Norðurljósið - 01.09.1927, Qupperneq 6
38
NORÐURLJÓSIÐ.
Mannkynsfrelsarinn.
(Framhald.)
II.
Hvað hann segir.
Vjer höfum heyrt framburð hinna helstu votta
um Jesúm frá Nazaret sem son Guðs og frelsara
mannanna. Nú skulum vjer veita athygli boðskapn-
um, sem hann flytur oss.
Það væri ekki of mikil fullyrðing, ef vjer segð-
um, að ef spámennirnir hafa sagt nákvæmlega fyrir
persónu hans og starf, og það hefir rætst, þá hljóti
orð hans að vera í alla staði áreiðanleg og þess
verð, að við þeim sje hiklaust tekið. En vjer þurf-
um ekki að nota slíka óbeina rökleiðslu, þótt hún
væri leyfileg, því að vjer höfum betri sannanir, þar
sem hans eigin orð eru.
Frá því fyrsta, er hann bað sína fyrstu lærisveina
að »koma og sjá« (Jóh. 1. 39.), þangað til hann
sagði, stuttu áður en hann yfirgaf þessa jörð:
»Preifið á mjer og lítið á!« vildi hann'gefa mönn-
um skynsamlegar ástæður fyrir að trúa. Hann hafði
ekkert að fela fyrir augum einlægra manna. — Menn
ættu að rannsaka orð hans, prófa fyrirheit hans.
Einlægni og hreinskilni eru kennimerkin á öllu, sem
hann gerði og sagði.
»Væri ekki svo, hefði jeg sagt yður það«, sagði
hann, er hann talaði við lærisveina sína um mörgu
híbýlin í húsi Föðurins (Jóh. 14. 2., samkvæmt
gömlu þýðingunni, sem hjer er rjett). Hann vildí
ekki Iáta þá gera sjer tálvonir um framtíðar-Iífið. Ef
til væru óvænt takmörk í lífinu fyrir handan, þá
hefði hann sagt þeim það hispurslaust.
í samræmi við þetta er svarið, sem hann gaf fræði-
manninum, sem bauðst til að fylgja honum, hvert
sem hann færi: »Refir eiga greni og fuglar himins-
ins hreiður, en mann-sonurinn á hvergi höfði sínu
að að halla« (Matt. 8. 20). Hinn væntanlegi læri-
sveinn má ekki draga sjálfan sig á tálar. Hann
verður að vita, áður en hann leggur út á lærisveins-
brautina, hvað það hefir í för með sjer, hvort sem
það dregur úr áhuga hans eða eigi. Aldrei skyldi
nokkur hafa ástæðu til þess að segja, að Kristur
hafi leitt hann til sín með fögrum loforðum, sem
ekki rættust.
Hreinskilni hans tók alls ekki til greina auð þeirra,
sem hann talaði við, eða stöðu þeirra í mannfjelag-
inu. Frá veraldlegu sjónarmiði var það glappaskot,
að Iáta ríka, unga manninn fara hryggan í burtu frá
sjer. Jeg er hræddur um, að nokkrir, sem kannast
við nafn Krists, myndu hafa viljað reyna að afla
»málefninu« ríkdóms og áhrifa þessa unga manns.
En hreinskilni Krists sýndi honum undir eins, hvað
það-mundi kosta að fylgja honum að öllu leyti, og
maðurinn fór í burtu (Matt. 19. 16.—22).
Þannig talaði hann einnig við Nikódemus, sem
hefði verið hinum litla lærisveinahóp mikrll liðstyrk-
ur (Jóh. 3. 1.—3 ). Nikódemus fór í burtu eins og
hinn, en sannleikurinn sigraði hann að lokum, og
hann reyndist vera einn af þeim fáu, sem yfirgáfu
ekki Drottin á hættutímanum (Jóh. 19. 39.—40.).
Það er eins og móðir hans sagði í lofsöng sín-
um: »Hungraða hefir hann fylt gæðum og látið
ríka tómhenta frá sjer fara« (Lúk. 1. 53.).
Þó ljet hann enga stjetta-hleypidóma stjórna sjer.
Hann hafði það sama bæði handa ríkum og fátæk-
um: sannleikann. Rannsóknarljós hreinskilni hans,
sem sendi ríka, unga manninn og Nikódemus í
burtu, Ijet hann skína, með blíðu, en þó ákveðið,
á athæfi hinnar aumingja samversku konu (Jóh. 4.).
Jafnvel Pjetur komst ekki undan. Ljós hreinskilni
Krists Ijek um hann. Fullyrðing hans um óbilandi
frygð gagnvart Drotni, hefði mátt nota til þess að
’hvetja hina lærisveinana til eftirbreytni. En nei!
Sannleikurinn verður að koma út, hver sem á í hlut,
og Drottinn sagði honum bert, að hann myndi af-
neita honum þrisvar.
Einu sinni komu bræðurnir Jakob og Jóhannes
til Drottins, ásamt móður þeirra, og spurðu hann,
hvort þeir mættu ekki fá að sitja, annar til hægri
handar honum, og hinn til vinstri, í ríki hans. Þeir
höfðu ástæðu til að halda, að þeim yrði veitt þetta,
því að Drottinn hafði gefið þeim auknefnið »Boa-
nerges«. Þetta nafn, sem þýðir »Þrumusynir«, var
gefið þeim mönnum, sem sátu jafnan sinn til hvorr-
ar handar forsetanum í ráðstefnu Gyðinga til þess
að kalla upp fyrir mannþinginu orð forsetans, sem
oft var gamall og veikraddaður maður. Á þeim
tíma þurftu lærisveinarnir að fá alla þá huggun og
uppörvun, sem hægt var að veita þeirn. Hefði
Kristur ekki verið sá, sem hann var, hefði þetta
verið mikil freisting til að láta þetta mál liggja, að
minsta kosti, milli hluta fyrst um sinn. En nei!
Allan sannleikann urðu þeir að heyra, hvað sem
það kynni að ko.sta! 'Og hanh sagði þeim bert, að
þeir skyldu fá að vísu að »drekka bikar hans«, það
er, taka þátt í þjáningum hans, en hann gaf þeim
ekkert loforð um hinn mikla heiður, sem þeir þráðu
í hinu komandi ríki hans (Matt. 20. 20,—23.).
Tilgangur minn með að vekja athygli manna á
þessu er að sýna, að Ðrottinn Jesús víkur aldrei
um hársbreidd frá sannleilcanum, er hann talar um
framtíð okkar. Hann lofar ekki of miklu. Ef nokkuð
er, þá eru loforð hans svo vel fyrir innan takmörk-
in, að vjer öðlumst »langsamlega fram yfir alt það,
sem vjer biðjum eða skynjum«. Vjer fyllum kerin
vatni, en, þegar vjer ausum upp, finnum vjer, að
það er orðið að víni!
Þess vegna er það algerlega skynsamlegt, að
treysta fyllilega staðhæfingum hans og fyrirheitum.
Hann er reyndur og traustur leiðsögumaður vor
um hin óþektu Iönd framtíðar-lífsins. Hann segir
sjálfur, í bæn sinni til Föðurins, stuttu áður en
hann leið á krossinum: vOrðin, er þú gafst mjer,
hefi jeg gefið þeim« (Jóh. 17. 8.). Hjer talar hann,
ekki aðeins um kenningarnar, sem hann á að flytja
í nafni Föðurins, heldur um sjálf orðin, sem Himna-
faðirinn hafði lagt honum í munn. Þetta er í sam-
ræmi við nákvæmnina og gætnina, sem sjest á öllu,
sem hann heíir sagt. Boðskapur hans er frá hon-
um, hjá hverjum »er hvorki umbreyting nje um-
hverfingarskuggi«.