Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 11.07.1908, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 11.07.1908, Blaðsíða 2
110 FJALLKONAN FJALLKONAN kemur út hvern föstudag, og auka- hlöð við og við Alls 60 blöð um árið. Verð árgangeins 4 kr. (erlend- is 5 kr. eða lVs dollar', borgist fyrir 1. júlí (ðrlendis fyrirfram). Uppsögn bundin við áramót, ógild nema komin sé til útgefanda fyrir 1. okt- óber, enda sé kaupandi þá skuld- Iaiis við blaðið. Hnna, að sökum gáfnaleysis og kvik- lyndis væru konur ófærar til alvar- legra og vandasamra starfa. Sú á- Btæða er sjaldan tilfærð nú a tímum. Reynslau var þeirri kenningu alveg gagnstæð. Einkennilegt er það, að í ekki færri en fjórum af löndum Ev- rópu hafa þeir stjórnendur, sem sýndu mestan kjark og vitsmuni í stjórninni verið konur. Meira er þó vert um reynslu samtíðaiinnar. í þeim fáu löndum, þar sem konur hafa jaínrétti við karhnenn, hefir hluttaka þeirra í löggjöfum verið sérlega lofsverð og þýðingarmikil. fær hafa bætt hag hinna umkomulausu og litilsvirtu, sem löggjafarnir alt af hafa glaymt. Á íslandi er alveg sérstök ástæða til að verða fljótt og vel við jafnréttis- kröfu kvenna. Af voldugri þjóðum höfum við þolað mikinn ójöfnuð á liðnum öldum, Minnumst þess nú skynsamlega og verum ekki okkar eigin böðlar. Hér höfum við alis engin réttindi að gefa — alha sízt af náð. fýfi og vánsfé skila menn réttum eigendum, en gefa ekki, og þannig ber okkur nú að skila hið skjótasta þeim rétti, sem við höíum óleyfilega haldið. Réttiætistilfinningin ein væri auðvitað þúsundsinnum nóg til að knýja okkur til að bæta gam- alt afbrot, Og hún er fyrsta og helzta ástæðan. En hér liggur meira við. f>jóð okkar á örðugt hlutverk, er sett á Úríasstöðvar. Fólkið er fátt, erfið- leikarnir nvugir, Skynsamleg von um framtíð iaudsirts hlýtur að byggjast á þvi, að einstakiingarnir sýni dáðmagn og andlegan þroska, en þeir eiginleikar eru fátíðir hjá þeim, sem eru hind- raðir í að neyta krafta sinna. Hvað myndi hafa orðið úr Jónasi Hall grímssyni, ef hann hefði verið svo ó- gæfusamur að vera kona? Hagmælt vinnukona, ef til vill, sem allir hefðu skopast að fyrir að vera svo ókven- leg, að gera vísu. Við megum ekki við að kasta burtunýtum kröftum. Voldugir getum við aldrei orðið, en réttlát og myndarleg þjóð, ef við viljum. Og fyrsta sporið til þess er það, að við opnum upp á gátt allar hömlur, sem nú hindra einstaklingana í að þrosk- ast og staría eftir því sem þeir hafa hæfileika og löngun til. Hægt er undanhaldið, Þetta virðast íslenzku nefudar- mennirnir fljótt hafa fundið, meiri hlutinn, þegar þeir fóru að starfa i millilandanefndinni í vetur. Þeim hefir ekki fundist það taka þvi, að stríða mikið fyrir fögrum hugsjónum og íullkomnu frelsi fósturjarðarinnar. Auðvitað mátti slá fram í fyrstu fylstu réttarkröfum þjóðarinnar og bera sig borginmannlega, en sjálfsagt nð vikja frá þeim óðar er Danir fóru íram á það. F’etta var fyrirhafnarminst. En Sagan merkir alla slíka rnenn með brennimarki heigulskapar og ó- trúmensku. Að það sé sannleikur, sem eg hér segi um meiri hluta islenzku nefnd- armannanna, geta menn sannfærst um m eð því að lesa gerðabók milli- landanefndarinnar og fylgjast þar með starfsemi þeina frá upphafl til enda. Hér skal bent á örfá at.riði: Á bls. 25 í gerðabókinni geia allir íslenzku nefndarmennimir grein fyrir þvi, á hvaða grundvelli þeir hljóti að byggja alla sína starfsemi í nefnd- inni. Þeir benda þar á það, að ís- lendingar hafi sögulegan og laga- legan rétt, til þess að vera frjáls þjóð, sem ráði öllum sínum mál- efnum einir með konungi sínum. Þeir mótmæla því eindregið, að Danir hafi nokkurn rétt til þess að skamta okkur af náð sinni. Þetta er fallega á stað íarið, og fyrstu tillögur þeirra i nefndinni eiu j fullu samræmi við þetta, ganga eindregið í áttina að fullkomnu sjálf- stæði. T. d. má nefna uppkast það, sem þeir leggja fram í nefndinni á fundi 21. marz. Þar halda þeir því fram, að þegnréttur sé aðskilinn, að enginn þjóðarsamningur gildi á íslandi nema íslenzk stjórnarvöld samþykki — þarna setja þeir sjálfir orðið „Sam- tykke“, sem þeir llú hamast á móti að standi þar! F>á halda þeir því fram, að sjálfsagt sé að bæði löndin hafi óskertan rétt til, eftir einhvern ákveðinn tíma, að krefjast endur- skoðunar á sameiginlegu málunum, sömuleiðis íétt til að segja upp ein- stökum liðum í þeim og öllum i heild, (at opsige Fællesskabet om disse eller enkelte af dem), ef endur- skoðunin leiðir ekki til nýs samnings. En su dýrð stóð ekki lengi. Jíú fjandskapast þeir við að þetta standi í samningnum. Þeir halda þvi nú fram, að nokkrum þeirraskuli Danir hafa öll yfirráð yfir um aldur og æfi, en hin hafi konungur að nok.kru leyti í hendi sinni. Hvað segja menn um slika frammi- stöðu sem þessa? Alt stari þeirra í þessu máli er samkvæmt þessu ; þeir hamast nú í júlímánuði á móti þvi, sem þeir hétu eindregnu íylgi sínu í marzmánuði í vetur. Nefndarstarfsemi sinni luku þeir með því að fella fyrir Skúla öll ákvæði, er gáfu skýrt til kynna, að ísland væri sjálfstætt ríki. Hvers vegna voru breytingartillögur Skúla feldar, þær, sem tóku svo vel af öll tvímæli? Stefán og Jóhannes sögðu í sam- tali sínu við ísafold, að þeír með því hefðu viljað varast sterk orðatil- tæki, sem danska þjóðin væri hvimp- in við, en meiningin í hinum orðun- um, sem stæðu í Uppkastinu, væri auðvitað sú sama. Hvað er nu satt, í þessu? Eg get ekki stilt mig um að taka hér orðrótt upp úr gerðabókinni álit dönsku nefndarmannanna um tillögur Skúla, sem komu til umræðu á nefnd- arfundi 5. mai. í>að hljóðar þannig: „Forbandlingerne drejede sig navn- lig om dette Ændringsforsiag. Dette blov fra dansk Side fra alle danske Partigruppers Repræsentanter afvist som ganske uantageligt og fandt ikke heJl- r Stötte fra de islandske Medlenmier . . . . Á íslenzku er það þannig: „Umræðurnar snerust einkum um þessar breytingartillögur. Af Dana hálfu var þeim vísað frá, af full- trúum allra flokka, sem algerlega. óaðgengilegum, og íslenzku nefnd- armennirnir veitti þeim ekki heid- ur fylgi sitt“. Svo mörg eru þau orð! Hvað er hér sagt? Ekkert annað en það, að Danir taki ekki í mál að samþykkja nokkuð það, sem bendi á að ísland sé fullveðja riki ; en t.il þess séu þeir þegar albúnir sem full- trúar allra stjórnmálaflokka landsins, að kveða niður öli slík ákvæði. Og er þetta ekki eðlilegt, þegar þess er gætt, að þeir neita þvi ailstaðar, að vér höfum nokkurn rétt til sjálf- stæðis. Hér standa íslenzku nefndarmenn- irnir verjulausir uppi sem víðar. Þeir hafa sagt ósatt um ástæð- urnar fyrir því, að breytingartillögur Skúla voru feldar, auðvitað til þess að breiða yfir skömm sína, en „Ósóminn er orðinn ber, þó ofan á hann sé mokað“. Fyr rná nú rota en dauðrota! Margur rnundi ætla, að aumingja mennimir sæju þetta og sárskömm- uðust sin fyrir írammistöðuna. Nei, rieí, það er annað en svo sé. Þegar þeir hafa litið yfir verk sitt (Uppkast- ið) og sjá, það er harla vont, þá taka þeir það óyndisúrræði, að hafa íslenzku þýðinguna á þessu afkvæmi sinu ónákvœma og það í afarþýðing- armiklum atriðum í ósamræmni við frumtextann. Og svo þegar þeim er rekin í nas- ir ósamkvæmnin í þýðingunni, þá segja þeir fullum fetum að íslenzka þýðingin verði jafngild frumtextanum, — og þetta segja þeir án þess að roðna — þó að í fundargerðinni í „Bláu bókinni" írá 13. maí standi að íslenzki textinn sé settur til a t- hugunar jafnhliða frumtextanum, en teldð skýrt fram, að íslenzku nefndarmennirnir hafi t.ekið ábyrgð á því, að islenzki textinn væri sam- hljóða hinum danska (for hvis Over- ensstemmelse med den aí Komrnis- sionen vedtagne dariske Tekst de is- landske Medlemmer af Koramissionen paatog sig Ansvaret). Það er lúaleg framkoma þetta í jafn þýðingarmiklu máli og hér er um að ræða. Hvað getur afsakað slíkt ? Hjá hverri vakandi þjóð mundu slikir menn vera dauðadæmdir sem leiðtogar og þjóðarfulltrúar. En látum nú vera um þessa 6 nefnd- armenn, sern gengið hafa af hólrni! Ýmsir aðrir, sem menu báru traust til að væru einlægir frelsisvinir, hafa brugðist, þegar mest lá við, og gengið i þjónustu innlimunarmanna. Hugsum okkur roann eins og Jón sagnfræðing! Hanu kvað nú standa allframailega í fylkingu Uppkasts- rnanna, hann, sein svo mikið hefir ritað um frægð og fegurðarljóma gullaldarinnar — þjóðveldistímabilið — hann berst nú fyrir því, að við verðum ósjálfstæð undirlægjuþjóðDana. Svona hausavíxl á réttu og röngu gengur fram úr öllu hófi, og hastar- legt er að bregðast svona góðum málstað. Ekki verður því neitað, að kynleg ér ffamkoma sumra manna. Það er ofureðlilegt, að menn skift- ist í flokka með mjög mísmunandi skoðanir í hinum margbreytilegu innanlandsmálum, eri hitt e1- óskiljan- legra, hversu mislagðar okkur eru hendur þegar erlenda valdið vill 'ræna okkur gimsteininum dýrmæta — frelsinu — þá stöndum við tvískiftir. Þá ættum við að standa sem einn maður og gleyma öllum undangengn- um deiluefnum, og það eru til, því fer betur, svo þroskaðir menn að þeir meta gagn fósturjarðar sinnar meira en blint flokkshatur og mat- fylli í soltinn kvið-] Það er ómaksmiruia að yfirgefa okkar góða málstað, hætta að stefna að takmarkinu margþráða, og ganga á mála hjá Dönum, verða þeirra undirlægjur, en getur nokkur óspiltur sonur fósturjarðarinnar hugsað til slíks ? Nei, það eitt sæmir öllum óspilt- um íslendingum, að berjast fyrir góðum málstað, þar til sigur er fenginn. Ferðalangur. -------------- Dómur þjóðarinuar. í síðasta blaði var get.ið um ófarir Uppkastsmanna á Stokkseyrarfundin- um. Síðan hafa borist fréttir af hin- utn fundunum 4 og eru þær lítt hjartastyrkjandi fyrir Uppkastsmenn- ina. Þingmálafundinum á Húsatótt- um lauk svo, að þar urðu 20—30 samhljóða atkv. móti Uppkaktinu, en ekkert með því. Líkt er að segja af fundi, sem haldinn var að Vatnsleysu í Biskups- tungurn dagirm eftir. Hann sóttu 30 kjósendur af 50 alls á kjörskrá, og greiddu flestallir atkv. mótí Upp- kastinu, en enginn með því. Fáeinir greiddu ekki atkv. Fjórðifundurinn var á Stóruborg í Grímsnesi á miðvikudaginn 1. júlí. Þar urðu enn um 20 atkv. móti Uppkastinu, en 6 með. Þá var síðasti fuudurinn á Sel- fossi 2. þ. m. Þar mætti ráðherr- ann og með bonum spánnýr liðs- maður Jón Jónsson sagnfræðingur. Töluðu þeir af miklum fjálgleik um ágæti frumvarpsins. Jón kvað, að sögn, alt fengið með Uppkastinu, sem vér hefðum sögulegan rétt til að fá, og ráðherrann hafðí ósköp vel beðið menn að láta ekki leiðast út á villigötur i þessu máli. Auk þing- mannaefnanna talaði Bjarni Jónsson frá Vogi á móti frumvarpinu. Eftir larigar umræður fór atkvæða- greiðsla frarn, og urðu þá 13 atkv. með Uppkastinu, 26 á móti því — Fjöldi rnanna var genginn af fundi. Svona fór um sjóferð þá! 4'r Mýræsýslu hafa komið þess- ar fregnir til blaðanna ísaf., Ingólfa og Þjóðólfs:

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.