Norðurljósið - 01.05.1912, Blaðsíða 4
36
Norðuri.jósið
konungsins* er 17 álna langt, 8 'h alin á breidd og
Q„‘/2 alin á hæð, Á norður- og suður- veggjunum í því
eru ferhyrnd göt nál. 8 þumlungar í þvermál, sem liggja
skáhalt upp og út um norður- og suðurhliðar pýra-
mídans. Menn halda, að þessar löngu pípur hafi verið
notaðar sem sjónpípur.
»Herbergi drotningarinnar« er 8'/2X9 álnir og 10 álna
hátt. Það er sagt að í því hafi verið tóm likkista úr
steini, er Arabar komust inn í pýramídann fyrír nokkrum
hundruðum ára.
Rjett við byrjun hins lárjetta gangs, sem liggur til
^herbergis drotningarinnar« eru lóðrjett göng sem
liggjá, niður í jörðuna um 78 álnir, alt að ganginum,
sem fyrstur var nefndur, og Iiggur frá innganginum.
Það er álitið, að múrararnir, að öllu starfi sínu loknu,
hafi byrgt alla gangana með stórum hellum, og farið
síðan niður gjána, og svo út, til þess að enginn gæti
komist aftur inn í pýramídann til að ræn.a líkkistu
konungsins.
Það er nærri því óskiljanlegt, að þessir egypsku
konungar skyldu vilja kosta svo miklu til að varðveita
lík sín, og að þeir skyldu hafa látið byggja svona
feiknastóra pýramída, þegar herbergin í þeim voru svo
lítil. En vel má vera, að menn eigi eftir að finna margt
fleira, í leyndarfylgsnum pýramídanna, sem enginn hef-
ir enn hugboð um.
Reynslan er ólygnust.
Oeorge Sillwood bjó í Keswick, í Norður-Englandi.
í mörg ár þjáðist hann af kvalafullum sjúkdómi, og
þrautirnar fóru vaxandi á seinni árum. Guð reyndi
hann eins og hann reyndi Job, en þrátt fyrir alt, bar
hann stöðuglega vitni um kærleika Föðursins. Charles
Bradlaugh, sem var alkunnur guðsafneitari, sendi Sill-
wood rit, sem hjet: Hver var fesús?« eftir vantrúar-
mann nokkurn, í þvi skyni að reyna trú hans.
Hið líðandi Ouðs barn svaraði mótstöðumanni sínum
á þessa leið:
Keswick, II. október 1880.
Kæri herra, —
Fyrir skömmu senduð þjer mjer smárit með titlinum
»Hver var Jesús?«
Jeg hefi ekki niátt, hvorki líkamlegan nje andlegan,
til þess að svara mótbárum þeim, er ritgerð þessi ber
fram gegn trúnni á Jesúm, nje enda til að svara spurn-
ingunni »hver Hann var«; en jeg ætla að eins að segja
yður, hvað /esús er mjer nú, þar sem jeg ligg sjúkur.
Jeg finn að Hann hefir mátt til að styrkja mig og
hugga, halda mjer uppi og varðveita mig í kvölum og
þjáningum, sem án Hans mundu vera óþolandi.
Um svefnlausar nætur og kvalafulla daga er Hann
ávalt hjá mjer, minn ástríki, nœrverandi frelsari,
vituirinn, sem er tryggari en bróðir.« Svo nálægur,
svo dýrmætur, að í því sem ella væri myrkur — með
því að eigi má vita, hvern enda sjúkdómurinn fær —
get jeg treyst Honum og fagnað, vitandi að Hann,
sem dó fyrir mig, gerir alt vel; og að hvort sem jeg
lifi eða dey, yfirgefur Hann mig aldrei. Návist Hans,
kærleikur Hans, Hann sjálfur er fyrir mjer engin hug-
mynd, heldur lifandi sannleiki.
Jeg liefi fundið Hann að vera þann er Hann segist
vera, meðan jeg var heill heilsu og gat gegnt störfum
mínum; og nú er jeg ligg sjúkur og ósjálfbjarga, finn
jeg betur en nokkru sinni, að Hann er lifandi veruleg-
leiki.
Má jeg spyrja yður einnar spurningar til andsvars
yður ? Hafið þjer nokkru sinni verið eins staddur og
jeg er nú, með aðeins eitt fótmál milli yðar og eilifð-
arinnar? Ef þjer hafið verið það, funduð þjer þá í
vantrúarkerfi yðar þá huggun og gleði og hvíld, sem
jeg finn nú í Jesú ?
Ef þjer lægjuð hjer í minn stað, mundpð þjer þá
fagna í vantrú yðar eins og jeg í frelsara mínum?
Þjer viljið að jeg afneiti því, sem er lífið í lífi mínu,
Ijós í myrkrunum og gleði í sorg minni. En hvað ætl-
ið þjer að gefa mjer í þess stað? Gætuð þjer í alvöru
ráðlagt mjer að hafa skifti á trú minni fyrir vantrú yð-
ar, að sleppa sannfæringu minni og trúarvissu, en taka
í staðinn efa yðar og óvissu ?
Jeg get jafnvel eigi sagt yður, hvað jegfinn að jesús
er mjer; orð fá eigi lýst því, og enginn fær skilið það
nema þeir, er þekkja Hann sem persónulegan vin sinn.
En það get jeg sagt, að trúarkerfi mitt, sem er Jesús,
getur staðist þjáningar og sorg og vonbrigði, og jafn-
vel aðkoma dauðans gerir eigi annað en að auka og
margfalda ágæti þess og dýrmæti.
Getið þjer sagt hið sama um kenningar yðar?
Yðar alls góðs unnandi
George Sillwood.
Charles Bradlaugh varð, samkvæmt rjettri hugsun,
að vera vantrúaður, því það var ómögulegt að sam-
rýma hans ósiðlegt líferni með kristna trú, og hann
kaus heldur að sleppa trúnni og blinda sig í fávisku
vantrúarinnar, heldur en að sleppa löstum sínum. Hon-
um var uni tíma ekki leyft að sitja á enska þinginu,
þrátt fyrir það að hann var kosinn, vegna siðferði hans.
Sem betur fer, var bróðir hans, W. R. Bradlaugh, ekki
á sama máli og hann. Hann var einlægur trúmaður
og barðist af alefli til að ónýta hin vondu áhrif bróður
síns. Er hann einn forkólfur þeirra sem berjast á móti
vantrú nútímans. Hefir ritstjóri þessa blaðs haft dá-
lítið kynni við hann og Iætur vel yfir því.