Fjallkonan


Fjallkonan - 20.04.1910, Blaðsíða 2

Fjallkonan - 20.04.1910, Blaðsíða 2
54 FJAIiLKONAN þeirra á þekkingu á efnahag ein- stakra manna þá er yiirlýaing þeirra hin fullkomn tsta staðfeating á skýralu rannsóknara um óreglu og vanrækalu bankaatjórnarinnar. Það má nærri geta. hvort Gliick- stadt, þeaai aldavinur Tryggva, hefði leyft þeim að gefa út yfirlýainguna ef þeir hefðu ekki haft neitt annað fyrir aig að bera, en umsögn ísl. rannsókn- arnefndarinnar. Einkum þar sem búið var að hálf-telja Dönum trú um, að bankarannsóknin væri ekkert ann- að en pólitíak ofaókn! — Nei, þeir hafa áreiðanlega orðið að bera fram eitthvað frá eigin brjósti. — Enda var nóg til. í>að er næsta broslegt, er Þjóðólf- ur í eftirmála sínum segir að það liggi í hlutarins eðli „að ef Land- mandsbankinn hefði aama álit og rannsóknarnefndin og áliti hann ó- tryggan, þá héldi hann ekki viðskift- unum áfrarn" ! Dönsku bankamenn- irnir lýstu yfir að niðurstaða sín væri ekki betri (þ. e.: verri ef ekki sú sama) en rannsóknarnefndarinnar. Og einmitt í þessu bréfi, sem Þjóðólf- ur tekur upp, lýsir Gluckstadt því yfir að það sé einmitt tapið sem við sé átt. — Það væri nógu fróðlegt að sjá, hvernig Þjóðólfur getur sýnt fram á, að Landmandsbankinn hafi betra álit á Landsbankanum en rannsókn- arnefndin. — Rannsóknarnefndin seg- ir heldur ekki að baukinn sé ótrygg- ur, heldur þvert á móti. — Að eins segir hún að tapið verði aldrei mikið undir 400000,00 kr. — og það stað- festir Landmandsbankinn samkv. hlut- arins eðli sérstaklega bygt á því, í hverri umhirðu útistandandi lán bank- ans voru, er hann lét skoða hann, og hve forsjál bankastjórnin hafði verið í lánveitingum til vanskilamanna. Úreltir greftrunarsiðir. Stórfé á glæ kastað. Allir kannast við frásögnina í forn- sögum vorum um þann sið, sem sagt er, að Bjarmar hafi haft í fornöld, þegar göfgir menn vórn færðir til moldar. Haugur var orpinn yfir þá með þeim hætti, að „önnnr fló var af moldu, en önnur af silfri“. Var mikill hluti af fjármunum hins fram- liðna látinn með honum í jörðina á þenna hátt. — Þessi siður hefir ber- sýnilega stafað af þeirri trú, að mönnunum kæmi vel að geta gripið til fjárins hinum megin grafarinnar, þótt sú yrði oft reyndin á, að það varð að ránsfeng norrænmn víkingum. Þessir og þvílíkir fornmannasiðir þykja nú, sem von er. mjög afkára- legir og ern í skopi hafðir. Eo verða ekki nútíðarmönnum álika víti, þótt með öðrum hætti sé? Er að réttu lagi hægt að kalla kranzamergðina, sem nú fylgir hverri kistu til grafar, annað en blindan og skrælingjalegan vana, sem stefnir æ að rneira og meira óhófi og sund- ureerð? Kransafárið er nú orðið svo mikið í Reykjavík, að margoft er ekki hægt að koma fyrir á kistunni nema litlum hluta af öllum krönzunum, jafnvel þótt hverjum sé hlaðið ofan á annan, heldur þarf að bera þá á rám eða stöngum suður í kirkjugarð. Þar fara þeir í moldina og verða ó 'ýtir og engn :i að gagni, nema j á einstaki miðlu* ** gi ráðvimdum mönn- um, s(-u: hafa 'iað *ð tek jugrein ».ð b íupia i ikibo m n ug öðr í tliku, sem þi- ni þyki - fémæ t Það mun v^.rla o?sagt, að með þessum fávíslega sið er kastað á glæ mörgum þúsundum króna á ári í Reykjavík. Áfur vóru kranzarnir mest tilbúnir úr lyngi og þóttu bá verða mikil ja ðspjöil að lyogrifinu, eins og menn mun reka minni til úr gömluin blaðagreinum, en nú eru þeir keyptir dýrum dómum eða gerðir úr útlendu efni. Óhóf þetta er óðum að færast úr kaupstöðunum upp um héruðin, og fer að verða almenn landplága. Ekki er því að neita, að kranza- gjafirnar eru oft gerðar i góðu skyni. Menn vilja prýða kistur vina sinna með blómsveignm. — Um það er ekkert nema gott að segja. En nú er þetta orðið svo alment, að margir þykjast siðferðislega skyldir að gefa sveig, aðeins fyrir siða-sakir, kunna ekki við annað af því að þeir hafi eitthvað þekkt manninn o. s. frv. Þá fer nú að verða minna í það varið, þegar gjöfin er orðin einsog einhver óþægileg skyldukvöð, sem almenn- ingsálitið leggur mönnum á herðar. Og þetta kostar svo afarmikið, að hvern, sem hugsar um það, hlýtur að undra, að þessi fánýti siður skuli ekki fyrir löngu vera týndur og tröllum gefinn. Þorbjörg heitinn Sveinsdóttir varð vist fyrst til þess hér að mæla svo fyrir, að ekki skyldu gefnir kranzar við útför hennar, heldur mættu þeir, er það vildu gera, verja því fé til þess að stofna sjóð handa fátækum sængurkonnm. — Sjóðuriun var stofn- aður og er þegar tekið að veita úr honum styrk, þótt lítill sé. Ein eða tvær aðrar konur hafa farið að þessu dæmi, en þá er upp- talið. Með þessum hætti geta þeir, er vilja heiðra minning vina sinna, gert það á miklu tryggilegri og gagnleg-i hátt, heldur en með kranzagiöfinni. Það ér þó vitanlegt, að ómögulegt væri að *tofna sérstzka miuningar- sjóði eftir fjöld.- manna á þenna hátt. Fíestir slikir sj ðir mundu verða ait of litlir til þesf. að koroa að nokkru gagni. En fram úr j essu má ráða á &nn- an hátt. Nú er óðum verið að vekja áhuga manna á nauðsyn sjúkrahæiiains og safna fé til þess. Væri ekki vel til fallið, að leggja sveigaféð í einn sam- eiginlegan sjóð, til styrktar fátœkum sjúklingum í Jiœlinu? — Til þess, að nafn hvers manns vœri bundið við sveigafé það, sem eftir hann værigef- ið, mætti hafa bók á hœlinu, og skrifa þar nöfn allra þeirra, sém gefið hefðu, og tilgreina þá upphœð, er sveigafé hans nœmi. Væri það ekki ánægju- legra að vita sveigafénu varið á þann hátt til gagns og hjálpar sjúkum mönn- um og snauðum, heldur en láta það fúna niður í moldina og fjúka út í veður og vind? Hvort sem menn fella sig við þessa tillögu eða ekki, þá er nú mál til komið, að skynsamir menn gangi fram í því að gera sem bráðastan enda á sveigahégómanum. * * * Grein þessa skrifaði ritstjóri þessa blaðs fyrir tveim árum og var hún prentuð í ,,Þjöðvilj .num“ 13. april 1908. Tillaga lú. sam þar er fram borin sýnist nú ætla að fara að kom- ast í framKvæmd fyrir stboina hr A. J. Jobnson’s í Chicago, eins og eftir- farandi ritgerð ber með sér, »em landlæknir hefir sent Fjallkonunni til birtingar: Ártíðas!>rá Heilsuhælisins. Gjiif frá fslendingi vestan liafs. Mimiiug'arg'jalir koma í stað „kransa“. íslerzkur maður í Chicago, A. J. Johnson að nafni, hefur sent mérað gjöf skrautlega bók og fagra hug- mynd framan við hana. Hann hugsar á þessa leið: Það er orðið alsiða að gefa kransa á lík- kistur, í heiðursskyni við minningu hins Iátna og samhrygðarskyni við ástvini hans. Það er fögur venja; en henni fylgir sá ókostur, að þar fer mikið fé til ónýtis, í moldina. Höldum því sem fagnrt er í þessum sið, en forðumst hitt. Ráðið til þess er það, að láta minningargjafir koma í stað kransanna, svo að það fé, sem nú fer til ónýtis, komi að einhverju góðu gagni. Bókin sem mér er send, heitir Ártíðaskrá Heilsuhœlisins*. Það er mikil bók, í vandaðasta bandi (al- skinnuð), pappírinn af beztu gerð strikaður til bægð&rauka og með prentuðum fyrirsögnum efst áhverri síðu. Er svo tilætlað, að blaðsíð- urnar í vinstri hendi verði ártíða- skrá, þar verði skráð nöfn látinna manna, staða þeirra, aldur og dán- ardæqur, einnig dauðamein, ef þess er óskað. Á móti hverri því líkri skrásetningu koma, á blaðsíðurnar í hægri hendi, nöfn þeirra er gefa minningargjafir, og til tekin gjóf hvers þeirra. Kransagjafirnar eru útlendur siður og ný til kominn. Her í Reykjavík eru kransarnir flestir gjörðir úr út- lendum blómlíkneskjum; í þeim er litaður pappi og léreft. Þessi erlendu léreftsblóm fljúga út. Oft verða kransarnir svo margir, að tugum skiftir, og verð þeirra þá að saman- lögðu yfir 100 kr., stundum laagt fram úr, þvi. Artíðaskrásetning er ramíslenzkur siður og mjög gamaSl (frá bví á 12. öld). Ég þykist því vita, að margur muni verða til þess, að láta minning- argjöf koma í staðin n fyrir krans — gefa Heilsuhœlinu það, sem krans myndi hafa kostað. Ártíðaslcrá Heilsuhœlisins verður geymd fyrst um sinn í skrifstofu minni, Amtmannsstíg 1. Þar verður hún tii sýnis á hverjum virkum degi kl. 5—7. og mun ritari minn, J'on læknir Rósenkranz, taka á móti minningargjöfum. Herra A. J. Johnson hefur einuig gefið Holdsveikraspítalanum og Oeð- veikrahælinu ártíðaskrár, og verða þær afhentar læknum þessara sjúkra- húsa. Bækurnar eru nýkomnar*. Ég kann honum beztu þakkir fyrir gjöfina. Heilsuhælinu haía þegar hlotnast tvær minningargjafir, önnur frá John- * Nafninu og gerð bókarinnar hef ég fengið að ráða. ** Pappírinn sendi gefandinn mér, en ég hef annast prentun og band fyrir bann, á hans kostnað. son sjálfum, til minningar um móð- ur hans (50 kr.), hin frá Biarna prófasti Simonarsyni á Brjánslæk; hann kom til min, sá bókina og gaf minningargjöf (5 kr.) til minningar um barn, sem lézt fyrir tveim árum í sókn hans. Menn út um land eru beðnir að senda minningargjafir handa Heilsu- hælinu til J'ons læknis Rösenkranz, sem er fulltrúi Heilsuhælisstjórnar- innar. Hverjum þeim er gjöf gefur, verð- ur fengið eða sent viðtökuskyrteini. Þau verða vönduð að útliti; bœjar- búar geta sent þau i stað kransa, og á þann hátt látið í ljósi samhrygð sína þegar jarðað er. Hvað sem öðrum líður — þegar kemur að mér, vildi ég mælaat til þess, að „kransarnir“, ef nokkrir yrðu, væru látnir fara í Heilsuhælið en ekki i gröfina mína. O. Bjórnsson. „Austri“ og „VestriM. Á fimtudaginn var bauð Þórarinn Tuliníus allmörgum bæjarbúum að skoða strandferðaskipin nýju „Austra“ og „Yestra“. Skipin lágu sibyrt svo að ganga mátti á miili. — Fagnaði Tuliníus vel gestum sínum og va.r þeim boðið að fulli í fyrsta farrými „Vestrá“. Þar signdi Tuliníus full íslands og Reykjavíkur, en Klemens Jónsson svaraði og lauk lofsorði á skipin og frágang þeirra og mest á það að skipverjar,vórn flestir íslenzkir. Um stærð skipa þessara og frá- gang er getið í síðasta blaði og er þar litln við að bæta. Þó var þar ekki skýrt rétt frá burðarmagni þeirra*). Eru þau 443 smálestir að lögskráðu tali (R«gister Tons) og bera þá um 500 smálestir. Skipin virðast vönduð og hagkvæm að mörgu leyti. Mestir yfirburðir fram yfir gömlu strandferðabátana eru kælirúmin. Umbót sú getur orðið landsmönnum til mikiila hagsmuua. Annað farrými tekur 34 menn, og getur það stundum orðið helzt til lítið. Þó er síður, að það verði að baga, vegDa Suðurl&ndibátsiris, er bætist við og flytur víst margt Sunn- lendinga til Austfiarða og baðai aft- ur hingað, en af þeim flutaingum haust og vor hafa mest þrengsli stafað. Ókostur er það og á öðru farrými, hversu rúmum er skipað. Efri rúmin við súðina eru innar en hin neðri, svo að rúmstokkur þeirra er yfir miðju rúmi, þvi sem undir er. Gæti það orðið ill vist þeim er neðar liggja, ef sjóveikir menn eru í rúmunum uppi yfir þeim. Stjórnpallsþilfarið er mikið um- máls og er farþegum fyrsta farrýmis þar skemtileg vist í góðu veðri. Halley’s halastjarna. Tveir þýzk- ir fræðimenn komu hingað til lands á „Vestu“ til þess að rannsaka áhrif þau, er Halleys halastjarnan kann að hafa á gufuhvolfið þegar hún fer næst jörðu í vor (um 18. maí). Sagt að þeir ætli að hafa aðsetur annaðhvort á Snæfellsnesi eða vestur í Dýrafirði. *) í nokkru af upplaginu hafði talan mis- prentaBt

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.