Fjallkonan

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fjallkonan - 19.12.1906, Qupperneq 2

Fjallkonan - 19.12.1906, Qupperneq 2
270 F.TALLKONAN. milli, þegar málið er til mergjar krufið. Og uú, þegar á að fara að stofna til þess að vér fáum kröfur vorar viðurkendar, þá segir Lögrétta oss, eins og ekkert sé um að vera, eins og einhvern sjálfsagðan blut, að þeir, sem þykjast vera að halda kröfum vorum fram, hugsi ekki til neinnar skerðÍDgar á ríkisheildinni! Fyr má nú vera ágreiningsefni! Og með þetta fyrir augunum, með þessa algerðu uppgjöf sjálfstæði vorr- ar glottandi framan í oss, er oss ætiað að taka því með þögn og þolinmæði að farið verði að fjalla um sjálfstæði- mál vort, án þess að þjóðin fái að haí'a þar nokkura hönd í bagga með að sinni Og í viðbót við þessi ummæli Lög- réttumaana, sem eg er sannfærður um að vekja ótta úti um alt land, er það, sem Björn Kristjánsson hefir bent á, að engar líkur eru til ann- ars en að ráðherrann sé sjáifstæði- máli voru beint andvígur. £>uð er voðalegt að hugsa sér, að menn með þessum skoðunum eigi að hafa töglin og hagldirnar, þegar til fulira úrslita á að fara að halda fram sjálfstæðikröfum þessarar þjóðar — án þess að hún fái að láta uppi sitt álit. Hún verður að mótmæla því. Hún verður að krefjast þess svo tvímælalaust sem framast er unt að hugsa sér, að þing verði nú rofið. Yilji þjóðin, þrátt fyrir alt og alt, hafa á þingi sama meiri hluta og nú, þyki henni sá meiri hluti betur fall- inn en aðrir til þess að ráða sjálf- stæðimáli voru til lykta — og sjálf stæðimálið er það, sem nú er aðal- málið, og langt fram yfir það — þá verður þó að minsta kosti að gefa henni færi á að halda vilja sínum að fulltrúunum með þeim öflugasta hætti sem til er. Og það er með kosningum. Það væri ávalt og uudantekningar- laust óhæfa að leggja út í annað eius mál og það, sem nú er fyrir höndum, án þess að það hefði komið til greina við neinar kosningar. En margföld verður óhæfan, þegar svo stendur á sem nú, að fylstu líkur eru til þess, að meiri hluti þings- ins sé í ríku ósamræmi við mikinn meiri hluta þjóðarinnar. Þjóðrceðismciður. * * * Atlis. ritst.: Ef Þjóðræðismaðurinn hefði verið búinn að sjá „Yfirlýsing“ þá, sem ,.miðnefnd“ Heimastjórnarflokksins gaf út á mánudaginn var, þá mundi hann fráleitt hafa látið hennar ógetið í rökfærslu sinni fyrir þingrofi. Hún er svo látandi: „Yfirlýsing. í' tilefni af ávarpi til þjóðarinnar frá þjóðræðismönnum, landvarnar- mönnum og einum beimastjórnar- manni, lýsum vér yfir því, að heima- stjórnarflokkurinn heldur sérvið þann samkomulagsgrundvöll, sem þingmenn af öllum flokkum komu sér saman um í Danmerkurförinni. Að því leyti sem fyrsti þingmaður Árnesinga, með undirskrift sinni undir ávarpið, hefir tekið upp nýja kröfu, er hann einn síns liðs í þingflokki heimastjórnar- manna. Þessa yfirlýsing hafa 12 þingmenn stjórnarflokksins samþykt á fundi í Reykjavik og síðan hafa 8 þingmenn, er náðst hefir til með talsímanum, tjáð sig yfirlýsingunni samþykka. Miðnefnd heimastjórnarflokksins hefir verið falið að birta þetta. Reykjavík 17. desember 1906. Fyrir hönd miðnefndarinnar Trygg:vi Guniiiirsson.“ Samkomulags-grundvöllurinn, sem „miðnefndin talar um, var sá, er nú skal greina, eftir því, sem greiu var fyrir honum gerð í sumar af þing- mönnum, eftir heimkomu þeirra: að stöðulögin frá 2. jan. 1871 yrðu endurskoðuð; að hin Dýju lög skyldu lögð bæði fyrir alþingi og ríkisþingið !il sam- þykkis; að sameiginlegu málin skyldu tal- in upp í lögunum; að tillagið úr ríkissjóði skyldi verða útborgað í einu lagi; að nafn íslands skyldi tekið upp í titil konungs. Yið þetta vill Heimastjórnarflokk- urinn á þingi standa. Ö'.lum öðrum kröfum afneitar hann. Það er alveg áreiðanlegt, að ís- lendingar eru ekki ánægðir með þennan samninga-grundvöll. Þeir menn, sem ekki vilja út af honum fara, hafa engan rétt eða heimild til þess að semja fyrir ís- lendinga hönd. Hrapallegt slys Á laugardagskvöldið var vildi til hrapallegt slys nálægt 'Raykjafossi í Ölfusi. Menn höfðu lagt af stað béðan úr bænum austur með lest á laugardaginn. Þeir lentu í byl og náttmrykri, og fóru af veginum, þeg- ar austur af fjallinu kom, til þess að ná gistingu að Reykjafossi. Á undan lestinni gekk Eirík- ur Asbjörnsson, Eiríkssonar dbrm. að Reykjum, bóndi að Álfsstöðum á Skeíðum. Og í myrkrinu datt hann ofan í hver, upp að mitti. Honum var komið heim að Reykjafossi. Svo mikið skemdist hann, að hann lifði að eins sólarhring og það við raikil harmkvæli, einkum áður on í lækDÍ náðisf. Stjórnavalda-aaglýsiugraruar Nú er því til lykta ráðið, að þær skuli eftirleiðis (næsta ár) birta í — málgagni Sannsöglinnar. „Sannsöglin“ bauð 811 kr. 50 aura, ísafold 520, Þjóðólfur 400. Mönnum telst svo til, sem fyrir allar þessar auglýsingar hafi síðustu árin verið borgaðar 800-900 kr. Eftir því ætti Sannsöglin að skila öllu í landsjóð, sem hún fær. Svo ekki virðist þar feitan gölt að flá- Og ekki æftu þessi úrslit heldur að vera neitt ísjárverð, þó að þeir landsmenn séu nokkuð fáir aem Sannsöglina sjá. Flest eða öll Reykjavíkur-blöðin prenta víst ágrip af auglýsingunum eftirleiðis. Tannlæknir Haraldur Sigurðsson j Österbrogade 36. Kaupmannahöfn. j væntir að landar láti sig sitja fyrir, ef þeir þurfa að fá gjört við tennur. Heimsins nýjustu og fullkomnustu áhöld notuð. Fráðapest Víða hefir borið á bráðapest í sauðfé, er Fjallk. skrifað úr Árnes- sýslu, „því nú fekst ekki bóluefni nema hankarnir, er enn sem fyr reynast ónýtir. Það er illa farið og getur valdið stórtjóni, að það bóluefni, sem vel hefir reynst, er ekki haft til sölu, jafnframt því sem tilraunir eru gjörðar með nýtt og nýtt bóluefni. Það eru hrein vandræði að eiga affá hættu. Mundi ekki reynandi að snúa sér til Nor egs, ef ekki fæst bót á þessn? Mannskaðasamskotiii Nefndin, sem þar veitir forstöðu, hefir orðið að fresta fullnaðar- úthlutun fjárins, vegna þess að enn er ekki séð til fulls, hvern hlut ýmsir að- standendur þeirra manna, er drukn- uðu af Ingvari, kunni að bera frá borði af lífsibyrgð í Danmörk. Ná- lægt 2/s samskotafjárins hefir verið úthlutað, en frestað um sinn úthlut- un síðaYa þriðjungsins, til þess að betri jöfnuður geti komist á. Jörðin Hnausar í Húnavatnssýslu fæst til ábúðar í næstu fardögum með tilheyrandi húsum og hálfum Sauðadal. Jörðin er ein af beztu jörðum í sýslunni. Túnið fóðrar um 20 kýr. Slægjur mjög miklar og hagaganga góð. Silungs- veiði talsverð, skamt frá túninu. Skilmálar mjög aðgengilegir. Semja má við sýslumann Oísla Isleifsson Blónduósi. V i n d 1 i n g a r, Enskir, Þýzkir, Rússneskir, Tyrkneskir í stór og smásölu í verzlun Matthiasar Matthiassonar. fendaðar, smekklsgar og ódýrar Möblur eru til sýnis til jóla í Hafnarstræti 22. (Sivertsenshúsi.) Lítið í gluggana! í þessari taugaveikistíð er alveg bráðnauðsynlegt að sótthreinsa salern- in o. fl., en ekkert fæst ódýrara til þess en pakkarnir af því kosta 5 og 10 au. í Nýhafnardeildinni í Thomsens M agasín. Fínasta Flateyjar bringufiður er á boðstólum í Pakkhúsdeildinni í Thomsens Magasíni. Ibúð Einhver stærsta og skemtilegasta íbúðin í bænum fæst á leigu 14. maí næstk. íbúðin er í Hafnarstræti 17. þar eru 9 íbúðarherbergi, eldhús, búr, þvöttaskúr ogfl. þægindi; ennfremur gríðar stórar svalir fram með hliðinni sem snýr að höfninni. Thomsens Magasín. er gott að kaupa í vorzlun Guðm. Öiscn Aðalstræti 6. Þar fæst, flest er hver húsmóðir og hvert heimili þarfnast til hátíðar- innar. &3T Göðar vörur. Verðið lágt. Jólabazar — rusl ekki til Talsími nr. 145. #óla=hveitið er bezt hjá Guðm. Olsen. ileymið þvi ekki að betri og skeintilegri jolagjof er naumast hægt að fá en Hátíðasöngva og Sex Sönglög eftir síra Bjarna Þorsteinsson; fæst hjá Siiffl. Olsea, lúsfreyjup og ungfrúr! Það sem karlmönDum kemur lang- bezt að fá í jólagjöf, eru Loðhúfur — Hálslín — Slaufur — Vetrarhanzkar - Nærföt og skófatnaður, og það er engum blöðum um það að fletta, að þið fáið hvergi betra, ódýrara eða meira úr að velja en í Klæðskeradeildinni í Thomsens Magsín. lamkGpnin lifi! Tvær af deildum Magasínsins eru komnar í hár saman og keppa nú hvor við aðra upp á lífið um þær vörur, sem þær hafá báðar á boðstól- um og bjóða hvor í kapp við aðra ódýrustu vörur og bezt kjör. Það er Pakkhúsið og Nýhafnardeildin, sem hér eigast við. Pakkhúsið sá það, að til þess að geta staðið vel að vígi í þeirri samkepni, þá varð það að dubba sig upp. Nú er búið að innrétta það af nýju, mjög þægilega, skrautmála það alt og lakkera, svo að það stendur ekkert að baki fínustu sölubúðum utanlands og innan. Þessi deild selur alls konar pakkhús- vörur og matvörur í stærri kaupum. Yandaðastur vörur með lægsta verði. Það margborgar sig að koma og skoða það, og enn þá betur borgar sig að verzla þar. Samkepnin lifi! Thomsens Magasín.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.