Fjallkonan - 14.07.1906, Blaðsíða 3
FJALLKONAN.
131
„lireiðablik“
Svo heitir nýtt tímarit, semerfar-
ið að koma út í Winnipeg. Ritstjór-
inn er síra Friðrik J. Bergmann og
kostnaðarmaður Ólafur S. Þorgeirsson,
sem meðal annars heíir gefið út hið
ágæta Almanak Vestur-íslendinga.
Fyrsta hefti ritsins er hingað komið.
Frá því er svo glæsilega gengið að
ytra útliti, að annað rit mun ekki
hafa verið gefið út á íslenzku prýði-
legra. Og vér efumst ekki um, að
efnið muni tii frambúðar samsvara
búningnum í höndum þessa ritstjóra.
Sannast að segja er enginvanþörf
á því, að bætt sé úr skák um blaða-
mensku Vestur-íslendinga. Af þeim
blöðum, sem á einhvern hátt standa
nærri kirkjufélagi þeirra, er það að
segja, að þar er svo mikið afþröng-
sýni, ófrjálslyndi og hrottaskap, að
mikil vanvirða er að.
„Breiðablik" bæta vafalaust úr
skák. Enginn, sem þekkir ritstjór-
stjórann, getur efast um það.
Aðalritgjörðin í þessu hefti heitir
„Samband við andaheiminn.“ Hún er
rituð út af ófullkomnum fréttum, sem
borist hafa vestur af Tilraunafélag-
inu hér í Reykjavík, og þeim deilum,
sem starf félagsins hefir vakið. Sam-
einingin, Lögberg og Vínland hafa
farið um það hinum svæsnustu ókvæð-
isorðum — auðvitað ekki lagt til
málsins nokkurt orð afþekkingu, held-
ur látið sér nægja að ausa óbóta-
skömmum og haturfylstu getsökum
yfir þá menn, sem þeim hefir verið
kunnugt um, að við málið væru riðu-
ir. Síra F. J. B. tekur alt annan
veg í strenginn. Sýnilega er hann
ókunnugur allri rannsókn dularfullra
fyrirbrigða bæði hér á landi og ann-
arstaðar. En hann kveður ekki held-
ur upp nokkurn dóm um hana eða
þau, lætur sér nægja að verja þá
menn, sem við tilraunirnar fást, og
segja hiuum alvarlega til syndanna,
sem eru að svívirða þá.
Annars eru í þessu 1. nr. ritsins
ávörp til lesenda frá kostnaðarmanni
og ritstjóra, grein um íslenzka náms-
menn með myndum, ritdómur og
loks dularheims-saga eftir frakknesk-
an höfund — aðalefnið í hana auð-
sjáanlega tekið úr sannri sögu, er
gerðist í Lundúnum fyrir nokkrum
árum.
Allir íslenzkir bóka og mentavinir
þurfa að sjálfsögðu að eiga kost á
að Jesa „Breiðablik.“ Víðsýnis kennir
ekki svo víða í því, sem ritað er á
íslenzku, að menn megi missa af því,
sem síra F. J. B. ritar.
Þyzkir ferðamenn.
Þýzka skemtiferðaskipið, sem getið
var um í síðasta blaði, kom og fór
á tilteknum tíma. Með því var fjöldi
fólks, og keypti það hér íslenzka muni
fyrir mikið fé. Thomsen konsúll
sýndi nú sem áður mikla röggsemi í
viðtökunum, sá fyrir fylgdarmönnum
um bæinn, hestum handa þeim, sem
þá vildu nota, kappreiðum og sam-
söng.
Háskólapróf.
Auk þeirra, sem áður hefir verið
getið um, hafa þessir íslendingar tekið
próf við Khafnar háskóla:
1 lögfræði: Einar Arnórsson em-
bættispróf og Jón Kristjánsson fyrri
hluta, báðir með 1 einkum.
í heimspekilegum forspjallsvísind-
um: Ólafur Lárusson, Andrés Björns-
son og Guðjón Baldvinsson með á-
gætiseinkunn; Ólafur Jóhannesson,
Þórarinn Kristjánssonog Júlíus Hav-
steen með 1 einkunn.
Marconi-loftskeyti.
Þessar fréttir helztar í fyrra kvöld:
Tilkynning frá sósíalistum í Var-
sjá varar Iýðinn við því, að lögreglu-
liðið og hermenn séu að stofna til
mergðarvíga með Pólverjum og Gyð-
ingum.
Bardagi enn með uppreistarmönn-
um í Natal og Bretum. 547 uppreist-
armenn féllu, þar á ineðal foringinn,
og ekki komust undan nema mjög
fáirþeirra. í Johannesburg er mönnum
að verða meira og meira órótt vegna
atferlis þarlendra manna. Sagt, að
mikið af byssum hafi fundist í nám-
unum.
Einn vopnaður ræningi rændi 5
járnbrautarvagna í Yosemite-dal í
Kaliforníu. Hann lét alla farþegana,
45, standa í röð, meðan hann var að
leita á þeim. Peningum og dýrgrip-
um stakk hann í poka og hélt á
burt.
Brezka sjóliðsstjórnin hefir ekki
pantað niðursoðið kjöt frá Bandaríkj-
unum handa sjóliðinu, eins og hún
hefir áður gjört.
í Pétursborg er stöðugt að verða
meiri hætta á ferðum fyrir líf manna;
algengt að ráðið sé á menn. ískyggi-
legar skærur á sunnudagskvöldið með
byltingamönnum og Kósökkum; marg-
ir sárir. Menn fóru um strætin í
fylkingum og sungu Marseille-brag.
Tvö rússnesk tvífylki neitnðu að hlýða
yfirmönnum sínum á miðvikudaginn.
Ræktunarfélag’
TV * VT er bezta líftryggingarfélagið
eitt, sem sérstakiega er vert
að taka eftir, er það, að „DAN“ tekur
menn til liftryggingar með þeim fyrir-
vara, að þeir þurfi engiu iðgj'óld að
borga, ef þeir slasast eða verða ófærir tii
vinnu. Sérstök ágætiskjör fyrir bindindis-
menn.
Vorull
hvíta og mislita, saltfisk, sundmaga
og aðrar ísl. vörur kaupir hæsta
verði
H. P. Duus.
Skrifstofa „Dans“ fyrir suðurland er *
Þingholtsstræti 23 Reykjavík.
Allskonar niðursoðin matvæli í
verzlun Matth. Matthíassonar.
Rokkar
nýkomnir í verzlun
H. P. Huus.
lliufatnaður.
Sjóhattar. Ermar. Buxur. Regn-
kápur. Með bezta verði í verzlun
Matth. Matthíassonar.
iöi og faiaefni
sel ég sem áður Ódífrast
Nýkomið mikið af
nýtízku-efnum,
Hálslíni allsk. og Slaufum
sem er betra og fallegra en nokkru
sinni áður.
skraddari.
Hús,
ekki mjög stórt og á góðum stað í
bænum, óskast til kaups. Ritstj.
Fjallk. veitir tilboðum móttöku.
Margar tegundir af finu út-
lenzku brauði eru seldar í brauða-
búð Björns Símonarsonar
4. Vallarstræti 4.
Gjalddagi Fjallkonunnar
var fyrir síðustu mánaðamót. Hátt-
virtir kaupendur eru vinsamlega
beðnir um að greiða andvirði blaðs-
ins sem fyrst. Margir eiga enn ó-
greitt andvirði árg. 1905. Skuldir
fyrir eldri árganga koma mér ekki við.
Einar Hjörleifsson.
Norðurlands hélt ársfund sinn á
Húsavík 21—22. f. m. Þingeyingar
fjölmentu mjög á fundinn, en vestur-
sýslurnar náðu ekki að sækja hann
vegDa óhagstæðrar veðráttu.
Fyrirlestra fluttu bræðurnir á Sandi,
þeir Sigurjón og Guðm. Friðjónssynir,
um „búnað í Þingeyjarsýslu“ og „þýð-
ing bænda fyrir meuning þjóðarinn-
ar og ræktun landsins á ýmsum tím-
um.“ Sérstakur sjóður var myndað-
ur af gjafafé Magnúss sál. Jónsson.
ar gullsmiðs á Akureyri (3000 kr.).
Sig. skólastjóra Sigurðssyni var veitt-
ur 600 kr. styrkur til þess að kynna
sér tilraunastarfsemi e lendis.
Ársrit félagsins fyrir síðasta ár er
allstórt, 7 */2 örk, og fyrirtaks fróð-
legt.
Hiismæður fá dag-
lega nauðsynja vörur góð-
ar og ódýrar lijá
Ljáblöð
með í'ílnum, 3 lengdir. Brýni. Brún-
spónn o. s. frv. í verzlun
H. P. Buus.
Nic. Bjarnason.
Austurstræti 1.
Talsimi 157.
„Vörter”
hinn vinsæli og holli óáfengi
svaladrykkur, er seldur stærri og
smærri kaupum hjá
Birni Simonarsyni
4. Yailarstræti 4.
er ódýrasta og frjálslyndasta
lifsábyrgðarfélagið. Pað tek-
j ur allskonar tryggingar, alm. lífsábyrgð,
ellistyrk, fjárábyrgð, bamatryggingar o. fl.
Umbofism. Pétnr Zópliénfnoson.
ritstjóri Bergstaöastrœti 3.
Heima 4—5.
Lambskinn
kaupir
H. P. Huus.
Óþurkar
eru hér stöðugir. Töður, sem slegn-
ar hafa verið fyrir nokkru, í óvæn-
legn horíi.
sem ern hér alls óþekt Sömu-
leiðis mikið úrval af slifsum, eru
seld í húsi
Björns Símonarsonar Gulism.
4. Vallarstræti 4.
Eg hefi oft á ferðum mínum feng-
ið áköf köst af kvefi og brjóstslími,
er safnast hefir fyrir, og þekki ekk-
ert meðal, sem hefir hjálpað mér jafu
vel eins og Kína Lífs Elixír herra
Waldemars Petersen.
Neapel 10. des. 1904.
Kommandör M. Gigli.
Biðjið berum orðum um Kína Lífs
Elixír Waldemars Petersen.
Fæst hvervetna fyrir 2 kr. flaskan.
Varið yður á eftirlíkingum.
183
Líónel hafði liðið afarilla meðan Teteról lét dæluna ganga, og
langaði helzt til þess að smjúga inn í einhverja músarholu. Og hann
fann blóðið streyma fram í andlitið á sér, þegar hann heyrði, hverju
baróniun svaraði. Teteról gamli þagði stundarkorn. Honum var
ekki til fulls ljóst, hvernig hann ætti að skilja baróninn. Hálf-
partinn fanst honum eins og baróninn væri að henda gaman að
honum; en baróninn var svo sakleysislegur, að Teteról varð rólegur
og komst aftur í gott skap.
„Eu hvar er frk. de Saligneux?“ mælti hann; „mig langar til
að gera son minn kunnugan henni.“
.,Þess gerist engin þörf,“ svaraði baróninn, „þau hafa kynst
sjálf í gær, án þess að þeim væri hjálpað til þess.“
„Nú, ertu svo slóttugur, og hefir ekki getið um þetta með einu
orði!“ sagði Teteról kankvíslega við son sinn.
„Já, fyrirgefið þér, hr. Líónel Teteról," mælti baróninn; „mig
langar til að ráðfæra mig dálítið við föður yðar, hann hefir svo
fyrirtaks-gott vit á aldintrjám. Dóttir mín er einhverstaðar í garð-
inum. Viljið þér ekki leita að henni? Hún veit um erindið og á
von á yður.“
Líónel lét ekki segja sér þetta tvisvar. En hann var nokkuð
daufur í dálkinn, þegar hann skildi við þá. Samræðan sem hann
hafði blustað á, olli honum sorgar, og houum fanst minkun að þessu.
Honum var orðið órótt og honum fanst hamingjan eins og fagurt
aldin, sem hann sæi nú, að væri maðksmogið.
„Jæja, hvað gerir það til?“ sagði hanu við sjálfan sig; „hér