Norðurljósið - 01.09.1927, Side 8
40
NORÐURLJÓSIÐ.
mun elska hann, og til hans munum við koma og
gera okkur bústað hjá honu.m.« (Jóh. 14. 23.).
Ef Kristur hefir ekki átt við það, að Faðirinn og
Sonurinn mundu sannarlega láta nálægð sína vera
þekkjanlega og áþreifanlega í lífi þeirra, sem upp-
fylla þessi einföldu skilyrði, þá eru orðin algerlega
þýðingarlaus.
Miljónir hafa reynt, og sannað, að staðhæfing
Krists er sönn, að »ef sá er nokkur, sem vill gera
vilja hans, hann mun komast að raun um, hvort
kenningin er frá Guði.« (Jóh. 7. 17.). En hitt lof-
orðið nær miklu lengra. Vjer sannfærumst eigi að-
eins um kenninguna, en um persónu sjálfs kennarans.
Hið mannlega hjarta þráir áþreifanlega opinberun.
Hinn góði heilagi Andi Guðs er líka fús á, að veita
oss hana. En til eru aðrir andar, — óhreinir andar,
— sem keppast um, að fá athygli vora og fylgi.
Peir heita mönnum »opinberanir« og margir glepjast
til þess að sækja hina svonefndu »tilraunafundi«
og sifja límum saman í kolsvörtu myrkri, í þeirri
von, að sjá eða heyra eða finna eitthvað eða
þefa af einhverju, sem getur sannfært þá.
Hinn góði Andi Guðs, — hinn eini andi, sem
oss er leyfilegt og óhætt að skifta oss af, — vill
hafa Ijós, því meira, því betra. Pessir illu andar,
sem koma fram á tilraunafundunum, heimta myrkur,
því meira, því betra. Einn einasti Ijósgeisli getur
spilt fyrir »opinberunum« þessum.
Er það ekki grátlegt, að margir menn og konur
vilja sitja marga klukkutíma í myrkrinu og bíða
með mikilli þolinmæði, þangað til einhverri óþektri
andaveru þóknast að gera vart við sig, en þeir fást
ómögulega til þess að bíða í fimm mínútur í fullri
dagsbirtu, með opinni biblíu og opnum huga og
opnu hjarta, / auðmjúkri bœn tií Ouðs nm að hann
vilji opinbera sig?
Pað er birtan, sem fælir þá. Pað reynist satt nú,
eins og ávalt, sem Drottinn Jesús sagði: »Menn-
irnir elska myrkrið meir en ljósið, því að verk
þeirra eru vond.« (Jóh. 3. 19.) »Guð er ijós«, og
þar sem nálægð hans opinberast, er óhjákvæmilegt,
að »leyndardómar hjartans verða opinberir.« Að
forðast þetta er sama sem að forðast Guð. Að sætta
sig við það, er leiðin til þess að þreifa á nálægð
Guðs og að þekkja hann. Pá göngum vjer í Ijós-
inu, eins og hann er sjálfur í ljósinu, og höfum
samfjelag við hann, og blóðjesú, sonar hans, hreins-
ar oss af allri synd. (I. Jóh. 1. 7.).
Hver lesari getur sannað alt þetta, í sinni eigin
reynslu, ef hann vill. Vilt þú ekki gera þessa miklu
tilraun? (Framhald).
*
Uívarpsstöðin.
(Framhald).
Síðan síðasta tölublaðið kom út, hefir útvarpsstöðin á
Sjónarhæð haft próf-útvarp nokkrum sinnum, en hefir orðið
að hætta aftur um tíma. Rafmagnið frá rafstöð bæjarins
hefir reynst ófullnægjandi, svo að útlit er fyrir pað, að út-
varpsstöðin muni ekki geta komið að fullum notum, nema
hún hafi tæki til pess að framleiða eigið rafmagn. Straum-
nrinn frá rafstöðinni er mjög óstöðugur, einkum meðan
margir nota raforku, og hefir pessi óstöðugleiki mjög skað-
leg áhrif á stóru lampana í útvarpstækjunum. Hafa fjórir
peirra pegar skemst við petta. Pað er lika alveg ómögu-
legt að útvarpa stundum, pegar mikill ís er í ánni, pví að
hann iendir í „turbínunum“ á rafstöðinni og gerir mikinn
usla. Stundum er og of litið vatn, vegna mikils frosts. Að
öllu pessu athuguðu, sjáuin við, að pað er hauðsynlegt fyrir
okkur, að reyna að fá okkur vjelar til að framleiða raf-
magnið fyrir útvarpið. Þá vonumst við eftir, að geta út-
varpað hvénær sem er og hvernig sem Glerá verður, og
straumurinn verður líka jafnari, svo að engin hætta verður
á pví, að hann skemmi lampana.
Radiófræðingurinn, setn hefir verið hjer, er farinn til Eng-
Iands aftur, til pess að útvega tæki, i peirri von, að nóg
fje verði fyrir hendi, pegar til pess kemur, að kaupa pau.
Hann gerir ráð fyrir, að koma aftur sem fyrst og koma öllu
í gang að nýju. Pá vona jeg, að við mæturn ekki fleiri
stór-erfiðieikum, í framtíðinni. Við höfum purft að hafa
mikla polinmæði í sambandi við pessa stöð, en pegar hún
er loksins farin að starfa reglulega, verður pað ómaksins
vert og langt fram yfir pað. Veit jeg, að margir hafa beðið
með ópreyju eftir, að stöðin fari að útvarpa reglulega. Peir
munu að sjálfsögðu hafa hluttekningu með okkur í pessuin
drætti og reyna að vera polinmóðir líka sjálfir.
Á meðan svo stendur, verður pað mikil hjálp, og flýtir
fyrir pví, að við getuin keypt hinar nauðsynlegu vjelar, ef
við getum selt tækin, sem við höfum pegar keypt handa
væntanlegum kaupendum. Pað er, ef til vill, of mikils til
ætlast, að menn kaupi tæki, sem taka aðeins á móti útvarpi
frá okkar stöð, nreðan hún útvarpar ekki, að minsta kosti
pangaö til við erum í pann veginn að byrja aftur. En jeg
vildi mælast til pess, að peir, sem hafa í huga að fá sjer
tæki, sem taka á móti útlendu útvarpi Iíka, kaupi pau hjá
okkur sem allra fyrst. Þeir geta pá hotið útvarpsins frá
útlöndum, — sem heyrist altaf betur á vetri en á sumri, —
og verið alveg til taks, pegar útvarpið byrjar aftur hjeðan.
Við höfum líka meiri tíma til að sinna mönnurn og veita
peirfl ítarlegar leiðbeiningar nú, heldur en pegar við erum
uppteknir af að koma útvarpsstöðinni í lag aftur, pegar nýju
rafvjelarnar koma. (Framhald).
Til íhugunar.
Einn nýr vinur blaðsins skrifar frá Austfjörðum, um
bókaböggul, sem hann hafði fengið til útsölu :
»Bækurnar voru allar seldar að kvöldi næsta dags.
eftir að jeg fjekk þær, og jeg hefði sjálfsagt geiað
selt fleiri.« /
Eins og menn muna eftir, hafa álíka brjefkaflar birst
f blaðinu við og við, sem bera vott um, hve vinsælar
bækurnar og veggspjöldin eru, sem »Norðurljósið« hefir
á boðstólum. Allir, sem eru hlyntir málefni blaðsiris,
ættu að gera tilraun með að útbreiða kristilegar bækur.
Með því geta þeir, ef til vill, sáð frækornum í sum
hjörtu, sem bera eilffan ávöxt. Hver veit? Skrifið í
dag um þetta til ritstjórans!
Norður/fósid kemur út mánaðarlega og verður 48 blað-
síður á ári. Árgangurinn kostar 1 kr. og greiðist fyrirfram,
verð í Vesturheimi 40 cents.
Ritstjóri og útgefandi: Arthur Gook, Akureyri.
Prentsmiðja Björns Jónssonar, Akureyri.