Fjallkonan


Fjallkonan - 20.03.1909, Side 3

Fjallkonan - 20.03.1909, Side 3
FJALLRONAN helgum þjóbemiseinkennum sinum, verða þær ósjálfstæðar, ganga upp í hinum stærri þjóðum og detta alveg úr sögunni. Siíffvm því aldrei fyrsta sporíð til að gefa upp réttwœt þjóðernisein- kenni vor. Brjótum aldrei þk helgu frumreglu. Br. J. Ljótur grikkur. —o— Það er ljótur grikkur sem Knud Berlín, aðalskrifari og ráðunautur millilandanefndarinnar, gerir þeim, nefndarmönnunum íslenzku, hvað sftir annað. Hinn 17. þ. m. kom enn frá Kaupmannahöfn svolátandi símskeyti. Kh. 17. marr. Knud Berlln rltar nýja greln. Mcdrirkning ranglega þýtt sam- þykki. Danir eiga ekki að verða umboösmenn íslendlnga, heldur fara með málin fyrir rikisins hönd og að eins að þvi leytl fyrir Íslands hönd. Stjórn arandstæðingar þrásinnis sýnt fram á hvað þýðingar hinna væru fráleitar. Lundborg og stjórnarblöðun um skjátlast. F.ins og sjá má á þessu, staðfestir K. B. það sem írumvarpsandstæðing- ar haía alt af sagt um þýðinguna á frumvarpinu, og staðfestir skoðun þeirra á fullveldinuf!) sem nefndar mennirnir sögðu oss að i því fælist. Ætla nú frumvarpsmenn enn að þræta fyrir þýðingarvillurnar og enn að segja að íslandi sé í frumvarpinu ætlað að verða fullvalda ríki? Með hverju vinnur æskulýðurinn ættjörðu sinni mest gagn? í’essari spurningu má eflaust svara á marga vegu; hugsjónir æskunnar eru margar. En hér verður ekki, við úrlausn slíkrar spurningar sem að ofan greinir, tekið tillit til annars en heilbrigðrar hugsjónar, en henni verður eigi fullnægt með því einu, að lifa fyrir sjálfan sig, heldur og öðrum til heilla. Nú er spurningin um það, hvernig æskumaðurinn geti orðið bezt ætt- jörðu sinni að !iði. Eg geri ráð fyrir, að sú hugsun liggi á bak við spurninguna, að það sé einkum æskulýðurinn, er „Fjall- konan“, ættjörðin, væntir sér mest liðs af. Og svo er víst rétt litið á, þótt hún þaifnist vissulega liðs allra barna sinna. En með hverju vinnur þá æsku- lýðurinn ættjörðu sinni mest gagn ? Margir munu nefna til miklar framkvæmdir, er æskan eigi af hendi að inna, 0Grettistök“ er hún eigi að lyfta. Eg læt aðra um tillögur sín- ar; það getur sjálfsagt verið blessað og gott að hyggja hátt. Að líkind- um fer eg veg, sem fáment verður á, 3S en mæti þó hinum ef til vill við götuhornið. Frumskilyrðið fyrir því, að geta verið ættjörðinni að liði, er það að vera að gagni sjálfur. Æskumaður- inn — jaínt meyjar sem sveinar — verða fyrst um það að hugsa, að gera sjálfan sig að nýtum, góðum og mentuðum manni. Til þess er nám í góðum skólum eflaust einna bein- asti vegurinn, einkum að því leyti, að góðir skólar hjálpa nemendunum til að !æra að hugsa i étt, hjálpa hon- um til að slíta af sér þau bönd, er öfugt uppeldi, vani og almenningsálit hafa fjötrað hann með. Sem hugs- andi frjáls maður verður hann að ganga í bardagann, eigi hann að geta orðið móður sinni, æt.tjörðinni, að liði. Æskumaðurinn verður að faia að líkt og karlssynirnir forðum, er þeir voru að ná sér í kongsdæturnar. Feir urðu að fara marga glæfraförina og leggja á sig marga þrautina fyrst, til að sýna að þeir væru menn. Vanalegast var fyrir þá lagt að sækja kjörgripi konungs í trölla hendur; þeir urðu að sækja yflr fjöll og firn- indi, klífa hamra og gljúfur, og eiga síðan fang við bergrisa og tröll. Bæru þeir sigur af hólmi, var þeim kongsdóttirin vís og konungsrikið með. Af sögunum þeim arna getur æskumaðurinn lært margt, þar á meðal sannan ættjarðarmetnað. fess- ar fornu þjóðsagnir ætti hann, meðal annars góðs, að festa í minni. Hann skyldi einsetja sér að komast. yflr garðinn þar sem hann er hæstur, örðugleikarnir mestir. Er hann hefir eitt sinn lært að þekkja hið sanna og góða, skyldi hann aldrei sleppa þeim kjöigripum úr hendi sér, hvað sem i boði væri. Fremur skyldi hann ganga vinalaus gegnum liflð, þola háð og spé og róg vondra manna, já, Játa fremur liflð, ef ti) þeirra Kasta kæmi. Þetta er í sannleika að lyfta Grettis- takinu, þetta er að viuna fyrir kon- ungsdótturinni — en konungsdóttirin, það er meðvitundin um það, að hafa reynst góður sonur og góð dóttir ættjarðarinnar, það er blessunin, sem hún leggur yflr barnið sit,t. Þetta er vegurinn sem æskumað- urinn verður að fara, vilji hann verða ættjörðinni að liði: hann verður að neyta vits síns og orku til þess að verða sem fullkomn- astur maður, — manna sjálfan sig. Mjallhvít. --------------- Frá löndum vorum vestan hafs. Þorrablót hafði félagið Helgi magri í Winnipeg 17. febr. Það félag hefir valið sér að einkunnar orðum: íslendingar viljum vér allir vera, og virðist vera rammíslenzkt i anda. Kvæði það fyrir minni íslands, sem hér fer á eftir, var sungið við f’orrablótið. Höfundur þess er einn af allra beztu hagyrðingunum þar vestra. í bréfl frá Winnipeg til Fjallkonunnar, er sagt svo frá samkomunni: „í gærkveldi var hór haídið „ Þorra- blót,“. I’að er önnur stærsta íslenzk samkoma, sem haldin er hér í borg- inni. íslands var minst í prýðis- snjallri ræðu, er síra Fr. J. Bergmann flutti. Mintist hann á frelsismál ís- lands, og kvað það sannfæringu sína, að því væri vel borgið í höndum anastæðinga stjórnarinnar. Sumir héldu því fram, að tilflnningarnar hefðu orðið ofan á hjá sjálfstæðis- mönnum, við kosningarnar, en vitið verið hjá hinum flokknum. Það væri undarlegt að þessi skoðun hefði kom- ið fram. Blaðamenska flokkanna sýndi annað. Ef sjálfstæðismönnum færi eins vel úr hendi stjórnarstörfin eins og blaðamenskan, þá yrði stjórn- artaumhaldið ekki í neinum handa- skolum. Eg get búist við að ræðan birtist í mánaðarriti sira Bergmanns „Breiðablikum". Hr. Baldur Sveinsson hélt langa ræðu fyrir minni „snillingsins snjalla" Jóns Sigurðssonar. “ Minni Íslands. Þú gifta fslands: —guð vorsblóma! Þú göfgi þjóðar! — Hátign lands! Lát trú á sannleiks-sigri Ijóma í sókn og vörn hvers íslenzks manns! Því oft var þörf, en nauðsyn núna, menn nýddu’ ekki’ úr sér frelsistrúna. Trú á þjóðheill þings, þrekvit íslendings. — Frægð, sem forntíð ól skal framtíð leiðarsól en nútíð eldheit eggjan! Lát minsta tón sem hæstu hljóma á hörpu þjóðlífs syngja Ijóð um frelsisdýrð og frægðarljóma, sem framtíð geymir vorri þjóð, ef öl' með samhug okið brýtur og engum nema guði lýtur. — Heilög hörpuljóð hleypi eldi’ í blóð! örfi æðaslátt og andans knýi mátt að hræðast ei en heimta! Já, heimta rétt, sem rummungs þjófar í rökkri alda stálu’ oss frá: vort mista frelsi’ er fluttu bófar í fjötrum yfir kaldan sjá. — Vort blý og stál skal orð og andi, sem óvinina gegnum standi. íslands ærurán, — íslands nagi smán hjarta hvers þess manns, sem heiður föðurlands og frelsi fótum treður! Vort mál var stælt í ís og eldi, það er og skal vor sannleikshjör, sem sigra á hvert voðaveldi, er vélar þjóðarmátt og fjör. Og heróp vort með hljómdýpt fjalla, það heyrast skal um veröid aíla: ísland: unga mær eins og sól og snær björt og heið á brá sein bláhvel vori á, þú frjáls skalt eilífð alla! Vér vopnaóm þinn Vestmenn heyrum, og vigslund oss í brjósti hlær, svo þögu vér lengur ekki eirum — vér erum með þótt skilji sær. Og orð vor skulu verða að verki, sem veifa þínu frjálsa merki! Allir hönd í hönd hjálpumst — leysum bönd. Hvar um heim sem er, og hvað sem milli ber, er land vort eitt — þú ísland! Og þegar brenna austur-eldar vor andi rís að minnast þín. Og er á Vesturvegi kveldar þín vormynd oss í hylling skín. Sem líf í myrkri Ijósið þráir svo langar oss þú frelsi náir! Ein er ósk og von íslands hverjum son: — Örfá orð i sál rort æðsta lífsins mál: Þú frjáls skalt eilífð alla! Þorsteinn Þ. Þorsteinsson. Frægur námsimtður. Gimsteina- kongurinn mikli í Suður Afríku, Cecil J. Rhodes stofnaði við dauða sinn sjóð mikinn, sem á að verja vöxtun- um af til þess að styrkja efnilega fátæka nemendur i brezka ríkinu. Fær hver 300 pund sterling á ári í 3 ár. Styrknum skal verja til að stunda nám við Oxfordháskólann í Englandi. Manitobamenn senda árlega einn mann til Oxford með styrk af þess- um sjóði og þykir það hinn mesti frami, sem nokkrum námsmanni get- ur hlotnast. í þetta sinn varð ís- lendingur fyrir valinu, Skúli Johnson. Lögberg segir svo frá manninura: Skúli Johnson er fæddur að Hlíð í Húnavatnssýslu 6. sept. 1888. For- eldrar hans voru Sveinn bóndi Jóns- son og Kristín Sigurðardóttir. Var Sveinn systursonur Sveins Skúlason- ar, er lengi var ritstjóri á Akureyri. — Ársgamall fluttist Skúli vestur um haf með foreldrum sínum. Sett- ust þau að í Saskatchewan fylki, í Þingvallanýlendu; þar andaðist faðir hans, er drengurinn var sex ára. Nú dvaldi Skúli ýmist hjá móður- systur sinni, fyrri konu Jóns Thor- steinssonar reiðhjólasala hér í Winni- peg, eða lijá móður sinni til ellefu ára aldurs. Þá fluttist hann alfarinn til Jóns Thorsteiussonar og byrjaði þegar að ganga á barnaskóla; áður hafði hann engrar tilsagnar notið. Árið 1903 byrjaði hann á undiibún- ingi undir háskólanám og tók próf upp í háskóladeildina 1906. Þá tók hann að stunda nám við Wesley College, þar sem hann hefir verið síðan. Skúli heflr ætíð staðið efstur á blaði við vorprófln. í fyrsta bekk undiibúniiigsdeildaiinnar tók liann $25 verðlaun. Var hann þá einn af fjórum, er hæsta aðaleinkunn hlutu. Úr öðrum bekk lauk hann prófl ineð $ 60 verðlaunum í latínu og slærð- fræði, en hlaut jafnframt heiðuisvið- urkenning fyrir ensku og grísku. Á fyrsta ári skóladeildarinnar lilaut hann enn $ 60 fyrir latínu og stærð- fræði og stóð fremstur í ensku, gi isku, frönsku og sögu Róinverja. Síðastl. vor lauk hann annars árs prófi með $ 60 verðl. í ensku, heimspeki, latínu og sögu Grikkja, en heiðurs, iður-

x

Fjallkonan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.