Fjallkonan - 15.11.1909, Blaðsíða 3
FJALLKONAN
175
hrygg, þurfa sem flestir að fara þann-
ig að ráði sínu.
Svör gegu mótbárum.
1. Kaupfélögin eyðileggja smásalana.
Þó svo kunni að fara, má eigi í það
horfa, þar sem annars vegar er um
svo mikinn hagnað að ræða. Sér-
stakir hagsmunir einnar stéttar mega
eigi standa í vegi fyrir alþjóðlegum
hagsmunum. Kaupfélögin gera eigin-
iega ekki undirboð, nema það megi
telja undirboð: að selja ófalsaðar vör-
ur með föstu og almennu verðlagi.
Útbreiðsla kaupfélaganna er að vísu
örugg, en eigi svo hraðfara, að snögg-
lega lendi neinn fjöldi af smásölum
á flæðiskeri. Ef eiginverzlun þykir
eigi álitleg til frambúðar, geta kaup-
menn búið börn sín undir einhverja
aðra lífsstöðu. Um margt er að velja
Verzlunarmannafjöldinn er óhæfilega
mikill, sem stendur. í Kristjaníu t.
d. hefir sjötti hver húsráðandi vöru-
verzlun fyrir atvinnuveg.
2. „Það er ehki ómaksins vert fyrir
mig að ganga í kaupfélag, eg kaupi
svo litið“.
Þetta segja ýmsir menn, en þeir
gá eigi þess, að þó ágóðinn skifti
eigi tugum króna, þá er hann hlut-
fallslegur, og munar því jafnmik-
ið um hann, eftir ástæðum. Þar að
auki eru noegar ástæður aðrar fyrir
hendi: góðar vörur, skuldlaus verzlun,
fræðsla og fyrirlestrar m. fl. Eigi er
minust vert um þá meðvitund að
taka þátt i hreyfingu, sem miðar til
almenningsheilla og komandi kynslóð
til blessunar.
3. Eg get fengið sykrið mitt ódýr-
ara hjá öðrum". Sykrið er líklega
lakari vara, en ef svo er eigi, getur
þessi eineyringur — þó hann yrði
sparaður — ekki nálgast aðalágóða-
hlutskiftið i félaginu við reiknings-
lokin.
£að ætti að verða hverjum manni
ljóst, að góður samvinnufélagsmaður
hugsar eigi eingöngu um sjálfan sig
heldur og um meðbræður sína; eigi
að eins um stundina sem er að líða,
heldur fyrst og fremst um komandi
timann; eigi að eins um fjármuna-
hliðina, heldur engu síður um sjálfs-
menning og andlega fræðslu. En fyrst
og síðast verða menn að hafa það
hugfast: að samlyndi og traustleikur
— sem alstaðar heflr svo mikla þýð-
ingu — er lifsskilyrði fyrir samvinnu-
félagsskapinn. „Einn fyrir alla og
allir fyrir einn“.
(Tím arit kaupfélaganna).
Gruftin. E. Guftinundsson
bryggjusmiður úr Reykjavík var
hér á ferð fyrir helgina til að skoða
hafskipabrvggjustæði hér í kaupstaðn-
um.
Nýr doktor.
Ólafur D. Daníelsson kennari
við kennaraskólann í Reykjavík hefir
náð í doktorsnafnbót. við Khafnarhá-
skóla fyrir rit um reikningslist.
Skrifstofustjóraembættift
í stjórnarráðinu, sem hr. Indriði
Einarsson var settur til að gegna í
vor, er nú veitt honum.
Gullbrúftkaup.
Hinn 13. þ. m. voru þau hjón,
Páll Melsteð sagnfræðingur og
Þóra kona hans búin að vera 50 ár
í hjónabandi, og sama dag varð Páll
97 ára. Þeim var þá sýndur virðingar-
vottur á ýmsan hátt; meðal annars
var þeim fært skrautritað ávarp frá
fjölda Rvíkurbúa. Fagnaðarsímskeyti
bárust þeim úr ýmsum áttum. Eitt
sendu kennarar skólanna hér í bæn-
um, þannig hjlóðandi:
Virðingarfull kveðja á gulllrúðkaups-
deginum og þökk fyrir unnið æfistarf
til frœðslu islenzkrar alþýðu.
Heiftursmcrki.
Jungfrú fóra Friðriksson í
Reykjavík heflr verið sæmd frakk-
nesku heiðursmerki Officier (d’Aca-
demie); er það fyrsta sinn er íslenzk-
ur kvenmaður hlýtur það skraut.
Kveftjusamsæti
var þeim haldið hér í bænum 11.
þ. m. Jóni Gunnarssyni verzlun-
arstjóra og frú hans, Sofíu Þor-
kelsdóttur. Þau flytja nú héðan
alfarið til Reykjavíkur, þar sem Jón
tekur við hinu nýja starfi sínu, fram-
kvæmdarstjórn Samábyrgðar íslands.
— Samsætið sóttu 50—60 manns af
öllum stéttum. Aðalræðuna fyrir
minni heiðursgestanna hélt S. Berg-
mann kaupm., en auk hans töluðu i
sama anda: Magnús Jónsson bæjar-
fógeti, Aug. Flygenring alþingism. og
síra Jens Pálsson prófastur. — Indr-
iðiEinarssonskrifstofustjóri, sem þarna
var staddur, talaði fyrir minni Ilafn-
arfjarðar.
Það mun eigi of mælt, að allir
Hafnfirðingar kveðji hr. J. G.,
konu hans og börn með virðingu,
hlýjum hug og beztu óskum.
í prestaskólamim
eru nú 7 nemendur, þar af 3 nýir,
i yngstu deild.
1 lækuaskólanum
eru 18 nemendur í vetur, 5 af þeim
nýir.
Yestri seldur.
Reykjavíkin segir að blaðið Vestri
á ísafirði sé selt hlutafélagi þar, og
getur vel verið að þetta sé satt.
Samcigiiilegur fundur
var haldinn í gærkveldi með Good-
templarastúkunum og ungmennafé-
lögunum hér í bænum (ung.m.félagi
Flensborgarskólans og Seytjánda júni),
til þess að ræða um samvinnu með
Goodtemplarareglunni og ungmenna-
félögum. Fundurinn var vel sóttur
og samkomulag gott. Nánari fréttir
af honum koma næst.
Skautaferftir
hafa eigi verið mikið iðkaðar hér
í bæ til þessa. Nú er áhugi á þeim
að vakna og hefir mátt sjá merki
þess að undanförnu á Urriðakotsvatni.
Ungmennafélagið Seytjándi júní gfngst
fyrir skautaferðum þar. En bagi er
það, að gott skautasvell skuli eigi
vera nær bænum.
Ir 1 árs gamalt í miðbænum
10 er til sölu. Ritstjóri vísar
92 89
Og iil í skapi og reiður björn, sagði hún, og svo kastaði eg afgang-
inum eldinn.
Nú kom hann til þriðju stúlkurinar. Hún var klædd í kápu og
búin að setja upp hatt og var albúin til að fara út.
— Gerið þér svo vel, hérna er silkitvinninn yðar, sagði hún.
Hann er dálítið slitinn, en hann er allur vel greiddur úr flækjunni.
— Kærar þakkir, sagði Pétur glaður i bragði; nú vissi hann
hvar hann átti að bera niður með bónorðið. — Pað hefir víst verið
leiðinlegt verk að eiga við þetta; eg ætla því — — — —
— Nei, nei, þvert á móti; það mátti miklu fremur heita
skemtilegt starf, sagði hún í þýðum og ástúðlegum róm. Eg gerði
þetta á meðan hann Friðrik B. var hérna í gærkveldi, og eg vissi
ekkert hvernig tíminn leið. fér hafið víst frétt það, að trúlofun
okkar Friðriks er nú ekki lengur leynd. En þarna kemur hann þá.
Yið ætlum að taka okkur skemtiferð saman í vagni. — í guðs friði!
— En, góða frú, arfleiðsluskrá hans er aukaatriði fyrir mig.
Það sem mig varðar um, er sjúkdómur yðar, því að eg vil gjarnan
finna einhver ráð til að bæta heilsu yðar.
— En eg er stálhraust, herra minn, og fer ekki fram á neitt
annað við yður en að þér takið að yður mál mitt og fáið arfleiðslu-
skrána felda úr gildi fyrir dómstólunum, að því leyti sem hún á-
kveður þennan skildaga.
— Nú, en með leyfi að spyrja: hvar haldið þér að þér séuð
þá, frú?
— Hjá dr. Masson, málaflutningsmanninum alkunna, sem svo
mikið hefir verið látið af við mig.
— Þér eruð staddur hjá lækninum dr. Masson. Málaflutn-
ingsmaðurinn, nafni minn og fjarskyldur ættingi, á heima í Haus-
manns virkisstræti. fað er ekki i fyrsta skifti, sem vilst hefir ver-
ið á okkur.
— Nei, hamingjan góða! æpti frú von Vanleurs og hló hátt
og glaðlega, Eg hefi þá farið vilt, þegar eg var að leita að heim-
ili málaflutningsmannsins í bæjarskránni!
— En með leyfi, frú, viljið þér ekki gera svo vel að fá yður
sæti aftur ?---------eg bið yður að gera það fyrir mig-------------
leyfið mér að koma með eina uppástungu.
Og unga friún mátti til að setjast niður; það hefði verið kurt-
eisisskortur ef hún hefði neitað að verða við þeirri bón.
Jeróme furðaði sig á því, hve langan tíma þessi læknisráðaleit-
un tók, og hversu glaðlegt samtalið var. Hann heyrði svo greini-
lega fjörugan kvenmannshlátur út úr herberginu.
Þegar frú von Vanleurs fór, rétti hún lækninum hendina
mjög vingjarniega; og um leið brosti hún ástúðlega framan í hann
og stakk upp á því, að hann kæmi heim til sín einhvern næsta
daginn.
Hann svaraði þeirri uppástungu með því að taka þétt í hend-
ina á henni.
Frúin þurfti ekki að finna málaflutningsmann dr. Masson að
máli.