Norðurljósið - 01.09.1927, Síða 2
34
NORÐURLJÓSIÐ.
með honum, en jeg minnist að hafa fundið til af
að lesa nokkra trúarjátningu. Pað er eins og hann
langi svo til, að geta elskað Drottin Jesúm, eiga
persónuna sjálfa, þó öllu öðru sje slept. Mjer virð-
ist hann eins og maður, sem úti á reginhafi heldur
dauðahaldi í síðustu lífsvon sína, og sje þetta svo,
þá veit jeg það með vissu, að sá tími kemur, að
hann á heilan frelsara og heila ritningu, því þetta
tvent er óaðskiljanlegt hvort frá öðru. Vjer sjáum
þetta ekki ávalt. Sumir sjá það ekki fyr, en eftir
margra ára trúarbaráttu og mörg og stór trúarsár,
en allar hreinskilnar sálir öðlast, fyr eða síðar, þekk-
ingu þessa sannleika, eins og skrifað stendur, »þeim
hreinskilnu skal hepnast það«.
Pað er ekki mjög erfitt fyrir hugsandi, þroskaða
sál, að trúa á tilveru skaparans, eða Guð, sem skap-
ara. Peir, sem hugleiða sýnilegu tilveruna, sem
allsstaðar ber vott um óendanlega visku og mátt,
sem viðtæki mannlegs skilnings verður að kalla al-
mætti, eiga miklu eifiðara með að gera sjer grein
fyrir henni án Guðs, en með Guði. Trúin á sögu-
legan virkileika Jesú frá Nazaret er fyrir marga menn
alls ekki lífsskilyrði fyrir trú þeirra á Guð, sem
skapara sinn. En trú vor á Jesúm Krist, yfirgrip
hennar og eðli, ákveður algerlega trú vora á Guð,
og afstöðu vora gagnvart þonum, þegar um and-
lega þekkingu er að ræða. Án persónu Jesú Krists
yitum við ekkert um eilífðarmálin, og getum aldrei
vitað neitt um þau, því að enginn hefir stigið upp
til himins, nema sá, er niður stje af himni, manns-
sonurinn, og aftur getur maður ekkert vitað um
Jesúm Krist, sem opinberun Föðurins, án biblí-
unnar, af því, að það stendur hvergi nema þar.
Á öllum tímum hafa allir, sem heyrt hafa um
persónu Jesú Krists, eins og höfundurinn lýsir
henni, samkvæmt framsetningu guðspjallanna, dáðst
að honum, líkt og höfundurinn gerir. »Hetjutil-
beiðsla« er eitt af einkennum mannssálarinnar, og
gerir ávalt og allsstaðar vart við sig. En altaf hefir
það verið eitt af aðalágreiningsefnunum, hvort Jesús
hafi aðeins verið ágætasti maður, sem lifað hafi, já,
langágætasti, svo að hann hafi borið langt af öllum
frömuðum mannkynsins, eða að hann hafi verið
Guð og maður í einni persónu. Úr þessu er
ómögulegt að skera, nema ritningin sje áreiðanleg
opinberun, gefin af Guði,
En eitt getur oss, sem köllum oss kristna menn,
þó orðið Ijósf, og það er þetta: Pó áreiðanleiki
ritningarinnar næði ekki lengra, en höfundur gerir
ráð fyrir, þar sem hann tekur gilda frásögn guð-
spjallamannanna um lífernishreinleika Jesú Krists og
píslardauða hans, þá er þó hjer með sannað, að
hann sjálfur sagði sig vera Guð, því að fyrir þau
ummæli var hann krossfestur, þó að það væri hatr-
ið, sem leitaði að þeim og notaði sjer þau. Sje
það nú svo, að þessi skoðun hans hafi verið sjálfs-
blekking, þá hefir aldrei lifað á þessari jörðu nein
persóna, sem er eins voðaleg sönnun fyrir glötun
mannkynsins, eins og hann.
Með hugsun sinni getur maðurinn fundið Guð,
eða líkurnar fyrir tilveru alvitrar og sjer meðvitandi
persónu, sem sje Guð, skapari alls, sem til er. En
maðurinn getur ekki með hugsun sinni fundið sam-
band sitt og afstöðu við þessa veru, sem við köllum
Guð, og hann getur ekki með hugsun sinni öðlast
þekkingu á tilveru sinni, þar sem skynjun hans
hættir. Mannssálinni er meðfædd meiri og minni
þrá eftir að þekkja þetta, meira og minna sár þrá
eftir sívarandi lífi, fullkominni farsæld, ljósari eða
óljósari ótti fyrir afleiðingum gerða sinna, grunur
um það, að Guð kunni að vera reiður við sig, og
láta ógæfu koma yfir sig, og þar af leiðandi ósk
um að vera í sátt við hann. Alt þetta myndar
trúarþörfina í mannssálinni og því sterkari sem
hún verður, því meiri verður þörfin á vissu um
það, hvernig öllu þessu er varið, Ef við nú segj-
um að ritningin sje frásögn um þessa leit manns-
hjartans og mannvitsins að ráðningu á þessum
spurningum og viðleitni þess að leysa úr þeim, og
ekkert sje þar, sem fast standi, nema nefndir aðal-
drættirnir úr mynd Jesú Krists, sem stendur þar
hvernig stöndum vjer þá að vígi?
Pannig, að hann hafi verið öllum mönnum betri, og
samband hans við Guð hafi verið nánara en allra
annara manna, — látum oss segja, óviðjafnanlega
miklu nánara, — en samt sem áður, hafi vitund
hans verið svo takmörkuð, að hann hafi verið, eins og
komist hefir verið að orði, »barn sinna tíma«, lifað
líf sitt eftir ritningunni sem Guðs óskeikulu orði,
vitnað í hana sem óbrigðula, vitað ekki meira um
sjálfan sig og takmörk máttar síns en svo, að hann
lofaði að senda lærisveinum sínum huggarann, And-
ann Heilaga, sem mundi segja þeim alt og minna
þá á alt, sem hann hafði talað við þá, — og þó
hafi þeir skrifað, eða aðrir frá þeim, það, sem ekki má
reiða sig á, að sjeu orð, sem hann hafi talað við
þá. Hafi Jesús frá Nazaret ekki verið það, sem
hann sagði, Guðs sonur, og þar af leiðandi talað
það eitt, sem var sannleikur á öllum tímum, líka við-
víkjandi gildi ritningarinnar, og efnt það, að Heil-
agur Andi minti lærisveina hans á alt, sem hann
hafði talað við þá, þá var hann aðeins maður, hvað
óviðjafnanlega góður og Guði fyltur sem hann var.
Og hafi hann vetið aðeins maður, þá hefir aldrei
lifað á þessari jörðu maður, sem er eins voðaleg
sönnun fyrir glötun mannkynsins, eins og hann,.
eins og þegar er sagt.
Ef það var svo, að mannsins sonur, Gúði fylta
sálin, sem eignast hafði samband við Guð fremur
öllum sínum bræðruni, sem »fríðastur var mannanna
barna«, ekki sá rjett uppruna sirm og takmark til-
veru sinnar, en leiddist út í sjálfsdýrkun og leið
píslarvættis dauða vegna ímyndaðrar sjálfsfórnar,
hvar erum við þá stödd, fjöldans börn, — hvernig
eigum við þá að finna leið til sannleikans, til lífs-
ins, til farsældarinnar, til Guðs? Hver þolir að stara
niður í hyldýpi eilífa myrkursins og eilífu örvænt-
ingarinnar, sem bíða allra manna, hyldýpi, sem kveða
við af angist vonbrigðanna og sjálfsblekkingarinnar?
Pá væri einkis að óska fremur en að hafa aldrei
fæðst, og að engin eilífð sje til bak við gröf og
dauða.
En Guði sjeu eilífar þakkir og eilíf lofgerð, þetta
er ekki svo. Jesús frá Nazaret, mannsins sonur,
var Guðs eingetinn sonur, Guð af Guði. Vitnis-
burður hans um sjálfan sig er sannleikur og vitnis-