Fjallkonan - 14.07.1906, Blaðsíða 1
Kemur út einu Binni og
tvisvar í viku, alls 70 bl.
um árið. Verð árgangsins
4 krðnnr (eriendis 5 krónur
eða 17* dollar), borgist fyrir
1. júlí (erlendis fyrirfram).
BÆN
FJALL
DABLAÐ
TJppBðgn (skrifleg) bund-
in við áramót, ógild nema
komin sé til útgefanda fyr-
ir 1. oktöber, enda hafl
kaupandi þá borgað blaðið.
Afgreiðsla:
Hafnarstr. 22.
VERZLUNARBLAÐ
Reykjavík, 14. júlí 1906.
Xr. 88
Ein er sú deild Edinborgar=yerzlunar í Reykjavík,
sem fyrir stuttu er komin á Iaggirnar, en hefir Þó strax hlotið
almanna-lof fyrir smolilivisi, gæöi og
fjömreytni; og er það hin skrautlega
klæðasölubúð
uppi á Ioftinu i Austurstræti No. 9.
skyldi hver sá karimaður koma, sem vill fá sér
verulega góðan og vandaðan fatnað innlenclail
eður Útlendan, svo og alt annað, srm haft er likamanum
til skjóls og skrauts, auk margs fleira.
XXIII. árg.
Augnlœkning ókeypis 1. og 3. priðjudag í
hverjum mán. kl. 2—3 í spítalanum.
Forngripnsafn opið á mvd. og ld. 11 12.
Hlutabankinn opinn kl. 10—21/, og 61/, 7.
K. F. U. M. Lefltrar- og skrifatofa op-
in á hverjum degi kl. 8 árd. til kl. 10 síðd.
Almennir fundir á hverju föstudags- og
sunnudagskveldi kl. 81/, siðd.
Landakotskirkja. Guðsþjónusta kl. 9
og kl. 6 á hverjum helgum degi.
Betel sd. 2 og 67a mvd. 8, ld. 11 f. h.
Landakotsspítali opinn fyrir sjúkravit-
jendur kl. 107,-12 og 4—6.
Landsbankinn opinn hvern virkan dag
kl. 10—2. Bankastjórn við kl. 12—1.
Landsbökasafn opið hvern virkan dag
kl. 12—3 og kl. 6—8. *
Landsskjalasafnið opið á þrd., fimtud.
ld. kl. 12-1.
Lœkningar ókeypis í læknaskólanum á
hverjum þriðjudegi og fóstudegi kl. 11—12.
Náttúrugripasafnið, Vesturg. 10, opið á
sunnud. kl. 2—3.
Tannlœkning ókeypis í Pósthússtræti 14.
og 3. mánud. hvers mán. kl. 11—1.
Einbætta-samsteypau.
Eftir
Harald Nielsson.
I.
Tillögur krirkjumálanefndarinnar
eru nýkomnar út, og Fjallkonan hefir
þegar ritað all-langt mál um þær.
Eitt af þeim málum, sem komið
hafa til umræðu í nefndinni, er „sam-
eining forstöðumannsembættis presta-
skólans við biskupsembættið.“ Eaun-
ar var það mál ekki á umboðsskránni.
Einn nefndarmanna (L. H. B.) heíir
komið því að utan við umboðskrána.
Eins og kunnugt er, báru þeir Lár-
us H. Bjarnason sýslum. og síra Magn-
ús Andrésson frumvarp til laga um
sameiningu þessara embætta fram á
þinginu 1903. Þá hlaut frv. fylgi
flestra þingmanna í neðri deild. Þá
greiddu því atkvæði bæði Hannes
Hafstein og síra Árni Jónssou. En
þegar H. H. er orðinn ráðherra, set-
ur hann málið ekki á umboðsskrá
kirkjumálanefndarinnar, og hafði þó
efri deild alþingis einmitt vísað því til
þeirrar nefndar. Sennilegt er að:geta
þess til, að þegar ábyrgðin færðist
yfir á herðar H. H., hafl hann íhug-
að málið betur, og telji nú ekki sam-
eininguna heppilega, þótt hann greiddi
frv. atkvæði sitt á þinginu 1903.
Líkt mun vera um síra Árna Jóns-
son. Síðan er hann skipaður í kirkju-
málanefndina; og þar breytist skoð-
un hans ,við nánari íhugun, og
fylgir hann nú meiri hluta nefndar-
innar m'oti sameiningunni.
Eg bendi á þetta til þess að leiða
athygli að því, að þarna virðist á-
byrgðartilfinningin og nákvæm athug-
un hafa breytt skoðuntveggja manna
á málinu.
Eg hefi lesið álit beggja þingdeild-
anna um málið, svo og álit kirkju-
málanefndarinnar, bæði minni og meiri
hlutans.
Ekki fæ eg betur séð en að undir-
rót þessa máls sé sparnaður á lands-
fé. Og sparnaðarstefua í fjármálum
er alstaðar virðingarverð — ekki sízt
í fjármáium íslendinga, litlu þjóðar-
innar við hið yzta haf.
En féð, sem sparast við sameiningu
þessara tveggja embætta er ekki mik-
ið, í hæsta lagi 4500 kr.; ef til vill
minna; því að jafnvel aðalverjandi
frumvarpsir.s kannast við, að svo
kunni að fara, að auka þurfi kensl-
una við prestaskólann fyrir bragðið
með nýju embætti; en ætlar þeim
kennara ekki nema helming þessar-
ar fjárhæðar. Sparnaðurinn yrði þá
ekki nema rúm 2000 kr. —
Nú er fyrir landsmenn að athuga,
hvort ekki sé tilvinnandi fyrir þjóð-
ina að greiða árlega rúm 2000 kr.
fyrir að halda biskupsembættinu sér-
stöku.
Eg tel efalaust, að flestum finnist
athugasemdir meiri hluta kirkjumála-
nefndarinnar hafa við allgóð rök að
styðjast. Eg ætla ekki að gjöra
lítið úr þeim. En fyrir mér vakir
önnur ástæða, enn veigameiri að mínu
áliti, en nokkur sú, er þeir tilgreina.
Eg saknaði hennar þar í hópnum, er
eg kom að röksemdabyrgi þeirra hirð-
anna þriggja. Og þótti mér það leitt.
F'yrir því skrifa eg grein þessa.
Eins og menn vita, er nú víða í
kristnum löndum rætt mikið um skiln-
að ríkis og kirkju. Mér er engin
launung á því, að eg hallast frekar
að fríkirkjustefnunni, hefi ávalt gert
það síðan á háskólaárum mínum í
Kaupmannahöfn. Eg tel það í flest-
um efnum ávinning fyrir kristindóm-
inn, og þá ekki síður fyrir kirkjuna
sjálfa, að húc losni úr ríkistengslunum.
Þó sé eg að þjóðkirkjufyrirkomulagið
hefir sína kosti. Þeirra dýrmætastur
er sá, að kenningarfrelsinu er þar
betur borgið; það hefir reynslan leitt
í Ijós. Og reynslan er ólygnust. —
Ekki svo að skilja að prestarnir hafi
þar fult kenningarfrelsi; síður en svo.
Játningarritum þjóðkirkjunnar verðá
þeir að lúta. Þó er taumhaldið þar
að öllum jafnaði miklu lausara en
hjá fríkirkjufélögunum. 1 því efni
mábenda á Vesturheim. En sjái hvorki
þjóðkirkja né fríkirkja sér enn fært
að veita prestunum fult kenningar-
frelsi, hversu áríðandi er það þá, að
þeir mennirnir, sem menta prests-
efnin, hafi það. Það er kenningar-
frelsi guðfræðikennaranna, er eg á
við. Það tel eg mestu varða. Og
því getur verið nokkur hætta búin
af sameiningu biskupsembættisins við
forstöðumannsembætti prestaskólans.
í lúterskum löndum Norðurálfunn-
ar fá prestaefnin mentun sína og
alla fræðslu í guðfræði við háskóla
lands síns. Guðfræðin er stunduð
þar sem vísindagrein. Þessu [þarf
um fram alt að halda föstu. Sum-
staðar hafa háskólakennararnir í guð-
fræði ekki haft fullkomið kenningar-
frelsi, verið bundnir við játuingarrit
kirkju síns lands að einhverju leyti.
En stefnan mun nú alstaðar vera sú
að losa þá með öllu við þau höft.
Enda verður því ekki neítað, að þá
fyrst getur guðfræðin verið vísinda-
grein, er kennendur hafa fult frelsi
og eru engu háðir nema sannleikanum
og sannvizku sinni. Þá fyrst heiir
og ríkið trygging fyrir því, að fræðsl-
an í trúarbrögðunum sé sannleikan-
um svo samkvæm, sem frekast er
auðið. Svona er það t. a. m. orðið
á Þýzkalandi; og í þessu kenningar-
frelsi þýzku háskólanna hafa bibíu-
fræðin nýju dafnað svo vel.
Alt öðru máli er að gegna um
fríkirkjudeildirnar. Þar koma kirkju-
deildirnar sér upp sérstakri menta-
stofnun fyrir prestaefni sín og við
þær mentastofnanir er ekki leyft að
flytja aðrar kenningar í trúarmálum,
eða réttara að segja kristindómsmál-
um, en sú kirkjudeild heldur fram.
Þar eru kennendurnir tjóðraðir eða
heftir, svo að þeir rási ekki of langt
burt, sem nokkur hætta getur ver-
ið á, með því stundum er eigi
„loðið þar til beitar“, en frem-
ur snögglent kringum tjóðurhælinn,
heimahagarnir bitnir, eins og oft
vill verða. Og þeir, sem láta sér
annast um að útiloka kenningarfrels-
ið, hafa einhvern beyg af því, að
haglendið sé betra annarstaðar. Þess
vegna þarf að tjóðra, þess vegna
þarf að hefta. Sá, sem um ekkert
hugsar nema sannleikann, forðast að
leggja höft á sannleiksleitina.
Komið hefir það fyrir, að guðfræði-
kénnarar hafa verið dæmdir „villi-
kennendur“ og verið vikið frá em-
bættum sínum af fríkirkjuþingun-
um fyrir það eitt, að þeir hafa hald-
ið fram frjálslegri skoðunum í ein-
hverjum atriðum en alment heíir
verið í þeirri kirkjudeild. í því efni
mætti minna á, hvernig skozka frí-
kirkjan fór með hinn ágæta vísinda-
mann Kobertson-Smith, aðalfrömuð
biblíufræðanna nýju á Stóra-Bretlandi
(sbr. Verði ljós VII. ár, bl. 123).
Sömuleiðis mætti minna á deiluna í
Presbyterakirkjunni í Baudaríkjun-
um út af Dr. Briggs. Hann var
kennari við guðfræðiskóla einn í
New York, og var sakaður um
ýmsar villukenningar, þar á meðal
um það að hann héldi þvi fram, að í
frumtexta heilagrar ritningar kunni
að hafa verið villur; að Móse sé
ekki höfundur þeirra fimm bóka, sem
við hann eru kendar; að Jesajas sé
ekki höfundur að helmingi þeirrar
bókar, sem við hann er kend, og að
þeir, sem hólpnir verða, nái ekki
fullnaðarsælu þegar eftir dauðann. —
Eg tilnefni sérstaklega þessi atriðin.
Yið Khafnar háskóla var öllum þess-
um atriðum haldið fram sem óyggj-
andi sannleika af kennurum mínum,
en vestur í Ameríku er dr. Briggs
af aðalþingi kirkjudeildar sinnar
dæmdur villitrúarmaður fyrir að flytja
slíkar kenningar og honum vikið frá
embætti.
En hvað kemur þetta við samein-
ingu biskupsembættisins við forstöðu-
embætti prestaskólans ? kanneinhver
að spyrja.
Nú skal eg gera grein fyrir því.
Verði biskup lands vors jafnframt
forstöðumaður prestaskólans, þá gef-
ur að skilja að hann fær mikil áhrif
á kensluna þar. Sé hann áhugamað-
ur, sem hefir mjög ákveðnar skoð-
anir — og það hafa flestir miklir
áhugamenn — þá mun hann að
sjálfsögðu vinna að því að bola út
þeim skoðunum, sem honum eru ó-
geðfeldar, en leggja alt kapp á að
koma sínum skoðunum að. Þyki
honum hinir keunendurnir um of
frjálslyndir, mundi ha®n reyna að
hefta það á einhvern hátt, beinlínis
eða óbeinlínis. — Þeir, sem þekkja
nokkuð til ákafans og þröngsýnisins
hjá sumum forkólfum heimatrúboðs-
stefnunnar dönsku, geta gert sér í
hugarlund, hvernig fara mundi um
kenningarfrelsi við guðfræðideild
háskólans, ef þeir mættu ráða yfir
henni. Vilhelm Beck, er lengi var