Norðurljósið - 01.04.1917, Qupperneq 4
28
Norburljósib
Sjeð og heyrt.
(Ferðasaga frá ófriðarlöndum.)
(Framhald.)
• Ffernaðurinn hefir komið stórkostlegri hlutum til
leið'ar í heiminum heldur en mannkærleikinn,« sagði
þessi postuli þýskrar menningar, Nietzsche. »Jeg sakfelli
kristindóminn,« hrópaði hann, »í mínum augum er
hann hinn mesti allrar hugsanlegrar spillingar, hin eina
óafmáanlega smán og lýti á mannkyninu!« Hann sagði
að Páll postuli væri einn hinn versti maður sem verið
hafði til, — lygari, stjórnleysingi, svikari o. s. frv.
í staðinn fyrir kærleika til náungans vildi hann »rjett-
læta ástríðurnar*, sem hann nefndi það. *Jeg er hold,
aðeins hold og ekkert annað,« sagði hann, »,sál‘ er að-
eins nafn einhvers, sem er í líkamanum. Pað, sem er
kallað hold eða líkami, hefir svo óútreiknanlega yfir-
gnæfandi þýðingu, að alt hitt er ekkert annað en smá-
vægileg aukaatriði.«
Pað er furðulegt og nærri því óírúlegt að slíkur mað-
ur, sem gefur sig fram sem svarinn óvin allra þeirra
dygða, sem prýtt hafa menn og bætt úr böli þeirra,
skuli hafa verið meðtekinn sem einn af helstu andleg-
um leiðtogum þjóðar sinnar. En sú varð raunin.
Nietzsche dó brjálaður á geðveikrahæli árið 1889, en
kenningar hans hjeldu áfram að spilla hugsunarhætti
þýsku þjóðarinnar.
Pví er það engin furða, að hernaðar-»k!íkan« sem
rjeði málum Þjóðverja, leitaði fyrsta tækifæris, þegar
eftir að Kílskurðurinn hafði verið dýpkaður nægilega til
þess að bryndreka-báknin nýjustu og stærstu (Dread-
nought) gætu farið um hann frá Eystra-salti til Norð-
ursjávar, til þess að hefja ófrið, á meðan Bretar
virtust vera önnum kafnir við að koma írlandsmálun-
um í lag.
í Ijósi Nietzsche-kenninganna geta mann skilið það,
hvernig þýski herinn hefir getað fengið það af sjer,
að rækja, eins og hann hefir gert, kjamyrði Bismarcks
fursta, sem bjó til þessa herreglu: „Þegar þið jarib
um óvinaland, þá megib þið ekki láta neitt verða eftir
handa ibúunum, nema augu til að gráta með.“
Þjóðverjar hafa aðeins breytt samkvæmt kenningum
átrúnaðargoðs síns, er þeir brutu hlutleysi Belgíu og
Luxemborgar, sem fulltrúar þýska ríkisins höfðu hátíð-
Skýring á yfirprentun þessari í naesta blaði.
toga sinna. Pað mundi vera ómögulegt að birta í
opinberu blaði allar þær hryllilegu sögur, af eiðbundn-
um sjónarvottum, sem rannsóknarnefndir hafa skýrt
frá, og sem belgiskir læknar hafa látið breskum vís-
indamönnum í tje.
A eyðileggingu Belgíu og Belgja sjáum vjer hinn
sanna ávöxt þeirra kenninga, sem rífa niður kenning-
ar Krists og postulanna. Sannur kristindómur er ein-
asta aflið í heiminum, sem getur lyft mönnum upp
yfir hið dýrslega og spilta í eðli voru; og sú þjóð,
sem yfirgéfur hann, fer skemstu leiðina til spillingar
og glötunar. Islendingar mega vara sig á þýsku guð-
fræðinni, sem farið er að kenna í staðinn fyrir kristin-
dóm á háskóla vorum. Hún er gagnsýrð af kenningum
þýskra vantrúarmanna, þó að reynt sje að breiða yfir
verstu gallana. »Galileiska guðfræðin« hefir reynst betri.
Pessar andkristilegu kenningar, sem hafa náð svo
djúpum tökum hjá þýsku þjóðinni, eiga að vera spá-
nýjar, en þær eru í raun og veru mjög svipaðar þeim
ruddalegu lífsreglum, sem heiðingjar fylgdu forðum.
Heimurinn átti að vera kominn fram úr því menningar-
stigi, sem hann stóð á á dögurn Nebúkadnezars Babels-
konungs, en nú sjáum vjer, að Þjóðverjar eru að her-
leiða bélgiska borgara á svipaðan hátt og Nebúkad-
nezar herleiddi Israelsmenn, eins og skýrt er frá í
gamla testamentinu. Pó er sá munur, að Þjóðverjar
knýja fanga sína til að gera þrælavinnu, sem heiðni
konungurinn gerði ekki.
Ávöxtur þessara kenninga sjest í því, að Þjóðverjar
hafa virt að vettugi alla þá samninga, sem þjóðirnar
gerðu á milli sín, til þess að draga úr þjáningum þeim,
sem fylgja ófriði. Það var, til dæmis, samið um, að
engin skot skuli skjóta á borg, þar sem aðrir eru en
hermenn, nema með því að gefa 24 kl.tíma fyrirvara,
til þess að konur, börn og gamalmenni mættu flýja.
En Þjóðverjar hafa stöðugt sent loftskip sín til þess að
ráðast á varnarlausar borgir að nóttu til, fyrirvaralaust,
og varpa stórum sprengikúlum niður á sofandi kon-
ur og börn. Mæður hafa sjeð brjóstbörn sin tætt í sund-
ur og limlest af þessum postulum »nýju menningar-
innar.« Menn hafa brotið heilan um það, hvaða hern-
aðarlegan tilgang þetta gæti haft, en árangurlaust.
Þegar stórskipinu >Lusitania« var sökt, án fyrirvara,
og móti öllum samningum, af þýskum kafbát og eftir
skipun frá þýsku stjórninni, og á meðan menn voru
að safna barna- og kvcnnalíkunum og leggja þau í
langar raðir, til þess að syrgjandi ættingjar gætu þekt
þau úr, komu Þjóðverjar í New-York saman til þess
að fagna þessum mikla sigri og drekka sig fulla í til-
efni af honum! Þetta sýnir hve sannir lærisveinar
Nietzsche þeir voru, því að kafbátahernaður Þjóðverja,
sem er fremur morð en hernaður, er í besta samræmi
við kenningar hans.