Fjallkonan

Issue

Fjallkonan - 19.11.1906, Page 2

Fjallkonan - 19.11.1906, Page 2
238 F.TALLKONAN. Ræða Eiuars Hjörleifssonar. Enginn vaíi er á því, að út um alt þetta land kemur fregniu um það, sem hér er stofnað til í kvöld, eins og sólargeisli í skammdegis-skuggsýni. Ekki eingöngu á þau heimilin, sem veikin er komin á. Þau eru voða- lega mörg. En miklu fleiri eru samt þau heimilin, sem veikin getur borist á. 1 þeirri tölu er hvert heimili á landinu. Og öll hljóta þau að fagna. Allir þeir, sem hafa sýkst, og allir þeir sem gera ráð fyrir, að þeir geti sýkst, og allir þeir, sem mega búast við því, að einhver sykist þeirra, sem þeim er ant um, og allir þeir, sem þykir vænt um að bágstöddum ná- unga sínum sé hjálpað, áu hliðsjónar á því, hvort mennirnir standa þeim nærri eða ekki, allir f'agna þeir út af því, sem nú er að gerast hér í kvöld. Og í einhyerjum þessara fjögra flokka er sennilega hvert mannsbarn á landinu. En málið hefir aðra hlið. Mérdett- ur það í hug út af fregnmiða sem kom út hér í bænum í dag. Þar er verið að tala um sameiginlegu málin, að hafa þau ekki fleiri enóhjákvæmi- legt er. íslendingar vilja hafa sem fæst mál sameiginleg við nokkura aðra þjóð. En það er mikið fagnaðarefni, þegar eitthvert mál verður sameiginlegt fyrir alla Islendinga. Þá færist ylur inn í hugskotin. Oumræðilega mikilsvert er það, að vér verðum þess sem oft- ast varir, að það er fleira og meira um það vert, sem sameinar okkur, en hitt, sem sundrar. Þá er það, sem vér aðallega skiljum og elskum hina frægu setningu forfeðra vorra: íslendingar viljum vér allir vera. Og þetta mál verður væntanlega svo sameiginlegt öllum íslendingum sem nokkurt mál getur orðið. Og þess eru þegar farin að sjást merki. Málið er borið fram og því er unnað af öllum stéttum manna. Það er flutt og því er unn- að af fylgismönnum stjórnarinnar; og það er eingöngu fyrir sjúkdómsforföll að ráðherrann talar ekki hér í kvöld. Og það er flutt og því er unnað af mönnum, sem ekki hafa stjórnina stutt. Má eg segja ykkur örstutta sögu, þó að ekkert sé sögulegt við hana, ekkert annað en það, sem er að ger- ast mánuð eftir mánuð og ár [eftir ár. Ekki eru mörg ár síðan eg kom á fátækt sveitaheimili. Eg sá þar ljóm- andi fallegan telpukrakka, 12—13 ára gamla. Gáfurnar og góðmenskan skinu út úr henni, og mér fanst hún líta á alt, sem fyrir augun bar, með svo mikilli athygli, næstum því eins og hún byggist ekki við að fá að sjá neitt af því aftur. Hún var líka furðu hvít. Eg hafði orð á því við móður hennar, hvað hún ætti þarna fallegt barn. Mér sýndist renna út í fyrir henni. „Ójá,“ sagði hún, „en hún er nú brjóstveik garmurinn. Eg heyri sagt, að í öðrum löndum séu staðir, þar sem henni gæti batnað. En við erum nú ekki nema íslendingar“. Og nú er stúlkan hennar dáin — ef til vill fyrir það, að hún var „ekki nema íslendingur,“ eins og móðir hennar sagði. Mikið megum vér vera þakklátir hverjum þeim mönnum, sem reyna að vinna að því með einhverjum hætti, að aldrei þurfi að renna út í fyrir nokkurri íslenzkri móður fyrir það, að hún og börnin hennar eru „ekki nema íslendingar.“ Það er þetta, sem OddfelJowar eru að gera í kvöld. í dag er 13. nóv. Eg vona, að sá dagur verði lengi sæmdardagur íslenzkra Oddfellowa í sögu þessa lands. Ræða Stgr. Matthíassunar Mig langar til sem lækni að segja fáein orð, þó ekki væri til annars en að bæta eins og upphrópunar- merki við þá nauðsyn, sem eg tel á því að reist verði hæli fyrir berkla- veika. Það eru fáir sjúkdómar, sem fólk hræðist jafnt hér á landi og tæring- una. Menn hræðast hana næstum eins og pestina í gamla daga. Eg býst við fleiri læknar en eg hafl veitt því eftirtekt, hve sumum sjúk- lingum fellur allur ketill í eld, þeg- ar þeir heyra, að það séu berklar sem að þeim gangi — og eg þekki jafnvel dæmi þess að manni einum lá við að fyrirfara sér, er hann heyrði slíkan dóm um sig. Þessi mikla hræðsla stafar sum- part af því að fjöldi manna skoðar úrskurðinn um að þeir séu tæring- arveikir — sem dauðadóm — vegna þess að þeir þekkja svo ljótt af þess- ari veiki, — en sumpart af því að þeir vita að með þeim sjúkdómi er þeim eins og útshúfað öllum frá, því öllum stendur mesti geigur af næmleik veikinnar. Þetta á sér einkurn stað um veslings fátæklinga, sem engan eiga að, nema máske sveitiua sína og hefi eg sérstaklega veitt þessu eftirtekt hér i Reykjavík. Fátækranefnd bæjarins heflr kost- að ýmsa berklaveikissjúklinga í kat- ólska spítalanum og hefir sumum þeirra batnað, en að svo búnu hefir verið ómögulegt að útvega þeim vist neinstaðar í bænum vegna hræðsl- unnar hjá fólki um að sýkjast af þeim, og hefir því nefndin orðið að kosta þá eftir sem áður í spítalan- um. Það hefir reynst oss læknum ágæt- lega að senda tæringarsjúklinga upp í sveit — Þingvallasveit og víðar, þar sem loftið er hollara og viður- væri betra en völ er á í kaupstöð- unum; en smám saman fýkur einn- ig í þessi skjól, því sveitaheimilin óttast sýkingu og neita sjúklingum móttöku, þó gull sé í boði. Þessi atriði skerpa í mínum aug- um meir en nokkuð annað nauðsyn- ina, sem á því er, að hæli verði reist — sem sé hæli fyrir þá, sem allir amast við — og þar sem verði sýnt að veikin er ekki eins óttaleg og alment er haldið. Ræða síra Þórhalls Bjaruarsonar. Nauðsyn og blessun þessa fyrir- tækis hefi eg eigi velkt fyrir mér, um hitt hefi eg spurt sjálfan mig. „Er þjóðin vaxin þessu stórræði?“ Og mikið gleðiefni heflr það verið fyrir mig, að geta játað því alveg hiklaust. Eg veit það og finn að eg tala þetta úr huga allra fundar- manna. Yér treystum nú þjóðinni til þess. Og nærri liggur þá að minnast þcss, hve ókleift hefði þótt að ráðast í slíkt fyrir einum 10 ár- um. Þá var holdsveikraspítalinn á döfinni. Útlondir mannvinir urðu að gefa okkur hann. Þetta er mikið gleðiefni, og það er ekki efnahagur- inn sem breyzt hefir svo verulega, heldur hugsunarháttinn. Eg hefi á á engum fuudi verið, sem mér hefir virzt vera jafngagntrkinn af mann- úðar og kærleiksanda og þessi fund- ur er. Heiður og þökk forgöngu- mönnunum. Yér heyrum það á und- irtektunum hjá áhreyrendum engu síður en ræðunum, og lesum það hver úr svip annars. Á voru valdi er það nú að láta þessa kærleiksbylgju streyma um alt landið. Yér erum ekki nema lítið b'Ot af höfuðstaðn- um, þessi 3—400 manns, sem hér erum við, en standi nú framkvæmd irnar hjá oss öllum eigi að baki hin- um vaknaða áhuga, þá erum vér eft- ir fáar vikur búnir að hertaka all- an höfuðstaðinn, og þá er hinu góða máli sigurinn vís um alt landið. Sauikomulagið. Ekki er það ofmælt, að samkomu- lagið um sambandsmál vort hafi vak- ið fögnuð hér í bænum og grendinni. Öllum flokkum manna þykir það beztu fréttirnar, sem þjóð vor hefir fengið um langan tíma — þetta, að nú virðist vera að taka fyrir alla ágreiningshætta í landinu út af af- stöðu vorri við Dani. Ekki er það heldur ofmælt, að eftir því, sem oss er frekast kunn- ugt — og töluverða vitneskju höt'um vér um það fengið — er allur þorri manna, Heimastjórnarmenn alveg eins og Þjóðræðismenn og Landvarn- armenn, þakklátur fyrir það, að rík- isráðsatriðið var sett inn í Ávarp blaðanna. Hér skilst mönnum það áreiðanlega, að þó að ríkisráðsákvæðið sé stjórn- arskráratriði, þá er það ekki að eins atriði, sem veit að Dönum, heldur og atriði, sem Danir hafa borið fyr- ir brjósti, enda eina atriðið, sem þeir hafa lagt kapp á að koma inn í stjórnarskrá vora. Hér skilst mönnum það, að það er alveg sjálfsagt að gera Dönum viðvart um það, hvernig íslendingar líta á það mál, til þess að afstýra öllum misskilningi og vafningum eft- ir á. Hér skilst mönnum það líka, að brýna nauðsyn ber til þess, að ís- lendingar sjálfir geri sér þetta atriði ljóst og fái tilefni til þess að krefj- ast skýlausra yfirlýsinga af fulltrú- um sínum um það, hvort þeir vilja, eftir alt, sem fram er komið, ganga að nokkuru fyrirkomulagi með sömu afstöðu mála vorra sem nú við ríkis- ráðið, eða hvort þeir vilja einbeitt- lega að því vinna, að þar komist lagfæring á. Fundi, sem haldinn hefir verið í félagi Heimastjórnarmanna á Akur- eyri, hefir ekki verið þetta ljóst. Hann hefir samþykt miður lipur- lega orðaðar ávítur til b'aðanna hér fyrir það að þau vilji „setja inn í sambandslögin., að sérmálin berist ekki upp í ríkisráðinu.“ í Ávarpinu stendur ækki nokkurt orð í þá átt að setja það ákvæði inn í sambands- lögin og ekkert tilefni til þess gefið að misskilja Ávarpið þann veg. Hér er aðeins að tefla um kröfu, sem þeir, er undir Ávarpið rituðu, töldu víst að mikill meiri hluti þjóð- arinnar vildi gera, og jafnframt um kröfu, sem þeir telja fyrir ýmissa hluta sakir hentugast og hreinskiln- islegast að komi fram nú þegar. Eu engurn hefir, oss vitanlega, komið til hugar, að hún ætti að komast inn í væntanleg sambandslög. Sjálfsagt væri réttast fyrir oss að hafa hvorttveggja með höndum jafn- hliða samninga við Dani um sam- bandslögin og endurskoðun stjórnar- skrárinnar. Með þeim hætti væri bezt girt fyrir vafninga eftir á við Dani, og jafnframt hefði þjóðin með þeirri aðferð bezta tryggingu f'yrir því, að ekki færi eins og síðast, að fyrirkomulaginu yrði í rauu og veru annan veg háttað en hún hefði ætl- ast til. Ritsímaskeyti til Fjallkonunnar. Khöfn 13. nóv. Hákon honungur í Lundúnum. Hákon konungur kom til Lundúna í gærkvöldi. Búauppreist. Búauppreist byrjuð í Suður-Afríku. Ríkiskanzlarinn. Búlow rikiskanzlari ber efra skjöld Podbielski landbúnaðarráðgjafi fellur. 17. nóv. Hákon konungur hefir verið gerður riddari af sokka- bandsorðunni. Clemenceau lýsir yfir því að hann sé jafnaðar- maður. Paulsen sendir loftskeyti frá Lyngby til New- castle. Ávarp blaðanna þykir miklum tíðindum sæta. íslandshankl. Samkvæmt yfirliti yfir hag bank- ans 31. okt. síðastl. námu handveðs- lán þar meiru en 423 þús. kr., fast- eignaveðslán yfir 289 þús., lán gegn ábyrgð sýslu og bæjarfélaga 138 þús., lán gegn veði og sjálfsskuldarábyrgð 1 miljón og 63 þús., og víxlar meira en 1 miljón og 690 þús. Svo ekki er það smáræðis fé, sem landsmenn hafa nú með höndum þaðan. Skuldir bankans við erlenda banka og ýmsa aðra skuldheimtumenn nema rúmlega 1 miljón og 657 þús. kr. Sjálfsagt verður nauðsynlegt fyrir viðskiftalífið i landinu að auka höf- uðstól bankans sem fyrst. Laudlæknisembættið er veitt héraðslækni Guðm. Björns- syni, eftir því sem símritað er frá Kaupmannahöfn. Mótorbát Kjalnesinga, Búa, rak á land í hvassviðris-byl á laugardaginn rétt fyrir neðan búð Geirs Zoéga. Eftir atvikum hefir skemdin orðið lítil.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.