðu um Ieið í Iög teknar. Að því vildi stjórnin og hennar flokkur ekki ganga, sagði, að meðan auðmennirnir hefðu þau sér- réttindi að ráða því nær alveg skip- un efri deildar, gæti ekki komið til mála að lögleiða hlutfallskosningar. Samkvæmt tillögu forsætisráðherrans feldi neðri deild frumvarp efri deild- ar. Forsætisráðherrann hélt snjalla ræðu og harðorða í garð þeirra stór- menna í efri deild, er eigi vildn taka til greina óskir þjóðarinnar, kvað hann nú yrði háð orusta um það, hvort þjóðarvald eða aðalsvald skyldi ásamt konunginum drotna í Svíþjóð. Tveir af ráðherrunum, sem þótti Staaff fara of geyst, báðust lausnar. En Staaff og hinir aðrir félagar hans lögðu til, að neðri deild yrði rofin og efnt til nýrra kosninga, til þess að þjóðinni gæfist kostur á að láta uppi álit sitt; en því neitaði konungur og kvaðst ekki álíta það þingræðislega rétt, að leysa upp þá deildina, er samþykt hefði frumvarp stjórnarinn- ar. Staaff svaraði með því að beið- ast lausnar. Hafa nú hægrimenn

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.