Fjallkonan

Eksemplar

Fjallkonan - 08.06.1906, Side 2

Fjallkonan - 08.06.1906, Side 2
98 FJALLKONAN. myndað nýtt ráðaneyti, en Staaff tekur við forustu stjórnarandstæðing- anna í neðri deild, og þeir eru í meiri hluta. Hið nýja ráðaneyti mun ætla að leita samkomulags milli deildanna, aðalsvaldsias og þjóðar- valdsins; en vonlaust þykir, að það náist. Konungur þykir með fram- komu sinni hafa stutt aðalsvaldið og fara frjálslyndari blöð Svía um það hörðum orðum og segja hann muni sanna, þótt seinna verði, að af því stafi honum engin heill. Öll framkoma Staaffs þykir hin glæsilegasta, og er hann gott dæmi þess, að til eru þó þeir menn, er eigi vilja það fyrir völdin vinna að fórna sinni sannfæringu og ganga á bak orða sinna og verka. Hann er ungur maður, að eins 46 ára, og er vonandi, að honum endist aldur til þess að heyja baráttu þessatil enda og ná fullum sigri. Henrik Ibsen dáinn. Hann andaðist 23. maí síðastliðinn af hjartalömun. A andlát hans hefir verið litið sem stórviðburð út um allan mentaðan heim. Hann var fæddur 20. marz 1828. Langafafaðir haus, Peter Ibsen, var danskur skipstjóri, sem fluttist til Björgvinar 1720 og gekk þar að eiga dóttur þýzks manns. Faðir Ibsens var kaupmaður og hafði mikið und- ir höndum, en varð félaus 1836, og á 14. ári varð Ibsen að fara úr föð- urhúsum. Mest langaði hann þá til þess að verða málari, en varð að sætta sig við að fara að læra lyfja- fræði í lyfjabúð í smábæ, sem heitir Grimstad. Þar var hann 5 ár, orti kvæði, bjó sig undir stúdentspróf og samdi leikritið Catilínu. 1851 fekk hann stöðu við leikhúsið í Björgvin, samdi þar nokkur leikritog dvaldist þar til 1857. Þá fór hann til Krist- janíu, komst að leikhúsinu þar. Næstu árin á eftir ritaði hann Hærmændene paa Helgeland (Víkingana á Háloga- landi), sem J. L. Hejberg gerði aft- nrreka við konunglega leikhúsið í Khöfn, Kærlighedens Komedie og Kongsemnerne og orti nokkur af sínum frægustu kvæðum. Arið 1864 fekk hann loks ofurlít- inn styrk til utanfarar, fór þá til Berlínar og Rómaborgar, var í útlönd- um 27 ár, samdi allan þorrann af ritum sínum og varð eitthvert fræg- asta skáld sinna samtíðarmanna í ver- öldinni og stórauðugur maður. Árið 1891 fluttist hann til Krist- janíu, samdi þar nokkur leikrit og dvaldist þar til dauðadags. Síðasta rit hans, Naar vi döde vaagner, kom Út 1899. Georg Brandes segir um hann með- al annars í Politiken: „Hann var mestur rithöfundur í bðkmentum Norðurlanda, mestur rit- höfundur, sem nokkuru sinni hefir verið í þeim þremur ríkjum. Eini rithöfundurinn, sem komist getur til jafns við hann í Danmörku og Nor- egi, er Holberg, og vera má, að þeim Holberg og Ibsen hafi svipað nokkuð saman að manngildi og skapferli. Báðir voru þeir einmana, báðirbönd- uðu þeir frá sér ágengni samvistar- manna sinna, báðir voru nokkuð sér- lundaðir og kaldir í viðmóti og höfðu vaðið fyrir neðan sig. Báðir báru þeir langt af öllum samtíðarmönnum sínnm á Norðurlöndum, báðir sömdu leikrit, sem aldrei fyrnast, báðir ólu þjóðirnar upp. Nokkurn hæfileika- skyldleik bendir það líka á, að Hol- berg og Ibsen eru einu Norðurlanda- skáldin, sem hafa orðið auðmenn af ritum sínum. En svo sem kunnugt er, verður ekki heimsfrægð þeirra né þau áhrif, er þeir hafa haft, borin saman. Hol- berg var fyrir löngu audaður, þegar hann komst í mikið álit með einni útlendri þjóð, Þjóðverjum, og fór að hafa nokkur áhrif þar. En tvo síðustu áratugina hefir Ibsen verið svo mikið stórmenni í bókmentunum, sem hugsanlegt er að nokkur maður verði. Hjá honum hefir vorið þungamiðja hins hugsandi heims í Norðurálfu og Yesturálfu. Það var ekki fyr en hann kom til sögunnar, að nútíðarmenning Norð- urlanda hefir breytt viðgangsferli listarinnar, og hann einn Norður- landamanna hefir haft þau áhrif. Á síðari tímum hafa nokkuð oft heyrst raddir í þá átt í Danmörku, að leikrit Ibsens séu að nokkuru leyti úrelt. En ekki mega menn gleyma því, að á elliárum Holbergs héldu samtíðarmenn hans, að rit hans væru alveg úrelt. Þá grunaði ekki, að hálfri öld siðar mundu menn furða sig á hressingar-fjörinu í leikritum hans, sem menn hugðu, að þá væru úr gildi gengiu. Senniléga fer á sama hátt um rit Ibsens. Þegar aldarhátturinu hefir með öllu varpað þeim fyrir borð, rísa þau upp aftur og eru þá yfir alla tízku hafin. Þá fá menn mætur á þeim, fyrst sem sögulegum menjagripum, því næst sem lífslindum; þær andlegu vatns- æðar, sem í ritunum hafa verið fólgnar, spretta þá upp af nýju.“ Björnstjerne Björnson var í Kaup- mannahöfn, þegar binn mikli keppi- nautur hans andaðist, var að leita sér lækninga á Ijóslækningastofnun Finsens. Einn af fréttamönnum við blaðið „Politiken“ varð til þess að færa honum andlátsfregnina. Björnson varð hljóður við. Svo sagði hann, að Ibsen hefði þjáðst óg- urlega. Upp á síðkastið hafi hann verið alveg mállaus. „Eg held, að hann hafi verið að deyja 5 síðustu árin,“ sagði Björnson. „Dagana, sem Hákon konungur kom, var hann svo veikur, að menn bjuggust við, að hann mundi skilja við þá og þegar.“ Maðurinn spurði Björnson, hvenær hann hefði séð Ibsen síðast. „Þegar eg var nýbúinn að fá Nobels-verðlaunin. Eg fór æfinlega upp til hans, þegar eitthvað mikið hafði fyrir mig komið. Hann sat þá lengi þegjandi og hélt báðum hönd- um utan um aðra höndina á mér. Loksins tókst honum með erfiðismun- um að segja nokkur ástúðarorð.“ Blaðamaðurinn mæltist til þess, að Björuson segði sér í fáum orðum, hvernig hann liti á lífsstarf Ibsens. „Ó,“ mælti Björnson, „allirfrægir menn um víða veröld rita nú svo mikið og tala um hann. Eg get í raun og veru ekki annað gert en endurtekið það, sem eg sagði einu sinni í ræðu — að rit Ibsens séu eins og vitar; þeir vitar sýna mönnum, hvert þeir eiga ekki að stefna, og þá sjá menn fyrsta, þegar þeir eru komnir í nánd við Noreg. Eg hygg, að þetta sé sæmilega rétt mælt.“ „Og um hvert rita hans þykiryð- ur mest vert?“ Skáldið svaraði tafarlaust: „ Urn Afturgöngur! Þar ber mest á skáldgáfu hans, og þar sækir hann efni sitt lengst inn í sálarlífið. Eg veit ekki, hvort eg get sagt, að hann sé mest skáld samtíðarmanna sinna. En hann er mestur smiðurinn. Lítið á Vildanden! Þar er engri setning ofaukið, hvert orð hefir sinn tilgaug. Það er alveg dásamlegt. En hann var líka tvö ár að fást við hvertrit sitt og gerði ekkert annað. Það er listin í ritum hans, sem veldur því, að þau fyrnast aldrei.“ Virðingar-át. Lengi hefir það viðgengist að éta mönnum til virðingar. En mjög er sá siður nú að hverfa — hvarvetna nema á íslandi. Hér fer oddborgarahátturinn vax- andi í þessu efni, eins og svo mörg- um öðrum efnum. Einkum hefir þró- ast ástríða fyrir því að éta til virð- ingar dönskum mönnum, svo að þeir, sem líta á hlutina með skynsemd eru farnir að skellihlæja að. Ef danskur skipstjóri eða maskínumeistari hefir komið hingað nokkuð oft, þá er jafn- vel það orðið tilefni til áts. Nú er nýafstaðin ein fjölmenn stór- eflis-átveizla. í þetta sinn var etið í tilefni af því, að konungur vor átti þá afmælisdag. Mjög er Fjallk. fjærri skapi að amast við því, að konungi vorum sé sýnd sæmd. En vér fáum ekki með nokkuru móti séð, að honumsé nein virðing að því, að t. d. Jón Ólafsson éti í eitt skifti meira og drekki meira af áfengi en hann er vanur. Né heldur getum vér séð, að konungi muni þykja nein virðing að þvi, að aðrir geri það. Víst er óhætt að fullyrða, að flest- um mönnum, sem láta leiðast til þess að taka þátt í þessurn átveizlum, séu þær mjög leiðar. Þeir gera þetta sárnauðugir. Þeir einir er hugsan- legt að hlakki til þeirra, sem hyggja gott til að fá sér í staupinu. En þeim mönnum er nú mjög tekið að fækka. Og allir skynsamir menn eru farnir að finna til þess, hvað það er andhælislegt að sýna manni út í lönd- um virðingarmerki á þann hátt, að setjast einhverstaðar við að raða í sig meiri mat en menn eru vanir, og þar af leiðandi meiri mat en þeim verður gott af. Finni menn hvöt hjá sér til þess að gera sér dagamun á afmæli kon- ungs — og vér viljum alls ekki segja, að það sé ekki vel til fundið — þá ætti óneitanlega betur við, að stofn- að væri til einhvers mannfagnaðar, sem alþyða manna gæti tekið þátt í sér til ánægju. Nú hefir hún ekki annað að segja af þeirri sæmd, sem menn þykjast vera að sýna konungi vorum, en það, að fá að standa úti á götunum, og horfa á, hvernig veizlu- gestir eru búnir. Úti um hið mikla brezka ríki er margfalt ríkari meðvitund um sam- band þegnanna við þjóðhöfðingja sinn en hér á landi. Engum manni gœti samt komið þar til hugar að stofna til átveizlu í tilefni af konungsafmæli. En verkamenn eru leystir frá vinnu, að því leyti sem tök eru á. Félög stofna til hinna og annarra skemt- ana. Járnbrautafélög efna til skemti- ferða fyrir lágt gjald. Alt er haft sem alþýðlegast og kostnaðarminst. Hér hugkvæmist mönnum ekki ann- að en að eta mikinn mat og dýran mat. Þeir, sem ekki hafa efni á því eða lund til þess, fá að — horfa á menn fara inn að matnum. TJm sjálfstæði íslands. voru langar og allfjörugar umræð- ur i Stúdentafélaginu í fyrrakvöld. Jón Jensson yfirdómari var frum- mælandi og rakti söguna af sjálfstæðis- baráttu vorri. Hann leit svo á, sem íslendingar hefðu aldrei afsalað sér neinu af sjálfstæði sinni fyr en á þingunum 1902 og 1903, er ríkis- ráðsákvæðið hefði verið samþykt. Og þeirri yfirsjón yrðum vér aftur að kippa í lag. Með orðinu sjálf- stæði átti ræðumaður við fulla sjúlf- stœði, skýlausan rétt til þess að ráða algerlega málum vorum, algjört rétt- leysi allra annara þjóða til þess að hafa þau með höndum annan veg en með voru saraþykki. Hitt var ræðumanni ekki kappsmál, hvert stjórnarfyrirkomu- lagið væri, ef viðurkenning fengist fyrir þessari sjálfstæði landsins. Þessu takmarki mætti ná á ýmsan hátt. Því mætti ná með svipuðu fyrirkomulagi, sem vér höfum nú, ef vér losnuðum við afskifti danskr- ar stjórnar af málum vorum. Því mætti líka ná með landstjórafyrir- komulagi, ef vel væri um hnútana búið. Og því mætti enn fremur ná með svo nefndu persónusambandi milli landanna, sem frummælandi hallaðist annars ekki að fyrir sitt leyti. í flestu af því, sem sagt var á fundinum, var fólgin rík viðurkenn- ing þess, að stjórnarafstaðan til Dan- merkur væri ótæk, eins og hún er nú, og að vér gætum ekki sætt oss við neitt minna en þá sjálfstæði lands og þjóðar, sem frummælandi hélt fram. >'ýr Geysir. í febrúar í vetur urðu landskjálft- ar á Reykjanesi. Þá tók að gjósa mikið hver, sem þar hefir komið upp fyrir 6 árum, og heldur því enn áfram. Hann sendir strokunni 200 fet upp í loftið, 15 mínútur í einu, með 10 mínútna millibili. Mikill undirgang- ur fylgir gosunum. Ótíðin nyrðra. Á krossmessudag var blindbylur nyrðra, segir Jósep bóndi Jónsson frá Melum, sem kom hingað með Reykjavíkinni á laugardaginn var. Eftir bylinn var alveg járðlaust, en fyrir nokkuru var þó búið að sleppa fé, þegar hann lagði á stað. Hrúta- fjörður og Miðfjörður voru fullir af hafís, en á austanverðum Húnaflóa var íslaust og skip nýlega komið á Blönduós. Jökull var á allri Holta- vörðuheiði, þegar J. J. fór yflr hana, og töluverð ófærð. Skepnuhöld voru bærileg í Strandasýslu, ekki fyrir- sjáanlegur tilfinnanlegur hnekkir af harðindunum. Með Vestu og Skál- holti hafði komið kornvara á Borð- eyri, áður en ísinn rak inn, og verið mikið notuð til skepnufóðurs.

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.