Norðurljósið - 01.10.1919, Qupperneq 5
NORÐURLJÓSIÐ.
77
Frá Vesturheimi.
Fyrir nokkrum árum sótti ekkja nokkur trúboðs-sam-
komurnar hjer á Akureyri reglulega. Hún leitaði Jesú
Krists og fann hann, því að hann veitir þeim öllum við-
töku, sem af einlægu hjarta Ieita á hans fund. Stuttu eftir
flutti hún sig til Ameríku, ásamt einkasyni sínum. Þau
sigldu hjeðan á skipinu »Kong Tryggve«, sem fórst í hafís
úti á reginhafi. N'okkrir farþegar mistu lífið en mæðg-
inin björguðust, eftir mikla hrakninga, og komust til Ame-
ríku slysalaust.
Ekkjan heitir Sveinbjörg og er systir Olafíu Jóhanns-
dóttur í Kristjaníu, sem margir kannast við sem ötula
starfskonu í víngarði Drottins.
I öllum sínum raunum hefir Sveinbjörg þreifað á því,
að Drottinn, sem frelsaði sálu hennar, hefir ætíð borið
umhyggju fyrir henni. Hún hefir verið stuðningskona
*Norðurljóssins« frá byrjun og margir hafa keypt blaðið
i Vesturheimi fyrir meðmæli hennar.
Sumarið 1918 varð þessi trúarsystir vor fyrir þeirri
miklu raun, að missa einkason sinn Helga, efnilegan
mann á ungum aldri. Hann var úti á sjó og hafði verið
að hjálpa tveimur japönskum fiskimönnum, er voru í
dauðans hættu. Þeir voru sinn á hvorum mótorbát með
bilaðar vjelarnar. Tókst honum að draga báta þeirra úr
hættu, en hann Ienti sjálfur um leið í straumi og brimi,
er bar bát hans upp að klöppum, þar sem hann brotn-
aði. Helgi sál. skar á kaðlana, sem tengdu bátana við
bátinn hans, greip til sunds og synti út að bát annars
Japanans, er hann hafði liðsint, en þessi gat ekki innbyrt
hann og varð því að bíða þar til fjelagi hans í hinum
bátnum kom þeim til hjálpar. Er þeir loks komu hon-
Um um borð hjeldu þeir áleiðis til næstu hafnar. Var þá
mjög af honum dregið, og dó hann af afleiðingum þeirr-
ar vosbúðar stuttu síðar.
Eins og nærri má geta varð þetta ekkjunni afarþung
sorg, en Drottinn gaf henni náð til að taka á móti henni
með undirgefni og trausti á hans óskeikulu visku og misk-
unn. Drottinn bljes henni einnig í brjóst að biðja sjer-
staklega fyrir þessum ungu japönsku mönnum, sem
Helgi, sonur hennar, hafði gefið út líf sitt fyrir, að þeir
mættu komast á sannleikans veg.
Fimm mánuðum eftir fráfall sonar síns fjekk hún, sjer
bl mikillar undrunar, heimsókn af japönskum dreng, um
18 ára gömlum. Þetta var annar drengurinn, sem Helgi
sál. hafði bjargað. Sveinbjörg átti heima mjög langt frá
sHðnum, þar sem slysið kom fyrir, en þessi Japani hafði
^rðast alla leið, og haft mikið fyrir því að leita upp móð-
Ur velgerðarmanns síns. Hann Iýsti hluttekningu sinni
°g samhrygð, og vildi fá að sjá legstað Helga sál. Virtist
^ann mjög klökkur og bað bæn á sínu máli yfir gröfinni.
^veinbjörg bað til Guðs, að hann vildi frelsa þenna jap-
^nska dreng og gera hann að trúboða meðal Ianda sinna.
^ann hafði aldrei heyrt um Jesúm, en henni tókst að út-
Vega honum biblíu á japönsku.
Hrengurinn spurði hvort hún óskaði einskis af sjer, en
Un svaraði að hennar heitasta ósk væri sú, að hann
prðist sannkristinn og lærði að þjóna Drotni. Pilturinn
°faði hátíðlega að Iesa biblíuna, og hún bað hann, þeg-
ar bl þess kæmi, að hann ljeti skírast, að hann tæki sjer
nafn sonar síns, svo að hann hjeti Naka Kawa Helgi.
Þessu lofaði hann, og sagði, er þau kvöddust: >Jeg er
drengurinn þinn.U Síðan hafa þau skrifast á.
Guð gefi, að þessi ungi Japani mætti snúa sjer af öllu
hjarta til Jesú Krists og verða ötull þjónn hans á meðal
landa sinna. í Jesú nafni. Amen.
Þess biðja líklega margir trúaðir lesendur »Norður-
Ijóssins*.
Umhyggja Guðs.
Þegar konan mín ætlaði til útlanda með börnin okkar
í haust, þurfti hún að bíða mjög Iengi eftir skipsferð, sem
olli ýmsum óþægindum, og við vorum um tíma hálf-efa-
blandin um það, hvort þessi ferð væri eftir vilja vors
himneska Föður. Loksins fjekk hún þó góða sliipsferð.
Undir eins og komið var til Edinborgar, sá hún ástæð-
una til þess, að þau hefðu ekki mátt fá ferð fyrri. Hún
ætlaði fyrst uin sinn að dvelja hjá systur sinni í Edin-
borg, en börnin hennar höfðu legið í skarlatsveiki og sótt-
hreinsunin var nýafstaðin, þegar fjölskylda mín kom. En
það er ekki alt. Sama kvöldið sem hún kom til Edin-
borgar, byrjaði iárnbrautarverkfallið mikla á Bretlandi.
Hefðu þau komið nokkrum dögum fyr, hefðu þau ekki
getað verið hjá tengdafólki mínu vegna sóttbannsins, og
hefðu þau sjálfsagt lent í vandræðum, því húsnæðiseklan
er mjög tilfinnanleg þar sem annarsstaðar. Hefðu þau
komið nokkrum klukkustundum seinna hefðu þau orðið
að vera kyr í ókunnugri borg, (Peterhead, þar sem »GuIl-
foss« stóð við, langt frá Edinborg,) um óákveðinn tíma.
Sumir munu, ef til vill, álíta þetta tilviljun, en þeir sem
þekkja umhyggju Drottins fyrir þeim sem treysta honurn,
vita að hann hefir af náð sinni og visku stjórnað þessu.
Ritstj.
Bænin fælir burt illa anda.
Vinur minn leitaði einu sinni læknis, sem var tal-
inn mjög góður læknir, en var einn af leiðtogum
andatrúarmanna. Þetta vissi vinur minn ekki. Þegar
hann kom í biðstofuna, fanst honum jafnskjótt eins
og hann væri kominn í nálægð hins vonda, — án
þess að hann gæti gert grein fyrir því, hversvegna
þessi tilfinning greip hann. Hræðilegri tilfinningu
um andlegt myrkur sló yfir hann, og hann fann að
hann mátti til að biðja án afláts. Hann hjelt áfram
í stöðugri bæn nokkra stund. Þá opnuðust dyrnar
og illilegt andlit gægðist inn, Þetta hafði þau áhrif,
að vinur minn bað enn ákafar. Eftir nokkra stund
opnuðust dyrnar aftur, og sami maðurinn leit inn.
»jeg viidi óska,« sagði hann við hinn biðjandi mann,
»að þjer vilduð hafa yður á burt, okkur verður ekk-
ert ágengt!*
Andatrúarmennirnir hjeldu »tilraunarfund« í næsta
herbergi, og í biðstofunni var trúaðar maður að
biðja til Guðs. Þetta tvent gat ekki samrýmst.
Bænin hefir meira vald en myrkrahöfðinginn".
Dr. A. H. B.