Fjallkonan


Fjallkonan - 21.12.1910, Síða 3

Fjallkonan - 21.12.1910, Síða 3
FJALLRONAN 195 færi fyrirfram að binda hendur sin- ar með skuldbindingum um gífnr- legar launaviðbætur handa þeasum þarflauaa verkfræðingi og er það góðra gjalda vert, úr því sem um er að gera. — En auðvitað er, að verkfræðingaflokkurinn ætlar að sitja við sinn keip, því að borgarstjóri auglýsir nú lausa bæjarverkfræðings- ■ýslan og talar þar um 2700 króna „byrjunarlaunu. Með því er beint látið í Ijós, að launin eigi að hækka siðar, því að annars væri marklaust að tala um „byrjunarlaunw. Út af þessu atriði hafa sjö bæjar- fulltrúar skorað á borgarstjóra að leiðrétta þessa auglýsing og telja ó- heimilt að kalla árslaun verkfræð- ings „byrjunarlaunu, þar sem ekki sé ráðgerð hærri laun seinna og geti þetta þvi verið blekking fyrir þann, sem við starfinu taki. — Þótt margir bæjarmenn sé því hlyntir, að bæjarstjórn kosti kapps um að bæta úr atvinnuskorti í bæn- um, þá þykir þó flestum annað liggja nær, heldur en að verja stórfé til þess að bæta úr atvinnu-skorti verkfræðinga. Hitt er skiljanlegt, að verkfræðingaflokknum fínnist það mest nauðsynin núna í atvinnuleys- inu! Heilbrigðisfulltrúastarfið hér í bænum er nú auglýst laust frá næsta nýári. Þessu starfl heflr Júlíua læknir Halldórsson gegnt tvö síðusta árin. Starfið er umsvifamikið og ekki heiglum hent, en núverandi heil- brigðisfulltrúi heíir rækt það vel og komið ýmsum umbótum til leiðar, eftir því sem unt hefir verið. Hann er vel eftirlitssamur og ötull að koma þvi í framkvæmd, er honum þykir nauðsynlegt til þess að stuðla að þrifnaðí í bænum. En það er vandi að gera svo að öllum líki og hefír það sannast á heilbrigðisfulltrúanum, því að hon- um var fundið það til foráttu af einum bæjarstjórnarmanni, að hann væri of-framkvœmdasamur og ekki nógu formfastur í tilskipunum sin- um. Hann hafði vanrækt að fara skrifstofuleiðina!!! og bera undir nefndir og verkfræðinga í hvert skifti sem þurfti að aka einu vagn- hlassi af óhroða úr einhverjum rennu- steini og með þessu og því liku tekið fram fyrir hendurnar á „hlut- aðeigandi stjómarvöldum"!! Fyrir þessar yfirsjónir (1) hefir nú bæjarstjórn ekki séð sér fært að standa við þann ádrátt, vilyrði eða loforð, er hún hafði gefið heilbrigð- isfulltrúanum í fyrra um launavið- bót frá næsta nýári. Hann hefir haft 800 kr. þetta árið, en vill fá 1000 kr. næsta ár, sem ekki sýnist nema sanngjarnt fyrir svo umfangsmikið starf, ef í nokkru lagi á að vera. En bæjarstjórn dregur að^ sér höndina og ætlar nú að taka alveg óvanan mann fyrir 800 kr. en hafna þeim, sem vanur er orðinn og kunn- ugur og reynst hefir vel. Engu skal spáð um það, hversu valið tekst á nýjum heilbrigðisfull- trúa, en ekki lízt mér vel*á mann- inn, sem eg heyrði um daginn nefndan, því að þótt æskilegt sé, að sem mest hverfi af óþverra í bæn- um, ætti ekki að vera nauðsynlegt, að heilbrigðisfulltrúinn væri fingra- langur. Sjálfhælni. Mont og sjálfhælni kemur fram í mörgum myndum. — Skrumararnir klæða sjálfhælnina í ýmiskonar bún- iug og fer það eftir eðli þeirra og mismunandi fákænsku. — Fyrir skömmu auglýsti einn þessara skringi- legu montara eitthvað ómerkilegt í blöðunum og dagsetti auglýsinguna í einni af stórborgum Þýzkalands löngu eftir að hann var kominn heim hingað. Liklega hefir maðurinn'kom- ið þangað snöggvast einu sinni og ekki viljað láta þann frama liggja í láginni. Þetta ,er auðvitað alveg skaðlaus hégómaskapur, sem aðrir leggja ekki 'rækt við en einfaldir uppskafningar og tildurssálir. Annars konar og kauðalegra er það, þegar menn fara að rita sjálf- ir heilar ritgerðir til þess að koma því að, hvað þeir sé vaknir og sofn- ir í því að gera öðrnm gott. Haldi reikningsskap á kveldin yfir það, hvort þeir hafi nú gert gott þann daginn og telji það sérstakt happ ef einhvern þurfamann ber að dyr- um þeirra (að sjálfra þeirra sögn) meðan þeir eru að gera upp reikn- inginn og svo óvanalega stendur á, að þeim hafa einhvernveginn gleymst mannúðarverkin þann daginn! Halda menn nú að sannkallaðir góðgerðamenn færi eða fari þannig að? Halda menn, að þeim finnist það umtalsvert, þótt þeir gæfi pen- ing eða bita bágstöddam mönnum? Þurfa menn yfir höfuð að sitja og bíða eftir því, að einhver komi og biðji um hjálp, ef þeir finna innri hvöt til þess að gera öðrum gott og hafa ráð á því? — Er ekki fátækt og vandræði svo nálægt flestum, að þeir geti fyrirhafnarlítið komist þang- að, sem þörf er á hjálp? Mér finst þessar mannkærleika- auglýsingar því óviðfeldnari, sem umbúðirnar eru meiri utan um þær. Það er ekkert viðkunnanlegt að sjá hægri höndina vera að hampa því, sem sú vinstri hefir gert. Ætli það sé ekki einna helzt hræsnarinn, eigingjarn, singjarn og fégjarn, sem talar svona fjálglega um mannkosti og hjartalag sjálfs sín. Það er andstyggileg hræsni, sðm oft og einatt dylst undir slík- um kápum. Það er ekki öllum hent að segja eins og Titus keisari: „Eg hefi glatað þessum degi,“ ef hann gaf engum neitt. Það hefir líklega ver- ið satt, þótt ekki sé þess getið, að hann ritaði góðverk sin í dagbók, og því hneykslaði það engan. K. Nýjar bækur. Árið 1910 hefir verið afarmikið bókaútgáfuár hér á landi, liklega hið mesta sera dæmi eru til. Fjall- konan hefir smámsaman getið all- margra bóka, en þó ekki komið við ennþá að skrifa um allar þær, sem henni hafa verið sendar. Hér skulu nefndar nokkrar, sem nánara mun verða getið síðar: I. De danske Vin- & Konserves Fabrikker. J. D. BEAUVAIS M. RASMUSSEN Leverandar til Hs.Maj. Kongen af Sverige, Kgl. Hof-Leverandor, K0BENHAVN FAABOEG Konserves Syltetöjer Frugtsafter og Frugtvlne. SCHWEIZER SILKI Biðjið um sýnishorn af okkar prýðisfögru i^ijungum, sem vér ábyrgj- umst haldgæði á. Sérstakt fyrirtak: Silki-damask fyrir isl. búning, svart, hvítt og með fleiri litum frá 2,15 fyrir meterinn. Vér seljum beint til einstakra manna og sendum þau silkiefni, sem menn hata valið, tollfrítt og burðargjaldsfrítt til heimilanna. Vörur vorar eru til sýnis hverjum sem vill hjá frú Ingibjörgu Johnson, Lækjargöt»4 í Reykjavík. Schwelzer & Co. Luzern Y 4 (Scliweiz). Silkivarnings-utflytjendur. Kgl. liirðsalar. 1 m £2 DE FORENEDE BRYGGERIERl m N o M á Andvökur eftir Stephan 0. Step~ hanson III. bindi, Rvík. 1910. (Gut- enberg). Á guðs vegum eftir Bjórnstjerne Björnsson. Bjarni Jónsson frú Vogi hefir íslenzkað. Rvík 1910. (ísafoldarprentimiðja). Jólabökin II, Utgefendur: Arni Jóhannsson og Tlieódór Árnason. Rv. Bókaverzlun Guðm. Gamalíels- sonar 1910. Minningar feðra vorra. Safnað hefir og samið Sigurður Þórólfsson. H. bindi. Rv. 1910. (Gb.). Söngkenslubök handa byrjendum. Eftir Hdllgrím Þorsteinsson organ- ista. 1. hefti söngfræði. Rv. 1910 (Prentsmiðja D. Östlunds). Maria Orubbe eftir I. P. Jahob- sen. Jónas Guðlaugsson þýddi. Kb. 1910. Bókaverzlun Gyldendals gaf út. Engilbörnin. Æfintýri með mynd- um eftir Sigurbjörn Sveinsson. Rv. 1910. (D. Ö.). Dóttir veitingamannsins. Eftir Ouðm. R. Ólafsson. Rv. 1910. Mœrker efter Klima- og Niveau- forandringer ved Húnaflúi i Nord- Island. Af Ouðmundur O. Bdrðar- son. Sérprentun úr „Vidensk. Med- del. for den naturhist. foren. i Kb. 1910. Prófessor Herchel Parker við há- skólann í Columbia, er nýlega kom- inn heim úr landkönnunarferð. Hann hafði meðal annars verið að skoða fjallið McKinley, sem Cook norður- fari þóttist hafa komist upp á. Fjall- ið er í Alaska og hafði prófessorinn meðferðis margar ljósmyndir, er hann hafði tekið af fjallinu. Hann held- nr því fast fram, að Cook hafi al- drei komist upp á fjallstindinn. Her- schel Parker fann þann stað, sem Cook lét taka ljósmynd af og nefndi tíndinn McKinley. Myndir dr. Cooks og prófes orsins af þeim stað, eru sagðar mjög svo likar en sá staður, sem þessar rayndir ern af, er tutt- ugu mílur neðan við sjálfan fjalls- tindinn. . (Lögb.). lieiðrétting:. Gíali heitiun í Svinárnesi var Jónasson en ekki Jóneson, eine og stað- ið heflr í öllum blöðum. — Þoreteinn Jón- asson 4 Grýtubakka, bróðir bane, liflr enn. Fagnið nýja árinn með flugcldnm ! Þér fáið hvergi jafngóð kaup á þeim sem hjá mér, og er úr nógu að velja af rakettum, Ijósum, skot- um o. fl. Félög, sem taka talsvert i einu, fá mjög mikinn afslátt. Magnús Þorsteinsson, Bankastræti 12. Sveinn Björnsson yflrdómslögmaður Hafnarstræti 16. (á sama stað sem fyrr). T a 1 s í m i 2 0 2. Skrifstofutími 9—2 og 4—6. Hittist venjulega sjálfurll—12og4—5. Jólakort með allskonar myndum eru fallegust og ódýrust í söluturn- inum.

x

Fjallkonan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjallkonan
https://timarit.is/publication/122

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.