Fjallkonan

Eksemplar

Fjallkonan - 19.11.1906, Side 3

Fjallkonan - 19.11.1906, Side 3
FJALLKONAN. Frá öðrum löudum. Kaupmannahöln 3. nóv. 1 í’06. Kirkjan og skólarnir. Deilurnar urn trúfræðikenslu í skól- um og vald kirkjunnar yfir þeim eru stöðugt að grafa um sig. Barátta sú á Frakklandi, er end- aði með aðskilnaði ríkis og kirkju, byrjaði á klerka- og munkaskólun- um. Hið frjáislynda ráðaneyti Breta fekk í fyrra samþykt skólalög í full- trúadeild þingsins, þar sem svo var fyrirmælt, að engin trúfræðikensla skyldi fara fram í ríkisskólunum. Nú liggur þetta frumvarp fyrir lá- varðamálstofunni og mætir þar af- areterkri mótspyrnu frá miklum meiri hluta deildarinnar. Aðalmaðurinn í þeirri mótspyrnu er erkibiskupinn í Kantaraborg; hafa þeir þegar breytt frumvarpinu svo, að það líkist lítið sem ekkert hinu upprunalega frum- varpi stjórnarinnar; t. d. er þar (í frumvarpi lávarðanna) ákveðið, að trúarkensla skuli fara fram í öllum skólum(!). Ekki er búist við, að stjórnin muni láta hlut sinn í máli þessu, heldur jafnvel rjúfa fulltrúa- deildina, ef lávarðarnir láta ekki undan síga, og skjóta þvíundir dóm þjóðarinnar, hver úrslit hún vilji að verði á máli þessu, Verði það þá samþykt að nýju í neðrideild, lætur lávarðamálstofan undan að öllum líkindum, en annars getur stjórnin veitt svo mörgum mönnum nýja lá- varðstign, að hún verði í meiri hluta í deildinni. í hinurn pólsku löndum Prússa befir kenslumálaráðherrann nýlega mælt svo fyrir, að trúfræðikensla fari fram á þýzku í efri bekkjum barnaskólanna. Pólverjar brugðust reiðir við og skipuðu börnum sín- um annaðhvort að taka alls eigi þátt í því námi, eða ef þau væru neydd til þess að vera í tímunum, þá að neita að svara kennurunum Börnunum hefir verið hegnt með því að halda þeim lengur fram eft- ir deginum. Pólskir ríkisþingsmenn hafa snúið sér til kenslumálaráð- herrans og skorað á hann að hlut- ast til um, að eigi yrði beitt refs- ingu, sem riði jafnmikið bág við mannúðina, sem „eftirseturnar,“ en hann svaraði, að þeir bæru alla á byrgðina er æstu börnin til óhlýðui gegn kennurunum og slíkur órói mundi verða bældur niður á hvern þann hátt, er unt væri. Þessi mótstaðaPólverja er sprott- in bæði af þjóðernislegum og trúar- legum hvötum. Bæði þykir þeim trú fræðsla hinna þýzku kennara ónóg, enda hefir sjálfur biskupinn í um burðarbrjefi skorað á þá að veita börnum sínum betri trúfræðslu en skölarnir veiti, og í ancan stað er hún einn li?urinn í baráttunni fyrir að vernda móðurmálið fyrir þýzkunni er stjórnin leggur ofurkapp á að koma inn í þeim ríkishlutum, er aðr- ar þjóðir byggja. Frjálslyndu blöðin nota mál þetta óspart til árásir á rikiskirkjuna. Úr víðri veröld. Maður deyr og lifnar aftur eftir vild. Kunnugt er það mörgum, að hvergi koma að jafn-magnaðar kynjasögur um dularfull fyrirbrigði, eins og frá Indlandi. I enskum blöðum nýlegum er sagt frá manni nokkurum, indverskum, er Haridas heitir, við hirð eins undirkonungs á Ind- landi. Fullyrt er, að hann hafi sannað mörgum enskum liðsforingjum og mörg- um þúsundum þarlendra manna, að hann hafi þanu hæfileik að deyja, þegar hon- um þóknast, og hverf'a aftur í líkamann, þegar honum þikir við eiga. Þrjátíu ár þurfti hann til þess að ná valdi yfir þess- um hæfileik til fulls. Hann lét jarða sig einum tólf sinnum og lá i gröfinni mán- uðum saman. Hann kveðst lifa í yndis- legasta sæluústandi, meðan hann er í lík- kistunni. Hann tæmir maga sinn á und- an hverju „andláti11, og því er lýst skringi- iega, hvernig hann fari að því. Atta daga er hann að búa sig undir að deyja. Gröf- in er troðfylt, þegar líkaminn hefir verið látin ofan í hana, og líkaminn aftur graf- inn upp á þeim tíma, sem um er samið við manninn. Mannalát. Tvær konur önduðust hér í bæn- um úr tæringu föstudagakvöld- ið var. Önnur var frú Má’fríður Lúðvíks- dóttir Alexíussonar, koua síra Bic hards Torfasonar biskupsskrifara, 35 ára gömul. Hin var frú Jónína Brynjólfsdótt- ir, prests Jónssonar í Ve^tmauneyj- um, kona Sigfúss Árnasonar frá Vestmanneyjum, nú í Vesturheimi. Lansn frá emhætti veitti ráðherra 13. þ. m. presti að Mýr- dalsþingum, Jes A. Gíslasyni, án eftirlauna samkvæmt umsókn hans. Oveit prestakail. Mýrdalsþing í Vestur-Skaftafellsprófasts- dæmi (Höfðabrekku, Reynis og Skeiðflat- arsóknir). Metið kr. 1318,22. — Gppgjafa- prestur fær af brauðinu kr. 118,22 upp í eftirlaun sín. — Veitist frá næstkomandi fardögum. Augiýst 15. Nóvbr. 1906. Um- sóknarfrestur til 16. junúar 1907. Lang bezta og ódýrasta margarine er með „Fá!ka“ merki og fæstað- í eins í jLiverpool/ I a m t ö k. Maður, sem kaupa vill vélabát í félagi við annan (eða fleiri), snúi sér til kaupm. Björns Kristjánsson- ar fyrir 23. þ. m. Anuaðlivort finasta Mjólkurlníasmjör eða ’ llfil Margarine 239 K omin eru hin gullfallegu „Dömu-klæði með ýmsu verði, Vetrar-flókaskórnir fyrir karla og konur, mesta úrval. Lakaléreftið, sem allir kaupa. Harmonikur mesta úrval. Vetrarsjöl: Leður og skinn af ýmsu tægi o. fl. Björn Kristjánsson. Regnkápur nýkomnar til H. Andersen & Sön. f11 lestallar nauðaynjavörur í verzl. Mattliíasar Matthíassouar. Tannlæknir Ilaraldur Sigurðsson \ Österbrogade 36. Kaupmannahöfn. j væntir að landar láti sig sitja fyrir, ef þeir þurfa að fá gjört við tennur. Heimsins nýjustu og fullkomnustu áhöld notuð. sssmssmssssgssssmi Birgðir af TÍlÍlinoiTÍllllllLll í verzlun Matthíasar Matthiassonar. 268 „Eg kemst aldrei í mótsögu við sjálfan mig.“ „Jú, fyrirgefðu; fyrir hálfu ári vildirðu kúga mig til þess að giftast Líónel Teteról.“ „Það er ekki satt, og þó að það væri satt ..." „Eg er minnisgóð, og eg gæti þulið fyrir þér alt, semþúsagðir þá við mig. Þú spurðir mig, hvort eg væri með hleypidóma. Já, eg sagði svo vera, og síðan hefi eg varið mörgum dögum og nótt- um til þess að berjast við þá. En nú eru þeir að velli lagðir, og enginn þeirra er eftir. Eg man líka, er þú fluttir ræðu af mikilli mælsku nm aldarandann, gamla Frakkland og nýja Frakk- land — framtíðin heyrir hinum til, sagðirðu, en við eigum ekkert eftir nema liðna tímann. Já, eg er hrædd um, að eg komi því ekki öllu að, sem þú hefir sagt.“ „Öllu — nei, mikln meiru, góða mín; þú aflagar alt, sem fyrir mér hefir vakað og eg hefi sagt.“ „Gerðu nú annaðhvort að játa eða neita — hefirðu ekki, í hreinskilni talað, hsldið því að mér, að þessi ungi maður sé mesti snillingur og sé líklegur til mikils gengis ? Og hr. Pontal er líka á sömu skoðun. Og þessi greifi, sem þér verður svo tiðrætt um — já, auðvitað er hann mikið laglegur maður, en sannarlega verður honum samt ekki jafnað saman við hinn. Annar þeirra hefir verið gamall frá því er hann fæddist; hann verður ekki að meiru en hann er, verður ekki annað en forfeður hans hafa gert úr honum; en hinn er síungur í fylkingum þeirra, sem halda uppi hugsjónum nýja tímans. Littu nú á, annar þeirra hlýtur að verða önugnr og fyllast af ólund, þegar hann hugsar um nýja tímann, en sá, sem eg vil fá 265 hingað, Klara? Klukkan er bráðum 10, og'þú ert að ráfa alein um götur Parísarborgar um þetta leyti sólarhringsins! Það er meira en ósæmilegt — það er . . .“ „Er það þá nokkurn tima ósæmilegt að koma og heimsækja föður sinn? í hreinskilni að segja er eg sannfærð um, að þér þykír ákaflega vænt um, að eg skuli koma.“ „Já, auðvitað, góða mín; en eg vildi heldnr, að þú kæmir á hverjum tíma sem væri endranær. Eg hefi mikilvægu máli að sinna.“ „Mikilvægu máli? En hvernig stendur þá á þessu?u Og hún benti á kruklaðan pentudúkinn, sem baróninn hélt enn á, og brosti giettulega. „Já“, sagði hann og varð ógreitt um svar, „skoðaðu nú til, málafærslumaður minn og fulltrúi hans eru hjá mér, og . . . við höfum fengið okkur ofurlítið að borða jafnframt.“ „Nú, einmitt það! Já, það er leiðinlegt; því að málafærslu- maðurinn þinn og skrifarinn hans verða þá fyrst um sinn að borða einir. Eg hefi sem sé mál að flytja, og það meira að segja mjög mikilsvert mál.“ „Þú getur talað um það á morgun við mig; nú verðurðu að fara, Klara; það er ekki sæmilegt fyrir unga stúlku að vera svona seint á ferðinni úti.“ „Nei, pabbi minn góður; þetta mál þolir enga bið. Þú verð- ur að hlnsta á það, sem eg ætla að segja. Þú hefir einu sinni áður borið mér á brýn, að það hafi verið flónska af mér, að mér leizt vel á ónefndan ungan mann, og að það væri líkast geðveiki

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.