Fjallkonan - 03.11.1906, Blaðsíða 2
222
FJALLKONAN,
málsþekking geta haldið fram orðinu
„verzlun4', á mðti hinum meginhluta
þess orðs, er Stúdentafélagið hefir í
samþykt sinni. (Sbr. kaupfar, kaup-
tún, kaupskapur og s. frv.)
J. Ó. hefir ebki skilið ályktun
Stúdentafélagsins. Hann hefir ekki
getað skilið, að félagið einmitt vildi
með þessu gjöra tilraun tii þess að
fá íslandsfána lögleiddan, og vill
hann láta svo sýnast, sem hann hafi
uppgötvað þá hlið málsins sjálfur.
Bnnfremur hefir hann ekki skilið
það, er formaður Stúdentafélagsins
lýsti því yfir, að félagið yrði að gjöra
ályktun sína, sjálfstætt og án efa-
semda um, hvað aðrir mundu vilja
leggja til. Það verður hinn fyrsti
tillögumaður slíkra mála ávalt að
gjöra. En þetta vill J. Ó. rang-
herma á þá leið, að formaður haíi
ekki viljað vita um úrskurðarvald
almennings um það, hvort tillaga
félagsins þætti góð eða ekki.
J. Ó. vill einnig gjöra harla lít-
ið úr félagi íslenzkra stúdenta, og
er ebki gott að ráða úr, hvers vegna
Jóni er svo í nöp við þetta félag,
nema ef vera skyldi af því, að hann
var eitt sinn rekinn úr félaginu með
miklum þorra atkvæða, eða þá af
því, að hann gat sjálfur aldrei stað-
ist þá vísindaþraut að hann næði
stúdéntsprófi. Annars er það auð-
vitað, að því félagi er áfátt í mörg-
um greinum, eins og flestu öðru hér
hjá oss, jafnvel einnig hinum marg
fróða pappírsmangara Jóni Ólafssyni.
En trauðla mun J. Ó. takast að fá
' Islendinga til þess að misvirða það
við stúdenta landsins, þótt þeir hafi
gerst til þess að hreyfa þessu máli.
Engum gat staðið það nær, og af
engum var fremur við því að búast.
Hitt hygg eg, að flestir muni verða
sammála um, að óvænlegri séu til
almenns fylgis tillögur þær um fána,
er J. Ó. kynni að koma með sjálfur,
í samráði ef til vill við einn eða
fleiri af þeim, sem hafa hannáleigu
nú sem stendur.
Ætlun mín er það, að „kaupfáni"
sá, er Stúdentafélagið heldur fram,
fái betri byr, en „verzlunarflagg“
Jóns Ólafssonar með koníaksstjörn-
unni.
Stúdent.
Fiskveiðasýning:
fyrir Norðurlönd á að halda í Nið-
arósi 1908. Þar á að sýna alt, sem
að fiskveiðum lýtur. í bráðabirgða-
auglýsing, sem forstöðunefndin hefir
sent út, er það tekið fram, að þeir
einir hafi rétt til að senda muni á
sýninguna, sem heima eigi í Noregi,
Svíþjóð og Danmörk. Annaðhvort
heldur nefndin, að íslendingar eigi
heima í Danmörk, eða þeim er fyrir-
munað að taka þátt í sýningunni.
íslenzk blöð eru beðin að minnast á
sýninguna, og það virðist benda á,
að íslendingum verði ekki frá bægt.
Ínnbrotsþjófnaður
var framinn í fyrrinótt (aðfaranótt
föstudags) í járnverzlun Gísla Finns-
sonar við Norðurstíg, farið inn um
glugga, brotinn upp skápur, og tekið
úr honurn það af peningum, sem þar
var til. Það var reyndar ekki mik-
ið, nokkurar krónur í smápeningum.
Einkis hafa menn orðið um það vís-
ari, hver eða hverjir þar hafa verið
á ferðinni.
Smápistlar
úr
þingmannaförinni.
VI.
Frásögn vor endaði þar síðast, er
þingmenn stigu á skip í Korsör mánu-
dagskveldið 23. júlí. Hét skip það
Freyja, er flutti þá og förunauta
þeirra til .Tótlands. Komu þeir til
Kolding á Jótlandi morguninn eftir,
stundu fyrir dagmál. Bærinn stend
ur við fjarðarbotn og er útsýn mjög
fögur, þegar siglt er inn eftir firð-
inum; fjörðurinn mjór, og sléttur
þá eins og rjómatrog, og öldótt land
og skógi vaxið á báðar hendur. Þing-
mönnum var vel fagnað og vinsam-
lega, þegar þeir stigu á land á Jót-
landi. Tók bæjarstjórnin í Kolding á
móti þeim með Schjörring borgar-
stjója i broddi fylkingar. Flutti
hann stutta ræðu og bauð þingmenn
velkomna. Svaraði prófessor B. M
Olsen þeirri kveðju.
Eftir hálfrar stundar viðstöðu í
Kolding stigu þingmenn í járnbraut
arvagna og var þá haldið til stöðv-
ar þeirrar, sem Vejen heitir. Þaðau
skruppufþingmenn til að skoða smjör-
líkisverksmiðju þá, sem Alfa heitir.
Eru slíkar verksmiðjur 19 alls í
Danmörbu. Danir selja á ári hverju
150 miljónir smjörpunda, en þeir eta
sjálfir 47 miljónir smjörlikis punda,
og fer eyðsla sú árlega vaxandi. En
þrátt fyrir það að þeir framleiða
mikið smjörlíki sjálfir, þá kaupa þeir
samt að 5*/s miljón smjörlíkispunda.
Fara á þá leið um það bil 2 niiljón-
ir króna úr landi og sjá Danir eftir
þeirn blóðugum aúgum, sem vonlegt
er. —
Eftir dálitla töf í verksmiðjunni
Alfa var haldið þangað sem heitir
Skibelunds Krat; það er suður und-
ir landamærum og í nánd við Askov.
Þar er steinn mikill settur í minning
Magnúss konungs Ólafssonar góða,
og orustu þeirrar, er hann háði við
Vindur á Hlýrskógaheiði árið 1043.
Steinninn er á hæð einni og sér frá
glögt til landamæranna og inn í
Suður-Jótland, sem Þjóðverjar hafa
kastað eign sinni á, eins og alkunn-
ugt er. Við steininn flutti Jakob
Appel, forstöðumaður lýðháskólans í
Askov, all-langa tölu um baráttuþá,
sem háð er til að vatðveita danska
tungu og danskt þjóðerni á Suður-Jót
land. Sagðist honum vel og auðfundið,
að honum svall móður, er hann leit
inn í Suður Jótland og mintist ofríkis
þess og þungra búsifja, er Danir
hafa sætt og sæta enn frá hendi Þjóð
verja. — Þá var farið til Askov;
er þar eins og mjög margir vita,
frægasti lýðháskóli Dana og megin-
lind alþýðlegrar mentunar og menn-
ingar. í samfleytt 40 ár hefir pró-
fessor Ludvig Schröder verið forstöðu-
maður skólans og á skólinn honum
manna mest vöxt sinn og viðgang
að þakka. Annar mætur maður við
skóla þann er prófessor Páll la Cour.
Hann er vísindamaður mikill og er
nafnkuunur fyrir tilraunir, semhann
hefir gert til þess að nota vindinn
sem hreyfiafl í vinnuvélum. í Askov
er afarmikil vindmylla, sem hann
notar í þessu skyni. Flutti la Cour
langan kapítula um þetta efni fyrir
þingmönnum. En fæstum mun það
hafa orðið til verulegs gagns. —
í A“kov var samankominn mikiil
fjöldi ungra stnlkna; voru þær flest-
ar við nám. Var okkur sagt að
margar þeirra væru komnar sunnan-
yfir landamærin. Er Þjóðverjum lít-
ið um það gefið, að æskulýður Suð-
ur-Jótlands sæki þangað norðureftir
mentun og fróðleik, því þeir vita,
að við Mími brunninn í Áskov vex
unga fólkinu ásmegi i í þjóðernisbar-
áttunni. En ekki hefir þeim samt
enn þá tekist að stýfa svo vængina,
að æskulýður geti ekki flogið norður
yfir mörkina. —
Það spilti ekki heldur ánægjunni í
Askov að þingmenn hitíu þar 4 eða 5 ís-
lenzkar stúlkur, sem þar voru við
nám. Voru það alt myndarlegar
stúlkur og létu þær vel yfir hag
sínurn og dvölinni þar í skólanum.
— Stúlkurnar fögnuðu þingmönnum
með söng; sungu þær meðal annars
„Eldgamla ísafold“, og og fór það
framar öllum vonum. En þeir guldu
þeim aftur launin með lófaklappi.
Við morgunverð, sem gestirnir
snæddu í Askov, talaði prófessor
Schröder langt ericdi og snjalt fyr-
ir íslandi. Vék hann einkum að
því, hvílíka andlega auðlegð að
Grundtvig hefði fundið í fornaldar-
bókmentum Islendinga og þá um leið
hvílíkan þátt þær ættu í þjóðargagni
því, sem flotið væri frá lýðháskólun-
um dönsku. — Þórh. lektor Bjarnar-
son svaraði ræðu þeirri fyrir hönd
íslendinga. —
Frá Askov var haldið til land-
búnaðarskólans í Ladelund. Þar er
Hegelund sá kennari, sem mjalta-
aðferðin nýja er kend við. Þegar
þingmenn voru búnir að skoða skól-
ann, héldu þeir áfram ferð sinni
til Esbjerg og komu þangað að af-
líðandi nóni. —
Esbjerg er á vesturströnd Jótlands;
er bærinn ungur og hefir vaxið mjög
áskömmumtíma. Eru skipaferðir mjög
tíðar þaðan vestur um haf til Eng-
lands; er þaðan flutt smjör, svína-
kjöt og egg o. fl. Hafnarvirki eru
þar mikil og margsháttar stofnanir
sem að þjóðþrifum lúta, svo sem sam-
lagsslátrunarhús, smjörgeymsluhús o.
fl. — Þegar þingmenn komu til Es-
bjærg var þeim vel fagnað semann-
arstaðar. Fóru þeir þá fyrst út um
bæinn til að skoða sig um og sjá
það, sem markverðast þótti. Meðal
annars fóru þeir niður til hafnar, skoð
uðu hana og komu út í skip það, sem
N. J. Fjord heitir, var það fullfermt
smjöri, svínakjöti og eggjum og albúið
til brottferðar. Var hin stakasta
snild á öllum frágangi á vörunum
og umbúnaði um þær í skipinu.
Mátti sjá þar sem víðar, að Dön-
um er vel Ijóst, hve nauðsynlegt það
er, að reyna að gera viðskiftamönn-
unum til hæfis. —
Um kveldið héldu borgarar í Es-
bjærg þingmönnum ogríkisþingsmönn-
um, er með þeim voru, veizlu miklu.
Höfðu þingmenn orðið að þrætuepli í
bæjarstjórninni. Vildu sumir bæjar-
fulltrúarnir láta bæjarstjórnina halda
þingmönnum veizlu: en sósíalistar, sem
vaða þar uppi eins og hvalir í síld-
artorfu, mölduðu í móinn. Varð
svo ekki neitt úr neinu. Þá tóku
borgarar ýmsir sig saman um veizlu-
haldið. Þá vildi bæjarsijórnin aftur
taka málið upp; en það var þá um
seinan. Lyngby borgarstjóri mælti
fyrir minni íslands í veizlu þessari. —
Ilúnavatssýslubréf.
18 okt. 1906.
Tíðarfar.
Pyrst framan af var sumarið okkur
Húnvetningum ervitt, þar sem heita
mátti stöðugar hríðar væru fram til
hálfan mánuð af sumri, og þangað til 5
vikur af sífeld hríðarköst, og þau stund-
um alltilfinnanleg, t. d. krossmessuhríð-
in, sem er ein með þeim verri hríðum,
sem hjer koma. Og ekki gat heitið að
hitnaði, fyr eu um sjö vikur af. En
hitinn var hagstæður að því leyti, að
asi var enginn, heldur jafnt hægviðri,
en fremur kalt. Pyrir því greri seint.
Og nærri lá að vorið klóraði okjtur
um bakið, svo að við yrðum seint jafn-
réttir eftir. Svo var orðið tæpt um hey,
að hefði batinn dregist 1—2 vikur
lengur, þá hefði óefað orðið stórt hrun
á búpeningi.
En þó að við slyppum í þetta sinn við
felli, þá fengum við smáskráveifur samt.
Eyrst og fremst mikinn unglambadauða
Ymsir skáru lömbiu miskunarlaust. Og
enn verra var það, að heyfyrningar nær
allra bænda eyddust með öllu.
Svo þegar komið var fram í sláttar-
byrjun, kom stórhret, fenti ofan undir
sjó og gerði stórfönn á afréttum. Þávar
fé nýrúið, og mun hafa krókuað eitthvað
í því kasti, því ekki var unt að ná í
svipað því 710 hluta fjárins til að
hjúkra þvi.
Sláttartíminn var, að heita má, að
meðallagi hagstæðir. Oþurka kafli
fyrst um 2—3 vikur, en töður skemd-
ust samt lítið vegna kuldans. Úr því
voru allt af nægir þurkar. Eu kaldur
var hann, svo að tæpast gat heitið, að
nokkurmtíma'kæmi þurdagur. Það var
þó í vor að ef hlýr dagur kom, þá var
hitinu sterkur; kom fyrir 30 stig í for-
sælu.
Heyfeng-ur.
Heyfengur mun hafa verið í meðal
lagi allvíðast að vöxtnm til, og fremur
vel verkaður. Þó töpuðu flestir ein-
hverju í mikla rokinu 13 sept. ogsum-
ir afar miklu, einkum í Þingi og Yatns-
dal. IÞá mátti heita að allt færi, sem
farið gat. En tíðin síðan í réttum hefir
verið regluleg öndvegistíð, að eins ör-
lítill norðangarður nú fyrir viku, en
nú aftur komin marar-sunnanhláka.
Fjártaka.
Og hentugt er það fyrir bændur og
verzlunarmenn, hve tíðin hefir verið og
er góð, því fjárdráp er svo mikið í
haust, að elztu menn muna ekki annað
eins. T. d. má nefna það, að við eina
verzlun hér voru á einum degi höggnar
150 tunnur af kjöti, og samt allir krókar
fullir og hlaðið upp að auki. Eækkar
því fé til muna hór í sýslu í ár. Sér-
staklega verður fátt sett á af lömbum.
Þetta fjárdráp stafar nú fyrst og fremst
af því, að hey eru að miklurn mun
minni yfirleitt en að undanlörnu, þar
sem fyrningarnar vantar og allflestir
muna líklega — eða svo ætti það að
vera — eftir vorinu. Og svo þurfa
margir mikið að láta, því kornmatar-
kaup handa skepnum 1 vor hafa hjá
mörgum hleypt fram skuldasúpunni. En
lán með óláni er það, að fjárverð í
haust er fremur gott, eftir því sem við
Húnvetningar eigum að venjast, þar sem
kjöt í 24—30 pd. kroppum er 18 aura,
í 30 pd. og þar yfir 19, mör 25, gærur
48 og kaustull 60—65.
Þetta má nú heita gott, eftir því sem
við eigutn að venjast, og þó getur
okkur ekki annað en sárnað, sumum
hverjum að minsta kosti, að sjá alia
þessa miklu vöru, sem gæti verið svo
góð, útbúna á þann hátt, að varan selst
ekki fullu verði. Og samt græða
kaupmenn á því. Okkur sárnar að
hugsa til þess, að það skuli ekki vanta
annað en fólagsskapinn til þess að