Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1927, Blaðsíða 4

Norðurljósið - 01.09.1927, Blaðsíða 4
36 NORÐURLJÓSIÐ. litinn o? smáður á krossins trje, af því, að hann verður að deyja, til þess að fullnœgja dómi Ouðs yjir mihni synd. Jeg heid. að hver einasta mann- eskja hneykslist á þeirri sjón, þangað til hún, fyrir- dæmd og dauðvona undir byrði syndarinnar, sjer hana sjer til eilífs iífs. En þegar það er skeð, held jeg, að hún verði nýfædda Guðsbarninu svo dýr- mæt, að enginn og ekkert geti framar skilið það frá krossinum. Hefir það ekki sýnt sig á öllum tímum, að það er prjedikunin um öll þessi görnlu og eilíf- Iega nýju sannindi, og þau ein, þegar þau eru prje- dikuð í anda og krafti, sem Ieiðir einstaklingana til Guðs og gerir þá að nýjum mönnum? Þetta hefir sýnt sig líka á nýja tímanum. Moody og Spurgeon stóðu með lieila ritningu, og menn úr öllum stjettum flyktust að þeim, ár eftir ár. Púsundir blessa nöfn þeirra, já, stórþjóðir jatðarinnar blessa nöfn þeirra. Þeir vissu, á hvern þeir trúðu. Þeir voru vissir um sannleika ritningarinnar, sem vitnaði um Jesúm, og sem Jesús vitnaði um. Óvissa, og þó enn meir dauður rjetttrúnaður, eru dauðamein. En trúarvissa endurfæddra manna, æfð í skóla hlýðninnar við Guðs vilja, er kraftur kirkj- unnar til að safna inn þeim, sem íyrir utan standa. Smágeislar. Lindbergh ofursta, unga rnanninum, sem flaug einn í flug- vjel yfir Atlantshaf og vakti athygli heimsins á sjer fyrir þetta mikla hreystiverk, voru boðn'r 25,000 dollarar (túml. 113,000 krónur), ef hann vildi leyfa firma, sem bjó til vindlinga, að nota nafn hans í sambandi við eina vindlingategund, sem þeir seldu. Lindbergh hafnaði þessari peningafúlgu, og bannaði þeim að nota nafn sitt í slíku sambandi. * * * Mandombi hjet negra-höfðingi í Afríku. -Trúboðar komu til hans, og hann sneri sjer til Krists. Nokkru seinna sýktist hann af hinni skæðu veiki, sem nefnist »Sveínveiki«. Mand- ombi langaði til þess að nota líf sitt svo, að það yrði öðrum til blessunar, jafnvel þó hann vaeri orðinn sjúklingur. Hann bauð nokkrum enskum læknum, að láta þá flytja sig til Eng- lands og gera rannsókn á eðli þessa hræðilega sjúkdóms, í þeirri von, að þeir gætu fundið upp ráð til þess að verjast honum. Fjölmargir af þegnum hans dóu á hverju ári af þessutn sjúkdómi, og enginn vissi, hvað orsakaði veikína. Höfðinginu var fluttur dauðveikur alia ieið tii Englands og lagðisí á »Lundúna-sjúkrahúsið«. Blóð hans var rannsakað fjórða hvern tíma í tvo mánuði. Rá dó Mandombi, en lækn- unum hafði tekíst, að finna sóttkveikjuna, sem orsakaði veik- ina. Þá fundu þeir lækningu við henni, og hafa getað bjargað sjálfsagt miljónum mannslífa vegna sjálfsfórnar Mandombis. * * * Hið mikla heimilisblað »Ladies’Home journab, í Washing- ton, hpfuðborg Bandaríkjanna, sendi einn fulltrúa sinn, Mr. Charles A. Selden, til að rannsaka ttúboðsstörf kaþólskra og mótmælenda trúboða í Austurálfu. Hann ferðaðist 30,000 mílur (enskar) og átti tal við 300 málsmetandi menn í ntörg- um löndum. Var hann sjö mánuði á þessari ferð. Nú hefir hann gefið út bók um ferð sína og segir þar hreinskilnislega frá öllu, sem liann sá, heyrði og tók eftir á þessari löngu rannsóknarferð. Um ttúboðana segir hann: »Jeg er sannfærður um, að þeir eru hinir einu menn frá. Vesturþjóðum, sem heima eiga í Austurlöndum, senr eru vestrænni menningu til sóma.« Þessi dótnur er ofurlítið öðruvísi, en heyrist stundum úr herbúðum vantrúaðra. Bóndi einn skrifar að vestan: »Mörgum sýnist að hjer í ... . firði sje meira unnið að' niðurrifi írúarinnar en til nppbyggingar og eflingar Ouðs- ríkis, af sumra prestanna hálfu, og er það sorglegt tákn. Málsmetandi og mentaður maður, sem stendur mjög nærri prestum, Ijet þau orð falla um þá, sem fyr eru greind, og væri hægt við þau að standa, ei trúaðir og sanngjarnir menn ættu um að dæma. Sje jeg því sanna naudsyn á, að aðrir faáru með andlegu máiin en þeir. Væri sorglegt, ef urn þá mætti segja hin alþektu orð Frelsarans: »Þjer lokið himnaríki fyrir öðrumi. Mjer kemur i hug, að þetta mætti segja um alla þá, er gan'ga. gálauslega fram og gefa ilt eftirdæmi.< Hugleiðingar manns, sem viltist frá trúnni. Einu sinni var jeg lærisveinn Krists og starfaði fyrir hann. Mig vantaði aldrei við guðsþjónustu, hvenær sem hún var haldin Jeg gaf af efnum mínum til Drottins starfs. Þá var gleði mín að taka þátt í öllu góðu verki. Jeg átti líka von trúaðs manns um eilífa lífið í húsi Föðurins. En nú er öllu þessu breytt. Jeg hefi kastað frá mjer okr Krists. Jeg treysti honum ekki lengur og þykist ekki skulda honum neitt. Þegar sunnudagurinn kemur, hugsa jeg ekkert um, að það sje Drottins dagur og jeg eyði tímanum eins og mjer sýnist, eingöugu til þess að skemta mjer. Mjer er alveg sama, hvort guðþjónusta er eða ekki. Jeg kæri mig ekki hót um það. Jeg er vaxinn upp úr þeirri hjátrú, að nokkur Guð sje til, og mjer finst það bara broslegt, að hann taki eftir öllu sem jeg geri. Jeg hefi nú losnað við þá í-myndun, að mín eilífa sál muni þurfa að gera reikningsskap- á efsta degi. Himnariki laðar mig ekki til sín, og jeg er ekki hræddur við glötun. Þar sem jeg hefi nú úthýst Guði úr lífi mínu, ræð jeg einn þvi, sem jeg geri. Jeg ber enga ábyrgð gagnvart Guði,.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.