Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1927, Side 1

Norðurljósið - 01.09.1927, Side 1
[Nokkrum mánuðum áður en hún dó, fjekk Olafia sál. mjer handrit af þessari grein, með þeim ummælum, að jeg mætti einhverntíma birta hana í „Norðurljósinu", þegar mjer virtist ástæða til þess. Það hefir komið greinilegar í ljós, síðasta árið, en nokkurtima fyr, að þjóðkirkjan hefir stept trúnni á Jesúm Krist sem son Guðs og frelsara mannanna. Því finst mjer tímabært að birta vitnisburð hinnar Iátnu merkiskonu, sem allir kannast við, að hafi jafnan talað af sann- færingu og með hreinskilni. Fáir hafa ritað uin trúmál með eins mikilli rökfestu og hún, og æskilcgt væri, að allir ein- lægir menn, sem þora að hafa sjálfstæða hugsun, vildu ihuga hin skýru rök hennar. Grein þessi hefir auðsjáanlega verið rituö upphaflega í tilefni af grein, sem jón biskup Helgason skrifaði í „ísafold" fyrir nokkrum árum, en hún hefir jafnmikið gildi nú sem þá. Ritstjúrinn.] Fyrir nokkrum árum var jeg stödd á trúrnálafundi í Kristjaníu. Einn af forvígismönnum frjálslynda kristindómsins svonefnda, hálærður guðfræðingur, mælti meðal annars á þá leið, að það, sem menn þörfnuðust og þráðu öllu fremur í trúmálum, væri vissa. Petta var vissulega satt og rjett talað þá, og það væri vissulega satt og viturlega mælt nú, og verður það æfinlega. Flestir hafa reynt óvissu og viía, hve sár hún er. Flestum mun bera saman um, að óvissa dregur dug og dáð úr manni, kvelur og lamar lífsafl sálarinnar, cf tii víll fremur öllum öðrum tilfinningum. Því samgrónara sem óvissuefnið er eðli mannsins, og því alvörumeiri sem hann er, því meira tjón vinnur Nð honum. Sjeu menn vaknaðir til íhugunar á feilífðarmálunum«, verða þeir að leita sjer hvíldar 1 einhverri vissu, ef ekki annari, þá þeirri, að enga vissu sje hægt að- finna. Margir telja það víst, sem mllnægir skynsemi þeirra, þekking og siðgæðiskröf- ^m, og láta fyrirberast í þeirri vissu alla æfi, og Pfjedika öðrum hana sem algildan sannleika, en ®f$rstu andarnir eru það ekki. Peir öðlast aldrei bvíld, fyr en ef þeir, eins og Strindberg, geta þrýst otningunni að hjarta sínu og lýst því yfir, að hún sJe sannleikurinn. Er ekki undirstöðuatriðið í allri deilunni milli nýju °S gömlu guðfræðinnar svonefndu, í rauninni af- staða þeirra gagnvart áreiðanleik ritningarinnar? Það hefir verið þráttað ósköpin öll um trúarjátn- nRar. pag er ef til vill óhjákvæmilegt, að nefna trúarjátningarnar, af því, að þær eru hinn viður- kendi skilningur trúarbragðaflokkana á kenningum ritningarinnar, hvað þar sje opinberað. En víst er um það, að betra hefði verið, að menn hefðu taiað minna um trúarjátningarnar og höfunda þeirra, en meira um ritninguna sjálfa, því þegar alt kemur til alls, trúir tríiaðar tnaður, endurfœddur maður, trúar- játningunni aðeins af því, að hann hyggur hana samhljóða ritningunni. Fyrst jeg mintist á trúarjátningarnar, langar mig til að segja frá norskum presti, sem jeg átti tal við, ekki alls fyrir löngu. Flann sagði mjer, að þegar hann hefði vígst til prests, hefði hann trúað því, sem sjer hefði verið kent. Hann hafði gengið út í prestsstöðuna í þeirri trú, að hann tryði því, sem hann, samkvæmt þessari stöðu sinni, lofaði að kenna öðrum. En þegar hann fór að prjedika, sá hann, að hann trúði því ekki, og gat því ekki kent það. Sagði hann sig því úr kirkjunni. Hann hefir síðan ekki staðið í neinni kennimannsstöðu, því að ekki vildi hann heldur mynda nýjan söfnuð á grundvelli trúarskoðananna, sem hann nú hafði öðlast. Marga góða presta og ágætismenn á Noregur, en engan þeirra met jeg að drengskap fremri þessum. Svo lengi, sem jeg veit hann á Iífi, vil jeg biðja Guð þess, að hann komist til viðurkenningar sannleik- ans, og eignist eilífa lífið í trúnni á Drottin Jesúm, og jeg trúi því fastlega, að svo verði. Þegar jeg hafði lesið niðurlagið á hugleiðingum próf. Jóns Helgasonar í ísafold, fann jeg sárar til

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.