Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1919, Blaðsíða 8

Norðurljósið - 01.03.1919, Blaðsíða 8
24 NORÐURLJÓSIÐ. Meiðsli á augunum. (Framhald.) Stundum fer sandur, hár, fluga eða því um líkt upp í augað; en það er oftast enginn vandi að ná því út aftur, ef farið er rjett að því. Rað á að láta manninn sitja í góðri birtu, og sá, sem ætlar að skoða augað, stendur fyrir aftan hann og lætur hann halla höfðinu að brjósti sínu. Hann tekur þá gróft hár, t. d. úr faxi eða tagii á hesti, og brýtur það í lykkju til þess að ná sandkorninu eða flugunni eða öðru því, sem farið hefir upp í augað. Hann dregur neðra augnalokið niður og lætur manninn horfa upp á við. Þá er vanalega hægt að sjá, hvort nokkuð er kom- ið undir það, og það er hægðarleikur að ná því með hrosshárslykkjunni, ef farið er gætilega að því. Ef nokkuð hefir lent undir efra augnalokið, verður maður að fletta því upp og er best að gera það á þann hátt, sem hjer segir: Bandprjónn er lagður iágrjettur á aitgnalokið, og maðurinn er látinn líta niður, án þess þó að hreyfa höfuðið. Pá tekur sá, sem stendur fyrir aftan hann, í augnahárin mjög gætilega, og lyftir augnalokinu fyrst dálítið upp frá auganu, og þá upp á við, um leið og hann fer lít- ig eitt niður á við með bandprjóninn. Ef þetta er lipurlega gert, er það ekki sárt, og menn geta vel sjeð það, sem hefir lent í augað og náð því með hárlykkjunni. Rað má líka stundum hafa hornið á mjúkum, blautum vasaklút í staðinn fyrir lykkjuna. Ef eitthvað situr fast í auganu svo að það næst ekki með lykkjunni, þá á að láta einn dropa af laxerolíu í augað, binda um það og vitja þegar læknis. Ef maður er einn, er eitthvað fer upp í augað á honum, er gott að reyna eina af þessum aðferðum: (1.) að framleiða fárin með því að þefa af ammón- iaki eða einhverju öðru efni, sem sterk Iykt er af; (2.) að draga efra augnalokið niður á neðra lokið og snýta sjer snögt um leið; (3.) að stinga andlitinu ofan í hreint vatn og opna augun og loka þeim fljótlega hvað eftir annað; (4.) að strjúka efra augna- lokið hægt, skáhalt frá augabrúninni utanverðri og niður að nefinu. (5.) Stundum er gott að núa heil- brígða augað. Rað gagnar ekki að núa sára augað, það eykur aðeins sárindin. (Úr 1. árg.) Meltingin. Regar maðurinn er við góða heilsu veit hann ekk- ert um hið mikilvæga og flókna starf um melting- arfærin hafa. En þegar meltingin fer eitthvað úr lagi, þá verður maður á einn eða annan hátt var við það. Rað er margt, sem getur átt þátt í því að orsaka ólag á meltingunni eða magasjúkdóma. Pað helsta er: 1. Óhentug fæða, eða fæða í óhentugum hlut- föllum, — ofmikið kjöt í hlutfalli við aðrar fæðu- tegundir, til dæmis. 2. Of mikill vökvi, — kaffi, te eða spónamatur. 3. Of mikið áfengi, sjerstaklega ef það er drukk- ið milli máltíða. 4. Of lítil fæða, of mikil fæða og of lítil til- breyting á fæðunni. 5. Óreglulegir matmálstímar; til dæmis, of skamt á milli máltíða á daginn og of löng fasta á nóttunni milli kvöldverðar og morgunverðar. 6. Of mikil kyrseta. 7. Að borða einn með lítilli tilbreytingu. 8. Of mikið af sætu brauði eða kökum. 9. Að tyggja fæðuna illa. Ýmist stafar þetta af tannleysi, eða tennurnar eru mjög skemdar, eða menn flýta sjer of mikið og gefa sjer ekki tíma til að borða í næði. 10. Of mikil tóbaksnautn. 11. Ástand blóðsins, blóðleysi og gigt. 12. Geðshræring, sorg eða óánægja. 13. Harðlífi. Menn sjá strax, að hægt er að komast hjá allflest- um af þessum orsökum meltingarsjúkdómanna. Fá- tækt getur orsakað 1. og 4.; atvinnan getur orsakað 5., 6. og 7.; og 11., 12. og 13. liggur ekki ætíð í okkar valdi að afstýra, En að mestu leyti ætti það að vera flestum hægt að forðast þetta alt, sem hefir truflandi áhrif á meltinguna. Meltingin er þjónn, sem vinnur stöðugt fyrir mann- inn með alveg dásamlegri þolgæði, og kvartar ekki um iangan tíma, þótt menn ofbjóði henni. En þeg- ar meðferðin hefir að lokum komið henni í ólag, þá hefnir hún sín grimmilega. Ef menn athuguðu betur, hve nauðsynlegt það er, að meltingin sje í góðu lagi, þá mundu þeir eflaust sýna henni meiri sanngirni. (Framhald). .......iiiiiiii 111 ■ i ■ ■ .... ....... Norðurlfósið kemur út mánaðarlega, og verður 96 blaðsíður á ári. Árgangurinn kostar 1 kr. 25 au. og greið- ist fyrirfram, (í ónotuðum frímerkjum, I kr. 30 au.). Verð í Vesturheimi 60 cents. Ritstjóri og útgefandi: Arthur Gook, Akureyri. Prentsmiðja Björns Jónssonar.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.