Fjallkonan


Fjallkonan - 12.07.1907, Page 1

Fjallkonan - 12.07.1907, Page 1
XXIV. árg. Xr. 28 Reykjavík, 12. júlí 1907 Chr. Fr. Nielsen & Co. Niels Julsgade 7 Köbenhavn K. selur allar íslenzkar vörur yið hœsta verði og útvegar allar útlendar vörur gegn lœgsta verði. Sanngjörn umboðslaun. Brynjólfur Björnss. tannlæknir. Heima kl. 1-2 og 4—6. Þingholtsstræti 18. Skirnir. Timarit hins íslenzka bókmentafélags, 81. ár, 2. hefti. Reykjavík 1907. Ritstjóri Guðm. Pinn- bogason. Hér á landi druknar alt í blaða- álóði |>ví hinu mikla, er nú flýtur yfir landið. Blöðin eru orðin svo mörg, að þau éta hvert annað upp, og ekk- ert þeirra verður feitt af því. Gera má ráð fyrir því, að allmikill hluti 'landsmanna lesi litið annað en eitt eða fleiri blaðanna. Engin af blöðun- um hafa þau skilyrði, sem þarf til þess að geta jafnast á við blöð erlendis, jafn- vel eigi hin lökustu erlendra blaða. Mergðin veldur því meðal annars. Þau hafa svo fáa kaupendur, að þau hljóta að gefa lítið í aðra hönd, og einmitt af þeirri ástæðu geta þau eigi verið vel úr garði gjörð. Þar að auki er efni blaðanna þann- ig varið, að þau hljóta að verða mjög einhliða. Þau geta ekki verið alment fræðandi né heldur flutt tíðindi þau, -.sem gerast í umheiminum. Efni þeirra er jafnaðarlega einhliða pólitiskt. Tveir flokkar eða fleiri heyja þessa sifeldu hólmgöngu dag út og dag inn. Nú .er því eflaust svo varið, að fremur stefnir sú barátta í þá átt, að kald- hamra einhverja skoðun, einhverja staðhæfingu fram, en leita að því, hvort sú skoðun eða staðhæfing bygg- ist á réttum eða röngum grundvelli. I pólitíkinni ræður tilfinning, hiti og jafnvel hatur manna í milli meira en skynsemd og róleg íhugun málsins. Þessar skoðanir og staðhæfingar, sem barðar eru blákalt fram í pólitíkinni, sveiflast til og taka á sig ýmiskonar gerfi, og það nærri daglega. Blöðin hjálpa pijög tii að skapa þessar pólitisku nýmyndanir. Þau, eða réttara sagt blaðamennirnir, ganga einatt á undan eða að minsta kosti framarlega, þegar um myndun og smíði pólitískra skoðana er að ræða. Baráttan verður svo um þessar stað- hæfingar allar saman. Af þessu hlýtur það að leiða, að blöðin bjóða lesend- um sinum venjulega andlega fæðu af einni tegund — aðallega þau efni, er æsa og örva, eins konar áfengi. Hin efnin hafa þau lítt eða alls ekki. Um fagrar listir eða visindi geta þau lítið fjallað, enda munu flestir þeirrar skoð- unar, að hlutverk þeirra sé eða geti ekki verið að vera visindaleg, en þó mundu þau geta meira gert að því, að fræða fólk um ýmislegt, en þau gera tíðast nú á dögum. Þar sem þetta blaðaflóð með þessu æina efni, pólitíkinni, streymir yfir landið og ætlar að drekkja flestu öðru, þá er ekki undarlegt, þólt sumum þyki það gott, að fá við og við að sjá eitthvert tímarit, sem fullnægir fleiri þörfum, en blöðin gera nú á dögurn. Ekki getur margt slíkra tíma- rita hér á landi. Einu sinni gaf Páll heitinn Briem hér út lögfræðilegt tímarit (Lögfræðing) gott tímarit og þasft, en það varð, því miður, að deyja út af. »Freyr«,sem þeir Magn- ús Einarsson, Eiríar Helgason og Guðjón Guðmundsson gefa út er og nýtilegt rit í sinni röð. »Eimreið« dr. Valtýs hefir áður verið nefnd hér í blaðinu. Hún hefir og flutt ýmis- legt, sem vel hefir verið lesandi, og á að vera eitthvað handa öllum, þótt auðvitað sé þar sumt lítilsvirði, frá hvaða hlið sem það er skoðað. Bókmentafélagið ætti í þessu efni að gera stærstar kröfur til sjálfs sín. Það er, auk Sögufélagsins, eina félag- ið, sem gerir kröfu til þess að kallast vísindafélag, hefir enda gefið út all- margt nm sögu Islands og fornfræði. Tímarit þess, Skírnir, á að inna það vandasama hlutverk af hendi, að vera bæði alþýðlegt og vísindalegt. Til- raunir Skirnis til þess að leysa þetta verk af hendi hafa að sögn aukið út- breiðslu hans að mun. Margra grasa hefir í honum kent, og hefði betur verið, að sumar síðurnar hefðu auðar verið, en að það stæði á þeim, sem þar hefir verið; en út í það skal eigi meir farið hér, enda muno menn geta sér til, hvað átt muni einkum vera við. Það sem sérstaklega hefir auð- kent Skírni eftir ummyndun hans, er það, að hann hefir flutt mikið af létt- meti, sem sjaldan hefir staðið í hálsin- um á nokkurum manni. Það hefir flestalt verið ofur auðmeltanlegt, sem í honum hefir staðið hingað til. Af þeirri ástæðu hefir hann eflaust feng- ið alþýðuhylli þá, sem hann er sagð- ur að hafa. Það er auðvitað gott fyrir Bókmentafélagið, ef það getur grætt á Skírni, en aðalmarkmið þess félags ætti pað þó líldega ekki að vera. í þessu hefti Skírnis, sem nýlega er út komið, er fyrst fyrirlestur sá, er Guðmundur Finnbogason flutti um Tómas prest Sæmundsson á ioo ára minningu hans. Þessi fyrirlestur er létt og látlaust samin, en enga glöggva mynd virðist hann gefa af manninum, sem hann á að vera um. Heildar- áhrif lesandans af Tómasi verða engu ljósari af lestri fyrirlestursins i Skírni. Hann er að nokkuru leyti al- mennar hugleiðingar, sem í sjálfu sér eru góðar og réttar, en við það skap- ast enginn Ijós uppdráttur af Tómasi Sæmundssyni. í fyrirlestrinum er engin efnisniðurskipun, og verður hann gagnsminni fyrir þá sök. Ef til vill hefir höf. haft stuttan undirbúnings- tíma til fyrirlestursins, og er það að vísu afsökun. Næst er ferðasága eftir Tómas Sæ- mundsson, er nefnist frá »Róm til Napóli«, er síra Jón Helgason hefir látið prenta. Ferðasaga þessi hefir lífsblæ og fjör yfir sér, sem auðkenn- ir alt, sem Tómas hefir ritað, og málið á henni virðist í betra lagi. Annars hefir hún auðvitað eigi þá þýðingu, sem önnur rit hans hafa, að því er ísland snertir og úrelt nú það ástand og atburðir, sem lýst er, en þrátt fyrir það getur hún verið fróðleg og skemtileg. Indriði Einarsson revisor ritar um þjóðleikhús á íslandi. Ræðir hann það, hver skilyrði séu til stofnunar slíks leikhús, bæði andleg og fjárhags- leg. Of langt mál yrði það, að taka hér til íbugunar alt það, sem til þess þyrfti. Þó mun það ekki of mæit, að skilyrðin brestur hér flestöll enn þá, einkum þau, er fjárhagshliðina snertir, ef þetta ætti að vera nokkurn veginn sniðið eftir kröfum nútímans í öðiurn löndum. Hvar er fé og hvar er fólk til þess að halda slíkri stofnun uppl ? Hitt er ánnað mál, að það kynni að verða til nytsemdar og gleði. Spurningin verður þó ávalt þessi: Er ekki heppilegra að nota það fé sem við höfum, til þess að afla meira fjár, og gjöra oss á þann hátt auðgari, og taka síðan til óspiltra málanna? Framhald af umræðumáfundifranska heimspekifélagsins 1905 kemur næst. Það er framhald af umræðum þeim, sem birtust í næst síðasta hefti Skírn- is. — Það er líkt að segja um þann hluta þessarar ritgjörðar, er hér birt- ist, sem það, er áður kom. Fáir einir munu hafa hennar not hér á landi. Þá er hugvekja um barnsmæður eftir frú Björgu Þ. Blöndal. Sú grein er lýtalaust rituð, lítilsháttar yfirlit yfir löggjöf vora um mæður svo kallaðra óskilgetinna barna. Málið er þó ekki krafið mikið til mergjar, enda hefir það líklega ekki verið tilgangur grein- arhöfundarins, enda að eins tekin ein hliðin á málefninu, framfærsluskylda föðursins. Þetta mál má þó taka frá fleiri hliðum, t. d. ræða um erfðarétt barnanna eftir föðurinn, foreldravaldið yfir bömunum, hvort gera eigi nokkurn greinarmun »skilgetinna« og »óskilgetinna« barna yfirleitt, eða hvort rétt sé að skipa »óskil- getnum« börnum í tvo eða fleiri flokka o. s. frv. — Öll þessi atriði tekur löggjafarvaldið^ líklega innan skamms til athugunar. Kvæði er þar þýtt eftir Steingrím rektor Thorsteinsson, bréf frá Konráð Maurer til Sighvats fyrv. alþingis- manns Arnasonar, erlend tíðindi eftir Björn Jónsson. Mannalát. Dáinn er, 28. þ. m., af ellilasleika Jón dannebrogsmaður Jónsson í Skeiða- Háholti, á 93. aldursáii. Hann var vit- ur maður og vel að sér og tók mik- inn þátt í almennum málum: var um hríð vara-þingmaður Arnesinga, og mjög lengi hreppstjóri, sýslunefndar- maður og hreppsnefndaroddviti Skeiða- hrepps. Mátti kalla það »þegjandi sam- þykki« Skeiðamanna, að láta hann einan öllu ráða í sveitamálum þeirra. Var hann þó enginn »grjótpáll«, heldur rnanna hóflátastur og friðsamastur. Silfursmíði hafði hann lært, en stund- aði þó meir búskapinn: bjó hann fyrst í Kýlhrauni og síðan lengi í Skeiða-Háholti. Og eftir að hann brá búi dvaldi hann þar til æfiloka hjá Bjarna breppstjóra, syni sínum. Fram að niræðu var hann ern og heilsu- góður og þá er hann var hálfníræður, veitti hann forstöðu endurbyggingu Ólafsvallakirkju og fórst það vel. — Kona hans, Þórdís Bjarnadóttirr frá Laugardælum, dó löngu á undan hon- num. Synir þeirra eru þeir Bjarni hreppstjóri og Guðni verzlunarmaður á Eyrarbakka. Br. J. „Ceres“ ícr á rr.iðvlkudaginn 10. til útlanda. A kenni tck str ír.r Lir.ar Hjöilesisscn rthcfcndnr ti. Vest- urheims. Ætlar að sögn að halda fyrirlestra nm bygðir Vestur-Íslendínga í sumar. Konungsmóttðkunefndin. Þórhallur Bjarnason lektor og síra Ólafur fóru um helgina síðustu aust- ur til undirbúnings konungsmóttök- unni, líta eftir vegum, að sögri. Klemens Jónsson landritari og Axel Tulinius sýslumaður fyrir aust- an í samskonar erindagjörðum. Komnir aftur.

x

Fjallkonan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.