Fjallkonan

Tölublað

Fjallkonan - 24.07.1908, Blaðsíða 1

Fjallkonan - 24.07.1908, Blaðsíða 1
XXV. árg. Xr. 30 Hafnarfirði, 24. júli 1908 JÓNATAN t’ORSTEINSSON Laugaveg 31 Reykjavík. Stærsta og ódýrasta úrval aí alls konar húsgögnum. l/sf Skrifið eftir verðskrá með rnyndum, sem sendist ó k e y p i s. Landhelgisvörnin og fiskiveiðarétturinn. Ekki uppsegjanlegt mál, Það er látið heita svo í Uppkast- inu, að gæzla flskiveiðaróttarins sé eitt af þeim sameiginlegum málum Danmerkur og íslands, sem segja má upp eftir 37 ár. En ekki er það nema að nafninu uppsegjanlegt mál, ef nokkuð er að marka skýringar nefndarmannanna sjálfra. Þeir segja. að iandheigisvörn ís- lendinga sjálfra verði ekki tekin gild eða viðurkend réttmæt af neinum öðrum þjóðum, af því að þeir hafa engin herskip til að annast hana. Þess vegna verði Danir að samþykkja eða leyfa alt eftirlit, sem vér viljum hafa með landhelginni. Annars sé það marklaust. Setjum svo að íslendingar segi upp þessu atriði samningsins og ætli sér að annast landhelgisvarnirnar sjálflr eftir 37 ár. Þá verða þeir að fá sér herskip til þess, ef sú kenning er rétt, að öðru- vísi vörn sé marklaus. Hvað munu Danir þá segja? Ekki annað en þetta: Herskip leyfum við ykkur ekki að hafa. Þið haflð samið um að hafa hervarnir á sjó og landi sameiginlega með okkuv, og því atriði samningsins getið þið ekki sagt upp. Ef þið fáið ykkur herskip móti okkar vilja, þá haflð þið roflð samninginn, og við látum það ekki viðgangast. Pessu geta Danir svarað og þessu munu þeir svara, svo framarlega sem þeim et' nokkurt kappsmál að halda fiskiveiðaréttinum í landhelgi íslands, sem þeir fá fyrir landhelgis- vörnina. Og hver efast um að þeim verði það kappsmál? Þá standa íslendingar uppi ráða- lausir. Annaðhvort verða þeir að vera varnarlausir eða að ganga að þeirn kostum, sem Danir setja þeim um landhelgisvörnina, og fela þeim hana fi'amvegis. IÞetta verður ein afleiðingin af því, að hafa hermál óuppsegjanlega sameiginleg með Dönum, eftir því sem Uppkastsmenn segja sjálflr. Danir geta um aldur og æfl kraf- ist þess, ef þeim sýnist, að hafa í sínum höndum landhelgisvörnina við fsland, og sett það upp, að eiga landhelgina í staðinn jafnt og íslend- ingar. Það er nógu kænlega ráðið, að láta- það heita svo sem landhelgis- vörnin og fiskiveiðarétturinn sé upp- segjanleg mál, en láta það ekki vera í raun og veru. Alveg eins og að láta ísland heita frjálst og sjálfstætt iand, þótt flest atriði samningsins snúi öfugt við því heiti. Líklega má ekki kaila þetta blekk- ingartilraun. Heldur hvað? -----<X>o<>---- 2yRjanQ& vlfinn. Hann var yngdur upp í fyrra, svo sem kunnugt er, og færður úr stað um leið. Gamli vitinn stóð orðið svo tæpt við sjóinn, að honum þótti ekki óhætt lengur. Úr berginu, sem hann stóð á, var altaf að springa meira og meira, svo að honum var bersýnileg hætta búin. Það mun hafa verið gert að ráðum hins út- lenda verkstjóra, er stóð fyrir bygg- ingu vitans, að reisa hann á þessum stað, þvert á móti tillögum kunnugra merkismanna íslenzkra, sem spáðu því þá, sem nú er fram komið, að vitanum yrði ekki vært þarna til lengdar. Sú danska ráðsmenska hefir orðið landssjóði dýr. Gamli vitinn kostaði fyrst og fremst afarmikið, því að verkstjórn öll var þar í mesta ólestri og ómynd. Og nýi vitinn kostar líka mikið, — miklu meira en áætlað var, hátt upp í 100 þús. kr. að minsta kosti. Lesendur Fjallk. munu minnast þess, sem kunnugur maður þar syðra skrifaði henni í vetur um vinnubrögð þar o. fl., sem hleypti kostnaðinum mjög fram. Rétt er þó að geta þess, að öllum ber saman um, að ekki hafi yRvsmiður vitans átt neina sök á því, sem mið- ur fór þar; honum bera allir bezta orð fyrír dugnað og stjórnsemi, eftir að hann tók við. En hann réði ekki öllu um undirbúning sjálfs verks- ins. Ekki mundi nú mikið um það kvartað, þótt vitinn kostaði meira en gert var ráð fyrir í fyrstu, ef ekkert væri annað út á hann að setja. Landanum er hætt að bregða í brún, þótt bæta verði við áætluðu fjárhæðirnar eftir á; því slíkt er mi orðin föst venja. En nú er það komið upp úr kaf- inu, að annar stærri galli er á þess- ari gjöf Njarðar, Reykjanesvitanum. í suðaustur frá vitanum, þar sem hann stendur nú, er fell eitt eða gamall eldgígur, er Skálafell nefnist, og gnæflr það svo hátt, að vitann sér eigi, ef skip stefna á hann úr þeirri átt. Vitinn heflr eigi verið hafður nógu hár til þess, að hann næði að lýsa yflr fellið. Skip sem koma úr þessari átt — og þau eru mðrg — eru þvi í hættu stödd, ef myrkur er og þau reiða sig á vitann. Það er því meira en furða, að landsstjórnin, sem hlýtur að vita um þetta, skuli eigi hafa gefið út aðvörun til sjófarenda uro það. Lað er að visu ekki skemtilegt verk, að verða að vara menn við vita, sem stjómin er nýbúin að láta reisa með . ærnum kostnaði til þess að leiðbeina sjómönnum. En segja verður hverja sögu eins og hún gengur, og ekki er hitt skemtiiegra, að slys hljótist af þessu. Sú saga er sögð eftir skipstjóra á ensku botnvörpuskipi, að hann hafl aldrei séð vitann á allri leiðinni frá því á móts við Vestmanneyjar og upp undir Reykjanes, al því að hann steíndi á hann úr þeirri átt, er Skála- fell bar fyrir. En ekki er þessi saga seld dýrara en hún var keypt og eng- in ábyrgð tekin á því, að hún só sönn. Hvort sem heldur er, þá er það auðsætt, að slys getur orðið að þessu, og það enda þótt skipstjórar viti af fellinu. Ekki eru allir svo vissir um það, hvar þeir eru staddir í dimmviðri og hríðum, að eigi geti út af borið þeirri stefnu, er þeir ætluðu sér. Hvort sem hér er um að kenna klaufaskap eða kæruleysi verkfræð- ings þess (Th. Kr.), er hafði yflrum- sjónina við vitabygginguna, þá er brýn nauðsyn til skjótra úrræða. Umbæturnar mundu kosta mikið að vísu. Héðan af er liklega eigi annað ráð en rífa niður fellið, svo að vitann beri yflr það. Það áætlar kunnugur maður þar syðra að mætti gera fyrir 8000 kr. En þótt það kostaði meira, og jafnvel hvað sem það kostar, þá má ekki við svo búið standa. Og hið minsta, sem hægt er að ætlast til af stjórninni, er að hún auglýsi fyrir sjómönnum þennan annmarka á vitanum — og geri það undir eins. Uppsegjanlegt. —Óuppsegjanlegt. Uppkastsmenn segja það rangt, að nokkurt atriði í Uppkastinu sé óupp- segjanlegt. Blað ráðherrans sjálfs segir 7. þ. m. að það séu „algjörð ósannindi" að utanríkismál og her- mál séu óuppsegjanleg um aldur og æfi. Ætla mætti, að engin þörf væri ab ræða um þetta, því að enda þótt það væri hann sjálfur (ráðh.), sem svona óráðvandlega færi með sannleikann í blaðinu hans, þá ætti engum að vera vorkunn að sjá, hvílík endemis-fjarstæða þetta er. En nú er það komið í Ijós, að kosningasmalar Uppkastsmanna tönnl- ast mikið á þessari heimsku, og þó að þeir væntanlega geti ekki lifað lengi á henni, þá er þó réttara að „molda" hana sem fyrst. Blaðið kemur með þessar sann- anir(!) fyrir því að málin sóu ekki óuppsegjanleg: 1. Að þau orð eða önnur jafngild þeim standi hvergi í Uppkastinu. 2. Að það sé tekið fram í nefnd- arálitinu, að samningurinn eigi ekki að gilda um aldur og æfi. 3. Að 9. gr. kveður svo á, aö endurskoða megi allan samninginn eftir 25 ár. Lessum röksemdum er fljótsvarað. 1. f*að væri hlægilegt, eí þau orð hefðu staðið í Uppkastinu, að ein- hverjum atriðum þess mætti aldrei breyta. Slík ákvæði standa víst al- drei í neinum lögum. Bessi orð ráð- herrablaðsins eru því mælt út í hött. 2. Það er rétt, að nefndin segir í athugasemdum sínum, áð þessi samningur geti ekki fremur en ann- ar mannlegur samningur verið til þess ætlaður, að gilda um aldur og æfl. En það sjá þó allir: að hann gildir allur um næstu 25 ár, nema báðir aðilar (íslendingar og Danir) komi sér saman um að breyta hon- um; að eftir 37 ár geta íslendingar ekki breytt öðrum atriðum hans en þeim, sem talin eru upp í 9. gr., og að eítir það gilda öll önnur atriði hans þangað til báðar þjóðirnar koma sér saman um að breyta þeim. 3. Allan samninginn má endur- skoða að 25 árum liðnum. En Dan- ir mega líka láta það ógert. Þeir mega neita íslendingum, svo lengi sem lízt, að fá nokkrar breytingar, af því að þessi atriði samningsins eru óuppsegj anl eg. íslendingar geta aldrei breytt þeim nema með samþykki Dana — aldrei sagt þeim upp. Ef Hannes Hafstein (aðaleigandi „Reykjavíkur") gerir samning við Magnús Blöndal um það, að hann (M. Bl.) skuli bera ábyrgð á öllu því, sem prentað sé í blaðinu eftir sig (H. H.) og fá fyrir það ákveðna borgun, þá vita bæði þeir og aðrir, að þeim samningi er ekki ætlað að gilda um aldur og æfi. En þó að þar standi: „Þessum sanmingi má breyta að ári liðnu", þá getur Magn- ús Blöndal ekki breytt honum einn. Vilji hann að þeim tíma liðnum vera undanþeginn því, að láta blaðið flytja 1 sínu nafni einhverjar kenningar H. H., sem hann er andvígur, þá getur

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.