Fjallkonan


Fjallkonan - 02.03.1907, Page 2

Fjallkonan - 02.03.1907, Page 2
34 FJALLOKNAN FJALLKONAN kemur út hvern föstudag og oftar. Alls 70 blöð um árið. Verð árgangsins 4 kr. (erlendis 5 kr. eða 1 ’/a dollar), borgist fyr- ir 1. júlí (erlendis fyrirfram). Uppsögn (skrifleg) bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. október, enda bafi kaupandi þá borgað blaðið. Ritstjóri Einar Oumiarsson, Templara- und 3. (Talsími lbO). Heima kl. 2—3. Afgreiðslan er á Stýrimannastíg 6. (Tal- sími 117.) Fjallkonan er útbreiddasta blað og því best að auglýsa í lienni. Gjörið svo vel að senda auglýsingar yðar í F élagsprent- smiðjuna (Talsími 133) á hádegi daginn fyrir útkomu blaðsins. Hér er lítiðþýnishorn af því, hvern- ig salan fer vaxandi: I—* F— 1—* H-i h-* h-i o o o o o> O O o o o o o O O o OI te- 05 tc h-* o —í 05 05 05 ►n to 1—* "O 2. < co o OI h-* 00 1—‘ C3 oo tsL 00 05 to f— '"S • CD Or Oi 05 hí- to “O O c-h o CC o k—‘ o o to —3 vr- 05 05 CP oo 05 bD tc to _ 1—» ec bd fö 04 o fcO 05 05 cn =3 N Cn ►n On tsO 05 05 5" *-t 05 to 1—» 1—‘ 05 t\0 t=' to 00 h-‘ O U) 05 to e=' CD o o 05 r’ * < i—‘ t—* 05 05 tsi t—‘ 05 o o Ol 05 5B OI 00 to 2. co a> O co OI bO 1—* 05 >— “O Oi CP 05 O o CD Cn OS a>- bo o oo Framan af voru það nálega ein- göngu útlendingar, er keyptu á „Bas- arnum", en smám saman fóru inn lendir menn einnig að kaupa þar nauðsynjar sýnar og fer sú sala stöð- ugt vaxandi. „Bazarinn11 hefir haft mikla þýð- ingu fyrir heimilisiðnaðinD. Hann hefir aukist mjög, er hægt var að koma honum í peninga með mjög litlum kostnaði félagið tekur einungis 10°j0' í sölnlaun, og ber útsalan sigaðeins vegna þess að félagskonur hafa söl- una á hendi algjörlega éndurgjalds- laust,) og einnig hefir honum farið fram að gæðum, þar sem keppnin hlaut að myndast, er framleiðendur urðu að bera þar saman vinnu til þess að ákveða verðið. í sumar má búast við mjög mik- illi sölu á „Basarnum“ þar sem von er á stórfeldri aðsókn útlendinga hingað til landsins. Ættu menn því að búa sig vel undir í vetur og senda „Bazarnum“ vinnu sína með vorinu. Er til leiðbeiningar aulýsing hér í blaðinu frá forstöðukouunum. Þeir sem finna upp eitthvað nýtt, er gæti verið hentugur menjagripur um ísland, meiga búast við að hafa afþvíhinn mesta hag, því að átlend- ingar sækjast mjög eftir slíkum hlutum. Fánlnn. Þeina fjölgar óðum, sem taka upp islenzka fánann. Nú er hann dreg- inn & stöng bæði á Akranesi og i Hafnarfirði. Engir hafa komið fram með breytingartillögur við hann- neœa Ungmennafélag Akureyrar, og má búast við að það taki aftur sína tillögu, þar sem þvi mun eiukar annt um aðalatriði málsins. Ungmennafélagið bér dregnr á stöng islenzka fánann (stúdentafél.) er það heldur fundi sína, Mjög eru fánar hér víða í hús- um, sem stofupryði og er það vel tilfalUð. ?íokkur orð um reikningskenslu eftir Sigurbjörn Á. Gíslason. II. Það eru fieiri en sumir sveitakenn- ararnir, sem eru ófullkomnir reikn- ingskencarar, og ég ætla að varla muni ofsagt að reikningskeusl- unni hafi alloftast hér á landi verið meira ábótavant en kensluuni í nokkurri annari námsgrein, sem unglingar læra alment, og er það því lakara sem mismunurinn milli góðr- ar og lélegrar reikniugskenslu er afar mikill. „En hvernig er þá þessi Iélcga og þessi góða reikningskensla ?“ kann einhver að spyrja. Eg skal leyfa mér að svara þeim spurningum eftir því, sem mér er fært í stuttri blaðagrein. Lélega kensluaðferðin er sú, að nem- andinn lærir utanbókar aðalreglur hverrar reikningsaðferðar án þess að honum sé Ijóst hvers vegna hverri ein stakri aðferð er þannig háttað eu ekki öðruvísi. H«nn verður til dæmis að muna, að þegar brot eru margfölduð saman, þá á að margfalda teljarana saman og nefnarana saman, að í þrí- liðu á að margfalda saman miðlið og afturlið en deila með forlið o. s. frv.; aftur á móti þykir litlu skifta, þótt nemandinn hafi enga hugmynd um af hverju á að gera þetta. Hann þarf stundum jafnvel ekki að vita, hvers vegna á að „að geyma“, það er nóg að hann muni hvað „geymt var“. Öll áherz'an er á því að nemandinn „kunni reglurnar“, og þær reiknings bækur þykja þá beztar, sem hjálpa minninu með nokkurskonar myndum t. d. setja „forliði“ og „afturliði“ í „samsettri þríliðu“ inn í einskonar hús, eða gjöra þrjár snyrtilegar raðir úr samlagningu og frádrætti brota. — Það er ekki verið að tefja sig á að segja nemendunum að tölurnar i öft- ustu röðinni séu teljarar samnefnar- ans, og tölurnar í miðröðinni séu í rauninni óþarfar, aðeins til minnis fyrir byrjendur. Ef einhver spyr, hvers vegna þess- ar raðir géu skrifaðar, og hvað töl- urnar í þeirn þýði, þykir nægilegt að svara eins og nýsveinninn : „Nú, það er af því þær eru réttar“. —- Flest- nm eða öllum skilgreiningum er alveg slept, og séu þeir spurðir, sem slíkr- ar kenslu hafa notið, t. d.: „Hvað er margföldun?“ Þá svara þeir stund- um : „Nú, það er að margfalda sam- an tvær tölur.“ Það er ekki verið að koma með „óþarfa spurningar“, svo að séður nem- andi getur fengið 6 fyrir dæmi, sem hann skilur ekki vitund í, ef hann hefir lært útreikninginn eða getur sýnt rétt svar. Alloft eru þá nem- endurnir látnir reikna á spjöld úr réikningsbókinni einni, hvað léleg sem dæmi hennar eru, og kennarinn gjör- ir lítið annað en gæta að hvort svör- in séu rétt og hjálpa til að finna vill- urnar. Yerði einhverjum fróðleiksgjörnum nemenda það á að spyrja að fyrra bragði: „Hvers vegna á að reikna þetta svona?“ — er honum aunað- hvort svarað : „Af því að það er rétt,“ eða: „Það er ekki hægt að gjöra þér það skiljanlegt fyr en þú ert búinn að læra taUvert meira.“ Hugareikningi er slept að miklu eða öilu leyti, svo að „reikningsfróðir" unglingar verða ráðalausir að leysa úr auðveldustu dæmum, ef blað eða spjald er ekki við hendina. Þegar vel er; er þó vakið athygli nemendanna á nokkurum höfuðein- kennum óiikra dæma, svo að þeir geti sjálfir skorið úr, m. a. þegar um einföld dæmi er að ræða, hvort það eru margföldunar- eða deilingar- dæmi, sem þeir eiga að reikna. En stundum er jafuvel eigi farið svo langt, að láta nemendurna æfa skilning sinn á þessu, heldur eru þeir látnir sitja stund eftir stund við að reikna úr bókiuni, þar sem dæmun- um er svo „haganlega“ skipað í flokka að ekki þarf a' nað en að lesa fyrirsögn hvers flokks eða líta á fremsta dæmið til að sja aðferðina við þau öll. — Það ætti að vera óþarfi að telja upp ókosti þessarar reikningskenslu, sem hér heíir verið lýst. — Jeg hefi alls ekki reynt til að gjöra hana svartari en hún er oft og einatt, og gaman hefði eg að kynnast þeim reikningsmanni, sem treystist til að reikna út, hvað miklum ska3a önnur eins kensla hefir valdið vor á meðal. Til vara má þá nefna nokkra af ókostum hennar: Kennarinn verður latur og áhugalítill. Lærdómurinn verður andlaus utanbókarlærdómur, sem lítið eða ekkert glæðir skilning eða dómgreind nemandans. Flestum nemendunum þykir reikningurinn sár leiðinlegur. Vandasamari aðferðirn ar gleymast alveg von bráðar. Fjölda- mörg dæmi daglega lífsins verða „ný- útskrifuðu“ námsfólki alveg ofvaxin af því að erfitt er að skipa þeim í tiltekinn flokk. _— — En hvernig er þá góð reiknings- kensla? Góð reikningskensla er með fám orðum í því fólgin, að nemendunum er gjört hvert einasta atriði fyllilega skiljanlegt, jafnóðum og þeir lœra þau. Börnin eru látin byrja á því að athuga og telja ýmsa hluti, sem þau geta jafnframt þreifað á, og svo er huga þeirra beint að öðrum hlutnm, sem þeim er vel kunnugt um, þótt þeir séu ekki í kenslustofunni, og þau látin telja þá saman eða reikna þá, og þau þá strax vanin við huga- reikning. Smámsaman er svo farið að kenna þeim að reikna með hrein- um tölum og jafnframt eru þau látin sjálf búa sér til „töflurnar“, svo að þau skilji þær betur og verði Ijúfara að læra þær. En þess er vandlega gætt, þegar frá upphafi kenslunnar, að þau skilji hvert einasta atriði, sem þau lœra og hafi jafnan svör á reið- um höndum, þegar kennarinn spyr: „Hvers vegra á þetta að vera svona.“ Þessi orð: Hvers vegna? verða að vera stöðugt á vörum góðs reikn- ingskennara; jafnframt verður hann að útskýra meS þolinmæði og lægni, en forðast þó allar óþrafa málaleng- ingar, svo að nemendurnir venjist við stutt og ákveðin svör. Tímanum er ekki eytt til þess að reikna fjölda mörg alveg samkynja dæmi eða verulega stór margföldun- ar- og deilingardæmi, sem sérstaklega koma fyrir í óhaganlegum þriliðu- dæmum, þar sem ekkert er hægt að stytta; en slík dæmi gjöra lítið ann- að en valda nemendum leiðinda og böfuðverkjar. Allur þorri dæmanna er tekin úr daglega lifinu, og með þeim svarað ýmsum spurningum,sem nemendunum þykir gaman að vitaum, eða veittur með þeim ýmiskonar fróðleikur í öðrum námsgreinum, en sjálfir verða nem- endurnir að skera úr í hvert skifti, eftir því sem þeim er frekast unt, hvaða aðferð á að nota o hvers vegna hún er notuð. Og jafnframt eru kendar fljótlegar aðferðir til að sjá hvort dæmin eru rétt reiknuð. Frh. Tillögur iiiii öryrkjalífeyri frá nefnd þeirri, er skipitð hefur verið samkvæmt konungsúrskurði 13. nóvember 1901 til þess að ilmga og koma fram með tillögur um fátœkra- og sveitarstjórnarmál. Nafísd þessi kom fyrst saman í sept. 1902 og lagði þáverandi for- maður nefndarinnar Páll amtm. Briem fram frumvarp, er hann hafði sniðið eftir frumvarpi noskrar þing- nefndar og kallaði „Frumvarp til til laga um eftirlaun hinnar ís- ler zku þjóðar“ og er það frumvarp sem nefndin kemur nú með óbreitt. Á fundi þessum var frumvarpið nokkuð rætt að því er aðalefnið snertir en lítið í einstökum grein- um. Hafði P. B. ekki haft taaki- færi til að athuga, nema mjög laus- lega, að hve miklu leyti það væri kyggl á tryggum hagfræðilegum grundvelli og má segja að „við sama stendur enn i dag“. Eaunar hafði nefndin feDgið m&g. Ólaf Dan Daníelson til að reikna út tekjur og gjöld, er landsjóður hefði eftir slíkum lögum, en reikningarnir eru eigi byggðir á svo áreiðanlegum grundvelli, sem æskilegt væri. Framvarpið er í 75 greinum og er höfuðákvæði þe?s „nð allir verk- færir menn hér á landi, karlar og konnr, 16 ára og eldri eiga að greiða í landsjóð 3 kr. á ári eða 50 kr. eitt skifti fyrir öll, þá er þeir eru 16 ára. Þegar þeir svo verða öiyrkjar eiga þeir að fá lífeyri 120 kr. á ári úr landsjóði. Þeir, sem eru milli fertugs og fimtugs þegar iögin koma í gildi, fá 90 kr. lífeyri og þeir, sem þá eru eldri en fimt- ugir, eru undauskiidir þessum lög- um, svo og nokkrir menn aðrir". Tillögurnar voru sendar Fjalik. 19. f. m. og mun hún bráðlega taka þær til athugunar. U. M. F. It. Ungmennafélag Reykjavíkur var stofnað 3. okt. síðastl. og voru stofnendur 17. Því eykst svo að segja daglega styrkur og eru nú félagsmenn orðnir nokkuð á annað hundrað. Það hefir haldið nokkra fyirlestra fyrir alþýðu manna, var hino siðasti fluttur af Bjarna Jóns- syni frá Vogi 20. f. m. í Bárubúð. Hann var „Um fornan átrúnað á myrkheimum“, og var hann hinn áheyrilegasti og einkar fróðlegur. Næstkomandi fimtudag ætlar félagið að halda skemtisamkomu fyrir bæjarbúa til ágóða fyrir Ing- ólfsmyndina, verða þar sýndar glímur, ræður flultar og kvæði sungin.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.