Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1927, Qupperneq 3

Norðurljósið - 01.09.1927, Qupperneq 3
NORÐURLJÓSIÐ. 35 burður hans um sannleiksgildi ritningarinnar er sannleikur. Kenning hans um afstöðu Guðs gagn- vart oss er sannleikur. Vjer eigum í dag blessaða og áreiðanlega opinberun, heilaga ritningu; orðið hans stendur, þegar alt annað líður undir lok. Það er margt, sem vjer ekki skiljum. Þekking vor er í molum, og syndin blindar oft, svo að einnig þess vegna skiljum vjer ekki ritningarnar, en þetta vitum vjer, að í sjálfum sjer eru þær áreiðanlegar, að þang- að getum vjer leitað affur og aftur til að finna úr- skurð á vorum eigin og annara skilningi á þessu og hinu. Og þetta vitum vjer, að öll Guðs fyrir- heiti þar eru »já og amen« í Jesú Kristi. Aldrei gleymi jeg því, hvaða fögnuður fylti hjarta mitt, þeg- ár jeg mintist þessara orða, og sá, að öll dýrlegu fyrirheitin í gamlatestamentinu voru gefin mjer í Jesú , Kristi. Jeg elska hetjur eldri og yngri tíma. Þegar jeg les um þær, fyllist hugur minn aðdáun og gleði, en ekki seðja þær hungur mitt og þorsta eftir návist Guðs og miskunn. En þegar jeg les í heilagri ritningu um »föður trúaðra,«* og hvernig Drottinn einn saman leiddi hann og sitt fólk, og jeg veit, að eins og hann leiddi það, leiðir hann mig, þá gleðst sála mín í Guði og hjarta mitt fagnar yfir frelsi hans, mjer og mannkyninu til handa. Ó, þá blessun, að vera viss um, að jeg má óhikað trúa þessu orði, trúa því líka, þegar jeg skil það ekki, trúa því líka, þegar efasemdirnar og spurningarnar rísa upp í kringum mig og inni í minni eigin sál, að geta hlíft sjer bak við blessaðan skjöldinn, »skrifað stendur«. Jeg hefi ekki tekið trúarjátning- una að erfðum, því að þegar jeg fór að læra kverið mitt, misti jeg trúna á guðfræðina, sem stóð í því, jafnóðum sem mjer var hlýtt yfir það, og jeg fjekk góðan vitnisburð um skilning minn á því. Síðan varð jeg nýguðfræðingur, sótti fátt af meira kappi, en að geta sýnt mönnum fram á, að ekki væri vit í kenn- ingum kirkjunnar, og ritninguna mat jeg nákvæmlega jafnt öðrum bókum, eftir því, hve samdóma jeg var því, sem þar stóð og hve vel það var framsett. Trúar- játningu hefi jeg enga lært eða lesið, nema postul- legu trúarjátninguna, og jeg er viss um það, að trú mín er mjer ekki þaðan komin. En nú legg jeg hönd mína á hjartað og geri játningu trúar minnar, sem jeg á, í þeirri trú, að Guð gefi mjer náð til þess, að standa stöðug í henni, ætli mjer að lifa og deyja í henni, og sem jeg er reiðubúin að gera grein fyrir. Jegvtrúi allri heilagri ritningu, spjaldanna á milli, og er viss um, að þar stendur ekkert, sem Guð hefir ekki ákveðið til þess. Jeg trúi ekki því, að jeg skilji hana eða geti útlistað hana, og þó aðrir geti það mjer mörgum, mörgum sinnum betur, þá trúi jeg heldur ekki, að skilningur þeirra sje einhlýtur. Jeg er líka viss um, að samkvæmt kenningu heil- agrar ritningar er bæði djöfullinn og helvíti til. Menn geta breytt um nöfn, en hugtakið er það sama. Það er ekkert aðalatriði, hvað fangelsið heitir, held- ur hvað það hefir í för með sjer, og jeg sje ekki betur, en Drottinn Jesús sjálfur tali um eilífa útskúf- R i t s t j. un, og sje það svo, get jeg ekki komist hjá, að trúa henni, hvort sem mjer fellur það ljett eða þungt. Og fyrst og síðast trúi jeg þvt, að Jesús frá Naza- ret, sannur Guð og sannur maður, hafi borið mín- ar syndir á líkama sínum upp á krossins trje og friðþægt fyrir þær við Guð, með blóði sínu, og að jeg í honum sje frelsuð frá valdi syndarinnar, djöf- ulsins og dauðans. Jeg er ekki eins viss um nokk- urn hlut, eins og það, að friðþægingin er hjarta og þungamiðja kristindómsins, að hún er sjálft lífið. í henni erum við frelsaðir. Fyrir utan hana erum við dauðir í syndum vorum og yfirtroðslum, og að eilífu glataðir. Margt getur skilið, en þetta eitt ætti að vera nóg til sameiningar. Ef vjer erum Krists, erum vjer einn líkami, þó limirnir sjeu ólíkir að mörgu. í átta ár af æfi minni vildi jeg vera trúuð, óskaði að vera frelsuð, og var af öðrum álitin að vera það. En öll þau ár barst jeg fram og aftur milli vissu og óvissu, jeg var að leita að því, hvernig jeg ætti að skilja Jesúm og skilja frelsið, hvað jeg gæti reitt mig á í ritningunni, hverju jeg ætti að trúa og hverju að hafna, — gæti hver valið eða hafnað því, sem hann vildi. En sá dagur kom, að Guðs eilífa náð sannfærði mig um synd, og Heilagur Andi gaf mjer orðið um »blóðið Jesú Krists, sem hreinsar oss af allri synd.« Það orð gaf mjer nýtt líf, eilíft líf. Jeg sá Drottin Jesúm, mannkynsfrelsarann og minn frelsara, frið- þægjarann, og síðan hefi jeg átt fótfestu, andiega talað. Og Guð gaf mjer ritninguna, gaf mjer hana svo, að nú er jeg viss um, að alt, sem í henni er, er sannleikur og mín persónulega eign. Jeg segi frá þessu, ef það mætti verða, þó ekki væri nema einni leitandi eða efasjúkri sál til trúarstyrk- ingar, og Drotni mínum og frelsara til dýrðar. Það er satt, að menn eru nú, að heita má, horfnir frá efnishyggjustefnunni. Það er, nú sem stendur, fínt að vera andlegur, að trúa á annað líf og sam- band mannsins við Guð, á andleg öfl í manninum og utan við manninn. Flestar höfuðstefnur villidóms nútímans eru andlegar, frá guðspekinni til andatrú- arinnar, og alls, sem þar er á milli. Það er feikna los á öllu, og stórstreymi hugarrótsins sogar mann- eskjurnar út með sjer. Það er alveg satt, sem höf- undur segir í upphafi greinar sinnar, að nú eru ábyrgðarmiklir tímar í sögu kirkjunnar. Þeir hafa alt af verið það, en því miður hefir kirkjan sýnilega oftast verið af þessum heimi, þjónar hennar margir haft Guðs orð, en ekki hlýtt því, hafa gefið steina fyrir brauð. Hungraður maður þarf fæðu, synd- ugur maður þarf fyrirgefningu, — fyrirgefningu, sem skapar nýtt hjarta, nýjan vilja, nýtt líf. Menn- ingin breytir manninum að yfirborðinu, og breyt- ingin getur náð miklum tökum á huga og tram- komu manns, en sjálft eðlið er og verður ávalt það sama. Andlegu dauðameinin eru þau sömu, og lækningin aldrei nema ein, »sárin hans, sem dó í vorn stað.« Hvernig sem menn prjedika þennan sannleika, verður hann ávalt »Gyðingum hneyksli og Grikkjum heimska.« Vor náttúrlegi maður dáist að Kristi og þykir hann yndislegur, þangað til okk- ur er sýndur harmkvælamaðurinn, sem hangir fyrir- *) Þ. e.: Abraham.

x

Norðurljósið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.