Norðurljósið


Norðurljósið - 01.09.1927, Side 7

Norðurljósið - 01.09.1927, Side 7
NORÐURLJÓSIÐ. 39 Par sem hann hefir þannig rnyndugleika frá Föð- urnum til að varpa ljósi á þá hluti, sem annars eru huldir mannanna börnum, er það oss öllum lífs- nauðsynlegt, að vita hvað hann segir um málíð, sem er áreiðanlega hið mesta mál, sem hefir gagn- tekið huga og tilfinningar manna: — Hvernig get- um vjer öðlast fyrirgefningu synda vorra ? Falin djúpt í hinu mannlega hjarta er þörfin á fyrirgefningu synda sinna. Menn reyna sumir að gleyma henni, en fyr eða síðar gerir hún vart við sig, svo að menn geta ekki kæft hana niður. Á öll- uin öldum og meðal allra þjóða og kynflokka hafa menn lagt ákaflega mikið á sig til þess, að reyna að tryggja sjer fyrirgefningu syndanna. Allskonar einkennilegar athafnir, hræðilegar sjálfpyntingar, syndabætur, föstur, fórnir, hafa menn framkvæmt í þeirri von, að geta öðlast fyrirgefningu synda sinna. Eitt af hinum stærstu fjelögum nafn-kristindómsins hefir þótst gefa embættismönnum sínum vald til að veita meðlimum sínum syndafyrirgefningu. Þegar kaþólski presturinn hefir yfir orðin á latínu: »Ego te absolve«, er sagt, að syndir hins iðrandi verði honum fyrirgefnar. Sala á »aflátsbrjefum«, sem • Tetzel var frægur fyrir á dögum Lúters, heldur enn þá áfram, og menn þykjast fá fyrirgefningu sína staðfesta í þeim. Sá, sem ritar þessar línur, hefir sjálfur sjeð slíkt »aflátsbrjef« og athugað það kost- gæfilega. Var það gefið út og dagsett fyrir fáein- um árum. Óþarfi er að taka það hjer fram, að Drottinn vor hafi ekki afsalað sjer einkarjetti sín- um og fengið hann í hendur neinum syndugum mönnum á þessum tímum, því að »EINN er með- algangarinn milli Guðs og manna, maðurinn Krist- ur Jesús«. Jeg vitna til þessa, aðeins í þeim til- gangi, að sýna, að það sje alstaðar viðurkent, að mannlega hjartað þráir um fram alt, að öðlast fyrir- gefningu Guðs. Drottinn Jesús Kristur sá, að okkur var ómögu- legt, að sjá eða þreifa bókstaflega á því, hvort syndir vorar eru oss fyrirgefnar eða ekki. Þess vegna gaf hann oss mjög glögt dæmi þess, að hann hefði vald til að fyrirgefa syndir. Menn færðu til hans lama mann, sem lá í rekkju. I staðinn fyrir að lækna sjúkdóm hans, eins og menn bjuggust við, sagði hann við sjúklinginn: »Vertu hughraustur, barnið mitt, syndir þínar eru þjer fyrirgefnar!«■ Fræðimenn, sem viðstaddir voru, fundu undir eins að þessu, sögðu að hann hefði talað guðlast. Þá spurði Drottinn þá, hvort væri auðveldara, að segja við slíkan mann: »Syndir þínar eru þjer fyrirgefnar!« eða »Statt upp og gakk!« Athugið nú, hvað Drott- inn var að fara. Enginn maður gat sjeð, hvort syndir mannsins væru fyrirgefnar, en allir gátu sjeð, hvort hann stæði upp og gengi. Hið sýnilega og áþreifanlega átti að sanna hið ósýnilega, því að guð- legt vald var nauðsynlegt bæði til að fyrirgefa manninum syndirnar og líka til að lækna mein hans þannig á augnabliki. Ef maðurinn gat í raun og veru staðið upp og gengið heim, þá hljótum vjer að trúa því, að hitt hafi líka átt sjer stað, nefnilega, að syndir hans væru fyrirgefnar, því að lækningar- táknið sannar það, að Jesús hafi haft vald frá Guði til hvorstveggja. Hann snýr sjer þá að manninum, sem liggur hjálparvana í rekkju sinni, og segir: »Til þess að þjer vitið, að manns-sonurinn hefir vald á jörðu til að fyrirgefa syndir, — statt upp, tak rekkju þína og far heim til þín!« Maðurinn gerði það. Meðan þeir horfðu á hann ganga niður götuna og bera rekkju sína á baki sjer, heilan heilsu, hefðu þeir ekki átt að efast um það, sem ekki sást, að manninum væru fyrirgefnar syndir hans. Drottinn Jesús er hinn sami enn í dag. Hann fyrirgefur engum manni, án þess að segja við hann líka: »Statt upp og gakk!« Ef maður liggur enn þá máttvana undir valdi syndarinnar, er engin ástæða tii að halda, að hann hafi í raun og veru öðlast syndafyrirgefningu. En »ef vjer játum syndir vorar, þá er hann trúr og rjettlátur, svo að hann fyrirgef- ur oss syndirnar og hreinsar oss af öllu ranglœth (I. Jóh. 1. 9.). Krafturinn, sem hann gefur oss til að lifa hreinu lífi, er áþreifanleg sönnun þess, að hann hefir líka fyrirgefið oss, því að fyrirgefning og hreinsun eru tengd saman í orði hans, og vjer meg- um ekki sundurslíta þær. Menn verða að gera eitt af fernu: (1.) Að reyna að telja sjer trú um, að það sje ekki tii, sem heitir synd; (2.) að telja sjer trú um, að dauðlegir menn geti veitt manni syndafyrirgefningu; (3.) að þola kvalir óvissunnar; eða (4.) að koma til Jesú Krists og fá fyrirgefningu synda sinna hjá honum. En er það í raun og veru mögulegt, að sanna staðhæfingar Krists nú á þessum tímum, eins og þegar hann var sýnilegur hjer á jörðu? Já, vissulega., Hann veit, að mannlegt hjarta þráir vissu, sannfær- ingu, sönnun, og hann hefir náðarsamlega boðist til að veita því þetta alt. Orð frá vörum hans, sem hafa ósegjanlega mikil áhrif á alla þá, sem veita þeim viðtöku, eru skrifuð í Jóhannesar guðspjalli, 14. kap., 21. versi: »Sá, sem hefir mín boðorð og heldur þau, hann er sá, sem elskar mig. En sá, sem elskar mig, mun verða elskaður af Föður mín- um, og jeg mun elska hann og sjálfur birtast honum.« Annaðhvort lætur Kristur þá, sem elska hann og halda boðorð hans, þekkja sig, þreifa á nálægð sinni, sannfærast um það, að hann er þeirra frelsari, eða ekki. Og það er hægt fyrir hvern, sem vill, að prófa, hvort þetta er satt eða ekki. En hver eru boðorð þau, sem vjer verðum .að halda, til þess að sýna, að vjer elskum hann? í hlutarins gðli hlýtur hið fyrsta að vera: »Komið til mín, allir þjer, sem erfiðið og þunga eruð hlaðnir« (Matt. 11. 28.). Þeg- ar vjer höfum komið til hans með alla byrði vora og neyð og fengið þá hvíld, sem hann lofar; þegar vjer reynum, eftir bestu vitund og vilja, að breyta eftir því, sem hann hefir kent oss, bæði sjálfur og fyrir munn postula sinna, og sýnum þannig að vjer elskum hann; þá megum vjer vera vissir um, að hann lætur ekki standa á sjer að uppfylla loforð sitt, og þá birtist hann hinni trúuðu, elskandi sál. Einn af Igerisveinum hans skildi ekki þessi dýrð- legu orð hans og bað um frekari útskýringu. Þá endurtók Drottinn loforðið, en gerði það enn þá sterkara og ákveðnara. Hann sagði: »Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt orð, og faðir minn

x

Norðurljósið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.