Norðurljósið


Norðurljósið - 01.10.1919, Qupperneq 3

Norðurljósið - 01.10.1919, Qupperneq 3
NORÐURLJÓSIÐ. 75 liugskotssjónum blaðið, sem hann hafði sjeð, með fyrstu orðum háðkvæðisins á. En þó allur heimur- inn hefði verið í boði, mundi hann ekki hafa sagt eitt orð Allan til meins. »Jeg get ekki svarað þessu; jeg er í algerðri ó- vissu.« »Og sú óvissa hefir kastað nýjum skugga á All- an Haywood,« sagði doktorinn. »Pað hefði verið eins gott fyrir yður að svara blátt áfram: »Nei«. Rið megið fara!« Reir gengu út í hægðum sínum, og allir urðu fastlega sannfærðir um, að Allan væri sekur, og að Bronson og Churchill væri eitthvað kunnugt um af- brot hans. Rannig leið dagur eftir dag, og vika eftir viku. Allan, sem í fyrstu var glaður og vongóður, tók að gugna sökum hinnar þungbæru grunsemdar, sem hann megnaði ekki að yfirbuga. Buford læknir sá, að hann ætlaði ekki að ná sjer aftur eftir þetta veik- indakast, eins og hann hafði gert sjer von um. Hann styrktist aðeins svo, að hann gat keyrt út, og jafn- vel gengið stuttan spöl, en svo sýndist þar við sitja. »Rað er þetta ólánsmál í Drayton Hall skóla, og ekkert annað, sem heldur honum í þessu ástandi,* sagði læknirinn eitt sinn við Mr. Leonard. »Hvernig líst yður á að fara með hann hjeðan, og láta hann vera í burtu nokkrar vikur?« »Nei,« sagði Allan, sem rjett í þessu kom inn í herbergið og heyrði síðustu orð læknisins. »Ef þjer eigið við mig, þá verð jeg að segja yður það, að jeg get ekki farið frá Graydon fyr en jeg hefi hreins- að mig af þessari ákæru. Rað mundi verða gagns- laust fyrir mig. Skipið mjer ekki burt hjeðan, lækn- ir, með þessa snöru hnýtta um háls mjer. Hún ætl- ar að kyrkja mig, og hnúturinn verður ekki leystur annarstaðar en hjer.« »Jæja, þjer hafið ef til vill rjett fyrir yður,« sagði læknirinn. »En þennan hnút sýnist erfitt að leysa.« »Já, en hann verður samt leystur í tæka tíð,« sagði Allan, »og jeg ætla^að reyna að bíða þess með þolinmæði.* Og hann beið líka með þolinmæði. En sú bið var þreytandi; hún gerði augun döpur og yfirlitinn fölan. VII. Brottrekstur Allans frá skólanum, og það sem hann hafði í för með sjer, hafði varla meiri sýnileg áhrif á hann en á Edward Churchill. [Jegar vika eftir viku leið svo, að Churchill varð einskis vísari, hvarf glaðværðarsvipurinn af andliti hans, og í staðinn lýsti sjer þar sívaxandi sorg og gremja; hann fór að verða amalyndur og önugur I viðmóti. Jafnvel Bron- son og Austin, svarnir fylgismenn hans, gátu ekkert gert til að eyða fálæti hans og hrygð. Reir trúðu ekki fult og fast á sakleysi Allans, og gramdist Churchil! það mjög hans vegna, svo að hann í reiði sinni og ójaolinmæði yfir því »Ijet þá eiga sig með heimsku sína« eins og hann komst að orði. Vesalings pillurinn! Hefði hann aðeins eitthvað get- að aðhafst, hvað lítið sem það var, mundi þeíta ckki hafa orðið eins þungbært, en að sitja aðgerða- laus og bíða, fanst Churchill alveg fráleitt eins og á stóð. Hann gerði sitt ytrasta til að uppgötva ein- hvern leiðarvísi, hvað lítilfjörlegur sem væri, sem gæti hjálpað til að skýra þennan leyndardóm, en öll viðleitni hans reyndist árangurslaus. Öll aðgætni hans og áhugi hafði ekki leitt hann einu feti nær þessu takmarki en hann var daginn, sem Allan fjell í ónáð. Allan hnignaði dag frá degi, og læknirinn fyrir- skipaði nú eindregið það, sem hann áður hafði stungið upp á, að sjúklingurinn skyldi fluttur burt frá þeim stöðvum, sem mintu hann svo mjög á mótlæti hans. Pað var komið í fyrstu viku Júní, og það stóð til að Allan, hversu nauðugt sem honum var það, ætti að fara að heiman einhverntíma í næstu viku. Hann hafði sagt Churchill frá áhyggj- um sínum, og getið þess um leið, að hann vissi að sjer mundi aðeins versna við ferðalagið. Church- ill lá við örvæntingu, því hann elskaði Allan eins og hann væri bróðir hans. F*að var laugardagur, og á heimleiðinni rjeði hann það skyndilega af að koma á prestssetrið, og reyna enn þá einu sinm að hreyfa mótmælum gegn ferða- lagi Allans, eða fá Mr. Leonard til að fresta því, að minsta kosti aðra viku til. Síðan sendi hann Tómas til baka með hest sinn, og sagðist heldur vilja ganga. Hann beygði af veginum út á hliðargötu eina, sem lá í gegn um skógtnn, og með því stytti hann sjer leiðina að prestssetrinu um tvær mílur að minsta kosti. En varla hafði Churchill gengið nema eitt eða tvö skref eftir þessari götu, þegar hann enn á ný breytti stefnu, því liann sá Arthur Bentley koma beint á móti sjer hægfara og niðurlútan. A þess- ari stundu var hann í því skapi, að hann vildi síst allra hitta Bentley. Gatan var svo mjó, að annar þeirra varð að standa utan við hana, meðan hinn var að fara fram hjá, og að sjálfsögðu urðu þeir eitt- hvað að talast við. A þessu augnabliki gat Chur- chill ekki fengið af sjer að tala kurteislega til hans, og hann sieri við inn í skóginn án þess Bentley tæki eítir honum, og þar ætlaði hann að bíða með- an hann færi fram hjá, og halda svo áfram leiðar sinnar. Bentley dragnaðist áfram í hægðum sinum. í nokkrar vikur hafði hann forðast fjelaga sína meira en nokkru sinni áður, og Churchill, sem veitti hon- um altaf nákvæma eftirtekt, hafði sjeð hann oftar en einusinni aleinan á gangi niðursokkinn í hugs- anir sinar, og svipur hans styrkti grun þann, sem þegar hafði vaknað hjá honum. Enginn, sem sá hann, gat efast um, að eitthvað lagðist þungt á huga hans, og Churchill þóttist alveg viss um hvað það væri. Meðan hann stóð og virti hann fyrir sjer, falinn bak við hrískjarrið, heyrði hann annað fóta- tak á eftir Bentley, og á næsta augnabliki ruddalega rödd. sem sagði rjett við eyrað á honum: »Mr. Bentley! Standið við eina mfnútu!« »En hvað honum varð bilt við; það er auðsjeð að hann veit sig sekan,« hugsaði Churchill, þegar Bentley sneri sjer skjótlega við, og horfði framan í komumann. En maður þarf ekki endilega að vera sekur um

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.