Fjallkonan - 29.09.1906, Qupperneq 2
182
FJALLKONAN.
Skrifstofa og aðalafgreiðsla
Fjiillkoiumnar
verður um þessi máuaðamót flutt á
Stýrimannastig, skamtfyrir norð-
án Stýrimannaskólann.
L aðalafgreiðslunni og í
búð Kristins Magnússonar
Aðalstræti
verður auglýsingum og borgunumtil
blaðsins veitt viðtaka.
Þeir, sem áður hafa vitjað blaðsins
í afgreiðslunni, eru beðnir að vitja
þess eftirleiðis í búð Kristins Magn-
ússonar.
helga og tók Llitzhoft stiftsprófastur
þar á móti gestum og sýndi þeim
kirkjuna. Skoðuðu þingmenn þar
meðal annars skrín Knúts hins helga,
og er helgur dómur hans þar enn
geymdur frá kaþólskum sið. Þá er
þar og skrín Benedikts hins helga.
Mega því Odensebúar fremur teljast
vel efnum búnir að helgra manna
dómum. —
Meðan þetta gerðist, var konungur
kominn til bæjarins á skipi sinu
„Dannebrog4* með friðu föruneyti.
Áttu þingmenn að snæða morgunverð
með honurn í ráðhúsi bæjarins. Yar
því þangað haldið úr kirkjunni og
gengu menn síðau undir borð. Yar
þar veizla góð og fluttu þeir að henni
báðir ræður, konungur og konungs-
efni. Þá talaði þar og Marott ritstjóri
og ríkisþingsmaður fyrir minni íslands,
og Liitzhoft prófastur á sömu leið.
Frá íslendinga hálfu fluttu þar tölur
J. Havsteen amtmaður og dr. V. Guð-
mundsson. Vék hann orðum að tveim
ágætismönnum, er báðir voru bornir
á Fjóni, voru það þeir R. Kr. Rask,
sem flestir íslendingar munu við kann-
ast, og dr. N. Petersen. Hverjum
ræðumanni voru ætlaðar tvær mínút-
ur til ræðuhalds; og héldu allir það
bindindi nema Marott ritstjóri. Bn
syndakvittun fékk hann hjá öllum,
því manninum sagðist vel.
Að loknum morgunverði þessum
stigu menn í vagna og óku út á
sýningarsvæðið í útjaðri borgarinnar.
Var þar margt um manninn, enda
sögðu kunnugir menn, að þenna dag
mundu vera fullar 100,000 manns 1
i bænum. Veður var hvast og
hryssingslegt um daginn og gekk í
skúrum framan af; spilti það hátíð-
argleðinni til mikiilamuna. Varryk
svo mikið á völlunum fyrir utan
borgina, að innan skamms sá lítt
klæðalit manna. Kom sú meinbægni
náttúflega ekki hvað sízt þuagt nið-
ur á kvennfólkinu.
Á sýningunni mátti sjá marga fall-
ega skepnu, bæði naut og hross.
Hefði það bæði verið gagn og gam-
an, að þar hefðu verið komnir nokk-
r íslenzkir bændur til að sjá fénað-
arhöldin hjá dönsku bændunum.
Hefðu þeir getað fengið marga þarfa
hugvekju um nauðsyn óg gagnsemi
kynbóta á kúm og hrossum. Naut-
in og hestarnir, sem á sýningunni
voru, voru í augum okkar íslendinga
slíkar höfuðskepnur, að því var lík-
ast sem hvalir væru hlaupnir á land.
Urðum við að setja höfuð og herð-
ar aftur til að sjá almennilega svip-
inn á tuddunum og folunum; og víst
hefðum við þurft að hafa „bæjarvegg
fyrir bakþúfu“, og hann ekki lágan,
ef við hefðum hugsað til að komasL
á bak klárum þeim, er þar voru.
Bn þó að hestar þessir væru jötnar
miklir að vexti og afli, og að sjálf-
sögðu afburðaskepnur til nytsemi,
þá þótti okkur þó skifta mjög í tvö
horn um fegurð og fríðleik þeirra
og blessaðra íslenzku hestanna, þó
minni séu þeir vexti og orkusmærri.
Riddaraflokkur einn úr hernum var
látinn sýna þar listir sýnar á völl-
unum. Þeistu þeir fram og aftur
út og norður. Þótti oss sem her-
mennirnir væru ekki öfundsverðir af
æfinni, að hlúnkast áfram á bykkj-
um þeim. Hefðu þeir ekki lengi
þurft að bera strokkinn á bakinu,
þangað til fullskekinn og skilinn
væri, eins og sagt er að sumir ís-
lenzku smalarnir hafi orðið að gera
í gamla daga og sjaldan höfum vér
séð meiri mismun en klunna-fóta-
burð og hin þunglamalegu tilþrif
þessara hesta eða fótaburðinn ogtil-
þrifln hjá velriðnum vökrumíslenzkum
gæðingi — þó að dönsku riddararn-
ir séu um þessar mundir sjaldan
klofnir í herðar niður, þá kæmi oss
það ekki óvörum, þótt hitt kæmi
við og við fyrir, að þeir væru klofn-
ir í herðar upp.
Á sýningarsvæðinu voru framdar
ýmsar flmleikaæfingar. Yoru kon-
ungi og fylgdarmönnum hans ætluð
sæti á háum palli og þingmönnum
og ríkisþingsmönnum á öðrum beint
á móti. Síðan reikaði konungur
þar til og frá um vellina og voru
þingmenn í för hans og nutu þeir
hans að, að geta séð alt hið mark-
verðasta. Því sökum mannfjöldans
var ærið óhægt að komast áfram.
En mjög var fólkið vingjarnlegt og
gerði sér mikið far um að rýma til
fyrir íslendingum þeim, sem við og
við slitnuðuafkonungssveitinni. Þessu
tók hún líka eftir, ein sveitakonan,
sem á sýningunni var. Hún lenti í
þéttri þvögu og mátti hvergi kom-
ast. Kallaði þá hástöfum: „Rýmið
til fyrir íslenzkum alþingismanni.“
Alþingismaður sá -var raunar hún
sjálf. Einn þingmaður þó að vísu
slitnaður aftan úr hópnum. En —
ekki var hann í pilsi og á konungs-
fund komst hann, þótt ekki kæmi
hann boðleið rétta.
Stundu eftir nón fóru menn að
smátínast inn í bæinn. Var kon-
ungi, þingmönnum og ríkisþingsmönn-
um búin veizla mikil og vegleg að
miðjum aftni 1 samkomusal miklum,
og buðu búnaðarfélögin á Fjóni til
veizlu þeirrar. Þingmönnum ogrík-
isþingsmönnum var fenginn salur all-
mikill í skóla einum til að þvo sér
og hafa fataskifti.
Og það var sannast að segja, að
menn þurftu að þvo sér!
Menn voru orðnir krúnóttir, baug-
óttir og kjömmóttir, spýttu mórauðu
og sáu valla út úr augunum eftir
rykið og moldrokið á sýningarvöll-
unum. Rakari einn var þar á næsta
nesi. Sátu ríkisþingsmenn og þing-
menn þar hver ofan á öðrum í hrúg-
um, meðan rakarinn og meðhjálpar-
ar hans skófu á þeim vangana.
Vildu allir fyrstir vera og engir
síðastir, því auðsætt var, að illa
mundi bíta á þá síðustu. Söknuð-
um við Sunnlendingar þá vina rokkar
Árna og má vera, að sett hafi að
honum hixta stundina þá, því oft var
hann aefndur.
í skólasalnum, þar sem menn
þvóu sér og höfðu fataskifti, var
öllum þessum karlmanna sæg fengin
ein koua og drengur til að bera vatn
að og frá og bursta bæði föt og skó.
Höfðu þau ærið að vinna, en komu
þö öllu vel áleiðis. Var glaumur
mikill og hávaði í salnum og glatt
á hjalla. Stóðu þar Danir og Islend-
ingar á skyrtunum og nærbrókunum,
karlarnir kátir og fjörugir eins og
unglömb, og yngri mennirnir hlæj-
andi og blaðrandi hver við annan.
En gamla konan gekk um beina,
smákýmin og glettin á svipinn, og
lét ekki neitt á sig fá. Strákurinn
var liðugur í snúningum eins og
köttur og var ánægja að sjá, hve
dæmalaust hann var fljótur að bursta
hver stígvélin. — En ekki unnu
þau fyrir gíg stundina þá. —
Eftir skamma stund voru allir
orðnir nýir og betri menn, táhreinir
og uppdubbaðir. —
Að miðjum aftni hófst veizlan.
Samkomuhús það hið mikla, sem
hún var haldin í, var Ijóst dæmi og
sönnun þess, að „mikið má, ef vel
vill“, þó að kraftar séu smáir, og
að „margar hendur vinna létt verk“.
Húsið er mikil og vegleg bygging
og hefir kostað of fjár; en — alt
er það bygt með hlutafé og var
hver hlutur 25 kr. — Danir eru
framúrskarandi félagsmenn, enda er
hinn marvíslegi félagsskapur þeirra
meginstoð undir auðsæld og vellíð-
an þjóðarinnar, og hÍDum miklu
þrifum og þroska, sem þjóðin hefir
tekið á síðari áratugum. Má víst í
einu orði segja, að þar sé engin stétt
í landi, sem ekki sé bundin föstum
og traustum félagsskap,. heldur þar
hver í hendina á öðrum og hver
styður annan og styrkir. Höfum
vér íslendingar í þeim greinum margt
og mikið af Dönum að læra. Væri
oss nær að taka þá nytsemdarhætti
upp í þjóðlíf vort, heldur enn ýms-
an útlendan apynjuskap, sem óðum
fer 1 vöxt, en er einungis gárungum
til aðhláturs, skollanum til skemtun-
ar og vitrum mönnum til skapraun-
ar. —
Að veizlu þessari voru margar
tölur fluttar. Konungur og konungs-
efni töluðu báðir. Þá talaði og fyr-
ir minni íslands Skov- bústjóri frá
Tybrind. Af hendi íslendinga talaði
Þórhallur lektor Bjarnarson þm. Var
það jafnan hlutskifti hans, að sitja
fyrir svörum, þegar laDdbúnaðarefni
voru á aðra hönd. Einnig talaði
þar forsætisráðherra J. C. Christen-
sen. Lagði hann út af félagsskapn-
um, smáum og stórum, og sagðist
vel og viturlega. —
Um náttmálabil var veizlunni lok-
ið. Gekk þá konungur til skips með
föruneyti sínu. En þingmenn og rík-
isþingsmenn stigu í vagna og héldu
sömu leið til baka, sem þeir komu
að morgni. Komu þeir einni stundu
eftir lágnætti. — Konungur lét úr
lægi morguninn eftir.
Prestsvígsla.
Á sunnudaginn var vígði biskup
prestaskólakandíd. Sigurð Guðmunds-
sonaðstoðarpresthjá síra Helga Árna-
syni í Ólafsvík.
•
Brúðkaup.
Kristinn Magnússon kaupmaðurog
Kristjana Jónsdóttir 22. þ. m.
Ágúst Bjarnason mag. art. og Sig-
ríður Ólafsson 25. þ. m. Þau voru
gefin saman af bæjarfógeta.
Sýniiig í Reykjavík-
Herra Páll Þorkelsson, sem er ekki
síður gæddur áhuga en margháttuðu
hugviti, hefir vakið máls á því í Ing-
ólfi, að allsherjarsýning fyrir landið
ætti að halda hér í bænum að sumri,
láta hana hefjast 17. júní, og að Iðn-
aðarmannafélagið ætti fyrir því að
gangast.
Fjallk. hefir átt tal um málið við
fáeina af helztu mönnum félagsins,
og spurt þá, hvort búast megi við,
að félagið sinni þessu. Þeir hafa
allir svarað svipað.
Þeir segja, að lengi hafi verið um
það taláð í félaginu að koma á sýn-
ingu, en hingað til hafi menn ekki
treyst sér til þess. Helzt hafi verið
í orði að koma á minni háttar sýn-
ingu fyrst og færa sig þv4 næst upp
á skaftið. Og stofnað hafi verið til
byrjunar-tilrauna í þá átt með sýn-
ingum á prófsmíðum.
Til þess að koma á sýningu fyrir
alt landið að sumri, töldu þeir tím-
ann alt of stuttan orðinn. Þess mundi
ekki verða nein von, að á þessum
mánuðum, sem eftir væru, yrði kleift
að undirbúa boðlega landssýningu.
Meðal annars fyrir þá sök, hve ann-
ríkið hefir verið mikið í Reykjavík
og öðrum kaupstöðum undanfarin ár.
Fæstir iðnaðarmenn hafa haft nokk-
urn tíma afgangs til vandaðra smíðis-
gripa, sem þeir mundu vilja láta á
sýningu. Og nú er tíminn svo stutt-
ur orðinn til þess að vinna það upp.
„Einmitt af því, að eg er sýningar-
málinu hlyntur,11 sagði einn af helztu
iðnaðarmönnum bæjarins við Fjallk.,
„og vil koma á göðri sýningu, þegar
tök verða á, er eg því mótfallinn að
stofnað verði til hennar að sumri.“
Fjallk. getur ekkert um það full-
yrt, hvort alt Iðnaðarmannafélagið
lítur eins á málið. En þessir menn
eru þar nákunnugir, og þeir virtust
ganga að því vísu, að sams.konar skoð-
anir mundu ríkja i félaginu eins og
þeir létu uppi.
Dr. Jón Stefúnssou.
hefir víst ritað um ísland víðar og
á fleiri tungum en nokkur annar
íslendingur. Meðal annars hefir
hann ritað í Lundúnablöðin Tribune,
Times, Daily News og Daily Chron-
icle; sömuleiðis í Manchesterblaðið
Guardian og fleiri ensk blöð. Á
Þýzkalandi hefir hann ritað í Ber-
liner Tageblatt. 1 Svíþjóð í Göteborgs
Handels och Sjöfarts Tidning og
Stockholms Dagblad. í Noregi í
Verdens Gang, Og hann hefir rit-
að í fleiri blöð, auk fjölda af tíma-
ritagreinum.
Væntanleg er frá honura ensk þýð-
ing á nokkurum íslenzkum skáld-
sögum. Hall Caine ætlar að rita
formála fyrir þeirri bók.
Frá háskólanum í Gautaborg hefir
hann fengíð tilmæli um að flytja
fyrirlestra um ísland, sömu fyrir-
lesta sem hann hefir áður flutt í
Victoria Institute í Lundúnum.
Slíkir menn sem dr. J. St. eru þjóð
sinni þarfir menn.
Þórarinn B. Þorláksson
sýnir myndir í Goodtemplarhúsinu
þessa dagana; hefir hafst við í snm-
ar austur við Fiskivötn og gert marg-
ar myndir úr stöðum þar í nágrenn-
inu. Myndanna verður getið nákvæm-
ar síðar.