Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 31.10.1906, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 31.10.1906, Blaðsíða 2
218 FJALLKONAN. unum einum, þó að efnið sé að kalla má ekkert. Hann er ekki gæddur þessu töframagni lipurðarinnar. Og oft þarf töiuvert fyrir því að hafa, lesa með athygli, til þess að gera sér grein fyrir, hvað hann er að segja manni. Eu að öllum jafnaði svarar líka kostnaði að leggja þetta á sig. E. B. heíir svo mikið að segja manni. Hugsana-auðurinn er ógrynni og hver sýnin rekur aðra: Staðreyndir nátt- úrunnar og sýnir andans, fornaldar- myndir og framtíðarhillingar, fögn- uður út af fegurð og mætti lifsins og vængjasterkar vonir um margfalt meiri fegurð og margfalt meiri mátt lífsins og mannsandans hér í heimi og annars heims — alt vefur E. B. það saman í glæsilega glitbreiðu, stundum í furðu stuttu máli. Ljóðadís E. B. er einkennilega hraust og heilbrigð vera. Pað er eins og hún hafi drukkið í sig alla trú, sem til er í tímanum, á fegurð- ina og kærleikann og vitið og lífið, og helt niður hverjum dropa úr efa- bikarnum, sem sjálfsagt hefir samt verið að henni réttur, eins og öðrum í þessum heimi á þessum tímum. Gullfallegt er það margt, sem E. B. kveður um hið sýnilega líf og hina sýnilegu tilveru yfirleitt. En naumast mun það vera misskilningur, er vér segjum, að kvæðin beri þess vitni, að það sé hinn innri heimur, líf og vonir andans, sem honum sé mest- ur nnaðnr að hugsa um. Þangað leitar hugur skáldsins mjög oft frá öðru umtalsefni. Á þrjú kvæði skal bent rétt til dæmis. Þetta er upphaf að hinu tilbomu- mikla og viðhafnarmikla kvæði Detti- foss: Syng, Dettifoss. Syng háit mót himins sól. Skín, hátign Ijóss, á skuggans veldisstól. Og kný minn huga, gnýr, til ljóða, er lif'a, um leik þess mesta kraf'ts, er fold vor ól. Lát snerta andann djúpt þinn mikla mátt, sem megnar klettinn hels af ró að hifa. Bg veit, eg finn við óms þíns undraslátt má efla mannleg hjörtu. Slá þú hátt, fosshjarta. Styrk minn hug og hönd að skrifa. Skáldið fer að hugsa um, hvaða gagn gæti orðið að þessum fossi þarna upp i öræfum: Þú gætir unnið dauðans böli bót, stráð blómaskrauti yflr rústir grjótsins, steypt mynd þess aftur upp í fífsins mót með afli því, frá landsins hjartarót, sem kviksett er í klettalegstað fljótsins. 0g rafmagnið, sem „kviksett“ er, leiðir hug skáldsins að öðru, andlegu, afli: Eg þykist skynja hér sem djúpt í draum við dagsbrún tímans nýja magnsins straum. Þá affið, sem í heilans þráðum þýtur, af þekking æðri verður lagt í taum. — Er hugarvaldsins voldug öld oss nær, þá veröld deyr ei, er hún guð sinn lítur, þá auga manns sér allri fjarlægð fjær, þá framsýn andans ljósi á eilífð slær og mustarðskorn af vilja björgin brýtur. Alveg á sama hátt leiðist hugur skáldsins í öðru stórkostlega glæsi- legu náttúrulýsingarkvæði, Lágnœtt- issól. Þar er þetta upphaf: A unnar varir eldveig dreypist. um axlir hæðar skarlat steypist. Alt logar, skín f himins hyr og heimsró — sem í Edens lundi. Það er sem hafið hvíli á sundi og himnavagninn standi kyr, svo allir ljóssins sveigar sveipist í sigurport um kveldsins dyr. Skáldið lætur ekki hugann nema staðar til fulls við alla þessa dýrð, sem lýst er frábærlega vel, lætur sér ekki uægja að horfa á það og skýra frá því, hvernig „andi náttúr- unnar“ ber háskrúð sjálfra lífsins Jinda í ljósmyndina af degi og nótt. Inn verður hann að leita, eins og oftar: En hvarms að baki sólir síga, þar svefnlönd rísa og daggir hníga með hringför krafts í liauðri og vog. Þar hvelfist veröld jöfn því ytra. í skuggsjám heilans himnar glitra, þar hittast straumar, tendrast log og draumasjöir sökkva, stiga við segulstormins vængjatog. Ekki getum vér stilt oss um að benda á hið dýrlega niðurlag á þessu kvæði, þó að það komi ekki beint því við, sem hér er verið að tala um: Minn hugur spannar himingeiminn. Mitt hjarta telur stjörnusveiminn, sem dylur sig í heiðlofts hyl. Svo hátt og vítt mér finst ég skynja. Guðs veröld! Andans hlekkir hrynja sem hjóm við þetta geislaspil. Mér finst ég elska allan heiminn og enginn dauði vera til. Enn fer eins í Hljöðaklettum. Það kvæði byrjar á mjög fagurri náttúrulýsing. En hugur skáldsins staðnæmist ekki við klettana sjálfa, né sjóinn, né Jökulsá, sem slær langspilið í fjarlægð, né heiðina, sem , . við dagsbjarmann drúpir svo vær og drekkur bergómsins skálar. Inn á við leitar hann enn. Annarleg rödd ber mér eintal míns sjálfs. Bergmál klettanna kemur skáld- inu til þess að hugsa um bergmál ástarinnar: Er nokkuð svo helsnautt um heimsins rann sem hjarta, er aldrei neitt bergmál fann, og nokkuð svo sælt sem tvær sálir á jörð, sámhljóma í böli og nauðum ? Ein barnsrödd getur um fold og fjörð fallið sem þruma af hamranna storð, eins getur eitt sannleikans almáttugt orð íshjartað kveðið f'rá dauðum. Hljómspegill anda míns, hvelfing blá, í hæð þína snýr sér mín leyndasta þrá, Minn hugur er bylgja með hrynjandi fall, sem hnígur að ljósvakans ströndum. Og hjartað á lifsviljans hrópandi kall. Himinn, gefðu mér bergmálsins svar. Heyrðu mitt orð við hinn yzta mar í ódáins-söngvanna löndum. Hjá þeim mönnum, sem ekki hafa kynt sér að ráði ljóðagerð Einars Benediktssonar og lesa þessi litlu sýnishorn, vonum vér að vakni hug- mynd um það, að þessi bók hans sé þess verð að eignast hana og lesa hana með athygli. í því augnamiði eru þessar línur ritaðar. V erzlunarskólinn. Þar eru nemendur um 60. Fleiri hafa viljað komast að, en unt hefir verið að veita viðtöku. Skólastjóri er Ólafur G. Eyjólfsson, hinn sami og í fyrra. — IJetrunarhúsvinuu um 8 mánuði hefir Samúel Guð- mundsson járnsmiður verið dæmdur í af bæjarfógeta hér. Hann hafði gint út með sér stúlku, sem ekki var moð öllum mjalla, gert hana blind- fulla og haft í frammi við hana ó- hæfu. Yínsöluleyfl hafa Seyðfirðingar neitað í haust með 54 atkv. gegn 48 á borgara- fundi. Norðmaður einn sótti um það. Frá ððrum löndum. Kaupmannahöfn 17. okt. 1906. Ríkisþing Dana sett. Konungur hefir í hyggju umbæt- ur á stöðu íslands í ríkinu. Hann setti sjálfur rikisþingið 1. þ. m. í ræðu sinni gat hann hinna helztu mála, er koma mundu fyrir á þessu þingi, ásamt því, að hann hefði í byggju breytingar og umbætur á stöðu íslands í ríkinu. Meiri hluti þjóðþingsins samþykti ávarp, er þakk- aði konungi ræðuna, og lét í Ijós þá ósk sína og von, að starf þessa þings mætti verða mikið bæði að kostum og vöxtum. Hinir framsæknari vinstri- menn komu með breytingartillögu, þar sem þingið lét í ljós, hvaða lausn það teldi heppilegasta á hverju þeirra mála, er getið var í ræðu konungs. Yar þess meðal annars getið, að þeir teldu nauðsynlegt að vinda bráðan bug að því að bæta stjórnarfyrir- komulag íslands. Var sú tillaga feld, en þó eigi sakir þessa atriðis, heldur ýmsra annara. Eáuamáiið ísleuzka. Þessa máls hefir verið getið hér í nokkurum blöðum, þar á meðal í stjórnarblaðinu „Köbenhavn“. Getur það þess, að auðvitað vilji það styðja allar sanngjarnar kröfur íslendinga, en sér-fáni sé það, er sízt geti kom- ið til mála, að því fráskildu að löndin hafi sama konung. Kveðst blaðið hafa átt tal við hr. Lárus Bjarnason um mál þetta, og kvað hann áhugann á því máli lítinn heima á íslandi. Meðal annars, er stendur í grein þessari, er, að blöðin sem málinu hafi hreyft (Reykjavík og Lögrétta) séu andstæð stjórninni og stúdenta- félagið í Reykjavík sé klíka af gagn- breytingamönnum(„en radikal klike“). Hefir hr. L. B. gert þá athugasemd við frásögn blaðsins, að blöð þau er ræðir um í greininni sé að vísu ekki stjórnarmálgögn, en geti þó talist vin- veitt stjórninni, enda þótt Reykja- víkin hafi upp á síðkastið fundið harðlega að ýmsum gerðum stjórnar- innar, og á hinn bóginn væri ef til vill ekki rétt að kalla stúdentafélagið gagnbreytingamannakliku, enda þótt flestir félagsmanna væru ungir gagn- breytingasamir stúdentar. Holger Drachmann varð sextugur fyrir skömmu. Var honum þá í heiðursskyni haldin hin veglegasta veizla í ráðhúsi Kaup- mannahafnar. Keptust allir, bæði einstakir menn og félög, um að sýna skáldinu virðingu. Blöðin fluttu dag eftir dag langar greinar um alt það milli himins og jarðar, er eitthvað snerti Drachmann og honum mátti til heið- urs verða. Ástandið á Rússlandi. Þar gengur alt í sama þófinu, manndráp, rán og sprengingar eru daglegt brauð. Herréttirnir dæma hvern þann vægðarlaust til lífláts, er grunaður er um hluttöku í bylting- unni. Hefir blað eitt nýlega náð í og prentað bréf frá stjórninni til her- foringjanna, þar sem þeim er skipað að bæla allan óróa niður vægðarlaust, og að þeir megi ekki fara fram á það við keisarann að náða nokkurn þann, er gert hefir sig sekan í slík- um glæp. Frjálslyndi flokkurinn (De konstitutionelle Demokrater) hefir ný- lega haldið fund í Helsingfors á Finn- landi, með því að honum var bannað að balda slíkan fund heima á Rússlandi. Samþykti sá fundur tillögu, er fór hörðum orðum um stjórnina og gerð- ir hennar. Segir þar meðal annars, að hún fótumtroði helztu mannrétt- indi og mundi ekki víla fyrir sér að koma einveldi aftur á með valdi, ef hún sæi sér þess nokkurn kost. Aftur hefir íhaldsflokkurinn á fundi, er einnig er ný-afstaðinn, lýstþví yfir að hann vilji styðja stjórnina, jafuvel þótt hann geti ekki fallist á, að allar gerðir hennar hafi verið hentugar. Sérstaklega er ástandið ískyggilegt í pólsku löndunum. Sagt. er, að stjórn- in muni veita íhaldsliðinu stórkost- legan fjárstyrk til baráttu þeirrar, er verður við kosningar þær, er fram eiga að fara til Dumunnar. Nýlega hafa bændur verið leystir undan átt- haga böndum og gerðir jafn-réttháir öðrum borgurum ríkisins, en ekki er búist við, að þeir geri sig ánægða með það, heldur krefjist þess að fá eignarrétt á ábúðarjörðum sínum. Bismarck og- Vilhjálmar Þýzkaiaudskeisari II. Svo sem kannugt er, varð Bismarck að víkja frá völdum skömmu eftir að Vilhjálmur H. hafði tekið við ríkisstjórn, sakir ósamkomulags þeirra á milli; en aldrei hafa menn með vissu vitað, hvernig því var varið. Nú hefir nýlega komið út bók, er vakið hefir geysimikla eftirtekt. Bók þessi er dagbók Hohenlohe þess, er kanzlari varð eftir Bismarck. Skýr- ir hún allnákvæmlega frá deiluefn- inu milli keisara og járnkanzlara og hefir víðast hvar svo áreiðanlegar heimildir, sem unt er að fá. Aðal- deiluefnin voru fyrst og fremst, hvort Þjóðverjar skyldu leita vinfengis við Rússa og ef þeir (c: Rússar) lentu í ófriði við Austurríkismenn út af Balkanskagamálum, hvort þá, þrátt fyrir þríveldasambandið, að veita eigi Austurríki lið. Þannig vildi Bis- marck það vera láta. En keisari vildi vera ærlegur bandamaður Aust- urríkis, jafnvel þótt það drægi þann dilk á eftir sér, að Þýzkaland lenti í ófriði við Rússland. Auk þess bar það á milli í innanríkismálum, hvort kúga skyldi með harðri hendi verk- mannahreyfingu, er Bismarck vildi, eða ekki. Er ýmislegu í frásögnum þessum þannig farið, að betra hefði verið fyrir keisara og ýmsa aðra menn að kyrt hefði legið, enda brást hann reiður við og skrifaði elzta syni Hohenlohe og lýsti vanþóknun sinni á að dagbók þessi skyldi hafa verið prentuð. En þá kom það í ljós, að það var yngsti bróðurinn, er handritið átti og hafði látið gefa það út. Hann er amtmaður í Elsass og hefir nú orðið að sækja um lausn frá embætti fyrir bragðið — Frem- ur þykir frásögn Hohenlohe halla á Bismark og er því búist við, að ætt- menn hans muni gefa út 3. bindið (2 eru áður útkomin) af dagbók Bismarcks, þar sem hann skýrir sjálf- ur frá tildrögunum til þess að hann varð að víkja frá völdum, en lítt mun keisara og hans mönnum um það gefið, að þær frásagnir komi nú þegar fyrir almennings sjónir. Alþingi og stjórn Ibjóða ríkisþingsmönnum. í byrjun þingfunda í dag lásu forsetar beggja þinga upp bréf frá ráðherra íslands og forsetum alþingis,

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.