Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 20.07.1906, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 20.07.1906, Blaðsíða 2
134 FJALLKONAN. nú ekki prestaskölakennararnir sjálf- kjornir til þess að vera milliliðir milli útlanda og vorrar kirkju í þessu efni? Þeir hafa næðið og þeir hafa bækurnar — þingið veitir 300 kr. á ári til bókakaup fyrir presta- skóiann —; ætti þeirn þá ekki að vera ljúft að fræða presta vora um hið helzta, sem er að gjorast annar- staðar í kirkju Krists? Ættu þeir ekki að láta sér umhugað um að reyna að veita einhverjum andleg- um straumum inn yfir okkar fá- mennu kirkju? Ekki mundi það spilla fyrir, að hið nýja, sem utan að kæmi, færi hjá þeim gegnum sáld þekkiugar og lífsreynslu. Betra að hið nýja færðist þann veg inn í laud- ið, en með einhverjum óþroskuðum og framhleypnum ungling. En vegna annarlegra starfa hafa þessir ágætu hæfileikamenn gert harla lítið að þessu. Sira Þórhallur Bjarnarson heíir frætt marga menn hér á landi umbúnað. en minna um andlegu málin. Og er það meðfram sjálfsagt fyrir þá sök, að honum er svo einkar sýnt um búnað og svo mikið áhugamál að landbúnaðuriun — og um leið efna- hagur almennings — komist í betra horf. Sami áhuginn á fjármálunum hefir knúð séra Eirik Briem út í banka- störfin og önnur lík störf. En hörmu- lega lítið hefir hann gert til þess að fræða landa sína um heimspekileg efni, og hefir þó nú í meir en 20 ár verið eini kennarinn hér á Iandi í heimspeki. Rökfræðin hans er víst hið eina sem hann hefir um þau efni ritað; og er það lítið kver, og synd að segja að það sé jvið alþýðuhæfi, enda ætlað nemendum einum. Og ekki hefir hann ritað neitt um guð- fræðileg efni. — Það kann að vera óvinsælt að segja þetta; en það er jafn-satt fyrir því; og margir eru þeir víðs vegar á landinu, sem í sinn hóp láta sér líkt um munn fara, og eru þá ekki mildari í orðum en eg. En fyrir þá sök læt eg þessa hér getið, að þessi „veraldlega“ starfsemi þeirra hefir orðið til þess nð kasta nokkurri rýrð á prestaskólann. Menn álíta, að þessir menn hljóti að hafa mjög lítið að gjöra, úr því þeir geti fengist svo mjög við aukastörf. Presta- skólinn hefir þann veg orðið um of tengdur búnaðinum. Og í því sam- bandi minni eg á Iítið atvik, sem fyrir kom hér um veturinn. Vona eg, að forstöðumaður prestaskólans, svo frjálslyndur maður, geti brosað að frásögunni mér til samlætis. í einni kenslustundinni var drepið á dyr prestáskólans. Kennarinn, sem inni var, gekk til dyra, og þótti kyn- legt að verða fyrir þessari truflun í kenslustund. Þegar burðinni var lokið upp, stóð úti fyrir maður nokk- ur, auðsjáanlega ókunnugur bóndi úr sveit. Þegar hann sá kennarann, spurði hann í fylstu alvöru og ein- lægni: „Fæst Búnaðarritið hér?“ Prestaskölakennarinn: „Nei, hvern- ig dettur yður í hug að spyrja um aunað eins hér?“ Bóndinn (rekur upp stór augu): Nú hvað — er þetta þá ekki presta- skólinn?“ Vel má vera að spaugsamur ná- ungi hafi fært þetta eitthvað í stíl- inn. Enn hitt er víst: maðurinn kom að prestaskólanum, til þess að fá Búnaðarritið þar. Það er því meiri eftirsjá að þessu, sem núverandi forstöðumaður skólans er prýðilega ritfær maður. Og ekki rita eg þetta að áfellast hann, né síra EiríkÆriem. Eg veit, að ýms atvik hafa orðið til þess að hrinda forstöðumanni prestaskólans svo mjög út í búnaðarmálin og halda honum þar föstum. En eg vil girða fyrir, að rangar afleiðingar verði dregnar af þessari starfsemi þeirra, og jafn- framt benda á, að það er engan veg- inn æskilegt að prestaskólakennar arnir gefi sig mjög við annarlegum störfum. Prestaskólakennararnir geta haft nóg að gera, þótt ekki helgi þeir sig öðrum störfum en embætti síhu. Og með því að gera það af alhug vinna þeir þjóð og kirkju mest gagn og blessunarrikast. Er það ekki mikið starf og göfugt að kynna sér trú- bragðamál heimsins, standa á verði á háum sjónarhól, horfandi og hlust- andi, og segja löndum sinum svo frá, hvað maður sér og heyrir? Hvers vegna er t. a. m. sira Matthías Joch- umsson svo sí ungur og andlega fjör- ugur? Ætli það sé ekki meðfram fyrir þá sök, hve mikið hann les? Og svo er um alla þá menn vor á meðal, sem hugsjónaríkastir eru og mestir eru framfaramennirnir í raun og sannleika. Svo var og um 'Pál heitinn Briem. En því miður hafa fæstir embættismenn vorir verið hon- um likir að þessu leyti. Ef enginn stendur á verði fyrir okkar litlu þjóð, veit hún ekkert af því, sem er að gerast annarstaðar. Það er eftirtektarvert, sem síra Fr. Friðriksson segir í næstsíðasta nr. Nýs Kirkjublaðs: „Meðan unglingafélagshreyfingin er að halda sigurför sína um flest öll lönd Evrópu, veittæpleganokkur mað- ur á íslandi að þessi mikla hreyfing sé til. Það er fyrst Hjörleifur próf. Einarsson á Undirfelli, sem fer að gefa henni gaum.“ Er þetta ekki lærdómsríkt: meðan andleg hreyfing er að halda sigurför sína um Norðurálfuna, vita íslending- ar ekki að hún er til. Og það eru ekki klerkarnir í höfuðstaðnum, sem gefa]henni fyrst gaum, heidur prestur upp í sveit. En hvers vegna veit síra H. E. af þessari hreyíingu? Af því að hann les. Engir menn hafa betra næði til að gefa sig við andlegum störfum en prestaskólakennararnir. Noti þeir það næði vel og sé þeirn ánægja að því að vinna að andlegri þroskun okkar litlu þjóðar, þá getur starf þeirra orðið íslenzku þjóðinni til ó- metanlegrar blessunar. En þá þurfa þeir líka að vera sem víðsýnastir, og til þess að þeir geti orðið það, má engin andleg höft á þá leggja. Þeir eiga að menta prestaefnin, en prestarnir eiga að fara andlegum höndum um viðkvæmar barnssálirn- ar. Þeir eiga alla æfi sína að vinna að því að móta barnssálirnar — hverja kynslóðina eftir aðra —, móta þær, þegar lundin er einna viðkvæm- ust. Þeir eiga að leggja grundvöll lífsskoðunarinnár; þeir eiga að leið- beina óreyndum æskumönnunum í þeim efnum, er föstustum tökum grípa barnssálina — leiðbeina þeim í eilífðarmálunum. Er þá ekki afar- mikið undir því komið, hverja ment- un slíkir menn fá? Er ekki afar- áríðandi að slíkir menn læri að vera hreinskilnir og sannir við sjálfa sig? Og sé svo, þá er líka mjög áríð- andi að sannleiksleitin og fræðslan öll sé frjáls, þar sem þeir hljóta undir- búningsmentun sína undir prests- starfið. Ekkert er ógeðslegra að heyra en það, að prestarnir séu að prédika það, er þeir sjálfir trúi ekki að sé satt. Eitt verð eg enn að benda á, sem mælir mjög á móti samsteypu em bættanna. Eigi þjóð vor nokkra framtíð — og um það efumst vér eigi — þá hlýtur svo að fara innan skamms, að allir æðri skólarnir verði sameinaðir í einn landskóla eða há- skóla. Nú á lagaskólinn innan skamms að taka til starfa. Eiga þeir þá þrír, æðri skólarnir, að hýrast hver í sínu lélega horni? eða verður ekki sjálfsagt að reisa sameiginlegt hús yfir þá alla og bæta svo við kennurum í fleiri námsgreinum, eft- ir því sem oss vex fiskur um hrygg? En verði nú blskup landsins gerð- ur forstöðumaður prestaskólans, þá getur það orðið til þess að guðfræði- deildin yrði engin við háskólann á íslandi, heldur kirkjunni falin ment- un prestaefnanna, ekki sízt ef kirk jan yrði fríkirkja. — Því að vitanlega ætla eg kirkjunni að verða það, þótt enn sé tíminn til þess ekki kominn, að öllum líkindum. — En það er ein- mitt þetta atriði, sem mér er illa við: að guðfræðin hætti að vera vís- indagrein. Því að eg þykist vita að prestaefnin fái þá lélegri fræðslu; einkum er þá hættara við þröngsýni og ófrjálslyndi. Ríkið þarf að sjá kenningarfrelsi guðfræðikennaranna borgið, hvernig sem fer. Því að trúbragða-áhrifin, sem frá þeim berast til barnssáln- anna allra, eru svo afar mikils- varðandi. Mér stendur-sannarlega ekki á sama um, hvaða hugmyndir um guð eru gróðursettar í sálu barns- ins míns. Hver sá, er í þann reit sáir, ætti að muna eftir því, að hann er að leggja grundvöll að lífs- skoðun barnsins, er að leggja einn aðalhornsteininn undir æfi þess, og að á þennan stein reynir síðan mik- ið. Og eitt af því, sem þar varðar mestu, er að kenna börnunum að elska sannleikann í öllum efnum. Það er alveg ómissandi að séð sé fyr ir kenningarfrelsinu einhverstaðar. Sannleikurinn á að vera oss fyrir öllu. Og þess vegna má aldrei hefta leit hans, aldrei að honum kreppa. Öll sannleiksleit þarf frelsis. En þó ríður hvergi meira á því en i mikil- vægustu málunum. Og trúmálin verða altaf mikilvæg. Á þeim byggistlífs- skoðun vor. Vér %skulum um fram alt ekki gleyma þessum viðvörunar-orðum drottins vors og meistara: Gæt því þess, að Ijósið, sem í þér er, sé ekki myrkur (Lúk. 11, 34). Kirkjan á að varðveita málefni hans. Látum því sem allra-ríkulegast þekkingarljós inn í hana skína. Ger- um gluggana sem stærsta. Látum guðfráfeðikennarana hafa fult kenningarfrelsi. Thorefélag-ið hefir nýlega aukið skipastól sinn, keypt sjötta gufuskipið til íslands- ferða. Það heitir „Sterling“ og er frá Kristjaníu. Skipið er 632 smá- lestir nettó, og er ait raflýst. Fyrir 1550 kr. var „Otto Wathne“ seldur, gufuskipið, sem í síðasta mánuði strandaði fyrir Norðurlandi, ásamt því er úr skipinu varð bjargað. Erfingjar Otto Wathnes voru kaupendurnir. . Mislingar. hafa horist að Brimnesi í Seyðisfirði með Eæreyingum. Bærinn er í sóttkví. Kekin iík. Nýlega rak uppi á Mýrum lík tveggja háseta affiskiskipinu „Sophie Wheatley11, Gísla Steindórssonar frá Kirkjubóli og Gísla Hallssonar úr Rvík. Landshankinn, þar er Kristján Jónsson yfirdómari bankastjóri, meðan á þingmannafórinni til Hanmerkur stendur, en kanpmennirn- ir Ásgeir Sigurðsson og C. Zimsen kon- súll gæzlustjórar. Helztu loftskeytafréttir. Verkfalli í kolanámum í Pensylvaniu, sem hófst 1. apríl og náði til 40 þús. námamanna, er nýlokið. Námamenn hafa fengið kauphækkun. Ejöldi kínverskra vikinga hefir ráðið á brezkt gufuskip, Hainam, nálægt Wuchau, og drepið prest einn, Mao Don- ald að nafni. Skipstjóri og yfirvéla- stjóri urðu mikið sárir. Víkingar kom- ust heilir undan. Byltingamaður hefir skotið til bana rússneskan hershöfðingja, Rosloff; hélt hann væri Trepov hershöfðingi, sem svo mjög er hataður. Eldur hefir eytt 275 húsum í Nishni Novgorod. Dreyfus hefir aftur fengið foringjaem- bætti í herliði Frakka. í brezka ríkisþinginu hefir komið fram fyrirspurn út af þeirri fregn, að særðir uppreistarmenn í Natal hafi verið drepn- ir, þó að þeir bæðust griða. Eorsætis- ráðherrann vonaði, að fregnin væri ósönn; að öðrum kosti væri málið alvarlegt. Brír Indíána-höfðingjar frá British - Columbia eru á leiðinni til Englandsj ætla að kæra áleitni hvítra manna fyrir Játvarði konungi. Frá Sain. gufuskipafélagiuu Esbjerg kom þ. 14. þ. m. með vörur frá útlöndum og lagði af stað þ. 18. til útlanda. Eriðþjófur kom frá útlöndum þ. 15. með kol handa skipum félagsins. Lára kom frá útlöndum að kvöldi þ. 18. með marga farþega. Þar á meðal voru: mag. Guðm. Einnbogason, cand. juris Bjarni D. Johnson, stúdentarnir Georg Ólafsson, Ólafur Dorsteinsson og Ólafur Lárusson, Richard Jensen verzl- unarm., Páll Steingrímsson póstafgreiðslu- maður og um 20 útlendir ferðamenn. Erá Vestmannaeyjum meðal margra fleiri Aage Petersen verkfræðingur, með konu og börn og Dórður Oddgeirsson stúdent. Bæjarfégetinu, Halldór Daníelsson, kom með Tryggva kongi úr útlandaferð sinni á síðustu helgi, ásamt konu sínni, og hefir fengið mikla heilsubót við hvíldina. Fjárkláðiun. Stjórnarráðið hefir ritað sýslumönn- um tilmæli til landsmanna um að baða á sinn eigin kostnað alt fé úr tóbaksbaði í haust til áréttingar á útrýming fjárkláðans. En eftir er að vita, hvernig við þeirri málaleitun verður snúist, þó að vonandi sé, að henni verði vel tekið. Hvernig sem bændur kunna að taka í málið, mun vera sá hængur á, sem vitanlega má við gera samt, að mikið vantar á, að nóg sé til af böðunarílátum til þess að böðun geti farið fram á öllu land- inu sama haustið.

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.