Fjallkonan


Fjallkonan - 27.03.1909, Qupperneq 1

Fjallkonan - 27.03.1909, Qupperneq 1
Alþingi. Aðflutningsbannið. Nefndin í þvi máli hefir þrískiíst. Hér kemur á eftir katli úr áliti stærsta hlutatis. en i horium eru: Björn JiSnsson. Björn Kristjánsson, Sigurð ui Gunnarsson, Stefan í Fagraskógi. Álit hitma var svo seint á ferli, að ekki var unt að skýra frá því í þessu blaði. Vér undirritaðir nefndarmenn höf- um eigi getað orðið sammála með- nefndarmönnum vorum um þetta mál. Baráttan gegn áfengisbölinu hefir nú verið háð með þjóð vorri um síð- astliðna hálfa öld, eða meir, en þó eigi með fullu fylgi nema síðasta aldarfjórðung, eftir það er málið komst í hendur Good-Templarreglunni. í höndum hennar hefir málinu þokað fram með sívaxandi hraða frá örlít- illi byrjun. Ávöxturinn af starfinu er sá, að stórmikill meiri hluti þjóð- arinnar hefir gersamlega horfið frá áfengisátrúnaðinum og sannfærst um, að áfengið er ekkert annað en eitur, er að eins á að vera til í lyfjabúðum, sem önnur eitureíni; en hvar sem það er notað til drykkjar, sé það skaðlegt lífi og heilsu manna. Reynd- in hefir og um allar aldir að undan- förnu í sögu mannkynsins verið sú, að bölið, sem áfengisnautnin hefir valdið, hefir verið eitt allra sárasta og átakanlegasta mein einstaklinga og þjóða, stórvirkara en jafnvel drep- sóttir og styrjaldir. Ávextirnir hafa jafnan verið: heilsutjón, eignatjón, stórbilun á siðferðislegu þreki manns- ins, ásamt mörgu öðru sem óþarft er hér að telja. Læknar vorir, ekki sízt þeir, er framarlega standa í sinni ment, staðfesta þennan vitnis- burð um áhrif áfengisins ótvíræðlega. Svo er og um allan hinn mentaða heim. Hvilikur gróði væri það þá eigi á allan hátt fyrir oss og niðja vora að losna við þennan þjóðaróvin, áfengið. Hvílíkur sómi þjóð vorri að verða þar á undan flestum öðrum þjóðum. Og það vill svo vel til að lega lands vors er oss i því efni til stórhagi æðis. Vér hikum ekki við, að ráða al- þingi voru íslendinga til að nota nú færið til þess að samþykkja alger bannlög gegn innflutningi áfengis, og erum þess fulltrúa að þjóðinni muni margfaldlega bætast víntollsmissirinn, ekki í eina átt, heldur í margar áttir. Vér færum þetta fram, ekki að ins í voru eigin nafni, heldur þj óð- a r i n n a r. Sé hægt að segja um nokkurt mál, að það hafi verið ræki- lega undirbúið, þá er það þetta mál. Sé hægt að segja í nokkru máli: „Fjóðin vill það“, þá er það í þessu máli. í þessu efni skírskotum vér til hinnar almennu atkvæðagreiðslu um málið 10. sept. siðastl., þar sem 60 af hverjum 100 kjósendum, er atkvæði greiddu, tjáðu sig fylgjandi áfengisbatmlögum. En við þessa tölu bannvina má bæta hinum fjöl- menna skara íslenzkra kvenna, sem í þessu máli, sem mörgum öðrum, eru næntar á þjóðarsómann. Enn má benda á æskulýð vorn, sveina jafnt og meyjar, er áreiðan lega, að stórmiklum hluta, fylgja af alúð þessu máli. í stuttu máli: áfengisbannlög fela i sér ekkert annað en réttmæta sjálfs- vörn gegn þjóðspillingu, og eru því þjóðarsómi og þjóðarnauðsyn. Af því sem nú hefir verið tekið fram, má öilum vera Ijóst, að vér föilumst í öllum aðalatriðum áfrum- varp það um aðflutningsbann á áfengi, er hér er til meðferðar. Hins vegar höfum vér þó talið rétt, að gera við það allmargar breytingar. Sumar þeirra eru aðaliega orðabreytingar eða miða að því, að gera ýms ákvæði frumvarpsins sanngjarnari, og koma meiru samræmi á þau. ——------------ Sóknartekjur. Nefndin sem hafði með höndum frumvarpið um breytingu á þeim, hefir klofnað. Meiri hlutinn (Eiríkur Briem, Jósef Björnsson, Sigurður Ste- fánsson, Steingr. Jónsson) vill sam þykkja frumvarpið; en minni hlutinn (Jens Pálsson) hafna þvi. Hér birt ast aðalatriðin úr nefndarálitunum. Álit meiri hlutans Frumvarp þetta er samhljóða frumvarpi því, er milliþinganefndin í skattamálum samdi og prentað er í tiliögum hennar. Það fer fram á afnám allra hinna núver- andi prests- og kirkjugjalda. Gjöld þessi eru samkvæmt, nú^ldandi lög- um 12 að tölu auk 5 niðurjafnana á sérstökum kostnaði i safnaðar og kirkjuþarfir. Flest þessara gjalda eru afargömul. Á sínum tíma voru þau góð og rétt- lát gjöld, en nú verður það ekki sagt um allmörg þeirra. Atvinnuvegir og lifnaðar hættir þjóðarinnar, sem þau í fyrstu voru miðuð eftir, hafa stór- um breyzt. Nú koma þau óréttlát- lega niður og um sum þeirra er orð- in töluverð réttaróvissa. Nokkur af gjöldum þessuin eru eignarskattur, svo sem fasteignar- og lausafjártíund til prests og kirkju og kirkjugjald af húsum, önnur þéirra mega teljast persónuleg gjöld, án þess þó að þau nái til allra stétta, og enn önnur mega fremur teljast kvað- ir en gjöld í eiginlegum skilningi. GjöJd þessi eru því orðin óþarflega margbrotin, óviss og koma ójafnt nið- ur, enda hafa óvinsældir þeirra óðum aukist að undanförnu. Fað ber þvi brýna nauðsyn til að ráða bætur á þeim agnúum, sem orðn- ir eru á gjöldum þessum. í þá átt fer frumvarp það, sem hér liggur fyrir. Samkvæmt því á að steypa öllum þessum gjöldum saman í tvö gjöld, prests- og kirkjugjald. Gjald þetta á hvort íyrir sig að vera per- sónulegt, jafnt á hvern safnaðarlim, sem er 15 ára að aldri. Pá aðferð mætti auðvitað hafa í þessu máli, að því er til sóknartekna prestanna kemur, að fella þær niður án þess að láta nokkurt gjald koma í þeirra stað. Prestarnir yrðu þá launaðir beint úr landssjóði eins og aðrir embættismenn landsins. En bæði er örðugur fjárhagur iandsins nú þessu til fyrirstöðu og svo litur meiri hluti nefndarinnar svo á, að embættisstörf prestanna í þarfir safn- aðanna og samband þeirra og safnað- anna sé þess eðlis, að persónulegt gjald eigi þar betur við en þegar um aðra embættismenn þjóðarinnar er að ræða. Hann aðhyllist þar þá stefnu frumvarpsins, að láta persónulegt gjald koma í staðinn fyrir hin núverandi prests- og kirkjugjöld. í fljótu bragði virðist það ef til vill miður réttlátt, að gjald þetta sé jafnhátt á ríkum og fátækum, konum og körlum, en þeg- ar þess er gætt, að allir hafa sama rétt til prestsins og kirkjunnar, og svo hins, að ailir fullveðja menn, konur sem karlar, hafa atkvœðisrétt í safnaðarmálum, þá virðist þetta ekki ósanngjarnt. Fessi gjöld verða og næstum einu beinu gjöldin, sem mikill hluti safnaðanna innir af hendi í opinberar þarfir. Ágreiningsálit minni hlut ans. Um það er eg háttv. meiri hluta samdóma, að breytingartillögur hans við frv. séu því til bóta. Samdóma er eg og meiri hlutan- um um, að hin fornu sóknargjöld til presta séu að sumu leyti ójafnaðar- gjöld og að öðru leyti úrelt vegna breytts ástands, og að dagar þeirra eigi sem fyrst að vera taldir. Um önnur meginatriði málsins, að því er til prestsgjaldanna kemur, er eg meiri hlutanum ósamdóma. Alt fram á yfirstandandi þing virt- ist þjóð og þing og stjórn samdóma um, að þetta þing ætti ekki að taka tillögurmilliþinganefndarinnar í skatta- málum landsins til meðferðar. Hafi það verið vel og rétt ráðið, sem eg tel vafalaust að verið hafi, þá verð eg að telja fljótráðið, ef ekki mis- ráðið, að slíta nú skattamál þetta, þann veg sem meiri hlutinn ræður til, út úr heildarsambandi því við önnur skattamál landsins, sem það var sett í, er það var lagt í hendur miiliþinganefndarinnar, og ráða því fyrirfram einu um sig til lykta með persónuskatti, ei þjóðin hefir ekki fengið ráðrúm til að ræða og láta uppi álit sitt um. Hinum eigi óverulega persónuskatti (nefskatti), er farið er fram á, er eg eindregið mótfallinn af ástæðum þeim er eg nú skal telja: 1. hann er í sjálfum sér og út af fyrir sig mesti ójafnaðarskattur; er og 2. fyrir þá sök allra skatta óvinsæl- astur og verst. fallinn til greiðslu embættismannalauna, og mundi sú óvinsæld gjaldsins bitna að ó- sekju og ómaklega á prestastétt landsins, og loks 3. yrði innheimtan afar-umsvifasöm og dýr. Fau tel eg aftur á móti hagkvæm- ust og heppilegust úrslit þessa prest- gjaldamáls, að prestsgjöld þessi (sókn- artekjur) verði úr gildi feld, og upp- hæð sú, er þau nema, c. 75,000 kr., verði ereidd úr landssjóði árlega i prestlaunasjóð, og gangi þaðau til að launa prestastétt landsins, — og að þessi skipun komist á jafnframt því er skattamálunum í heild þeirra verður af nýju skipað með lögum. Um hina nýju skipun kii kjugjalda, er háttv. meiri hiuti ræður til, get eg verið honum samdóma, að því er bændakirkjur snertir. Aftur á móti vil eg skylda söfnuði til að taka lénskirkjur til umsjónar, og gefa 8Óknarnefndum vald til að á- kveða árlega nauðsynlega tekjuupphæð til handa kirkjum þeirra, og sé þá beitt sömu aðferð og reglum, sem meiri hlutinn leggur til að beitt sé við aukaniðurjöfnun gjalds til kirkju. En þótt mig í verulegum atriðura greini á við háttv. meiri hluta í þessu máli, ber eg eigi að þessu sinni fram sérstakt frumvarp né bieytingartillög- ur, af því eg álít það eitt ráðlegt að mál þetta bíði eftir aðgerðum lög- gjafarvaldsins í skattamálinu í beild þess. FJárlögin. Næstum viku stóð yfir 2. unnæða um þau i neðri deild. Urmuíl af breytingartillögum komu fram og hreptu þær misjafnan byr. í þetta sinn er ekki hægt að skýra frá þeim breytingum, er deildin samþykti; enda mun hún eiga eftir að breyta (rum- varpinu þó nokkuð enn. —

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.