Norðurljósið - 01.10.1919, Qupperneq 8
80
NORÐURLJÓSIÐ.
ii'
Meltingin.
(Framhald.)
Niðurgangur.
Þessi kvilli orsakast af (1.) ofáti, (2.) óhæfilegri
eða óhreinni fæðu, (3.) af að drekka óhreint vatn,
(4.) af veðurbreytingum og ofkælingu, (5.) af geðs-
hræringu, eða (6.) hann getur verið einkenni, sem
fylgir öðrum sjúkdómum.
Ef niðurgangurinn stafar af ofáti, er ekki ráðlegt
að koma í veg fyrir hann, nema ef hann helst við.
Oftast nær batnar mönnum eftir einn dag eða svo.
Hann stendur heldur ekki lengi yfir, þegar geðshrær-
ing hefir orsakað hann.
Pað er siður margra mæðra, að gefa börnum inn
laxerolíu, þegar þau hafa niðurgang, en það verður
að hafa það hugfast, að það getur verið skaðlegt að
gefa sjúklingi hægðalyf, þegar hann hefir verk í líf-
inu, sem versnar þegar stutt er á það. Hann á þá
að liggja í rúminu og það á að vitja læknis handa
honum, því að um sjúkdóm getur verið að ræða,
sem ekki er öðrum en læknum treystandi við að eiga.
Pegar sjúklingur hefir niðurgang á helst að láta
hann borða mjög Ijetta fæðu, svo sem hrísgrjóna-
velling eða annan mjólkurmat. En betra er að borða
hann ekki heitan. Hrá eða lítt soðin egg eru líka
við hæfi slíkra sjúklinga. Mjólk, blönduð með »só-
davatni« er líka ágæt, og er stundum nóg til þess
að bæta sjúklinginn.
Sjáið um að hendur og fætursjúklingsins sjeu vel hlý-
ir, og að hann sje ekki í kulda eða bleytu.
Ef verkur fylgir niðurgangnum, má nota bakstra,
eins og ráðlagt var við magaverki í ágúst tölublaði
(64. bls.)
Oft batnar mönnum fljótar, ef þeir hafa breitt
flónelsband sem belti, um lífið.
Menn, sem eiga vandafyrir niðurgang, skulu hafa þá
reglu að hátta snemma, klæða sig í hlý föt og reyna
að forðast geðshræringar og yfirleitt að ofreyna
krafta sína.
Eyrun.
Næst augunum virðast eyrun vera hin furðulegasta
sköpun hins alvitra Ouðs. Hljóðhimnan, hamarinn
og steðjinn — að jeg nefni ekki meira — bera öll
svo glöggan vott um fyrirhyggju skaparans, að það
er hjer um bil ómögulegt að skilja, hvernig andleg-
ur sljóleiki getur náð svo háu stigi hjá mönnum,
að nokkur, sem þekkir þessi dásemdarverk, skuli geta
efast um það að persónulegur skapari hafi búið
þau til.
Ætlunarverk mitt er samt ekki að lýsa heyrnarfær-
unum, heldur að benda á það, sem getur komið
fyrir þau, og sem mönnum er gefið að lækna, ef
þeir vita hvað helst á að gera til þess.
Jeg fylgi sömu aðferð og þegar jeg var að tala
um heimilislækningar við augun, nefnilega: (1) að
gera við slysum, sem kunna að koma fyrir eyrun,
(2) að nefna ráð til þess að lina eða bæta eyrnasjúk-
dóma og (3) að ræða um heyrnina alment og um
heyrnarleysi.
Slys.
I þeim löndum, sem oft er leikinn fótknattleikur* *,
og í Ameríku, þar sem mjög harður knattleikur, sem
»base-ball« heitir, er tíður, kemur það ekki ósjaldan
fyrir, að eyrað (eyrablaðið) er rifið nærri því laust
frá höfðinu, enda nota hinir gætnari þátttakendur
litla húfu, sem verndar eyrun fyrir slíku óhappi. Slíkt
slys kemur auðvitað sjaldan fyrir hjer á landi, en þó
er rjettast að nefna það. Pað sætir furðu, hvað eyr-
að grær fljótt og vel, og stundum jafnvel er von-
laust virðist vera að halda megi eyranu lifandi. Þess
vegna eiga menn að hreinsa sárið vel með volgu
vatni, og binda um eyrað svo vel sem hægt er,
þangað til læknirinn kemur.
Pað kemur ekki oft fyrir, að hljóðhimnan rifni.
Högg á eyrað sprengir hana mjög sjaldan, og sama
er að segja um háa hvelli. Ef menn heyra illa á eftir
höggi eða hvelli, er það oftast fyrir áreynsluna á
heyrnarfærin yfirleitt, en bendirsjaldan til þess, aðhljóð-
himnan sje rifin. Hún rifnar þó stundum þegar menn
stinga oddmjóu verkfæri inn í hlustina. Það á aldrei
að stinga neinu í eyrað, hvorki til að hreinsa það nje
heldur til að ná úr því neinu, sem farið hefir inn í
hlustina; verður seinna bent á ráð til þess að ná úr
eyranu því, sem inn í það kann að kornast. Pegar hljóð-
himnan rifnar, finnur maður mikið til fyrst, það blæð-
ir úr hlustinni og maður heyrir ekki með því eyra.
En það batnar vanalega fljótt, og hljóðhimnan grær
aftur, enda þurfa læknar stundum beinlínis að skera
gat á hana í sumum eyrnasjúkdómum. Sjúklingurinn
þarf samt að halda algerlega kyrru fyrir í nokkra daga.
(Úr 1. árg.)
* Hjer er ekki átt við þann knattleik, sem þekkist hjer á
landi, sem er nefndur á erlendu máli »Association footbalL;
heldur við harðari leikinn, þarsem mennleggjahendurhverá
annan, til þess að ná knettinum, og heitir »Rugby football*-^
Norðurljósið kemur út mánaðarlega, og verður 96
blaðsíður á ári. Argangurinn kostar 1 kr. 25 au. og greið-
ist fyrirfram, (í ónotuðum frímerkjum, 1 kr. 30 au.). Verð
í Vesturheimi 60 cents. _
Ritstjóri og útgefandi: Arthur Gook, Akureyrj-^
Prentsmiðja Björns Jónssonar.