Norðurljósið


Norðurljósið - 01.03.1935, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 01.03.1935, Blaðsíða 1
Norðurljósið XVIII. árg. Mars—Apríl 1935. 3.-4. „Ekkert nafn finst annað." Sinn friðarboðskap blíða Guð birti heimsins þjóð, ttm soninn sinn hinn fríða, hans saklaust hjartablóð. Kó R: Nei, ekkert nafn finst annað, sem á vjer getum treyst. Guðs son faer sælu gefið og sálir endurleyst. Ein fórn oss friðþægt hefur, sem færði lausnarinn, er inngang öllum gefur í opinn himininn. Um hann jeg' syng af hjarta, er hjekk mín vegna’ á ki'oss; því dýrð og blessun bjarta mjer bjó hans undafoss. (Þessi sálmur er einn af 32, sem gefnir eru út í nótnabókinni »VAKNINGARSÁLMAR«, sem fæst fyrir 2 kr. hjá ritstjóranum.) D Ý R F Ó R N. Saga þessi gerðist á þeim dögum, er þrælar yoru keyptir og seldir eins og skepnur í Banda- ríkjum Norður-Ameríku. Frú ein átti marga þræla og var þeim mjög góð. Hún útvegaði kennara handa þeim og gerði sjer far um það, að láta þeim líða vel. En hún varð bráðkvödd og eignir hennar voru seldar til þess að hægt væri að skifta þeim meðal ættingja hennar. Meðal eigna hennar voru auðvitað þræl- arnir, og voru þeir allir sendir á þrælamarkað- inn, til þess að vera seldir á uppboði. í uppboðsauglýsingunni var þessi liður: — »Nr. 41. Júlía, fögur, ung stúlka, 15 ára, sæmilega mentuð, nær því hvít á hörund. Vöxt- ur fullkominn. Tennur heilar. Hárið 3 fet á lengd. Gallalaus.« Þó að hún vissi ekki af því, þótti einum svert- ingja þar í nágrenni mjög vænt um Júlíu. Hann hafði öðlast frelsi sitt, og hann langaði til að kaupa hana lausa, í þeirri von, að hún vildi þá giftast honum. Hann var búinn að draga saman nær því 100 dollara í þessum tilgangi. Hann var tröll að vexti og burðum og hafði lært trjesmíði. Honum fjell það mjög þungt, er hann frjetti um uppboðið, en hann ákvarðaði fljótt, hvað hann vildi gera. Á uppboðinu seldist Júlía fyrir 750 dollara, og hinn nýi eigandi hennar, grimmur, harður mað- ur, leiddi hana burt, alveg eins og maður myndi leiða burtu kú eða hest, sem hann hefði keypt. Ungi svertinginn fylgdi þeim, og við fyrsta. tækifæri fann hann manninn að máli og bauðst

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/128

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.