Fjallkonan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fjallkonan - 03.10.1906, Qupperneq 3

Fjallkonan - 03.10.1906, Qupperneq 3
FJALLKONAN. 187 Ritsíminii. Ráðherrann hélt ræðn á pósthús- svölunum laugardaginn 29. f. m. til þeas að tilkynna, að landsíminn tæki þá til starfa. Jafnframt sh ýröi hann frá því, að konungi hefði verið sent símskeyti áður, og svar hefði aftur komið frá honum. Káðherrann las skeytið frá kon- ungi í heyranda hljóði. Konungur fagnar út af hinu nýja samtenging- arbandi milli Danmerkur og íslands, sem ritsíminn sé, og minnist á komu sína að sumri. Ráðherrann gat þess í ræðu sinni, að ritsímakostnaðurinn færi fram úr áætlun. En hinu neitaði hann, að jafn-mikil brögð væru að því, eins og andstæðingar málsins hefðu búist við í fyrra, né jafn-mikil, eins og nýlega hefði borist út. Guðm. Guðmundsson hafði ort lof- kvæði um simann, sem snngið var á eftir ræðunni. Það líkist mest blaða- grein, er snúið hafi verið í stuðlað mál. Athöfnin var mjög daufleg, líkari jarðarför en gleðisamkomu. Ræða ráðherrans var skipuleg og snjöll, eins og honum er títt. En hún virt- ist ekkert bergmál vekja. Enginn klappaði honum einu sinni lof í lófa að ræðunni lokinni — og engum hafði orðið að sýna þess nokkur merki, þegar hann tók til máls, að þeim þætti neitt vænt um það, sem nú átti að fara að gera. Manm fjöldinn — sem var allmikilll — gat ekki staðfest öllu skilmerkilegar það, sem B''jallkonan sagði samdægurs, að þrátt fyrir þær vonir, sem menn gerðu sér um rítsímann, vekti hann enga gleði í hugum manna. Ljós í bæinn. Þegar Fjallkonan var að dást að Ijósadýrðinni í Efnarannsóknarstof- unni, hér um daginn bar í tal við forstm. hennar, hvernig hann hugsaði sér hentugast að lýsa bæinn. Hann var eindregið á þeirri skoðun, að þar sem ekki væri hægt að taka raf- magn úr fossum, heldur yrði að framleiða það með kolum, væru gas- ljós hentugri. Almenningur hér virðist hugsa sér, mælti hann, að rafljósin sé gasljós- unum æðri og að beinast liggi við fyrir oss að „hlaupa yfir gasið“, sem svo er kallað, og taka rafljós þegar vér hættum við steinolíuljósin. En þetta er ekkí með öllu rétt. Gasljósin eru að ýmsu leyti hentugri en rafijósin. Þau eru ódýrari en rafljós, ef rafmagnið er framleitt með kolum. Og þau má nota, og þau ætti að nota, til hitunar við mat- reiðslu í stað annars eldsneytis. Þrifnaðurinn og þægindin við gas til matreiðslu er meiri en svo að orð- um verði að því komið. En til strætalýsingar geta ekki gas- ljós né heldur rafljós, nema alveg sérstaklegá sé ástatt, kept við Kit- son-ljósin og Lux-lampana. Eftir því sem nú horfir málið við, virðast allar horfur á því, að þegar farið verður að sýna höfuðstað vorum nokkurn sóma, verði húsin lýst með gasljósum, jafnframt því sem þau ljós verða notuð til matreiðslu. Og stræt- in með samskonar ljósum og þeim, er nú sjást í Hafnarstræti. Mikill verður munurinn fyrir þá, sem þá lifa. Ritsímaát var haldið á laugardagskvöldið í Hótel Reykjavík. Þar gerðist það sögulegast, að sögn, að fyrverandi konungkjörinn þingmaður, Jón Ólafs- son hélt ræðu um fjarstadda stjórn- arandstæðinga, sem ekki þótti sem gætilegast orðað. Samkvæmismenn urðu hljóðir við. Starfsmenn við símastöðina hér eru: Forberg yfirmaður, Gísli J. Ólafsson og Magnús Thorberg sím- ritarar. Yið talsíma landsins eru ungfrúrnar Guðrún Aðalstein og Rósa Einarsdóttir. Með Yestu, sem lagði af stað til útlanda 1. þ. m. tóku sér far til Englands Berrie kaupmaður, en til Khafnar Lárns H. Bjarnason (til laganáms líklega) kand. Árni Pálsson og frú hans og frk. Lára Indriðadóttir. Þegar við urðum fyrir þeirri sáru sorg að sjá á bak okkar elskulega og mann- vænlega syni, Þorsteini, sem andaðist á St.Jósefssystra-spítalanum í Reykjavík síð- astliðinn vetur, urðu margir til þess að auðsýna okkur hluttekningu og rétta hon- um og okkur lijálpar- og líknarhönd; vilj- um við nefna til þess herra söðlasmið Andrés Bjarnason og frú hans, sem tóku á móti Þorsteini sál., þegar hann kom suður og létu sér jafn ant um hann, sem væri hann þeirra eigið harn, og gjörðu siðan veglega útför hans. Það yrði of- langt mál að telja hér allar þær velgjörð- ir sem þessi heiðurshjón hafa anðsýnt okkur, hæði fyr og nú. — Einnig vottum við þeim ágætishjónum herra lækni Guð- mundi Magnússyni og frú hans, ásamt „systur“ Elísabet, sem öll með sinni al- kunnu alúð og nákvæmni reyndu að hjálpa og hj úkra Þorsteinu sál. af fremsta megni. Jafnframt skal þess þakklátlega minst, að þessi sami þjóðkunni snillingur veitti okk ur mjög mikilsverða læknishjálp fyrir 2 árum. Þessum og öllum, sem tóku þátt í sorg okkar, gáfu blómskrúð á hinsta hvílurúm elsku drengsins okkar, og heiðr- uðu útför hans með nærveru sinni, þökk- um við af hrærðu hjarta og biðjum algóð- an guð að blessa þá og líknarstarfsemi þeirra. Bessatungu 1. sept, 1906. Herdís Þorsteinsdóttir. Andrés Brjnjólfsson. Enskar húfur nýkomnar í verzlun H. P. Duus. Haustull kaupir H. P. Duus. lestallar nauðsynjavörur í verzl. Matthíasar Mattliíassonar. Rjómabús-smjör í verzlun H. P. l)uus. Kolakörfur — Ofuskermar Leirkrukkur í verzlun H. P. Duus, 8AIKOHUHÚSID BETEL . við Ingólfsstræti og Spítalastig. Samkomur verða haldnar framvegis eins og hér segir: Sunnudaga: Kl. 2 e. h. Sunnudagaskóh. Kl. 6l/j e.: h. Fyrirlestur. Miðvikudaga Kl. 8 e. h. Bibliusamtal. Laugardaga: Kl. 11 f. h. Bœnasamkoma og bibliu- iestur. Kirkjusálmasöngsbókin verður viðhöfð. Allir velkoinnir á samkomurnar. Vinsamlegast D. Östlund. TA * 'VT er bezta liftryggingarfélagið -LrxA.1. v eitt, sem sérstakiega er vert að taka eftir, er það, að „DAN“ tekur menn til liftryggingar með þeim fyrir- vara, að þeir þarfa engiu iðgjöld að borga, ef þeir slasast oða* vorða ófærir tii vinnu. Sérstök ágætiskjör fyrir bindindis- menn. Skrifstofa „Dans“ fyrir suðurland er Þingholtsstræti 23 Reykjavik. Tannlæknir | Haraldur Sigurðssou Österbrogade 36. Kaupmannahöfn. i væntir að landar láti sig sitja fyrir, ! ef þeir þurfa að fá gjört við tennur. í Heimsins nýjustu og fullkomnustu i áböld notuð. Húsmœður fá daglegar nauðsynjavörur góðarog ódýrar hjá Nic. Bjarnason. Telefon 157. iega plantefodi er aftur komið til Nic. Bjarnason. 216 % „Hver ert þú?“ „Æ, vertu nú ekki með þessi látalæti, þú veizt það vel.“ „Hvaðan kemurðu?“ „Úr djúpi endnrminninga þinna eða tilfinninga. Þú taldir sjálfum þér trú um, að eg væri farin þaðan. En eg er þar enn.“ „Hvaða erindi áttu hingað?“ „Færa þér heim sanninn um það, hve magnlaus vilji þinn er, þó að þú gjörir þig svo gleiðan út af honum. Þú vilt gieyma; en þú manst samt.“ „Jæja, hvað gerir það til. Mér þykir ekkert vænt nm þig nú orðið. Þetta var ekkert annað en hégómi. Eg unni þér með aug- unum en ekki hjartanu." “En einu sinni sástu mig reiða, og þá varð ást þín að alvöru- máli.“ „Eg segi þér það gullsatt, að mér stendur alvég á sama um þig.“ — „Já, reyndu, hvort þú þorir að horfa beint í augun á mér.“ Og til þess að reka burt þessi móleitu augu, sem störðu á ungmennið eins og í háði, þreif Líónel eldtengurnar og skaraði rösklega í eldinn, eins og hann ætlaði að breiða yfir sýnina. En eftir drykklanga stund var hún komin aftur; hann komst ekki undan því að fást við hana. Einhverju sinni hafði Líónel borðað miðdegisverð síðar en hann var vannr. Þá vildi honnm það slys til, rétt þegar hann var að fara út úr veitingastaðnum, að reka sig á gamlan vin sinn, hr. 213 mundi verða úr þér, ef þú hefðir mig ekki? Eg hefi stritað og þrælað, en það hefir þú aldrei gert“. Nú ætlaði Líónel að reyna sjálfur manngildi sitt, þolgæði og hugrekki. Hann vildi ekki fara að leita til tiginna verndarmanna; hann vildi komast áfram sjálfur, þó að til þess þyrfti strit og bar- áttu. Vera má, að honum hafi líka komið til hugar, að þjáning- ar, sem hann lagði á sig sjálfviljugur, kynnu að verða bót við öli- um öðrum sárum og gætu hjálpað honum til þess að gleyma frk. de Saligneux. Nokkur ár hafði hann hafst við í fallegum herbergjum í einu strætinu fram með fljótinu. Úr gluggnnum hafði hann haft dýr- legt útsýni, og í herbergjunum var viðhafnar-húsbúnaður og lista- verk, auk mikils af bókum. Alt var þetta tafarlaust í sölurnar iagt; herbergin voru leigð öðrum; dýrmætir reflar og húsgögn og litmyndir — alt fór sömu leiðina, og af bókunum hélt hann ekki öðru eftir en þeim, sem voru um lögfræði og stjórnfræði; hinar voru seldar ásamt öðru. Sárast þótti honum að sjá af þeim. Nú hafði hann aflað sér svo mikils fjár, að hann gat komist af fyrstu mánuðina; þá ætlaðist hann til, að hann hefði unnið fyrir einhverju með ritstörfum. Og fáum dögum síðar ieigði hann sér tvö herbergi í lítilmótlegu stræti í borgardeild stúdenta. Þau voru á fjórða lofti, og stigaþrepin vorn slitin mjög, og hendumar toldu við handriðið, ef á því var tekið. Vinnustofa hans var lítið ferhyrnt herbergi; þarvar þungt loft og húsbúnaður gamall og úr sér genginn. Ef hann ætlaði að draga út skúffn, dróst titturinn æfinlega út; ef hann ætlaði að styðja sig við borð, varð haun æfin-

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.