Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 10.11.1906, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 10.11.1906, Blaðsíða 2
230 F.JALLKONAN. in með fulltrúum sínum, þingmenn eru keyptir fyrir þá og þá fjárhæð; og alþýðan verður alveg magnlaus. En með þannig lagaðri alþýðu-at- kvæðagreið*lu er þjóðræðið trygt, og féglæframennirnir fá ekki beitt sér.“ Ríkin, sem hafa leitt þetta fyrir- komulag í lög, eru Caiifornía, Norð- nr og Suður Dakota, Oregon, Utah og Nevada. í Oregou er alþýðan nýbúin að fella kosningarrétt kveuna með þess- um hætti, en auðvitað má taka það mál fyrir aftur, hvenær sem 5 af hundraði af kjósendum vilja skrifa undir bænaskrá þess efnis, sagði dr. Haynes. Upptök kvenréttarhreyfíngarinnar, i. Kvenréttarmálið fer sigurför um þessar mundir um siðaðan heirn. Síð- nstu fréttir af því ílytur Fjallk. í þessu blaði — þær að fyrir brezka þingið haii verið lagt lagafrumvarp um að veita konum kosningarrétt. — Fyrir skömmu kom fregn um það, að Óskar Svíakonungur hefði veitt áheyrn sendinefnd kvenna, sem fyrir kosningarrétti berjast í Svíþjóð, og lofað að styðja mál þeirra eftir megni. Sennilega er óhætt að ganga að því vísu, að þess verði ekki langt að bíða konur fái kosningarrétt til löggjafarþinga í miklu fleiri löndum en þær hafa hann nú — þar á meðal á íslandi. Hreyfingin er ein af hin- um öflugustu, sem uppi eru í heim- inum um þessar mundir. Mörgum lesendum Fjallk. mun vera kunnugt um það, að þessi hreyfing stafar upprunalega frá konum í Banda- ríkjunum. Hitt er sjálfsagt miklu færri lesendum vorum Ijóst, hver upp- tökin voru, hvað það var, sem kom hinum hugprúðu Vesturheims-konuin út á þessa braut, sem lengi var svo hál, framar öllu öðru hlægileg og oft alt annað en hættulaus. Upptökin voru barátta kvenna fyrir afnámi þrælahalds í Bandaríkjunum. í Norðurálfunui dettur þrælahald úr söguuni, án þess að mönnum sé fyllilega Ijóst, hvernig það atvikast, verður að engu fyrir rás viðburðanna, þegar á miðöldunum. En í Banda- rikjunum hélzt jþað til 1865. Og ekki tókst að losna við það með öðr- um hætti en einum hinum grimmasta ófriði mannkynssögunnar. Og úrslit málsins eru engu síður að þakka konum Bandaríkjauna en körlum. í því méli komu þær fyrst fram á sjónarsviðið á sama hátt og karlmenn. Það mál kemur þeim til þess að hugsa um réttarstöðu sjálfra sín. Og það mál sýnir þeim sjálfum og mannkyninu yfirleitt, hvað í þeim býr, ef það er vakið. Mikill hluti af þeirri bók eftir frú Dagmar Hjort um kvennréttindamál- ið, sem Fjallkkonan hefir áður minst á, er um þessi upptök þess, barátt- una gegn þrælahaldinu. Um það mál hefir að kalla má ekkert verið ritað á íslenzku. Allri alþýðu manna hlýtur að vera að mestu ókunuugt um það. Vér göngum að því vísu, að mönnum muni hvorki þykja ófróð- legt né óskemtilegt að sjá sagt frá nokkurum atriðum. Þau eru öll tek- in úr bók þeirri, sem áður hefir verið nefnd. Vér byggjum, að þau geti orðið ýmsum að umhugsunarefni. Þau sýna oss að minsta kosti, hvað með nokkurum hlnta mannkynsins býr, þegar valdið er nægilegt til þess að fullnægja ástríðunum. Þau sýna sömuleiðis, hvert djúp er staðfest milli mannanna, þeirra sem eingöngu hugsa um sjálfa sig eða láta æsast af samvizkulausum leiðtogum, og hinna, sem eru ráðnir í að fylgja sannleikanum og réttlætinu, á hverju sem gengur. Hvað var það þá, sem konurnar, ásamt nokkurum hugprúðum karl- mönnum, lögðu út í að berjast á móti? Ekki er alveg víst, að öllum sé það ljóst til fulls, þó að þeir heyri þrælahald nefnt. Þrælarnir voru svertingjar frá Af ríku og afkomendur þeirra. Um tvær til þrjár aldir höfðu þeir verið fluttir austan að. Á 18. öldinni telst mönn- um til, að 100 þúsund þrælar hafi verið fluttir árlega frá Suðurálfu til Vesturheíms. En vitaskuld dóu um 40 af hundraði á leiðinni eða eftir á af flutningnum. Þrælasalarnir náðu þeim á sitt vald með alls konar óhæfu, þjófnaði ránum, og manndrápum, auk þess sem þeir auðvitað borguðu fé fyrir suma. Árið 1808 var innflutningur þræla til Bandaríkjanna bannaður. Ekki var það samt gert í mannúðarskyni. Sum ríkin höfðu stórkostlega atvinnu af þrælasölu, og vildu ekki láta spilla henni með útlendri samkepni. Til dæmis að taka flutti Virginía ein út 40 þús. þræla árið 1836 til ríkjanna fyrir sunnan sig, og ná- grannarikin álíka mikið. Innanlands-verlunin með þræla var alveg eins harðýðgisleg eins og inn- flutningur þeirra hafði verið til Vest- urheims. — Ekkert var hirt um neinar ættar- eða vináttubönd. Ung- börn voru seld á uppboðum frá mæðr- um sínura, konur frá mönnum sinum o. s. frv. Meðferðin á þrælum var víða voða- leg, einkum á plantekrum í syðstu ríkjuDum. Þeir voru látnir vinna dag og nótt, með örstuttum svefntíma, svo að á sykurræktarjörðunum ent- ust þeir ekki nema 6—7 ár að með- aliali. 1 góðum húsum átiu þeir sæmilega gott; en þeir áttu á hætta að verða seldir þaðan, þegar minst varði. Hver þrælaeigandi mátti senda þræla sína í fangelsi, þegar hann vildi, til þess að fá þá flengda þar fyrir borgun, og þar var oft beitt við þá feiknagrimd. Þrælahaldið gaf öllum illum hvötum þroska. Það ól í mönnum óstjórnlegan ofsa og svo rangsnúna grimd, sem framast er unt að hugsa sér. Meðal annars var það sumum sérstaklega ánægju- legur leikur að lemja ungar ambáttir berar. Og sjaldan var hegnt fyrir verstu misþyrmingar, jafnvel ekki fyrir þrælamorð. Á plantekrunum var mikill þræla- fjöldi. Þar báru menn stöðugan ótta í brjósti við það, að þrælarnir mundu flýja eða jafnvel gera uppreist. Fyr- ir því var þess vandlega gætt, að þeir kæmust ekki upp af hinu lægsta menningarstigi. Hegning lá við því að kenna svertingjum að lesa. í sum- um ríkjum lá sama hegning við því að kenna þræli að lesa eins og að skera úr honum tunguna eða stinga út úr honum augun. Frjálsir svertingjar voru ekki öllu betur farnir en þrælar. Þeir áttu við alt önnur lög að búa en aðrir j menn. Borgaraleg réttindi höfðu þeir engin. Þeim var bannað alt ; bóknám, allur iðnaður, öll verzlun. | Þeir urðu að sætta sig við hvers- j konar smánanir í sambúðinni við aðra menn. 0g frelsi þeirra var í stöðugri hættu. Þeir áttu að hafa skjöl sín stöðugt á sér, til þess að geta sann- að, að þeir væru frjálsir, og þeir urðu að sýna þau hverjum manni, sem krafðist þeirra. Gætu þeir ekki sannað, að þeir væru frjálsir menn, voru þeir seldir. Oft var þeim stol- ið af þrælakaupmönnum, og þá var þeirn nær ókleift að losna úr ánauð inni. Og ekki voru svertingjar einir háðir þessari voðakúgun, heldur hver karl og hver kona, sem hafði nokk- urn dropa af svertingjablóði í æðum sínum. Og mesti urmull var til af kynblendingum. Sumir voru svo hvítir, að ekki sást annarstaðar en á nöglunum, að þeir væru meðfram af svertingjum komnir langt fram í ættir. En réttarstaða þeirra var hin sama og svertingja. Allir sjá nú, hvað þetta ástand alt var ótrúlega voðalegt og siðspillandi. Nú geta menn varla áttað sig á því, að þetta skyldi geti haldist fram yfir miðja síðustu öld í einu af fremstu mentalöndum heimsins. Hér á eftir mun verða ofurlítið að því vikið, hvernig þeim var tek- ið, sem fóru að reyna að sannfæra þjóðina um, að þetta væri óhæfa, og hvernig kristin kirkja kom fram í því mikla rnáli. Um Ingólf Arnarson flutti mag. Gugm. Finnbogason fyr- irtaks-gott erindi sunnudaginn þ. 4. þ. mán. til arðs fyrir Ingólfsmyndina Samkeman var ekki nálægt því eins fjölmenn eins og það átti skilið, sem á boðstólum var. Ræðumanni tókst snildarlega að draga upp mynd af landnámsmanninum, jafn-lítið og frá honum er sagt í heimildarritum, án þess að sagt yrði með sanni, að nokk- uð væri staðhæft, er engin rök væri fyrir. Og svo fagurlega sló hann á ættjarðarástar-strengina undir ræðu- lok, að á fárra íslendinga færi er að gera það jafn-vel. Lús í skólum. Lögrétta getur þess, að í Zurich í Sviss hafi verið gerð gangskör að því að útrýma lús úr barnaskólum, gefn- ar út reglur um eyðing hennar og kvenmaður settur til þess; að skoða öll börnin og eyða lús á þeim, sem þess þurfa. Um árangurinn segir blaðið, að 1903—04 hafi fundist lús á 12,500 börnum, en árið eftir ekki nema á 300. Blaðið spyr, hvernig þetta mundi mælast fyrir hér i Reykjavík, og virð- ist ætla að fólk mundi ekki þola það. Yér hyggjum, að það mundi mæl- ast vel fyrir. Vinsamlegri aðstoð taka menn langoftast vel, þó að þeir, sumir hverjir, taki fálega meira og minna hranalegum aðfinslum. Hvers vegna ætti ekki skólanefnd- in hér að reyna þetta, ef henni þyk- ir þörf til bera? Ekki verður séð, að hún ætti neitt á hættu, eða legði neitt í sölurnar, nema lítilfjörlegan kostnað. Menningaraukinn margborg- aði hann, ef árangurinn yrði svipaður hér eins og í Zíirich. Ritsímaskeyti til Fjailkonunnar. Khöfn 8. nóv. liáðanaytishreyling í Noregi. í Noregi hafa hægrimennirnir Hagerup Bidl og Vinje verið leystir frá embætti. Yinstrimennirnir Berge lénsmaður orðinn fjármálaráðherra og Aarrestad direktör ráðherra landbúnaðarmála. Kosningar í Bandaríkjum. Við kosningar til sambandsþings í Bandaríkjum hefir meiri hluti repú- blíkana komist niður í 70 úr 112. Kosningarréttur kvenna. Fyrir rikisþingið á Englaudi hefir verið lagt frumvarp um kosningar- rétt kvenna. Takmarkaðar kosningar. Kosningar til dúmunnar (löggjaf- þingsins) á Rússlandi hafa verið tak- markaðar. Úr víðri veröld. Viðsjálar ekkjnr. Ein af þeim sönnum sögum stórborganna sem ekki standa að ýmsu leyti á baki efn- inu í ýmsum skáldsögum, er nýlega sögð í blöðunum frá New York. Mac Clellan hét skozkur kaupmaður þar, sem grætt hafði mikið fé. Þegar hann var orðinn auðugur, fór hann að langa til að kvænast. En annríkið hafði verið meira en svo, að hann hefði getað kynst kvenfólki. Hann tók það ráð að auglýsa eftir konuefni í blöðunum, eins og nú er orðið altítt víða um heim. Auglýsingin bar árangur. Á boðstólum var ekkja, ung og fríð, cneð 10 þús. doll- ara árstekjur. Svo var honum að minsta kosti tjáð. Maðurinn fór á fund hennar, eftir því sem til var sagt um heimilið. Ekkjan var reynd- ar ekki barnung ; en það var hann ekki heldur. En hún var fríð ; og það var hann ekki. Heimili hennar var hið glæsilegasta. Og skrautvagn átti hún sjálf, og þjónar liennar voru í borðalögðum einkennisbún- ingi. Og lagskonu hafði frúin á heimil- inu sér til skemtunar. Báðar voru þær hlaðnar demöntum. Brátt varð Mac Clellan ástfanginn. Og ekki leizt ekkjunni amalega á hana. Eft- ir fáeina daga fór hún fram á það, að hann keypti handa henni trúlofunarhring. Hún sagðist kunna bezt við, að í honum væru bláir gimsteinar — þeir væru tákn trygglyndrar ástar — og demant í miðj- unni. Maðurinn keypti hringinn fyrir nokkur hundruð dollara, og var fyrirtaks ánægður. Nú var sá hængur á, eftir sögusögn ekkjunnar, að hún átti bróður, sem hafði ráð yfir eignum hennar. Hann vildi ekki láta hana giftast aftur og hugsaði sér að erfa hana. Stundum hélt hann fyrir henni peningum, þegar hún þurfti á þeim að halda. Clellan var ástfangnari en svo, að hann neitaði konuefninu um að koma henni úr klípum. Með þeim hætti lét hann mikið fé af hendi. Loks fór honum að þykja þetta nokkuð kynlegt. Og þar kom, að hann vildi ekki verða við fleiri fjárbeiðn- um. Þegar hann kom þar á eftir, til þess að heimsækja konuefnið, var honum sagt, að frúin væri f'arin í ferð, og kæmi ekki aftur, fyr en eftir nokkura mánuði. Heim til sín fekk hann bréf frá henni. í því tjáði hún honum, að hún hefði enga von um að geta gert hann að þeim gæfu- manni, sem hann ætti skilíð, og fyrir því væri hún hætt við að hugsa þar til gjaf- orðs sem hann væri. Mac Clellan leitaði til lögregunnar og ekkjan var hnept i varðhald. Þegar það spurðist um borgina, að hann hefði gert lögreglustjóra viðvart, bættust við 20—30. Enginn þeirra hafði látið af hendi rakna

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.