Fjallkonan - 12.07.1907, Blaðsíða 2
110
FJALLKONAN
Laiidsdóumrimi
Alþingi samþykti lög 1905 um
landsdóm. Dómur þessi á að dæma
mál þau, sem alþingi kann að höfða
gegn ráðherra út af embættisfærslu
hans. Lög þessi öðluðust konungs-
staðfestingu 20. okt. 1905.
í dómi þessum sitja 6 sjálfkjörnir
lögfræðingar, landsyfirdómararnir 3,
ef þeir eru ekki alþingismenn, og þar
að auki aðrir 9 elztu lögfræðingarnir,
er í öðrum embættum sitja, sitja ekki
á þingi og eru ekki í stjórnarráðinu.
í dóminum eiga einnig sæti 24
þar til kjörnir menn af sýslunefndum
og bæjarstjórnum. Alls eru af bæjar-
stjómum og sýslunefndum kosnar 6
tylftir (72 menn). 24 af þessum 72
er rutt úr dóminum í efri deild al-
þingis, þess sem næst er á eftir, að*
kosningar til dómsins hafa farið fram,
og það var fyrsta skiftið á þingi nú.
1 efri deild var þessum rutt úr dómi
(eftir hlutfallskosningu, sem lögin fyrir-
skipa.)
Af meiri hlutanum:
Einar Benediktsaon sýslumaðnr.
Jens Pálsson, próf. í Görðum.
Jón Gunnarsson, verzlunarstj. Hafnarfirði.
Bjarni Jensson sýslunefndarm. Ásgarði.
Pétur Oddsscm kaupm. i Bolungarvík.
Halldór Jónsson sýslunefndarm. á Rauða-
mýri.
Björn Sigfússon bóndi á Kornsá.
Björn Þorláksson prestur á Dvergasteini.
Jón Guðmundsson prestur í Nesi.
Þorleifur Jónsson hreppstjóri Hólum.
Þórður Thóroddsen bankagjaldkeri Rvik.
Einar Hjörleifson ritstjóri.
H. S. Bjarnarson konsúll ísafirði.
Árni Jóhannsson skrifari Rvík.
Af minni hlutanum:
Halldór Jónsson bankagjaldkeri Rvik.
Sæmundur Halldórsson kaupm. Stykkis-
hólmi.
Guðm Guðmundsson hreppstjóri á Þúfna-
völlum.
Sigurjón Friðjónsson bónda á Sandi.
Jón Jónsson hreppstj. Hafsteinsstöðum.
Sigfús Daníelsson verzl.stj. Eskifirði.
Kolbeinn Jakobsson, hreppstj. Unaðsdal.
Árni Jóhannesson, prestur Grenivík.
Jón Einarsson hreppstjóri Hamri.
Benedikt Einarsson hreppstj. Hálsi.
Þá eru eftir 4 tylftir, 48 menn.
Af þeim eru 24 teknir með hlutkesti
i sameinuðu þingi. Þeir eru dóm-
endur. Hinir 24 eru varamenn.
í sameinuðu þingi voru þessir teknir
úr:
Hagnús Jónsson sýslum. Yestmanneyjum.
Eyjólfur Guðmundsson sýslnnefndarmað-
ur Hvammi.
Tómas Sigurðsson hreppstj. Barkarstöðum.
Ágúst Helgason bóndi í Birtingaholti.
Olafur Magnússon prestur í Árnarbæli.
Jón Sveinbjörnsson hreppstj. Bíldsfelli.
• Síra Magnús Helgason kennari i Hafnar-
firði.
Halldór Jónsson verksmiðjneigandi Ála-
fossi.
Bjarni Bjarnason bóndi á Geitabergi.
Hjörtur Snorrason skólastj. Hvanneyri.
Kristján Jörundsson hreppstj Þverá.
Oiafur Erlendsson hreppsnefndaroddviti á
Jörfa.
Olafur Olafsson próf. Hjarðarholti.
Jónas Jónsson próf. Holti.
Kristinn Guðlaugssou bóndi á Núpi.
Benóní Jónasson breppsnefndaroddviti i
Laxárdal.
Gisli Isleifsson sýslumaður á Blönduósi.
Pétur Pétursson sýslunefndarm. á Gunn-
steinsstöðum.
Páll Bergsson kaupm. Olafsfirði.
Hallgr. Hallgrímsson hreppstjóri á Rif
kelsstöðum.
Árni Kristjánsson bóndi á Lóni.
Sigfús Halldórsson hreppsnefndaroddviti
á Sandbrekku.
Jón Bergsson bóndi á Egilsstöðum.
Guðmundur Hannesson héraðslæknir i
Reyjavik.
Af þeim 30 (24-4-6 sjálfkjörnum
lögfræðingum) ryður svo ráðherra úr
dómi 11 og sóknaraðili 4. Þá eru
15 eftir, er að lokum skipa dóminn.
Til þess að dæma ráðherra, hvort
heldur er til refsingar, skaðabóta eða
málskostnaðar (sbr. lög um ábyrgð
ráðherrans nr. 2, 4. marz i904)verða
4/5 — fjórir fimtu — dómenda að
greiða jákvæði sitt.
Ráðgjafaábyrgðin er víðast fremur
í orði en á borði. I Danmörku hefir
það t. d. þrisvar borið við alla tíð
síðan 1849, að mál hefir verið höfðað
gegn ráðherra út af embættisrekstri
hans, og öll skiftin hefir ríkisréttur-
inn, sem dæmir þessháttar mál, sýkn-
að hlutaðeigandi ráðherra.
Bogi
Melsteð hefir unnið ýms afrek þetta
árið í þarfir ættjarðarinnar. Hann
hefir nýlega ferðast austur í Holt.
A þeirri leið hélt hann eftir-messu í
Klausturhólum í Grímsnesi um lýð-
háskóla. Boðað hafði hann til fundar
við Þjórsárbrú um alt Suðurland svo
langt sem vötn falla til sjávar. Ætlaði
Bogi að halda þar fyrirlestur — lika
um lýðháskóla. Fundurinn var svo
sóttur, að þangað komu þrír bændur,
einn þeirra bróðir Boga, annar bóndi
austan úr Skaftafellssýslu, er var
staddur við Þjórsárbrú og var á ferð til
Reykjavíkur. Þótti Boga eigi sama,
að halda töluna í áheyrn svo fárra
manna. Settust fundarmenn þá, ásamt
Boga, að kaffidrykkju með brauði og
veitti Bogi. Þótti fundarsækjendum
ferð sín eigi verri en vænta mátti.
Þess má enn geta, að Bogi gaf
100 krónur til vegalagningar frá
Soginu austur að Brúará. Lofuðu
menn mjög höfðingsskap Boga og
verður slíkt lengi í minnum haft.
Þá er enn, að Hafnardeild Bók-
mentafélagsins hefir gefið út í alþýðu-
ritum sínum, er fyrst var tekið að
gefa út á stjórnarári dr. Valtýs, rit
nokkurt eftir Boga um prófessor Fiske,
Islandsvininn alkunna. Ef ísland á
einhvern nýtan mann eða einhvern
nýtan útlendan mann að vini, þá
verður Bogi til þess að haida minn-
ingu þeirra á lofti. Er það honum
skylt, enda telur hann sig nú útvörð
íslenzkrar menningar og íslenzks þjóð-
ernis. Þó er ekki vel ljóst, hvernig
Hafnardeild Bókmentafélagsins hefir
komið til hugar að gefa þennan rit-
ling Boga út í alþýðuritum sínum.
Ritlingurinn hefir ekkert það, er gert
geti hann alþýðlegan. Eða hefir
Hafnardeildin gert það, af því að hún
heldur það, að a 1 þ ý ð u megi alt
bjóða ?
Bogi ritaði fyrr um Vilhjálm Finsen.
Einn alkunnur danskur vísindamaður
sagði þá, er hann hafði lesið ritgjörð
Boga, að það væri óleyfilegt að láta
slíkan mann sem Boga rita um ann-
an eins mann og Finsen. Munu allir
hugsa hið sama nú, er þessa ritgjörð
Boga lesa um Fiske, en þeir verða
líklega ekki margir, er ritlinginn lesa
til enda. Þessi ritlingur er annars
sama andleysið og sami klyfjagangur-
inn, sem einkennir öll »skrif« þessa
manns.
Bogi notar þessa »veniam scribendi*
sem Bókmentafélagið hefir gefið hon-
um, til þess að geta þess, að hann sé
skyldur Páli garnla Melsteð og Sig-
urði Melsteð lektor. Ennfremur get-
ur Bogi þess, að hann hafi oft komið
inn í svefnherbergi Fiske’s. Ekki er
ljóst, hvers vegna Bogi nefnir þetta,
nema ef vera ætti dæmi þess, hversu
Fiske var brjóstgóður og lítillátur.
Annað getur það ekki þýtt. Þá sendir
Bogi Valdimari ritstjóra Asmundssyni
dálitlar hnútur fyrir kauphörku við
Fiske. Er Valdimar nú dáinn og því
óhætt að bera hann brigzlum. Enn
talar Bogi um það, að Fiske hafi ver-
ið ráðvandur maður og hatað mútur.
Þó getur Bogi þess góðgjarnlega til,
að það hafi þó ef til vill veiið með-
fram af því, að Fiske dvaldist utan
Ameríku síðari hluta æfi sinnar. Má
af því ráða að Bogi telur Fiske eigi
alls ólíklegan til mútugjafa eða
mútuþágu, ef hann hefði verið í
Ametíku (bls. 9). Eigi reynir á kapp-
ann fyrr en á hólminn kemur. Þessi
ummæli Boga um Fiske eru þó lík-
lega ekki af ásettu ráði. Líklega
fremur klaufaskapur og vanalegt lag-
leysi, sem alt af loðir við hann, eink-
um ef hann tekur sér penna í hönd.
Einn bækling hefir Bogi enn þá
gefið út nýlega. Hann er á dönsku
og eftir hann eru greinir nokkurar,
er hann birti í blöðum í Danmörku.
Vill Bogi þar með sýna, að hann fái
viðar rúm ritgjörðum sínum en í
Austra og að hann þekki ýmsa heldri
menn Dana.
Um Boga fer sem aðra spámenn
að hann kvartar undan þvi, að landar
hans kunni ekki að meta sig. Með
þessum ritlingi gerir Bogi góðum
mönnum það vitanlegt, að hann þekki
Herman Bang, danskan mann, skáld
og meðhjálpara við blaðið Köbenhavn.
Þessi ritlingur er á dönsku og því
er hann betri en aðrir ritlingar Boga.
Það er íyrir því, að alt af er leitt að
sjá svo stirðlega farið með íslenzku
sem Bogi gerir.
Eftir öll þessi ritsmíði ætti Bogi
að hefja Rómferð í annað sinn og
taka aflausn allra rit-synda sinna.
Mislingar.
Landlæknirinn hefir beðið Fjallkon-
una að flytja þau tilmæli BÍn til al-
mennings, að héraðslæknum sé sem
allra fyrat gert viðvart um alla þá,
er menn vita, að farið hafa með Lauru
frá Iaafirði til Stykkishólms samtimis
þ>orleifi ljósmyndara ^oirleifssyiií, og
ennfremur að allir hafi vakandi augu
á þessari hættu og láti lækni tafar-
laust vita, ef nokkurn lasleik ber að
höndum, er líkist mislingum.
Ef mlslingar koma upp á heimili, þá
má enginn þeirra, sem hafa veikina eða
eiga hana í vændum fara út af sóttar-
heimilinu, né heldur utanheimilismenn
koma þangað. Rosknir menn eða þeir,
sem haft hafa mislinga, mega fara
allra sinna ferða.
Áríðandi að allir fari eftir þessu.
Lántaka. Bæjarstjórn samþykti á anka-
fundi 26. f. m. að sækja nm ábyrgð lands-
sjóðs á 800,000 kr. Idni handa bænnm, með
41/2 °/l) röxtum og endnrborgist á 40 árnm.
Millilandanefiidm.
Síðastliðið laugardagskvöld héldu
þingmenn beggja þingflokka fund með
sér. Fundur þessi var leynifundur,
haldinn fyrir lokuðum dyrum. Sam-
bandsmálið var rætt þar. Síðan var
þingfundur haldinn mánudag síðast-
liðinn. Þar kom fram tillaga til þings-
ályktunar um það, að fresta skipun
millilandanefndarinnar, þangað til nýjar
kosningar hefðu farið fram. Tillögu-
menn í neðri deild voru þeir Skúli
Thóroddsen, Björn Kristjánsson og
Stefán Stefánsson þm. Skagf. í efri
deild voru tillögumenn Valtýr Guð-
mundsson, Sigurður fensson.
Eftir nokkrar umræður i hvorri
deild um sig var tillagan feld, í neðri
deild með 16. atkv. móti 4 og f.
efri deild með 6 atkv. gegn 5.
I neðri deild tóku þessir þátt í
umræðunum : Ráðherrann, Skúli Thor-
oddsen og Guðlaugur Guðmundsson,
í efri deild: Ráðherrann og dr. Valtýr.
Heldur voru umræður daufar og hita-
litlar af beggja hálfu, enda var öllum
áður vitanlegt. hvernig það mál mundi.
verða til lykta leitt.
Efir margra daga stímabrak var
loksins í fyrra dag bent íá menn í
millilandanefnd þessa. Höfðu stjórn--
armenn boðið sira Sig. Jenssyni að
vera í nefndinni af hálfu landvarnar-
manna, en hann vildi eigi, en benti
á Jón Jensson yfirdómara. Þetta vildu
stjórnarmenn eigi af þeirri ástæðu, að
eigi mætti hafa utanþingsmann í nefnd-
inni.
Niðurstaðan varð sú, að bent var
á 3 úr hvcrum flokki, en ráðherra
er sjálfkjörinn.
Af stjórnarmönnum voru þessir til-
nefndir:
Jón Magnússon skrifstofustj., Lárus
H. Bjarnason sýslumaður og Stein-
grimur Jónsson sýslumaður.
Af hálfu andstæðinga:
Jóhannes Jóhannesson sýslumaður,
Skúli Thoroddsen fyrr sýslum.
og Stefán Stefánson kennari.
Landvarnarmenn eiga því engan úr
sínum flokki í nefndinni.
Alþingi.
Nefndir. Vegalög.: J. Jónsson,
Bj. Kr., Hannes Þorst., J. Magn., Ól.
Ólafsson.
Skógrœktarl.: Þorh. Bj., Ól. ThorL,
Eggert Pálsson.
Kosningarlög: Pétur Jónss., J Magn.,
B. Kr., Eggert Pálss., L. H. Bjarna-
son, Ól. Thorl., Jón Jónsson.
Breytingar á lagaskólal. 4 marzji 904:
J. Magn., L. H. B., Sk. Th.
Barnajræðsla: Þórh. B., Arnijónss.,
St. St. (þm. Skf.), E. Pálss., Guðrn. Bj.,.
Magn. Andr., J. Magnússon.
Gjafsóknir: Bj. Bjarnason, H. Þorst.,
Ól. Briem.
Eignarréttur á fossutn: Guðl. Guðm.r
Ól. Br., Jóh. Ólafsson, St. St. (þm..
Eyf.) M. Andr.
Stojnun brunabótajélags: Magn Kr.,
Jón. Jónss., St. St. (þm. Skf.), Ól. Br.
Námalög: Stgr. Jónss., Guttormur
Vigfússon og Þorgr. Þórðarson.