Fjallkonan


Fjallkonan - 27.03.1909, Qupperneq 2

Fjallkonan - 27.03.1909, Qupperneq 2
44 FJALLKONAN Flensborgarskólinn Svo er sagt, að hann muni eiga allerfitt uppdráttar á þingi. Neðri deild hefir neitað að auka styrkinn til hans svo að hann geti haldið áfram i þvi hoifi, sem hann þarf. Enn er þó eigi útséð um það, hvernig fer um þá fjárveitingu. En rétt er að þeir geri sér sem bezt grein fyrir málinu nu þegar, sem láta sig það nokkru skifta, og þeir eru margir i öllum sveitum landsins. Það sem fyrst og fremst mælir með þvi að þessi skóli sé styrktur svo, að ekki þurfi að kippa úr vexti hans, er það, að þjóðin hefir tekið ástfóstri við hann. Hin afarmikla aðsókn að honum ber beztan vott um það. Ekkert getur verið öfugra og frá- leitara en það, að fjárveitingavald landsins fari að hnekkja þeim stofnun- um sem með sanni má nefna óska- börn þjóðarinnar. Menn senda ekki sonu sina og dætur hópum samaD ár eftir ár i skóla, sem þeim stendur alveg á sama um eða haía enga trú á að sé trúandi íyrir þeim. fað hefir líka sýnt sig, að þessi skóli hefh' unnið til þess, að þjóðin unni honum. Betra skólalif en þar hefir víst ekki verið við neinn skóla á landinu siðustu áratugina, nema ef til vill Ólafsdalsskóla, — sem fjár- veitingavaldið er nú búið að drepa. — Keunararnir eru hver öðrum snjall- ari, og allir þjóðkunnir fræðimenn og áhugamenn og rammíslenzkir í anda og hispurslausir í allri framkomu. í slikra manna höndum vill islenzk alþýða eiga börn sín. Þá er það annað, sem mælir með þvi að styrkja Flensborgarskóla sem bezt, að hann er upphaflega gjöf ein- stakra merkishjóna tilalmenningsþarfa — stórhöfðingleg nytsemdargjöf. Það er auðsætt auðnuleysismark á hvaða þjóð sem er, ef hún hættir að meta nokkurs slikar gjafir, og ekki á hún það skilið að hljóta þær, ef hún leggur enga rækt við þær. Hér er að vísu rangt að segja að þjóðin kunni ekki að meta gjöfina — og vonandi þarf ekki að segja það um löggjafa hennar heldur. Það hefir verið sagt, að engin þörf sé á gagnfræðaskóla í Flensborg síð- an gagnfræðakensla komst á í Reykja- víkurskóla (mentaskólanum). En það er herfileg skammsýni. Sá skóli verður allri alþýðu alt of dýr. Skólaárið er þar 9 mánuðir Þeir nemendur, sem sjálfir kosta sig — og það gerir venjulega meiri hluti þeirra sem' ganga í Flensborgarskólann — hafa þá eigi fulla 3 mánuði til að vinna fyrir sér. Allir sjá að kaup þeirra þann tima hrekkur skamt fyrir námskostnaðin- um, sem naumast getur minni verið en 400 kr. yfir námstímann. í Flensborg er námstíminn ekki nema, sex mánuðir, og kostnaður eigi öllu meiri en 200—250kr. og næg- ir þá sumarleifið — næstum 6 mán- uðir — vel til að viuna fyrir því fé. Allslausir, en sæmilega vel vinnandi unglingar eiga því hægt með að kosta nám sitt i Flensborgarskóla, en alls ekki í Reykjavíkurskóla. Nú muuu einhverjir segja, að menn læri svo miklu minna í Flensborgar- skóla en i Reykjavikurskóla, og mun það satt vera. En hefir fjárveitingavaldið nokkurt leyfi til að segja við námfús en fá- tæk ungmenni þessa lands: Fyrst þið eruð svö fátæk að þið getið ekki kostað ykkur i Reykjavik- urskóla, þá viljum við ekki að þið fá- ið nokkra mentun; þess vegna tðkum við af ykkur Flensborgarskólann eða sveltum hann svo að hann geti ekki fullnægt ykkur. Við erum ekki að kasta út. 5—7000 kr. í skóla handa fátæklingum, sem læra þar tölu- vert minna en í hinum skólanum. Við leggjum reeir en 30,000 kr. til mentaskólans í Reykjavík, handa þeim sem hafa efni á að vera þar, og þá höfum við gert skyldu okkar. Ef alþingi fœri þannig að, þá væri óþarfi að bregða því um of mikla eyðslu til aJþýðumentunar. En svo fer væntanlega ekki. Kvæði Eggerts Olafssonar eru í alt of fárra manna höndum og hafa lengi verið. Til þess að bæta úr því byrjar Fjallkonan á því í dag að flytja neðanmáls það kvæð- ið, Búnaðarbálk, sem alþýða, hef- ir mest haít af að segja og margir kunnað einhver brot úr. En síðan mun framhald verða á kvæðunum, hinum beztu, og gætu þá kaupend urnir eignast þar eigulegt ljóðakver með því að klippa kvæðin úr blaðinu og binda inn sér í lagi, þeir sem ekki halda blaðinu öllu saman. Þá er illa logið af þjóðræknisend- urvakning íslendinga, einkum æsku- lýðsins, verði ekki tekið tveim hönd- um ljóðum þessa þjóðkæra snillings, sem kvað — — um blóma hindarhjal og hreiðurbúa lætin kvik vorglaða hjörð í vænum dal og vatnareyðar sporðablik; þó kvað hann mest um bóndabæ, sem blessun eflir sí og æ, af því að hjónin eru þar öðrum og sér til glaðværðar, svo sem Jónas Hallgrímsson kvað um hann. Rví fer svo fjarri að ljóð hann séu orðin úrelt eða á eftir tím- anum, að margt af því, sem í þeim stendur getur átt svo vel við ástand- ið sem nú er, sem það væri nýlega kveðið, og þótt þeir séu eflaust til, sem ekki fella síg við formið og mál- ið á kvæðunum sumstaðar, þá éru væntanlega flestir svo skynsamir að láta það ekki fæla sig frá að lesa þau — og læra. Til 3kamms tíma hefir margt alþýðufólk kunnað utanbókar mörg brot úr ljóðum Eggerts, þótt aldrei hafi það séð þau prentuð, heldur numið þau af öðrum, hver fram af öðrum. Svo kær hefir Egg- ert og Ijóð hans verið íslenzkum bændalýð og er vonandi enn. Vel má vera að sumir hefðu frem- ur kosið að fá sögur neðanmáls í blaðinu — útlendar reifarasögur t. d. — feim mætti vera það huggun að vita, að ekki er loku skotið fyrir að þeir geti fengið þær líka, síðar meir, ef þeim er það mikið áhugamál eða hafa ekki lyst á Ijóðum Eggerts. Erlendar ritsímafréttir til Fjallkonunnar. --0— Kh. 23. marz kl, 8 siðd. Berlin og sambandsmálið. Berlin segir, að orðin ríkjasambaad og Veldi Danakonungs í sambandslaga- uppkastinu séu rangþýdd, sambandið verði rikisréttarsamband (statsretligt), eins og milli Ungverjalands og Króatíu síðan 186S, en ekki þjóðarréttarsam- band (folkeretligt). Ef alþingi sam- þykkir Uppkastið, viðurkennir það skilning Dana, samanber skýringar frumvarpsandstœðinga. Jóhannes Jósefsson erlendis —o— Hann fór við fjórða mann til út- landa nokkru fyrir jól i vetur, til að sýna íslenzkar glímur og vekja á þeim athygli útlendinga. E’eir hafa dvalist á Englandi þann tíma og sýnt glímur í leikhúsum þar. Mjög vel látið yfir þeim í enskum blöðum; lýst itarlega ísumum þeirra. J. J. hefir getið sér góðan orðstír. Hann hefir átt íslenzka glímu við einn hinn fræknasta glimumann Breta, M' Inerney, heljarmenni bæði á vöxt og að burðum, 80 pundum þyngri en Jóhannes Sá skoraði hann á hólm, og skyldi fella sig á 10 inín. Á 10. mínútunni lá hann. Þá bauð kapp- inn honum út í grísk rómverska, og skyldu glima 15 min. Henni lauk svo að hvorugur féll. Loks skorar Jóhannes á hann og bauðst til að. fella hann á hálftima, en hinn bað sig undan. Það er til þess tekið í enskum blöð- um, er á þetta minnast, hve Jóhann- es hafi glímt af frábærum fimleik og afli í íslenzkri glimu; og þykir glím- an falleg. — Yurio Tani heitir nafntogaður glímu- kappi japanskur. Þeim hefir Jóhannes boðið í eina bröndótta, og þótt fleiri væri: sem sé íslenska, grísk-rómverska og japanska glimu. Ekxi frétt af þeirri viðureign enn. Þá hefir J. J. glímt við Hallvood, miðþungamann breskan, mesta afar- menni og íeldi hann á 113/4 mín. Og við enn miklu fleiri hefir hann glímt kappaua, og hvarvetna borið hærra hlut. Ensk blöð telja Jóhannes Jósefsson liklegan til að verða heimskappa í glimuflokki meðalþungra manna. (ísafold). ------<rO~0---- Yaraforsetar efri deildar báðust lausnar frá störf- um sínum áður en forsetarnir fóru utan, og var það gert að ráðum ráð- herra, sem studdi mál þeirra rækilega. En deildin synjaði beiðninni. Voru það nokkrit hinna konungkjörnu sem þar ráða úrslitum. Forseti (Kr. J.) áleit að 3/4 atkvæða þyrfti til að sam- þykkja þetta. Forsetar þingsins fóru utan með Sterling 21. þ. m. Scttur sýsluinaður í Vestmannaeyjum er cand. jur, Björn Þórðarson. — Umsækjendur um sýsluna eru, auk hans, sýslumenn- irnir Páll V. Bjarnason sýslumaður i Skagafarðarsýslu og Marino Hafstein uppgjafasýslumaður í Strandasýslu, og lögfræðingarnir: Bjarni Jónsson (á Seyðisfirði), Bjarni Forláksson, Karl Einarsson, Lárus A. Fjeldsted, Magnús Sigurðsson og Sigurjón Mark- ússon.— Margir um boðið! Strandasýsla er veitt cand. jur. Halldóri Júlíus- syni bæjarfógetafulltrúa í Reykjavík. Prestaskólakennari síra Eirikur Briem hefir hlotið æðra kennaraembættið við prestaskól- ann, það sem lector Jón Helgason hafði áður, en síra Haraldur Níelsson var settur í í haust. Þykir þetta undarleg ráðstöfun, þar sem það er vitanlegt, að síra Eiríkur er eigi nándanærri eins lærður og síra Har- aldur í þeim greinum, er hann nú verður að fara að kenna 1 fyrsta sinn á æfinni. Bæjarbruni varð norður í Svarfaðardal, að Tjarnargarðshorni; brann bærinn mestallur, óvátrygður og alt sem í honum var. Bóndinn brendi sig á höndum og fótum við björgunartil- raunir. Sjálfsmorft var framið í Reykjavík í fyrri viku. Danskur járnsmiður, A. P. Jörgensen, skaut sig til bana inni í herbergi sínu. Slys varð inn hjá Gufunesi fyrir nokkru. Kafari af dönsku björgunarskipi, Geir, kafnaði er hann var að kafa niður f skip er sðkk þar í vetur; var örend* ur, er hann var dreginn upp. Skipströnd. Tveir útlendir botnvörpungar hafa strandað í Skaftafellssýslu snemma í þessum mánuði. Öðru strandinu olli ásigling annars botnvörpungs, braut hann gat, á skip- ið, svo það varð að hleypa til lands á Hvolsfjöru í Mýrdal. Það skip var þýzkt og hét. Brandenburg. Einn maður druknaði af því skipi, en 11 björguðust. Hitt skipið var enskt og hét Marcon. Það strandaði fram undan Fagurhóls- mýri í Öræfum. t>ar björguðust allir mennirnir, 18, og eru 5 af þeim íslendingar. Enn strandaði botnvörpungur 18. þ. m. við Fossfjöru á Siðu. Menn björguðust. Seklr botnvörpungar. Yarðskipið, Valurinn, tók fyrir skömmu 5 botnvörpunga í landhelgi, fór með þá til Vestmannaeyja og fékk þá sektaða. Undirritaðiir útvegar úr og klukkur ásamt öllu þar til heyrandi frá úrsmið Eyjólfi Þorkelssyni i R e y k j a v í k. Ennfremur tek eg á móti úrum og klukkum til aðgerðar frá sama. Ylgfús Guftbrandsson.

x

Fjallkonan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.