Norðurljósið


Norðurljósið - 01.08.1912, Blaðsíða 2

Norðurljósið - 01.08.1912, Blaðsíða 2
58 Norðurljósið. Maðurinn horfði á hann brosandi, og svaraði dræmt: „Þjer sitjið á fossinum!" Það var satt. Fáeinum mánuðum fyr hafði fossinn verið undrasjón, þegar vatnið þaut niður fjallshlíðina, en nú var alt þurt og dautt. Maðurinn œtlaði að skoða fossinn, en hann kom of seint. * * * Kaupmaðurinn situr heima og er að skrifa nokkur mjög áríðandi brjef, sem verða endilega að fara með póstinum sama kvöld. Nú er hann búinn, og hann lít- ur á klukkuna og sjer, að það er ennþá hálf klukku- stund þangað til að póstbrjefin eru tekin úr brjefa- kassanum, sem er nálægt húsi hans. Hann hefir tíma til að reykja eina pípu enn, og hann situr í hæginda- stólnum, þangað til klukkan slær níu, -- einmitt þegar póstbrjefakassinn er tæmdur. Hann rýkur upp og flýtir sjer ofan með brjefin, alveg einsog hann er, en póst- þjónninn er búinn að safna brjefunum og loka kass- anum, og er að fara Ieiðar sinnar. Honum er bannað að stansa til að taka á móti Iausum brjefum, og kaup- maðurinn verður að sætta sig við það, að brjefin kom- ast ekki með póstinum. Hann œtlaði að senda brjefin, en hann kom of seint! Napóleon Louis, sonur Napóleons þriðja, keisara Frakklands, var foringi í enska hernum, og átti í stríði við Zúlúana í Afríku. Einn dag var þjónn hans að hita handa honum kaffi, þegar það frjettist að Zúlúar væru í nánd, og ætluðu að ráðast á þá. Hann hafði mjög fátt lið, en Zúlúarnir voru mjög margir, svo að það var álitið ráðlegast að flýja. En keisarasonurinn vildi endilega bíða tíu mínútur, til þess að fá kaffið sitt. Hann beið, og ætlaði loksins að leggja af stað, en það var of seint, Zúlúarnir komu og gerðu áhlaup á þá, og höfðinginn fjell, gegnumstunginn af mörgum spjótum, sem Zúlúarnir kunna svo vel að kasta að ó- vinum sínum. Hann ætlaði að forða lífi sínu, en hann var of seinn. * * * Það voru einu sinni tíu meyjar í Austurlöndum, sem voru boðnar í brúðkaup eitt. Sanikvæmt austurlenskum sið, áttu þær að bera hver sinn lampa á stöng í skrúð- göngunni, sem fór frá húsi brúðarinnar til að mæta brúðgumanum, þegar hann kom. En finim þeirra voru svo ógætnar, að þær tóku ekki nóga olíu með sjer i lampa sína. Þegar kallið kom um það, að brúðgum- inn væri í nánd, þurftu þær að fara, á elleftu stundu, að kaupa olíu. Þegar þær komu aptur var brúðgum- inn farinn inn, ásamt hinum fimm meyjum, og dyrun- um var Iokað. Þær hrópuðu: »Herra, herra, Ijúk upp fyrir oss,« en það var árangurslaust. Þær œtluðu í brúð- kaupið, en þær komu of seint. '■* * * Það var einu sinni ungur sjómaður, sem var að »haltra til beggja hliða,« á meðan vinur hans reyndi að leiða hann til Krists. Hann varð mjög hrifinn, þegar hinn trúi þjónn Drottins brýndi fyrir honum, hversu nauðsynlegt það væri, að koma tafarlaust til frelsarans. En hann sagði: »Ekki núna. Ekki núna. Seinna meir vil jeg koma til Krists.« Andi Guðs seg- ir: „/ dag, ef þjer heyrið hans raust, þá forherðið ekki yðar hjörtu;« en liann vildi ekki hlýða. Einn dag heyrðist hrópað á skipinu: »Maður fjell útbyrðis!« og það var undir eins farið að reyna að bjarga honum. En hann sökk, áður en hægt var að ná í hann, og kom aldrei upp aptur. Hryggir í bragði fóru skipsverjar að spyrja hver það hefði verið, og þá kom það í ljós, að það var ungi maðurinn, sem hafði forhert hjarta sitt og sagt: »Ekki núna!« Hann œtlaði að koma til Krists og frelsast, en nú var það of seint. Þegar kvöldsamkoman var úti í trúboðshúsi einu í London, varð fátæk kona eptir, og fór kristin kona úr trúboðsfjelaginu að tala við hana. Þessa fátæku konu langaði að komast til þekkingar á frelsaranum, en það virtist vera alt á reiki fyrir henni, og hún komst ekki að neinni niðurstöðu. Loksins sagði konan, sem leit- aðist við að leiðbeina henni: »Það er best þú farir heim núna, og lesir þessar ritningargreinar í biblíunni þinni.« Það kom sorgarsvipur á andlit veslings kon- unnar, og hún sagði: »Jeg á enga biblíu, frú; jeg hefi orðið að selja hana, til þess að kaupa mat!« Frúin leit á fallegu biblíuna sína, bundna fegursta leðurbandi, og sem var henni svo dýrmæt eign. Tímdi hún að farga henni ? Já, hún vildi gefa konunni þessa dýr- mætu gjöf, ef hún gæti með því móti hjálpað henni á leiðina til lífsins. Hún fjekk konunni biblíuna og sagði um leið: »Þú finnur allar þessar ritningargreinar und- irstrikaðar í þessari bók.« Eptir nokkra daga kom frúin á stóran spítala, þar sem hún var vön að heimsækja sjúklinga, og heilsaði þá hjúkrunarkonan henni með því að segja: »Æ, mjer þótti vænt um að þjer komuð! Hjerna hefi jeg biblí- una yðar. Kona ein varð fyrir slysi í gærkvöldi; vagni

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.