Fjallkonan - 21.11.1907, Side 1
XXIV. árg.
Hafnarfirði. 21. nðrember 1907
Xr. 4G
JÓNASARAFMÆLIÐ
16. nóv. 1907.
Rtandmynd Jónasav Hallgrimssonar var afhjúpuð i Reykjavík, eins og
áformað var, á 100. affnælisdegi hans, 16, þ. m.
Athöfnin hófst kl. 2 um daginn. Pá var gengið í skrúðfylking af
Lækjartorgi suður Lækjargötu og upp á tún Guðmundar landlæknis Björns-
sonar. Þar hefir myndin verið reist tii bráðabyrgða, þar til er íullger er
bókhlaðan nýja á Arnarhóli; þá verður hún þangað flutt
Fremst í flokki gekk Stúdentafélagið, þá Ungmennafélag Reykjavíkur og
nemendur mentaskólans, og þá hver að öðrum. Allir báru þessir flokkar
fjölda íslenzkra fána. E’egar komið var upp á túnið skipuðu flokkarnir sór
í háifhring uin myndina. Ræðupallur hafði verið reistur þar, og var hann
hjúpaður bláu líni.
Þá er mannfjöldinn hafði numið staðar, var sungið kvæði það, eftir
Jón Olafsson, er hér fer á eftir, en lag við það hafði ort Árni Thorsteins-
son, og stýrði hann söngnum. Að því loknu stó í ræðustólinn Bjarni Jóns-
son frá Vogi, og flutti snjalla ræðu og skörulega. í miðri ræðu sinni gerði
hann hlé nokkurt, eftir er hann hafði skorað á formann Stúdentafólagsins
að svifta hjúpnum af myndinni. Þá gekk fram kand. Sigurður Eggerz, sem
nú er formaður félagsins og mælti nokkrum orðuin til mannsafnaðarins um
leið og hann afhjúpaði myndina. En stjórn Ungmennafélags Reykjavikur
setti lárviðarsveig á höfuð Jónasi. Þá hélt Bjarni áfram tölu sinni, og er
hann hafði lokið henni, var sungið kvæði Borsteins Erlingssonar: „Hér fékk
okkar giæstasta gígja sinn hljóm “. Lag við það kvæði hafði gert Sigfús
Einarsson. Hann stjórnaði söngnum, er þetta kvæði var sungið. Eftir það
sungu stúdentar „Hvað er svo giatt", eftir Jónas, og gengu kring um mynd-
ina á meðan. En síðast sungu þeir „Eldgamla ísafold" berhöfðaðir, en fáir
aðrir tóku ofan, og er það ilt að vita.
Um kvöldið var höfð blysför til hátiðabrigðis. Var hún hafin suður
við kirkjugarð, gengið um Suðurgötu, Kiikjustræti og Lækjargötu og numið
staðar við myndina og sungin ýms ijóð. Það þótti mörgum, að sú athöfn
hefði eigi tekist svo vel sem skyldi.
Otölulegur manngrúi var viðstaddur afhjúpunina; allar götur um-
hverfis troðfullar af áhorfendum.
Fánar blöktu á hverri stöng í Reykjavík um daginn, íslenzkir og danskir.
Hér í Hafnarfirði var ekki annað gert til hátíðabrigðis en að draga
upp fána (bláa fánann og Dannebrog); en margir Hafnfirðingar fóru þann
dag til Reykjavíkur til þess að sjá og heyra það, sem þar gerðist. — 1*683
er þó vert að geta, að nokkrir Hafnfirðingar sendu þennan dag 100 krónur
í minnisvarðasjóð Jónasar HallgrJmssonar,
Hér fara á eftir kvæði þau, er sungin voru í Reykjavík við afhjúpunina:
I.
f*ér, Jónas Hallgrímsson, ísland var alt,
þess afl og þess fegurð lék þínum á strengjum.
Þótt hamingju-stigirnir hallir
yrðu þér jafnan og auðlánið valt,
hafa ávöxt borið hjá frónskum drengjum
þeir hollu hreimarnir snjallir.
Skáldjöfur lands vors, vór elskum þig allir!
Þýður sem vorblær, sem háfjallið hár,
svo hreinn sem faðir-vor barns á tungu,
sem stálið er andinn þinn sterki.
Jnfi’ hann hjá þjóðinni aldur og ár
og eldmóð hann tendri’ í hjörtunum ungu;
það verður þess vísasta merki,
íslenzk só þjóðin í orði’ og í verki,
HeiJl sórt þú, loks til vor heimkominn!
Þótt hvíli bein þín í öðru landi,
þá áttu þó hér að eins heima.
Ættjörðin lítur hér ástmög sinn;
um aldur hjá oss nú mynd þín standi;
þér aldrei skal ísland gleyma.
Svífi þitin andi’ yfir öllu hér heima!
J. Ó.
II.
Hér fékk okkar glæstasta gígja sinn hljóm
og gullið í strengina sína;
og sæll ertu, Jónas, því sólskin og blóm
þú söngst inn í dalina þína,
og þjóðin þín fátæka fegin sig býr
og frægir með gimsteinum þínum,
og málið þitt góða í faðminn þinn flýr
með flekkina á skrúðanum sínum.
Og heiðraðu, móðurjörð, hörpuna þá,
því hann varð oss kærastur bróðir,
sem söng við oss börnin, og benti okkur á,
að blessa og elska þig, móðir,
sem ástvana sjálfur og einmana dó
og andaður fékk ekki leiði,
sem söng þegar geislarnir sendu' honum fró
og svolítiil blettur í heiði.
En sárt var að kenna þá svipinn hans fyrst,
er sólin var slökt undir bránum,
og minnast þá barnsins, hve brjóstið var þyrst,
og bjóða’ honum armana dánum.
En látum sem fæst yfir högunum hans
og hinna, sem frægðir oss vinna,
svo móðirin gangi’ ekki döpur í dans
í dulunum barnanna sinna.
Hann Jónas sá morguninn brosa við brún;
en bágt á hér gróðurinn veiki,
því lágur er geislinn, sem teygist í tún
og tröllskuggar smámenna’ á reiki;
og þyki þér hægfara sól yfir sveit,
þá seztu’ ekki niður að kvíða,
en minstu þá dagsins, sem meistarinn leit
og myndin hans ætlar að bíða.
Og gaktu’ honum aldrei í gáleysi hjá:
hann gleymdi’ ekki landi nó tungu,
og æfinni sleit hann við ómana þá,
sem yfir þig vorhimin sungu.
Hér bíður hann dagsins sem ljósvættur kmds
og lítur til blómanna sinna:
þess fegursta’ í ættjarðarhlíðunum hans
og hjörtunum barnanna þinna.