Fjallkonan


Fjallkonan - 20.03.1909, Síða 1

Fjallkonan - 20.03.1909, Síða 1
Alþingi. hngmannafrumvörp, Skipun litknahiraða. Flutningsm. Jón Ólafsson. Nýtt læknishérað er nefnist Norðfjarðarhérað, sett á stofn milli Seyðisfjarðarhéraðs og Reyðar- fjarðarhóraðs. Bókasafn Vetturlands. Flutningsm. Sigurður Stefánsson. Amtsbókasafn- ið i Stykkishólmi ílytjist til ísafjarð- ar, að undanskildum þeim útlendum bókum, sem lit eru gefnar fyrir árið 1885, og leggist. bókasafn ísafjarðar- kaupstaðar við það, en safnið heiti síðan Bókasafn Vesturlands, og njóti sömu hlunninda og amtsbókasafnið hefir mi. Aðgreining koldsveikra frá öðrum mönnum og flutningur þeírra á opin- beran spítala, — breyting á eldri lögum. Flutningsm. Sig. Hjörleifs son. Hagfrceðissk(/rslur. Frá nefndinni í verzlunar- og atvinnulöggjöf. Heimt- aðar fleiri og nákvæmari skýrslur en nú er lögboðið og landsstjórninni fal- ið að láta gefa þær út. Hvalveiðamenn. Flutningsm. Jón Ólafsson. Enginn hvalveiðamaður má hafa bækistöð hér á landi fyrir útveg sinn, enginn flytja í land hval, er hann hefir drepið og enginn leigja, selja né ijá nokkrum manni land til hagnýtirigar við hva.laveiðaatvinnu. Bannið gildi frá 1. júli 1911 til 1. júlí 1920. Túngirðingalög. Frá landbúnaðar- nefndinni. Ákvæði um, hvernig girð- ingar skuli gerðar, þær sem njóta styrks eða láns úr landssjóði, um viðhald á þeim, svo og um að sýslu- nefndir megi gera samþyktir fyrir stærri eða minni svæði innan sýslu um notkun gaddavírs, um samgirð- ingar o. fl. lnnflutningur á hnndum. Frá sömu nefnd. Bannað að flytja hunda inn i landið. Pjóðjarðasala. Flutningsm. Jón Ólafsson, Ben. Sveinsson. — Gangi jörð, sem áður var þjóðjörð, úr sjálfs- ábúð kaupanda næstu 10 ár eftir að kaupin fóru fram, hefir landsjóður rétt á að kaupa jörðina aftur. Eiðar og drengskaparorð. Fiutnings- menn Jón forkelsson ogBened. Sveins- son. Segir svo fyiir að viðlagning drengskapar hafi sama gildi að lögum og eiðar, og skulu þeir staðfesta þann veg skýrslu sína, sem ekki teijast opinberlega til neins kristins trúarfé- lags. Erfðaábúð á kirkjujörðum. Flutn- ingsmaður Jens Pálsson. Þessa írum- varps vefður getið nánar síðar. Námsskeið verzlunarmanna. Frá verzlunarmálanefndinni. — Unglingar yngri en 18 ára, sem stunda vetzl unarnám hjá kaupmönnum eða öðr- um, skulu gera námssamning, og eru ýms nánari ákvæði sett þvi við- komandi. Vélgæzla á íslenzkum gufuskipum og i landi. Flutningsmaður Magnús Blöndahl. Um það hverir hafi rétt til að vera vélastjórar á gufuskipum og í verksmiðjum o. s. frv. Gagnfræðaskólinn á Akureyri. Frá nefnd í gagnfræðaskólamálinu. Nýtt frumv., sem á að koma i stað núgild- andi laga. ------<—0*0---- Fjárlaganefndin i neðri deild hefir nú lokið við á- lit sitt, og var það lagt fyrir deildina 17. þ. m. Vegna örðugs fjárhags landssjóðs ura þessar mundir kveðst nefndin hafa gert sér far um að stinga upp á sparnaði, þar sem það hefir verið viðlit, en ekki talið hyggilegt né beint óhjákvæmilegt, að láta hætta við að feta sig áfram með hægð og gætni framfarabraut þá, er landið hefir fyr- ir þó nokkuð mörgum árum lagt út á, í samgöngumálum hvað helzt, og ýmsu öðru. En við það kveðst hún verða að kannast að loknu verki, að lítt hafi henni lánast að benda á margt er spara mætti í útgjöldum Tekjurnar áætlar nefndin 38 þús. kr. hærri fyrra árið heldur en gert var í stjórnarfrumvarpinu. og 33 þús. kr. síðara árið. En þessar breytingar vill hún gera á gjöldunum: Fella burt 1500 kr. til þess að gera staingirðingu sunnan við stjórnarráðs- blettinn. Lækka ritfé bæjarfógetans í Reykja- vík úr 1400 kr. niður í 1000. Útgjöld við eftirlit úr landi með fiskiveiðum útlendinga lækki um helm- ing (500 kr.). Veita 10,000 hvort árið til reksturs heilsuhælisins á Vífilsstöðum, og 2000 kr. til sjúkrahússins á Akureyri til húsabóta. Borga holdsveikralækninum 600 kr. í ferðakostnað á alþjóðafund holdsveik- islækna í Björgvin. Andrési Fjeldsteð héraðslækni ætl- aðar 2000 kr til að fullnuma sig í augna- og eyrnalækningum. Póstafgreiðslumönnunum tveimur hinum eldri í Reykjavík æMað að fá launahækkun, annar 300, hinn 200 kr. En feld burt 3000 kr. til miðstöðv- arhitunar i pósthúsinu (í fjáraukalög- um). Aftur á móti vill nefndin veita 800 kr. til þess að útbúa peningageymsl- uklefa i pósthuskjallaranum Nefndin leggur til að íeld sé burt 500 kr launahækkunin til landsverk- fræðingsins (J. f’orl.) Til flutningsbrautarinnar írá Blöndu- ósi að Viðidalsá og brúar á Laxá vill nefndin veita 11,000 kr. Til að fullgera Fagradalsbrautina 11,500 kr. (í aukafjárl.) Þjóðvegaféð vill nefndin hækka um 5000 kr. fyrra árið, til vörðuhleðslu á f’orskafjarðarheiði og viðgerðar á þjóðveginum milll Þingvalla og Geys- is Til kaupstaðarvegar út á Hvamms- tanga (fyrir Múlann) 5000 kr. fyrra árið. Og til vegagerðar í Breiðdal 2000 kr, f. á., gegn jafnmiklu tillagi annarstaðar frá hvortveggja. Fjárveiting (2700 kr. á aukafjárl.) til aðstoðarverkfræðings fellir nefndin burt. Sömuleiðis 750 kr til mótor- bátsferða frá Borgarnesi upp eftir Hvítá. Styrkinn til gufubátsferða ætlar hún 45,000 kr. alls (44,000 i frumv.) og vill láta stjórnina skifta þvi fé niður. Af þessu fé eru ætlaðar 1000 kr. til gufu- eða mótorbátsferða milli Vestmanneyja og Rangársands. Símann til Stykkishólms vill nefnd- in láta leggja frá Borgarnesi, en ekki Búðardal, og hækka ^járveitinguna til hans um 6,000 kr. Vestmanneyjasimann vill hún geyma— telur loftskeyti frá Reykjavík hapfeldari og ódýrari. Eftirlitskostnað með vitum lækkar nefndin um 1400 kr. fyrra árið og 600 hið síðara. Eftirlaunaviðbót prest.a er hækkuð um 500 kr. á ári, vegna nauðsynlegr- ar viðbótar við styrk handa veikum presti (G. K.) o. fl. Námsstyrk prestaskólanemanda og læknaefna telur nefndin nóg að hafa 250 kr. hæst, handa hverjum, í stað 300. Fjárveitinguna (1800 kr.) til auka- kenslu við lagaskólann lækkar hún niður í 800 kr., og fellir burt 1000 kr. til bókakaupa handa skólanum. Til æfingaskóla við kennaraskólann eru veittar 700 kr. á ári. — Það var þetta fé sem mönnum var talin trú um að aldrei þyrfti á að halda, ef kennaraskólinn yrði í Reykjavík; svo rætist sú spá. Styrkinn til kvennaskólans í Reykja- vík lækkar nefndin úr 7000 kr. niður í 5000 kr. á ári, og styrkinn til hús- búnaðarkaupa niður i 1500 kr. Blönduós-kvennaskóli á að fá sama styrk og Reykjavíkurskóli. Bainaskólastyrkurinn til kaupstað- anna er lækkaður um 1000 kr. Jónasi Jónssyni frá Hriflu eru ætl* aðar 500 kr. til að Ijúka við kenn- aranám erlendis. Styrkurinn til bókakaupa og hand- rita handa Landsbókasafninu lækkar neftidina um 1000 kr. á ári. En hækkar laun dyravarðar þar úr 800 kr. í 1400. Laun aðstoðarmanns við landskjala- safnið (800 kr.) fellur burt, en fjár- veiting til að búa um skjöl hækkar urn 200 kr. Til aðstoðarmanns við Forngripa- safnið eru ætlaðar 600 kr., en 1000 krónurnar til undirbúnings skrásetning fornmenja lækkaðar niður í 500. Goodtemplarareglnnni vill nefndin veita 4000 kr. fyrra árið, en 2000 hið síðara. íslandssögustyrkinn til Boga Melated vill hún fella nióur síðara árið. Meiri hluti nefndarinnar hefir ekki þá trú á tilætJuðum notum af orða- bókarfjárveitingunni handa Jóni Ólafs- syni, eða þá að svo miklu verði af- kastað i því starfi, að miklu fé sé til kostandi úr landssjóði, og sting- ur upp á að sú fjárveiting sé færð niður í 720 kr. á ári (úr 1500). Einari Hjörleifssyni eruætíaðar 1200 kr. hvort árið. Guðmundi G. Bárðarsyni bónda á Kjörseyri vill nefndin veita 1000 kr. fyrra árið til utanfarar, til þess að fullkomna sig í jarðfræði. Einari Jónssyni myndasmið er ætl- aður 1500 kr. styrkur hvort árið. Byggingarkostnaðinn við bænda- skólana á Hólum og Hvanneyri rill nefndin spara landinu fyrst um sinn. Þar sparast 73,000 kr. Laun Hjartar Snorrasonar kennara á Hvanneyri leggur hún til að hækka um 300 kr. Fjárveitinguna til unglingaskóla vill hún hækka upp í 5000 kr. (úr 3500). Styrk tii verklegrar búnaðarkenslu á Eiðum hækkar nefndin um 1000 kr. Hún vill spara 500 kr til skóg- græðslueftirlits við Rauðavatn og Þingvelli. Ungmennafélag íslands vill hún styrkja með 2000 kr. á ári. Indriði Helgason og Jón Sigurðsson eiga að fá 500 kr. (í aukafjárlögum) hvor til rafmagnsnáms. Hjálpræðishernum eru ætlaðar 250 kr. á ári gegti jafnmiklu úr bæjar- sjóði Reyicjavíkur. 300 kr. aðstoðarfé við efnarann- sóknarstofuna og 800 kr. til grasgarðs í Reykjavík fellir nefndin burt. Iðnaðarmannafélagið í Reykjavík ætlar að halda. iðnsýningu á aldaraf- afmæli Jóns Sigurðssonar og vill nefndin veita því 2000 kr. til þess. Nefndin stingur upp á 500 kr. eft- irlaunaviðbót handa Hjörleifi prófasti Einarssyni (hafði áður 300); ekkjufrú Elinborgu Friðriksdóttur vill hún veita 600 kr. eftir launastyrk, meðal ann- ars í notum höfðinglegrar gripaijafar þeirrar, er sonur hennar, Jón h- itinn Vídalín, ánafnaði landinu eftir sinn dag.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.