Fjallkonan


Fjallkonan - 29.06.1910, Blaðsíða 3

Fjallkonan - 29.06.1910, Blaðsíða 3
FJALLKONAN 95 G-jalddagi ,Fjaimonunnar‘ er 1. jiili Verð innanlanas 8 kr. Vorö erlendis 4 itrómir að árum, þegar þáverandi Rússa- keiaari hrópaði: „Finis Poloniæ!“ Vouandi er þó, að sömu kjör bíði ekki Finna, sem þau er Pólverjar hafa átt við að búa. Samþykt dumunnar hefir nú ver- ið send til ríkisráðain*, og það hefir einróma ráðið Zarnum að »amþykkja hana. Má því búa»t við að innlim- unin verði að lögum innan »kamm». Pe»si nýju lög eru eiginlega úr- akurður í aðalágreiningamálinu, um hvort Finnland eigi að skoðast ajálf- stætt eða ekki. Til þeas að þau komist verulega í framkvæmd, þarf duman, stjórnin og ríkisráðið að semja ný lög, eða breyta hinum nú- gildandi lögum Finna. Stjórninni er því í ajálfsvald sett, hvort hún vill láta kné fylgja kviði og aviíta Finna atrax öllum réttind- nm þeirra, eða hún velur þann koat- inn að láta innlimunina amám aaman komast á, og fara að öllu með hægð. En eftir allri framkomu atjórnarinn- ar er iítillar vægðar að vænta. Hvernig Finnar bregðast við þeaau er ekki gott að aegja. Að vísu er kunnugt af varnarakjali finaka land- dagains til Zarains, að Finnar líta avo á, að lög þeási geti ekki gilt, nema þeir aamþykki þau ajálfir. En það atoðar lítið, því að Rúasar virða alt alíkt að vettugi. Yerkföllog því- umlegt geta heldur enga verulega þýðingu Haft, því að Rúsaar hafa nógum mönnum á að skipa, og það mundi aðeina leiða til þeas, að Rúsa- ar þyrptust inn í Finnland. Fiunar eru því í aorglegum vanda ataddir, og er það einna aorglegaat, að þeir mega að nokkru leyti ajálf- um aér um kenna. Það sem heíir felt þá, er að þeir hafa verið varnarlaus þjóð. Hefðu þeir haft her, mundu Rúasar hafa hugsað aig betur um áður en þeir hefðu innlimað þá, þótt ekki væri nema koatnaðarins vegna. Og Stoly- pin notaði það sem aðaláatæðu fyrir innlimuninni að undanþága Finnlands frá herakyldu og herkostnaði væri til tjóna fyrir ríkið. Að sumu leyti hafa Finnar haft gott af því að vera lausir við hern- aðarakyldu. Þeir hafa getað lagt því meira fé fram til alþýðumentun- ar og uppeldis, svo að fullyrða má, að þar atandi þeir meðal, frematu þjóða heimsins. Og þrátt fyrir það eru akattar hvergi svo lágir aem á Fiunlandi, tæpar 33 krónur á mann. En á vorum tímum er það ekki nóg. Hnelinn, þjóðarþrótturinn er þyngstur á metunum. Finski herinn — þessi her sem áður barðist avo frækilega fyrir ajálf- stæði landains — var leystur upp 1809 um leið og Finnar urðu sjálf- stætt atórhertogadæmi. Það var á dögum Alexandera I. Hann var góð- viljaður Finnum, gáfaður maður, al- inn upp í áhrtfum upplýaingaratefnu frönaku heimspekinnar. Meðal drauma hana og atjórnartilrauna var sú, að leggja niður vopnaburð og koma á alþjóðadómatól, er skæri úr ágrein- ingarmálum þjóðanna. Hann gerði þá nokkurskonar til- raun með Finnland, og Finnar vóru þeas fúsir. Nú hefir það orðið þeim að fóta- kefli. Hervarnarþjóðirnar líta smá- um angum á þær þjóðir, aem ekki geta varið aig sjálfar — og mannúð- in og samkendin eru verzlunarvara eins og alt annað. Þeaavegna þegja nú allar stór- þjóðirnar — þegar hin gáfaða og mentaða finaka þjóð er bæld undir okið. ' Jónas Guðlaiu/sson. Skilur haf hjarta og vör. Eftir Bjarna Jónsson frá Voiri. Mötbárur og horfur. Höfuðmótbárur manna móti stjórn- málastefnu vorri eru þessar: I. Svo smárri þjóð er ómáttugt að standa ein. Þar til svörum vér: Nú höfum vér engan styrk neinstaðar að. Hins- vegar hefir vanans afl bundið við- skifti vor á óeðlilegum vegum. Þess vegna má snúa viðbárunni við og segja: Svo smárri ' þjóð er það ófæra að knýta viðskifti sín við land, sem framleiðir ekki vörurnar og'get- ur því eigi verið annað en hundraðs- gjalds-æta. Hún verður að vera fullfrjáls og annast sjálf utanríkis- mál sín. Hún getur eigi fengið full- an þroska fyrr en hún starfar, á eig- in ábyrgð, fyrr en hún má þakka sjálfri sér höpp sín og hefir engum öðrum um óhöpp sín að kenna. Þá fyrst getum vér vænst þess að ná þeirri karlmensku og þroska, sem er afl þeirra hluta, sem gera skal. II. Stórveldi nokkurt mundigleypa Island, t. d. England. Sú er önnur mótbáran. Þessa mótbáru mætti ræða, ef stefna vor væri skilnaður, en hún á ekki við þá málavexti sem nú eru, þvi að Danmörk gerir oss eigi minna gagn með áliti sínu en nú, þótt rér séum sambandsríki hennar. IH. En það vill Danmörk eigi gera. Hún mun banna konungi sín- um að vera konungur Islands. Sú er hin þriðja. Þá kveða Danir upp úr með skiln- aðinn. Þvi að vér höfum lagarétt og sögurétt til konungssambands. IV. Ónýtisrök — hér er margra alda venja. Sú er hin fjórða. Smáþjóðir mega eigi játa slik rök rétt, því að þá mundu þær slá úr sjálfs sín hendi sitt eina vopn. Venja getur eigi svift neinn sjálfsögðustu mannréttindum. Og jafnvel þótt sagan væri oss andstæð, þá höfum vér þó eðlisréttinn og um hann verð- ur ekki þrætt. V. En „meiri máttur“ spyr eigi um rök, segja menn þá, en hann hefir Danmörk. En þetta siðasta er satt. En fram- ferði Danmerkur hefir hingað til ver- ið mannúðlegt i samanburði við framferði annara þjóða, þar sem líkt hefir staðið á. Þess vegna er full ástæða lil að vænta þess, að Danir haldi svo fram stefnunni, eink- um fyrir þá sök að þeir hafa einsk- is í að missa en mikið að vinna. Þótt ísland fengi fullan rétt sinn i konungssambandi við Dani, þá mundu þeir einskis annars í missa, en drott- invaldskendar þeirrar er nú hafa þeir. En ef Danmörk færir nú sið- fræðina inn i stjórnmálin, þá verða Danir forgönguþjóð og hljóta í fyrsta lagi heiður og viðurkenningu fyrir göfugmannlegt verk. Því að viður- kenna munu menn það hjá öðrum, þótt þeir vilji eigi sjálfir vinna verk- ið. I annan stað mundu þeir vinna fulla vináttu Islendinga og þar með máttuleik til þess að halda áfram viðskiftum við oss, en þau hafa að öðrum kosti litið við að styðjast. Vér erum þess fullvissir að slík aðferð væri hyggilegust og auk þess i fullu samræmi við hugarfar dönsku þjóðarinnar. Vér væntum þvi þess, að ríkisþingið danska muni eigi að- eins taka frumvarp Alþingis fyrir, heldur einnig samþykkja það. En ef danskir stjórnmálamenn mót von fara aðra leið, þá munum vér skjóta máli til danskra kjósenda. Þar eig- um vér vísan sigur, því að Danir eiga svo létt verk að setja sig í vor spor. Hugsanlegt er að vér eigum fyrir höndum langa baráttu við ráða- menn og valdamenn Dana áður en málið nær til þjóðarinnar. Þess vegna er það að hyggju nú- verandi meiri hluta lífsnauðsyn fyrir Islendinga að verða og vera sam- mála. Mótbárur þær, er nú taldi eg, eru alþektar afturgöngur úr allra þjóða sjálfstæðisbaráttu, því að ótíma- bær ótti freistar hér sem jafnan að stöðva allar góðar og drengilegar hreyfingar. Þessvegna mun sam- hygð Dana, Norðmanna og Svía verða Islendingum mikilsverð sið- ferðisleg stoð. Og þótt núlifandi kynslóð hafi eigi sérstaklega til þess unnið af þessum þjóðum, þá hafa þó forfeður vorir gert það, því að rekja má til fornrita vorra alla þjóð- ernisviðreisn Norðurlanda. Eg óttast enga mótbáru, þeirra sem fram hafa verið fluttar móti þeirri stjórnmálastefnu heima, sem eg fylgi, þ. e. stefnu landvarnar- manna. Stefnuskrá þeirra er: Kon- ungssamband lægsta stig sjálfstæðis, sem Islendinngar geti viðurkent. Eg óttast þær ekki sakir þess, að eg hefi tröllatrú á mannúð dönsku þjóðarinnar. En þótt alt yrði oss mótsnúið, þá veit eg, að íslendingar munu halda áfram baráttunni, drengilega og að þinglögum, en fast og þéttan. Því að sjálfstæðisþráin er runnin þeim í merg og bein og er lífsskilyrði þjóð- erni voru*. V. kapítuli. Þá er Bjarni hafði lokið máli sínu og tók að sýna skuggamyndir frá Islandi, þá var fyrst landið sjálft. Þá stóð allur þingheimur upp og söng við raust kvæði Muncks um ísland: „Yderst mod norden der lyser en ö.“ Hét Bjarni því að flytja Islendingum þessar vinakveðj- ur. Hann fór síðan víða um Noreg og var hvarvetna vel fagnað. Síðan hélt hann til Svíþjóðar. Kom hann í þeirri ferð til Uppsala, þar sem *Hér endar fyrirlesturínn. Ragnar Lundborg býr, sá er mest og bezt hefir ritað um réttindi Is- lands erlendra manna á síðustu ár- um. Gerði hann veizlu í móti Bjarna og konu hans. Sátu þá veizlu þrír tugir manna. Mælti Lundborg fyrir minni íslands og sendimanns þess. Fórust honum vel orð og vingjarnlega. ÞaWiaði Bjarni fyrir íslands hönd og kvað það sér gleði og ættjörð sinni gagn, er svo skörulega væri fagnað sendimanni hennar. Haiði hann hinar beztu viðtökur í Svíþjóð þar er hann fór. Þaðan hélt hann svo til Danmerkur á leið til Ítalíu. En þangað fór hann í verzlunarerindum. VI. kapítuli. Það bar til tíðinda, er Bjarni var í Miinchen á suðurleið, að hann fékk fregnir um það frá Danmörku, að árás hefði verið gerð á hann á ríkisþingi Dana og bornar þungar sakir á hann út af fyrirlestri þeim, er hann hélt í ungmennatélag- inu í Osló og prentaður er hér að framan. Var sú fregn harla kynleg, því að erfitt mun nokkrum mót- stöðumanni verða að haga orðum sínum hæversklegar en þar er gert. En þá kastar þó tólfunum, er þessi árás er lesin. Schack sjóliðsforingi hélt svo látandi ræðu á ríkisþingi Dana hinn 5. nóvember 1909: „Nú hefir um nokkra daga verið talað um stórmál vor heima fyrir. En við breyting bráir af mönnum og vil ea því stefna nokkru norðar. Eg ætla um stund að fást við 25. grein- ina, aitgjöld til íslands. Áður en eg greiði þessum fjárveitingum atkvæði mitt, vil eg biðja stjórnina um upp- lýsingar um, hversu ástatt er á ís- landi. Síðan Alþingi lslendinga samþykti í vetur lög um sambandið milli íslands og Danmerkur hefir verið hljótt um Islandsmálið hér neðra. En málavextir á Islandi gefa þó ekki ástæðu til þess. Mér var það gleði að tslendingar samþyktu þessi lög. Þó þótti mér ekki vænt um lögin, þvert á móti, þau eru mjög kröfu- frek. Eg gladdist af því, að nefnd- artillögurnar urðu að engu þar með, en annars var hætt við að þær hefði gengið fram. Nefndartillögurn- ar eru nefnilega að minni hyggju að þvi er til ríkisréttar og stjórnmála kem- ur vanvirða fyrir Danmörk og skað- legar að því, er atvinnu og verzlun snertir. Sé nú leitað orsakanna til þessar- ar sorglegu niðurstöðu — eg kalla niðurstöðu nefndarsamninganna sorg- lega — þá skal eg láta því óneitað, að það hafi verið fyrir þá sök að dönsku nefndarrnennirnir, auðvitað ágætir menn með bezta vilja — það vóru beztu menn ríkisins — höfðu enga þekking á íslands málum, hvorki á verzlun þess, landsmálum né landsháttum, atvinnu né atvinnu- málum þar efra, á geðblæ né ásig- komulagi þjóðarinnar. Andspænis þeim sat ílokkur ungra duglegra íslendinga, eg segi „ungra“ í sam- burði við nefndarmennina (dönsku?) sem til hálfs voru milli sjötugs og áttræðs — ungir menn með nákvæma þekkingu á sínu landi og með þeim

x

Fjallkonan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.