Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1919, Side 2

Norðurljósið - 01.03.1919, Side 2
18 NORÐURLJÓSIÐ. BARÁTTA ALLANS. Saga eftir Alice Gray. [Þýdd úr ensku.] [Framhald.] »Síðan fór Mr. Bentley að hafa orð á því, að hlát- urinn í Mr. Haywood væri af því sproitinn, að hann vildi skaprauna sjer. Allan var jafnvel þá ekki búinn að ná sjer aftur, og doktorinn fyrirskipaði honum aukastíl sem sefunarlyf. En það virðist samt ekki hrífa, að því er jeg get sjeð.« Um leið og Will sagði þetfa, gaut hann hornauga til Allans. »Haltu þjer saman, Seaton,* sagði Allan, og hall- aði sjer þreytulega aftur á bak í stólnum sínum. »Jeg er allur af mjer genginn af þessum hlátri. Jeg fer nú,« bætti hann við eftir augnabliks þögn, »að eiga við stílinn minn. Rað er hálf klukkustund eftir til háttalíma.« Hann tók upp bækur og blöð, sem lágu á víð og dreif í kring um hann, en er hann var að fara út úr herberginu, greip Edward í handlegg hans og sagði: »Jeg ætla að sitja hjá þjer.« Síðan gengu þeir báðir út. »Mjer þykir mjög leitt að einmitt jeg skyldi verða fyrir því, að tekið var sjerstaklega eftir, hversu mjer var skemt,« sagði Allan um leið og hann lagði bæk- ur sínar á púlt í einu af minni upplestrarstofunum. »Ekki svo að skilja, að mjcr finnist svo mikið til um aukastílinn, en bræðrunum Bentley og mjer samdi ekki of vel áður en þetta kom fyrir, en hjer eftir mun samkomulagið okkar á milli verða hálfu verra. Jeg veit ekki hvernig á því stóð, en það var eins og jeg misti alla stjórn á sjálfum mjer. Jeg hefði sjálfs mín vegna viljað gefa mikið til að geta hætt að hlægja, en jeg gat það ekki; þetta var alt svo ákaflega hlægilegt.* Edward leit á hann áhyggjufullur, því röddin var veik, og orðin hálf óskýr. Hann var mjög fölur, en er hann leit í augu Edwards, tók hann aftur til að skellihlægja. »Allan, þú lætur eins og asni,« sagði Edward. Hann talaði hratt og hörkulega. Allan leit á hann og reyndi af öllum mætti að stilla sig. Svo fór hann þegjandi að fást við þýðingu sína. Edward sat hjá honum og las; virtist hann vera niðursokkinn í lest- urinn, en öðru hvoru heyrði hann hlátur Allans, sem hann var þó að reyna bæla niður, þar sem hann sat boginn yfir lexíunni sinni, en hann veitti henni enga athygli, og innan skamms hringdu kvöld- klukkan til bæna, og er þeirri guðsþjónustu var lokið, gengu allir piltarnir til svefnherbergja sinna. III. »Allan!« kallaði Edward Churchill um leið og hann ruddist skyndilega inn í herbergið, þar sem Allan sat og vann með kostgæfni að þýðingu sinni, áður en kenslustundir byrjuðu í skólanum á mánudags- morguninn. »Er það satt sem jeg heyri um þig og Bentley?* Allan leit rólega framan í blóðrjóða og reiðulega andlitið á Churchill. »Hvað hefir þú heyrt?« spurði hann. »Að Bentley hafi móðgað þig; sagt að þú værir alls ekki »gentlemaður«; kallað þig heimskingja, og jeg veit ekki hvað meira hann hefir látið út úr sjer. En svo hafir þú staðið eins og myr.dastytta, og bor- ið þegjandi alla ósvífni hans, þangað til hann hafði ekki fleiri þokkanöfn að gefa þjer; þá hafir þú sagt honum, að þú værir leiður yfir að hafa skapraunað bróður hans. Er það mögulegt, Allan Haywood, að þú sjert slíkt lítilmenni ?« »Jeg geri ekki ráð fyrir að þú álítir mig vera — eða búist við að jeg viðurkenni mig að vera lítil- menni, Churchill,« sagði Allan og roðnaði um leið. »En samt sem áður er jeg reiðubúinn að viður- kenna, að jeg hefi afsakað við Bentley ruddaskap þann, er jeg sýndi prófessornum. En jeg gerði það áður en hann móðgaði mig, en ekki eftir það. Pú veist það fullvel, að jeg var skyldugur að afsaka mig við þá bræður, og hefði jeg ekki haldið, að prófessornum mundi mislíka að jeg mintist á það efni við hann, hefði jeg talað við hann sjálfan. Jeg reyndi að hitta Bentley á sunnudaginn, en hann hefir líklega verið einhversstaðar tjarverandi með bróður sínum; jeg hitti hann ekki fyr en í morgun,* »Jeg get ekki sjeð, að það hafi verið nauðsyn- legt fyrir þig að tala nokkuð um þetta við þá,« sagði Churchill með sama ákafa og áður. »Pú veist að báðir þessir náungar hata þig. Pú máttir vita, að þú mundir ekki bera annað úr býtum en ósvífni fyrir ómak þitt.« »Ef til vill hefi jeg verið viss um það,« sagði Allan, »en skylda mín var hin sama fyrir það. Jafn- vel besti vinur minn hefir sagt mjer, að jeg hafi hagað mjer eins og asni,« bætti hann við, lagði hönd sína áöxl Churchills, og leit um leið framan í hann hálfbrosandi. En Churchill brosti ekki. Hann hafði komið beint frá leikvellintnn, þar sem heill hópur pilta var að ræða um það sem þeim Allan og Bentley hafði á milli farið. En þó þeir væru allir sárgramir við Bentley fyrir það, hve ósvífnislega hann tók afsökun Allans, þá voru þeir ekki síður gramir við Allan fyrir að hann skyldi þola það bótalaust. Churchill hafði ekki verið viðstaddur, en nokkrir æstir heyrn- arvottar sögðu honum söguna, og hann fyltist sárri gremju og blygðun Allans vegna, er hann varð þess var, að allir piltarnir hjeldu að hræðslan við hinn sterka armlegg Bentleys hefði átt mikinn þátt í um- burðarlyndi hans. »Jeg veit jeg sagði það,« svaraði hann, og kendi mikillar gremju í rómnum, »en jeg hjelt þú hefðir mist alla stjórn á sjálfum þjer, og —« »Pað var rjett til getið,« tók Allan fram í, »og jeg er þjer mjög þakklátur fyrir að þú ámintir mig um heimsku mína. Jeg hefi verið lasinn í nokkra daga, og ef jeg á að segja hið sanna, var jeg með lakasta móti á laugardaginn, og jeg held að uppistandið og svo það, hve algerlega hlægilegt það var altsam- an, hafi steypt mjer alveg. Jeg segi þjer þetta, Church- ill, en jeg vildi ekki að hinir piltarnir vissu það, þó heilt kóngsríki væri í boði. Pú skilur mig, en það gera þeir bræður ekki, og þeir hafa líka dálitla ástæðu til óvildar sinnar.*

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.