Fjallkonan - 15.11.1909, Blaðsíða 1
1
Landið vort skal aldrei okaS
undir oýjan hlekk,
el úr sporl aftur þokað
ef að fram þai gekk.
XXVI. árg.
Hafuarfirði 15. nórember. 1909.
Nr. 44.
t-------------1---------------*
Afgreiðsla og innheimta
FJALLKONUNNAR
er hjá
Ólafi kaupm, Böðvarssyni.
Reykjavíkurveg. Talsimi 6.
pf* Auglýsingar, sem eiga
að koma i blaðið, sendist til
hans eða i Prentsmiðju Hafnar-
fjarðar.
i-----------------------------•
Hudson og Fulton.
— o—
(Niðurlag).
Robert Fulton var af írskum for-
eldrum kominn, fæddur í Lancaster
County, Pennsylvaniu, árið 1765.
Fegar hann var 17 ára, fór hann frá
Lancaster til Philadelphia, til aðstunda
nám. Skömmu síðar fór hann til
Englands, bæði til að halda áfram
námi og sór til heilsubótar. Hann
gaf sig ekki mikið að námi, en fór
að fást við uppgötvanir og smíða vél-
ar. Hann hafði leikið sér að því í
æsku.
Er hann hafði dvalið 15 ár austan
hafs, kom hann til New York, og
hafði meðferðis vél, sem hann hafði
látið gera í Englandi. Hann lét þegar
smíða skip, er kallað var „Clermont,"
og kom þessari nýju vól fyrir í því.
Annan dag septembermánaðar árið
1807, hafði múgur manns þyrpst
saman við skipakví í New York við
Hudson iljótið, til að horfa á hugvits-
mann, sem þar var á einkennilegu
skipi, og ætlaði að fara upp eftir fljót-
inu, alt til Albany. Maðurinn var
Robert Fulton á skipi sínu Clermont.
Að líkindum hafa fáir í þeim hópi
trúið, að þetta tækist, og meðan
skipið var ekki lagt af stað skopuð-
ust menn af því og gerðu háðungar-
óp að Fulton. En hann stóð þar al-
varlegur á svip og gaf þessu engan
gaum, og dáðust menn að þolinmæði
hans og kjarki. Fó er ekki óliklegt,
að honum hafi verið órótt innanbrjósts
og þótt miklu skifta, hversu íör sín
tækist. Og hamingjustund hefir það
mátt vera honum, er hann fann gufu-
vélina hreyfastog skipið þokast frá landi.
En múgurinn stóð sem steini lostinn
fáein augnablik, þar til allir iustu upp
löngum fagnaðarópum og veifuðu
höttum og húfum í gleði sinni og
undrun. Og vissulega var hér að
gerast merkiiegur og afleiðingamikill
atburður, þegar fyrsta eimskipið skreið
upp eftir Hudson fljótinu.
feir höfðu þá við en ekki kol til
eldsneytis, og þegar dimt var orðið
sást sifelt nestaflug og bjarmi upp af
reykháfnum. Með þvi að margir í-
búar á fljótsbökkunum höfðu ekkert
beyrt um komu þessa skips, þá vissu
þeir ekki hvers konar ferlíki þetta
var, sem óð um fljótið, oghóldujafn
vel að þar færi skollinn sjálfur. Mörg
segiskip voru þá á ánni og urðu skip-
verjar þeirra eigi siður forviða heldur
en menn á landi. Flestir urðu ótta-
slegnir og fólu sig forsjóninni, en aðr-
ir rendu skipum að landi og hlupu
til skógar.
Clermont fór 110 mílur fyrsta sól-
arhringinnn, en stanzaði þó eina nótt
við Clcrmont, en næsta morgum kl.
9 var haldið áfram upp eftir ánni og
komið til Albany kl. 5 siðdegis. Á
heimleiðinni var skipið 80 stundir til
New York. Árið 1609 hafði „Hálf-
tunglið" verið hér um bil 22 dagaað fara
þessa leið fram og aftur, sem Fulton
fór á 62 klukkstundum og er það
mikill munur.
Sumir halda því fram, að virðing
sú, sem Bandaríkjamenn sýna þessum
mönnum, sé ekki fyllilega verðskuld-
uð, því að Hudson hafi ekki fyrstur
Evrópumanna fundið fljótið, sem við
hann er kent, heldur hafi ítalinn
Giovanni de Verrazano fundið það
1524 er hann var í landaleit fyrir
Frakkastjórn, og ári síðar á Spán-
verjinn Esteban Gomez að hafa kom -
ið þangað, og kann vera, að Hudson
hafi ekki verið með öllu ókunnugt
um þær ferðir. Og eins þarf ekki að
efa að íslendingurinn Leifur hepni
fann Ameríku löngu á undan þessum
mönnum, þó að því sé lítt á loft hald-
ið. En för Hudsons er að því leyti
merkari en annara, að hann kannaði
landið betur en aðrir og fór hans
varð til þess, Evrópumenn tóku að
flytjast vestur um haf og nema þar
lönd.
En hvað Fulton snertir, höfðu aðr-
ir menn áður reynt að knýja skip með
eimvélum, en útbúnaður þeirra var
miklu ófullkomnari en hans. En eng-
um kemur til hugar að neita því, að
hann hafi stuðst við reynslu fyrir-
rennara sinna, en hitt er líka víst,
að eimskip komu ekki að nokkru
verulegu gagni fyr en hann kom til
sögunnar og er hann réttilega nefnd-
ur upphafsmaður eimskipaferða 1
Bandríkjunum.
Robert Fulton lést árið 1815 og
var jarðaður í New York með meiri
viðhöfn en áður hafði t.íðkast þar um
slóðir.
Hudson-Fulton minningarhátíðin
vei ður svo mikilfengleg og eftirminni-
leg, að ekki er unt að lýsa henni í
stuttu máli. En þess má geta hér,
að eitt af mörgu, sem þar má sjá,
eru skip Hudsons og Fultons, „Hálf-
máninn" og „Clermont." Þau hafa
verið smíðuð svo nákvæmlega eftir
gömlu skipunum sem unt er og verða
látin sigla á Hudson íljótinu þessa
daga. Enn fremur á fram að fara
samkepni í flugvélum og er t í u þ ú s-
unddollara verðlaunum heitið,
þeim, sem flogið getur milli New
York og Albany.
(Lögberg 30. sept. 1909).
—-----<x»<X'-----
Nýtt blað.
Sklnfaxi.
Hér í Hafnarfirði er nýlega prent-
að fyrsta tölublað af mánaðarblaði
ungmennafélaganna íslenzku, nýju
blaði, er þeir eru ritstjórar við:
Helgi Valtýsson og Guðmund-
ur Hjaltason.
Blaðið heitir Skinfaxi. Er í sama
broti og Unga ísland, 8 blaðsíður
hvert blað, og kostar 1 krónu um ár-
ið; á það gjald að greiðast fyrirfram
íyrir missiri í senn, og ríður mjög á
að þeirri reglu verði stranglega fylgt.
Annars er lífi blaðsins stofnað í háska.
Rótt mörg séu blöðin fyrir, mun
flestum koma saman um, að þessu
biaði sé sízt ofaukið, verði það þann
veg úr garði búið, sem það þarf að
vera. En um það efast engir þeir,
sem þekkja ritstjórana.
Ungmennafélagshreyfingin er þegar
orðin svo öílug, að full þörf er á
blaði til þess að ræða þau mál, sem
félögin beita sér fyrir. En jafnframt
er og þörf á því til þess að auka á-
hugann og leiðbeina og vekja, þar
sem mest riður á.
í fyrsta blaðinu er fremst ávarp til
ungmennafélaganna frá H. V. Rví
næst er upphaf að ritgerð eftir G. H.:
Ættlunarverk ungmennafélaganna; H.
V. ritar og Leiðbeiningar um skíða-
smiði og skiðabönd: Auk þess eru
ýmsar smágreinar um félagsstarfið
o. fl.
Fjallkonan mælir eindregið með
Skinfaxa við æskulýð íslands, og vænt-
ir þess að honum verði svo vel tekið,
að til sæmdar verði unga fólkinu.
Löggæzlan
hér í bænum verður næsta ár tak-
mörkuð frá því sem verið hefir. Lög-
regluþjóni og næturverði eru nú borg-
aðar 1400 kr. í árslaun báðum. En
næsta ár eru veittar að eins 800 kr.
til þeirra beggja, enda er svo til ætl-
ast, að starfið verði minna. — En
fæst nú nokkur hæfur maður til að
lúta að svona litium launum? Og er
þetta ekki nokkuð tvísýnn sparnaður?
--------------
Hafnartjörður og strandferðirnar.
—0----
Þeir Hafnfirðingar, sem nokkru
láta sig skifta velferð bæjarfélagsins,
eru nú að spyrja sjálfa sig og aðra
um það, hvernig hagað muni verða
samgöngum við Hafnaifjörð eftirleið-
is, er hinir nýju strandferðabátar hefja
ferðir sínar.
Hingað til hefir Hafnarfjörður
verið afskiftari en flest önnur kaup-
tún landsins með innaniands sam-
göngur á sjó. Og er mesta furða
hve þolinmóðir bæjarbúar hafa verið
að una við það.
Rað má nefna til sannindamerkis
um það, hvernig samgöngurnar eru
núna, að í alt haust hefir verið alls-
endis ómögulegt að ná að sér garð-
ávexti, sem bændur suður með sjó
hafa ætlað að selja hingað, nema með
því að gera út opna báta til þess að
flytja hann á.
Gufubáturinn, sem landssjóður gef-
ur árlega mörg þúsund krónur tii þess
að halda uppi samgöngum á Faxa-
flóa, er næstum undantekningarlaust
látinn sneiða hjá Hafnarfirði á ferðum
sínum sunnan með sjó, og verða hans
þvi sama sem engin not fyrir Hafn-
arfjörð. Útgerðarmenn bátsins eru
þó flestir svo vel að sér að þeir
vita að Hafnarfjörður ei við Faxa-
flóa. En þeir virðast svo gagnteknir
af reykvískum sérgæðingshætti —
eða illgirni kannske — að þeir fá
sig ekki til að líta svo mikið við
Hafnarfirði, að iata hann rijóta góðs
af bátnum jafnt og aði ar sveitir kring
um Faxaflóa, — nema heimsku einni
sé um að kenna.
Þetta mun vonlaust að fá lagað
meðan ekki verða eigendaskifti að
bátnum, nema alþingi taki í taumana,
og það hefði það átt að gera fyr.
En nú er að sjá, hvernig ferðaá-
ætlun strandferðabátanna nýju verð-
ur úr garði gerð, og hvort Hafnar-
fjörður verður gerður þar eins af-
skiftur og hjá Faxaflóafélaginu.
Satt að segja eru ekki mikil lík-
indi til að samgöngurnar verði aukn-
ar til muna, ef bæjarbúar þegja um
óskir sínar — fyr en hafskipabryggja
er komin hér, sem ekki ætti að vera
langt að biða.
Útgerðarmenn hinna nýju strand-
ferðabáta eru að líkindum eigi vel
kunnir óskum og þörfum Hafnfirðinga
um samgöngubætur. Ress vegna er
þörf á að tjá þeim þær, og það sem
fyrst.
Stendur það öðrum nær en bæjar-
stjórninni að gangast fyrir því?