Fjallkonan - 24.07.1908, Blaðsíða 2
118
FJALLKONAN
n
FJALLKONAN
kemur út hvern föstudag, og auka-
blöð við og við. Alls 60 blöð um
árið. Verð árgangsins 4 kr. (erlend-
is 5 kr. eða U/a dollar), borgist fyi-ir
1. júlí (erlendis fyrirfram). Uppsögn
bundin við áramót, ógild nema
komin sé til útgefanda fyrir 1. okt-
óber, enda sé kaupandi þá skuld-
laus við blaðið.
hann ekki fengið þá breytingú gerða
á samningnum, nema með samþykki
H. H.
Það er sitt hvað, að báðir aðilar
komi sér saman um breytingar
eða annar þeirra geti komið þeim
í framkvœmd.
Það er ekki kölluð uppsögn
þegar samningsaðilar verða sammála
um breytingar.
I’ess vegna er það ósvinna af ráð-
gjafamálgagninu að kalla það „algjörð
ósannindi", að utanríkismál og her-
mál séu óuppsegjanleg um aldur og
æfi.
Fví að íslendingar geta aldrei
um aldur og æfi sagt þeim atriðum
samningsins upp. Þeir geta fengið
þeim breytt með Ijúfu s a m þ y k k
Dana — ef það fæst nokkurntíma.
Danir geta látið samninginn gilda
um aldur og æfi, ef þeim sýnist,
hvað sem íslendingar segja.
Pví mun jafavel Hannes Hafstein
ekki þora að neita.
*VqíU6 oftirtoRí!
í lögum frá 22, nóv. síðastl. ár
er 56 gr. svohljóðandi:
Vegfarendur hvert heldur eru gang-
andi, ríðandi eða á vagni eða á hjól-
um, skulu þá er þeir mæta einhverj-
um, eða ef eitihver vill komast fram
fyrir þá, halda sér og gripum sínum
á vinstri helmingi vegarins eingöngu.
Pað er enn sem komið er útlit
íyrir að mjög fáir viti af því, að þessi
grein er í áðurnefndum lögum, því
það eru að eins örfáar undantekning-
ar, að íarið sé eftir því; en eins og
gefur að skilja var og er hin mesta
nauðsyn, að setja reglur fyrir umferð
á vegum hér á landi, eins og 1 öðr-
um löndum, og eigi hvað sízt, þar
sem vegir hér á landi eru yfir höfuð
mjóir og krókóttir. Ef þessi grein
eigi verður rækilega brýnd fyrir al-
menningi, getur miklu fremur hlotist
slys við umferð á vegum, heldur en
ef hún eigi væri til, því ef sá sem
veit lögin heldur áfram með fullri
ferð í sínum fulla rétti, getur hann
áður en varir rekist á þá, er eigi
vita lögin, og einkum vegna þess, að
helzt mun þeirri venju hafa verið
fylgt, að víkja sér til hægri hliðar; og
hefi eg einkum orðið "þess var í
Reykjavík, að flestir þeir er ganga
þar með hesti fyrir vagni, ganga við
hægri hlið hestinum, sem er mjög
varasamt eftir þessari grein, því þá
er hættara við, að maðurinn verði
fyrir hjólunum, þá er tveir mætast.
Á eitt atriði vildi eg um leið
minna vegíarendur, og það er: að
fleygja eigi vindilstúfum með eldi í,
utan hjá vegunum, einkum í þurka-
tíð. Eg hefi þrisvar á síðastliðnum
tveim árum“ vitað til þess, að í mosa
kviknaði af þannig löguðu atviki, on
í öll skiftin vildi svo vel til, að verka-
menn þeir, sem unnu með mér að
vegalagningu, sáu eldinn, og gátu
slókt áður en tjón varð að.
Hafnarfirði í júli 1908.
Sigurgeir Gielason.
Danskur íslendingur.
Einstaka maður hefir haft orð á
því, að það sé í meira lagi ókurteist
af Fjallkonunni að kalla Jón Jensson
yfirdómara danskan íslending.
Pað sé eitthvað skylt því, að vera
nefndur íöðurlandssvikari, segja þeir,
eða öðrum svívirðingarorðum.
Peir um það, hvaða skilning þeir
leggja í orðin. En velkomið er að
skýra frá, hvað Fjallkonan telur réttan
skilning á þeim. Hennar útskýring
er þannig:
Danskur íslendingur á sá maður
skilið að heita, sem hefir danskar
skoðanir á þeim raálum, er þessar
tvær þjóðir greinir á um, og ekki sízt
ef hann flytur þær skoðanir af miklu
kappi. Sá maður, sem fullyrðir f
alvöru, að ísland sé innlimað Dan-
mörku og eigi engan rétt til meira
sjálfstæðis en þess, er Danir viija
unna oss af góðvild sinni, er í raun
og veru að flytja þá kenningu, að
allir íslendingar séu danskir. Jón
Jensson segir nú að vér séum inn-
limaðir með stöðulögunum 1871 og
stjórnarskrárbreytingunni 1903. Pað
er dönsk kenning — því mun Jón
Jensson ekki neita sjálfur — og í
henni felst það, að vér séum allir
danskir — danskir þegnar. Enginn,
sem þeirri skoðun fylgir, getur reiðst
því, þótt hann sé kallaður danskur
íslendingur, ef hann vili vera sjálfum
sér samkvæmur,
Sama heiti eiga þeir með réttu,
sem fylgja því fram, að íslendingar
seiji Dönum í hendur nokkuð af
þeim réttindum, sem þeir eiga. Peir
eru að reka erindi Dana hér á landi.
í orðinu föðurlandssvikari felst að
öllum jafnaði verri merking. Pað á
við þá menn, sem af ásettu ráði og
mót betri vitund leitast við að vinna
landi sínu tjón.
Pað hefir enginn sagt um Jón
Jensson.
Svo kynlegt sem það er, að hann
er nú skyndilega snúinn gegn sínum
fyrri kenningum og metur einskis
þau orð, sem hann skrifaði sjálfur
fyrir einu ári, þá mun enginn bregða
honum um föðurlandssvik. Hitt mun
heldur, að „augu hans eru svo hald-
in“, að hann fær eigi enn þá séð
betur en þetta. Sumir menn eru
svo lengi að átta sig. Pess eru dæmi,
að greindir menn og gætnir hafa
orðið svo „hundvillir", að þeir hafa
stefnt fram í afdal í þeini riú, að
þeir væru á leið til bygða, þótt
straumurinn í ánni, sem rann eftir
dalnum, hafi vitnað móti þeim.
Móti sjálfum sér—
Alt af á móti sjálfum sér,
Pað er hið einkennilegasta við fram-
komu þeirra Uppkastsmanna, að íor-
ingjar þeirra eru alt af að berjast á
móti sjálfum sér.
Nefndarmennirnir, sem héldu fast
við kröfur Pingvallaíundarins úti í
Kaupmannahöfn í vetur lengi vel, þeir
harnast nú um þvert og endilangt
iandið á móti þeim kröfum og telja
þjóðinni trú um, að það sé voði fyrir
hana að nefna þær á nafn.
Þetta vita nú allir, af því að svo
skamt er síðan þeir snerust á áttinni.
í fyrra krafðist þjóðin þess, að þing
væri rofið og kosningar látnar fram
fara áður en sambandslaganefndin
væri skipuð, svo að unt yrði að skipa
hana úr þvi þingi, er umboð hefði frá
þjóðinni til þess að fjalla um þetta
mál.
Þeirri kröfu var ekkert sinnt. Ráð-
herrann og hans „æðstu ráð“ sögðu
þá að þess gerðist ekki þörf, því að
næsta þing, sem ekki kæmi saman
fyr en eftir nýjar kosningar, gæti
breytt frumvarpi sambandslaganefnd-
arinnar eins og því sýndist; nefndin
gæti ekki bundið hendur þess að neinu
leyti.
En nú segir „henann“ og hans
menn allir, að þingið megi ekki breyta
einu orði í Uppkastinu.
Svona greinilega eru þeir nú komn-
ir á aðra átt, enda er liðið heilt ár
síðan!
Stefna þessara manna — hver er
hún? Ekki þó líklega sú, að vera
alt af á móti sjálfum sér?
Kynlegast er það, að til skuli vera
nokkrir skynsamir alþýðumenn, sem
hafa skap til að elta foringjana á
þessu hringsóli. Peir hljóta þó að
sjá, hvað það er skringilega skoplegt
og illa sæmandi alvörugefnum mönn-
um. Þeir ættu að lofa ráðherranum
og hans „ráðgjöfum" aðleika þennan
skollaleik einum.
Pað er líka óðum að koma í ijós,
að flokkurinn þeirra rýrnar. Alþýðan
sér það, að nú eru of alvarlegir tím-
ar til þess að eyða þeim í skollaleik.
Bara ruslið!
Mannjöfnuður Uppkastsmanna,
„„Allir beztu menn þjóðarinnar
eru með Uppkastinu“, segja formæl-
endur þess.
Pað er með öðrum orðurn „bara
ruslið", bændafundarskríllinn, sem
þeir kalla, eða sauðsvartur almúginn,
som fyllir ílokk breytingarmanna.
Peir þreytast aldrei á að telja
upp með nöfnum þessa „beztu menn“.
í þeim ílokki eru nú fáeinir af þeim,
er fyrir einu missiri voru á annari
skrá hjá stjórnarflokksmönnum —
skránni yfir þá, er hættulegastir
fjandmenn voru þeirra flokki; „verstu
menn þjóðfélagsins" rnunu þeir sum-
ir hafa heitið þá, t. d. Jón Jensson
yfirdómari.
Mest gaman er hent að því, hvern-
ig fór um Guðmund Hannesson lækni
hjá Uppkastsmönnum. Pað em ekki
margir mánuðir síðan stjórnarflokk-
urinn rægði hann og ofsótti á allar
lundir, eins og flestum má vera 1
fersku ininni. En alt í einu er hann
kominn á skrána yfir „beztu menn
þjóðarinnar". Einhver hafði skrökv-
að því að þeim, að hann væri farinn
úr Landvarnarflokknum og væri
orðinn gallharður Uppkastsmaður.
Meira þurfti ekki til þess, að hann
kæmist í flokk „beztu mannanna".
Hann leiðrétti von bráðar þennan
misskilning, og — hvarf af skránni!
Mannkostir hans voru þar með að
engu orðnir vitanlega. Nú er hann
vafalaust kominn í „ruslið" aftur!
„Maður verður að bjarga sér eins
og bezt gengur“, sagði Gamli Toggi,
og eitthvað svipað vakir fyrir Upp-
kastsmönnum. Þegar ekki er hægt
að aíla sér fylgis með öðru, þá verð-
ur að royna þetta: að telja fólkinu
trú um, að það sé eintómur skríll,
sem er andstæður Uppkastinu. Pað
sé ekki nema ruslið, úrkastið úr
nrannfelaginu, sem leyfi sér að rísa
upp á móti landsins „fínustu (og
feitustu) herrum" og hafi orð á því
að varðveita réttindi sín. Rétt eins
og þetta rusl eigi nokkra heimtingu
á að eiga réttindi!
En skyldu þeir verða margir, sem
gangast fyrir því, að komast — rétt
í bili — í þá sveit, er Uppkasts-
menn nefna „beztu menn þjóðarinn-
ar“, og vinna bað til, að selja af
höndum sjálfstæði landsins?
Ætli þeir verði ekki fleiri, sem
vinna það fyrir frelsi ættjarðarinnar,
að vera kallaðir rusl og s-kríll og
öðrum slíkum nöfnum?
Landsmenu kannast við þau orð
frá einokunartímunum. Þá voru það
danskir kaupmenn og þjónar þeirra,
sem viðhöfðu slík orð við heiðvirða
bændur. Nú helzt engum kaupmanni
það uppi lengur. Búðin hans mundi
alt af verða tóm, ef hann leyfði sér
það, eða þó ekki væri nema að hann
gæfi það óbeinlíuis í skyn ; landsmenn
mundu ekki margir hafa skap til að
skifta við hann.
Kosningarnar í haust leiða það í
Ijós, hvort margir láta blindast af
þessari aðferð Uppkastsmanna, að
flagga alt af raeð nöfnum embættis-
mannanna í sínum flokki til þess að
sýna það, að allir „beztu mennirnir"
séu á sínu bandi. Rétt eins og em-
bættismennirnir séu undantekningar-
laust beztir, en alþýðan verst.
Jú, nú man óg það.
(Samtal á Reykjavíkurgötum)
Lúðv.: Hvaða rétt hefir Fjallkon-
an til að segja, að sá spámaður mundi
hafa verið grýttur í hel, sem hefði
spáð því fyrir 10 árum, að Heima-
stjórnarmenn mundu nú í ár vilja
gera ísland að hernaðarlandi ? Þetta
kalla eg róg og illmæli og vil ekki
láta mönnum haldast uppi að segja
annað eins.
Jón ki: Uss, hafðu eklci svona hátt;
bezt að minnast ekkert á það svo
aðrir heyri.
Lúðv.: Nú, því þá það? Er ekki
sjálfsagt að berja slíka dóna, sem
skamma svona okkar flokk?
Jónki: 0, þú manst auðsjáanlega
ekki hvað gerðist við kosningarnar
haustið 1900. Á Hornströndum
meina ég.